Eyjablaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 05.01.1955, Blaðsíða 1
Frumvarp flutt á Alþingi af Karli Guðjónssyni. Tekjur af yfárvinnu i þágu út- ílutningsframfeiðslunnar verði skatf- og útsvarsfrjálsar. Karl Guöjónsson flytur á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og á útsvarslögum. Leggur Karl til aö meöal þeirra tekna er frá skuli draga áöur en skattar og útsvar er á lagt, séu: „Aívinnutekjur þær, er skatt- þegn hefur aflaS sér með eftir- nætur- og helgidagavinnu við störf í þjónustu útflutningsfram- leiðslunnar. Atvinnurekendum skal skylt að lóta skattyfirvöld unum í té vinnuskýrslur, er sýni glögglga, hver hluti af greiðslum til starfsmanna þeirra falli undir þetta ókvæði. Einnig skulu laun- þegor gera grein fyrir því ó skatt- frcmtali sínu, hvort einhver hluti Hverjir seldu Aö gefnu tilefni skal þaö fram tekiö, aö sala togarans Vilborgar Herjólfsdóttur var endanlega samþykkt meö 5 atkvœöum gegn 3 en 1 sat hjá. Sölunna samþykktu: Guðlaugur Gíslason, Ársœll Sveinsson, Páll Scheving, Jón /. Sigurösson, Þorsteinn Þ. Víg- lundsson \ Á móti voru: Siguröur Stefánss., Tryggvi Gunnarss., Páll Þorbjarnarson. Hlutlaus í málinu var Hrólfur Ingólfsson. tekna þeirra, og þó hvað mikill, eigi að falla undir þetta ókvæði." í greinargerð segir flutriings- maður.: Hvarvetna í menningarþjóð- félögum leitast löggjafinn við að vernda þegna sína gegn ó- hóflega miklu erfiði og not- færir aukna tækni til að tak- marka lengd liins almenna vinnudags. Víða er litið á þetta sem lið í almennri heilsuvernd- Hérlendis er þó ekkert gert af opinberri hálfu til að vernda þegnana í þessu efni. Þvert á móti notfærir hið opinbera sér yfirvinnu landsmanna til hóf- lausrar skattheimtu af þeirri kaupuppbót, sem verkalýðs- hreyfingin hefur samið um fyr- ir slíka vinnu. Þótt yfirvinna sé í eðli sínu mjög óæskileg og virki liindr- andi á alla menningarframþró- un, er þó augljóst, að enn er ekki tímabært' að banna hana með lögum, og eins og til hátt- ar um aðalútflutningsfram- leiðslu okkar, sjávarafurðirnar, munu allar takmarkanir á yfir- vinnu við þau störf hafa í för með sér minnkandi framleiðsiu. í verstöðvum landsins er það algengt, þegar mikið aflast, að menn vinni oft vikum og jafn- vel mánuðum saman svo lengi á hverjum sólarhring, að jafn- gildir tveim venjulegum vinnu- dögum. En þótt þjóðfélagið hafi ekki tök á að vernda þegna sína á þessu sviði Svo sem æskilegt væri, má þó ekki minna vera en að þegnskapur sá, er þeir sýna með því að leggja hari að sér, til þess að framleiðslan geti orðið sem mest, sé að einhverju virtur af löggjafanum, og virð- ist þar liggja beinast við að leysa kaupgreiðslur fyrir yfir- vinnuna við störf í þágu út- flutningsframleiðslunnar undan opinberri skattlagningu. Nýir bátar í höfn. Freyja. S. 1. mánudag kom hingað nýbyggður bátur frá Danmörku, Ereyja Ve. 260. Eigendur eru Ágúst Matthíasson og Sigurður Sigurjónsson. Freyja er um 50 smálestir að stærð með 240 hestafla Alfa Diesel og var ganghraði í reynslu för uin 10 sjómílur, en 9 míl- ur til jafnaðar í heimferð. Emil Andersen, skipstjóri, sigldi bátnurn heim, en skip- stjóri verður Sigurður Sigur- jónsson. Baldur. Á mánudag kom einnig hing að mótorbáturinn Baldur, sem keyptur er frá Stykkishólmi- Baldur er um 40 sml., byggður á Fáskrúðsfirði 1947. Eigandi er Einar Sv. Jóhanns son, skipstjón. Frosti Nýr bátur, eign Helga Bene- diktssonar, kom hingað 28. des. s.l. Báturinn er smíðaður í Sví- þjóð og er um 54 smál., knúinn 180 ha. June-Munktell vél. — Skipstjóri verður Ingólfur Matthíasson. EYJABLAÐIÐ hefur óður birt þessa mynd. — Nú er hún birtist öðru sinni þykir rétt að geta þess, að Hrólfur vor hlutlous um sölu VILBORGAR HERJÓLFSDÓTTUR.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.