Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.04.1941, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 29.04.1941, Blaðsíða 1
Blað Sjálfstæðismanna í Siglufirði. 14. árgangur | Siglufirði, þriðjudaginn 29. apríl 1941 " I 4. tölublað Kosningarnar. Uppi hafa verið raddir um það, að fresta bæri kosningum til hausts, eða jafnvel lengur. Er borið við hernaðarhættunni, baráttunni um yfirráð Atantshafsins, og fleira slíku. En nú er málum svo háttað, að til þess að fresta kosningum lög- lega, þarf að breyta stjórnarskrá ríkisins, því að samkvæmt henni og kosningalögunum, falla umboð núverandi þingmanna niður síðasta sunnudag í júní n. k. Siglfirðingur verður því að láta þá skoðun í Ijós, þrátt fyrir annað álit ýmsra í Sjálfstæðisflokknum, að ekkert hefir enn skeð í þessu landi er réttlætt gæti frestunkosn- inganna. Ófriðarhættan mun aukast en ekki minnka, er líður á sumarið, ef af líkum má ráða. En óforsvaran- legt er, að geta ekki kallað sam- an lögmœtt alþingi, ef þjóðarnauð- syn krefur skyndilega. En lögmætt verður þingið ekki eftir síðasta sunnudag í júní nema kosningar fari fram, því ella hefir enginn þingmaður umboð til þingsetu. Það fer þá að verða lítið úr lýð- ræðishjalinu, ef umboðslausir þing- menn eru kallaðir tillöggjafarstarfs, og fskipa á málum þjóðarinnar á samkundu, sem stofnað er til i trássi við stjórnarfarslegar lýðræð- isreglur, ogþað alveg að þarflausu. Annað mál er það, að þeir atburð- ir gœti dunið yfir skyndilega, er yrði þess valdandi, að' ókleift væri að framfylgja.stjórskipulegum fyrir- mælum um kosningar og lögmæta þingræðisstjórn. En sem betur fer, eru enn sem komið er engin merki þess sjáanleg, að svo muni verða á næstunni, og meðan svo horfir sem enn er, væri bezt að Iáta nið- ur falla allar bollaleggingar um að breyta útaf eða rjúfa að þarflausu stjórnarfarslegar grundvallarreglur. Enn hefir því verið við brugðið í blöðum, að þingkosningum bæri að fresta meðal annars af því, að stjórnmálaleiðtogarnir, og sérstak- lega ráðherrarnir, hefðu svo ann- ríkt, að þeir hefði engan tíma til að sinna fundahöldum og stjórn- málarifrildi. Það mun nú mála sannast, að fáir myndu sakna, þótt slík fundarhöld legðist niður. Það mætti virðast næsta þörf og góð nýbreytni á þessum dögum sam- starfs og þjóðstjórnar og reyndar í fullu samræmi við anda stjórnar- samvinnunnar, að lofa þjóðinni einu sinni að kjósa sér þingfulltrúa eftir sannfæringu sinni, alveg áróð- Siglfirðingur hitti að máli Eyþór Hallsson, skipstjóra á ísfirzka mót- orskipinu »Ríkardi«, sem nú er talið glæsilegasta mótorfiskiskip í íslenzka flotanum. Eyþór er nú ný- kominn’ heim og dvelur að heimili sínu meðan siglingabannið varir. — Hvað getur þú sagt okkur í fréttum af Englandsferðum þínum og hættunum á hafinu? — Eg get í rauninni fátt um þetta sagt, segir Eyþór, því við höfum verið svo heppnir, að ekkert hefir orðið á okkar vegi af hörm- ungum hernaðarins í þau fimm urslaust. Málflutningur á þingmála- fundum hefir vanalega verið betur til þess fallinn að rugla athygli manna og dómgreind en til hlut- drægnislausra skýringa á þjóðmál- unum yfirleitt. Þingmálafundir, eða svokallaðir framboðsfundir, ættu því algjörlega að falla niður að þessu sinni. En þætti nú samt sem áður áróðurinn nauðsynlegur, þá er alltaf hægurinn hjá að láta út- varpið flytja kjósendunum »sann- leikann*. Ef þjóðin fær að kjósa áróðurslaust, er flokksræðinu stefnt fyrir þann dómstól, er ekki verður áfrýjað. En hvernig sem um fundahöldin fer og hvað sem líður áróðrinum, þá á þjóðin að heimta það, að kosningar fari fram á lögboðnum tíma, — að öllu viðhorfi óbreyttu. Sig. Björgólfsson. skipti er við höfum farið með fisk- farm til Englands, fyrr en ef telja skal það, er fyrir bar í síðustu ferðinni. — Hvað bar þá til tíðinda? Viltu segja Siglfirðingi eitthvað frá því? — Það er nú líklega varla frá- sagnavert á borð við sumt það, er aðrir hafa orðið fyrir. Við komum heim úr síðustu ferðinni um það bil er slysið varð á Fróða. Ferðin gekk ágætlega til Englands. Við biðum útifyrir hafnarmynni Fleet- woodhafnar, ásamt mörgum fleiri skipum, eftir því að komast að til afgreiðslu. Þá vildi svo til, að skip með tundurduflaslóða fór fram hjá okkur. Voru þau að gæta öryggis skipa er Ieituðu hafnar í Fleet- wood, en svo sem kunnugt er af fréttum, hafa Þjóðverjar dembt í sjóinn við strendur Bretlands og víðar segulmögnuðum tundurdufl- um, er granda áttu skipum, er yfir þau sigldu. Fundu Bretar strax »móteitur* við þessarri brellu, en slóðinn, er skipin draga, er veiða dufl þessi, verka á duflin svo þau springa og ónýtast, en slóði þessi er svo langt frá »veiðiskipinu* að ekki sakar. Nú vildi svo til í þetta sinn, að slóðann bar yfir eitt þess- arra dufla og varð ægileg spreng- ing svo sem 150 faðma frá okkur. Veslings Ríkarður litli nötraði eins og strá í vindi við þennaófögnuð, en sakaði ekki, og engan okkar manna. Við komumst svo að af- greiðslu á tilsettum tíma og gekk allt eins og á friðartíma. Ferðin heim gekk líka ágætlega. En þá varð á leið okkar flakið af Terje Viken. Hefir það vafalaust verið mikið og frítt skip. Það var ömur- legt að sjá þetta mikla flak móra þarna og skjóta upp breiðum og fyrirferðamiklum kjalsíðunum milli öldusoganna. Það var eins og fer- leg æfintýraófreskja, nokkurskonar lyngbakur styrjaldarinnar. Á sömu slóðum sigldum við einnig fram hjá tundurdufli. Eftir heimkomuna fréttum við um hin hörmulegu slys, og voru þá stöðvaðar siglingarnar. Ogfram úr þeim vandræðum hefir enn eigi rætzt. — Já, þetta er nú allt og sumt, er fyrir okkur hefir borið af hryllingum hinnar grimmúðugu styrjaldar, og er það að vísu ekki mikíð, þegar þess er gætt, að öll leiðin er hættusvæði og styrjaldar- vettvangur. — Hvað segirðu annars um siglingateppuna og viðhorf sjó- manna til hennar? — Eg vil taka það fram, segir Eyþór, og leggja á það áherzlu, Hætturnar á hafinu. Eyþór Hallsson, skipstjöri, segir frá Englands- ferðum sínum. Siglingateppan er ekki sjómönnum að kenna né for- ráðamönnum þeirra, en öryggið þarf að auka, svo að gagni komi, og þá mun ekki sjómannastéttin láta á sér standa. $

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.