Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.07.1930, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 01.07.1930, Blaðsíða 1
 i ! I i [ I V. Siglufirði, Priðjudaginn 1. júlí 1930 Alþingishátíðin. Blaðið hefir engar frjéltir fengið ennþá af þriðja hátíðardeginum, hvað sem veldur. Verða því frjetlir frí þeim degi að bíða næsta blaðs. Ýmisle£t, Við veðreiðarnar, sem íóru fram í Bolabás á föstudagskvöldið, voru reysdir fleiri hestar en dæmi er til að reyndir hafi verið áður hjer á landi. „Neisti“ úr Reykjavík fjekk fyrstu verðlaun fyrir stökk; en af ‘ skeiðhestunum varð „Sjúss“ úr Hafnarfirði fyrstur. Okuskrifstofu hátíðarnefndarinnar var lokað síðarihluta föstudags og allur fólksflutningur milli Pingvalla og Reykjavíkur gefinn frjáls. Hafði talsverðrar óánægju orðið vart útaf akstursstjórninni, en dómar hinna óánægðu eru taldir full harðir þeg- ar tillit er tekið til þess, að umferð« in og eftirspurn eftir flutningi var afskaplega mikil, Konungurinn fór frá Ringvöllum til Reykjavíkur á föstudagskvöldið, og á laugardaginn fór hann, sam« kvæmt upphaflegri ráðagerð, upp í Borgarfjörð til laxveiða, I gær kom konungur aftur til Revkjavíkur, og lagði á stað heimleiðis í dag. Sænski krónprinsinn fór á laug- ardagsmorguninn yfir Pingvallavatn, í ferðalag um Suðurlandsundirlendi. Itölsku fulltrúarnir tóku ekki þátt í Alþingishátíð.inni, vegna veikinda annars fulltrúans. Peir eru nú lagðir á stað heimleiðis. A föstudagskvöldið voru fimleika- sýningar, þjóðdansar (vikivakar) og ýmislegt fleira til skemtunar á Ping- völlum, og þólti það alt takast á» gætlega. 1 sögulegu sýningunni af Alþingi 930, ljek Haraldur Björnsson Úlf- Ijót, Agúst Kvaran Porstein Ingólfs. son og Óskar Borg Hrafn Hærigss. Konungur hefir sæmt. alla þing- mennina og erlenda gesti Alþingis- hátíðar minnispeningi úr gulli. Sænski krónprinsinn tjekk ágætt veður í ferð sinni um Suðurlands- undirlendi. Hann fór heimleiðis á herskipinu „Oskar II.“ í fyrradag. Kiukkan 4 á sunnudaginn komu þingmenii saman í Aiþingishúsina ásamt erlendum hátíðarfulltrúum. Hjelt þar ræðu dómsmálaráðherra Manitobafylkis og lýsti því, hve ís» lendingar hefðu lagt mikið af mörk- um til menningar fylkisins. Mintist hann og rakti æfisögu hins fyrsta íslenska ráðherra vestan hafs Thom- asar H. Johnsons, og afhjúpaði síð» an málverk af honum, sem gjöf til Alþingis. Var þá gengið upp í fundarsal neðri«deildar og tók Ásgeir Ásgeirs- son forsæti. Hvað hann tilgang fundarins að taka opinberlega á móti gjöfum erlendra ríkja. Hann hvað tvímælalaust langmerkasta gjöf Pjóð- verja, þar sem væri fullkomin á- höld til vísinhalegrar rannsóknar- stofu á alskonar alidýrasjúkdómum. Færði hann Pjóðverjum þökk -fyrir gjöfina. Forseti Landsþingsins danska þakkaði fyrir heimboðið og Ijet í ljósi gleði sína yfir hátíðinni. Ilann afhenti að gjöf forkunnarfagurt postu- línsker, með mynd af PingvöIIum og Kristjánsborgarhöll. Sveinn Björnsson las upp gjafa- brjef fyrir silfurbjöllunni, og varþað undirskrifað af 186 íslendingum í Danmörku. Gunnar Bjarnason, fulltrúi Maní- tobafylkis, hjelt ræðu og afhenti ávarp. Árni Eggertsson hjelt ræðu og kvað Canadaríki mundi á næsta ári leita fjárveitingar lil Islandsgjafar. Fjelag danskra kvenna í Ameríku ljet afhenda eirmynd af Vilhjálmi Stefánssyni, gerða af Nínu Sæ- mundssen. Frá lýðveldi Tjekkóslava var af- hent forkunnar fagurt ker úr giltu Bæheimsgleri. Pingmaður frá Bandaríkjunum sagði, að hingað yrði bráðlega send að gjöf standmynd af Leifi hepna. Frakkneskur öldungaráðsmaður hjelt snjalla ræðu og afhenti að gjöf fagurl postulínsker með mynduin. Pá sæmdi hann forseta sameinaðs þings, Ásg, Ásgeirsson, krossi heið* ursfylkingarinnar og lýsti alla for» setana heiðurs-öldungaráðsmenn Frakka. Pá afhenti hann og forset- um og ráðherrum minnispeninga. Margir fleiri erlendir gestir hjeldu ræður. Lauk Ásgeir Ásgeirsson sam- komunni með ræðu, og þakkaði vel fyrir allar gjafirnar og alla auðsýnda virðingu. Lítið dæmi um fjármálaspeki bæjarstj. Fyrir nokkru, þegar bæjarstjórn- in var að^leigja bryggjuna norðan við dr. Paul, sem kend er við Frið- rik Guðjónsson — og jafnvel G, Skarphjeðinsson og Alfons Jónsson — var lesin fundargerð hafnarnefnd* ar þar sem lagt er til aðtakaleigu- tilboði Ingvars Guðjónssonar, að upphæð kr. 5100, I sömu fundari gerð er þessi tillaga: „Nefndin legg- ur til, að uppfyllingin við nýju bryggjuna verði löguð þannig, að sandurinn sje fluttur til, vestur á lóðina, jafnaður og borinn ofaní- burður ofan á svæðið". — Ilvor- tveggja var samþykt af bæjarstjórn, leigutiiboðið og lagfæringin á lóð- inni. Pessi lagfæringartillaga er ósköp saldeysisleg útlits, enda var þannig talað fyrir henni, eins og hjer væri um svo smávægilega lagfæringu að ræða, að tæplega gæfi ástæðu til umræðu, hvað þá til nánari athug’ unar um kostnaðinn. Enda var hvorki gerð kostnaðar-* áætlun nje verkið boðið út, heldur var gengið að lagfæringunni alveg blindandi, verkstjóri ráðinn oghóp- ur verkamanna með kr, 12,50 kaupi fyrir 8 tíma vinnu. En hvað kostaði svo að „laga“ þessa uppfyllingu? Jú, það kostaði

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.