Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 30.05.1970, Blaðsíða 1
ri □dihuciid uLrmulHbUn Togskip h.f. Nýtt útgerðaríyrirtæki á Siglufirði 2. töluiblað Málgagn Sjálfstæðismanna í Siglufirði Laugardagiur 30. maí 1970 41. árgangur. Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri : Kosið er «m hagsmoni Siglnfjarðar Siglufjörður ætti að vera „Vestmannaeyjar Norðurlands" TUefni iþess, að ég rita þessar línur, er fyrst og fremst skrif Mjölnis að und- anfömu, en skætingstónninn í umræðum kommúnista um atvinnumál Siglufjarðar er með þeim hættí, að ekki verður hjá því komizt að vekja á þvi athygli og árás- irnar á bæjarstjórann svo ódrengilegar, að ég fæ ekki orða bundizt. Satt að segja hefði mátt ætla, að erfiðleikamir í sigl- firzkum atvinnumálum væra með þeim hættí, að öll öfl ættu að leggjast á eitt um að greiða fram úr vandan- um. Að minnsta kosti ættí ekki að hafa lífshagsmuna- mál Siglufjarðar í flimting- um, en kommúnistar era samir við sig. Þeir hafa ekk- ert lært og engu gleymt. Ég hef náin kynni af störf- um Stefáns Friðbjamarson- ar, bæjarstjóra, því að vart líður sá dagur, að við tölum ekki saman um ein- hver siglfirzk hagsmunamál, sem greiða þarf fram úr. Og ég fullyrði, að Stefán Friðbjamarson hefur gegnt störfum bæjarstjóra af mik- illi prýði, og honum hefur tekizt að leysa flestan vanda sem að hefur steðjað. Og vissulega er það rétt, að vandi Sigluf jarðar hefur ver- ið mikill, því að tekjur hans hafa ekki numið nema sem svarar % þess, sem aðrir sambærilegir bæir hafa. Ste- fán Friðbjamarson nýtur mikilla vinsælda og trausts ráðamanna syðra, og ekki sízt þess vegna hefur hon- um tekizt að ráða fram úr erfiðleikunum. Þau mái em líka mörg, sem unnið hefur verið að og verið er að vinna að, til að rétta Sigluf jörð við og skapa hér blómlegt atvinnulíf, sem vissulega er hægt, ef menn hafa vilja og þor, ekki sízt á sviði sjávarútvegsins, því að Siglufjörður ætti að vera „Vestmannaeyjar Norður- landsins“. Hér ættí útgerðin að vera öflugust. Hér er bezta höfnin, stytzt á miðin og aðstaða öll í landi til að stórefla útgerð. Á bæjar- stjómarfundi í jan. í fyrra lét ég þessa skoðxm í ljós og lagði tíl, að unnið yrði að stofnun öflugs útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis, sem keypti 2—3 fiskiskip og Isa- fold. Annar bæjarfulltrúi kommúnista gerði grín að þessum tíllögum, og vafa- laust hefur hann og sálufé- lagar hans gert það, sem í þeirra valdi hefur staðið, til að koma í veg fyrir, að sam- staða næðist í bænum um uppbyggingu atvinnulífs, líkt og t. d. gerðist á Hofsósi, þegar í því litla byggðarlagi var safnað saman tveim og hálfri miiljón króna í hlutafé. Niðurstaðan varð því mið- ur sú, að ekki tókst að þessu sinni að sameina kraft ana, en hins vegar tókst að útvega nægilegt fé til þess, að ísafoldarmenn gætu end- urnýjað frystihúsið og hafið þar rekstur. Áfram var svo junnið að stofmm útgerðar- jfélags, sem nú hefur borið ! þann gleðilega árangur, að Togskip hefur fest kaup á fyrsta skipi sínu. Ef útgerð þess gengur að óskum, mun bæði þetta félag og aðrir útgerðaraðilar gera fleiri skip út frá Siglufirði og sannfærast um, að hér sé hinn æskilegastí útgerðar- staður norðanlands. Vissulega hefur útgerð smærri bátanna, sem nú fjölgar óðum, líka verulega þýðingu. Þar er einkafram- takið að verki, sem svo til- finnanlega hefur skort í Siglufirði. Að sjálfsögðu verður að reka með fullum þróttí þau atvinnufyrirtæki ríkisins, sem á staðnum era, og sam- vinna bæjarins og síldar- verksmiðjauna um útgerð er einnig knýjandi nauðsyn, enda mun nú tryggt, að þessir aðilar fái nýtt skip. Þá var það eitt af fyrstu verkum Jóhanns Hafsteins, eftír að Siglóverksmiðjan var lögð undir hans ráðu- neytí, að ákveða að tryggja fjárhag hennar og aðskilja jreksturinn frá rekstri Síld- I arverksmiðjanna, og hafði hann um þetta fullt samráð við Stefán bæjarstjóra. . .En þótt ríkisfyrirtækin verði rekin af þróttí, er al- gjör nauðsyn að efla einka- rekstur, bæði tíl að tryggja fjárhag bæjarins og vekja þá bjartsýni og dugnað, sem nægir til þess að Sigluf jörð- ur eflist á ný. I því efni er ýmislegt í athugun, sem ekki er tímabært að skýra frá. Þó vita menn um hugmynd- ir Vigfúsar Friðjónssonar og endurbygging Slippsins á líka að geta haft tals- verða þýðingu. Ef boranimar í Skútudal nú næstu vikumar bera tíl- ætlaðan árangur, á líka að vera unnt að hrinda hita- veituframkvæmdum af stokk unum, jafnvel að byrja á þeim þegar á þessu ári. | I Siglufirði vantar meira einkaframtak. Sem betur fer 'er það nú að hefjast — og liálfnað er verk þá hafið er. j Afturhaldsmennimir í komm únistaflokknum hafa gert allt, sem í þeirra valdi hefur Framhald á 4. síðu Þann 18. maí 1970 var stofnað útgerðarfélag hér á Siglufirði, Togskip h. f. — Stofnendur félagsins eru 20 —30 talsins, og er hlutafé félagsins ákveðið 4 millj. kr. með heimild fyrir stjóm þess til að auka það í allt að 5V2 millj. kr. Þegar þetta er ritað (27.5.) nemur innborg- að hlutafé tæpum 5 millj. kr. Tilgangur félagsins er út- gerð fiskiskipa, vinnsla fiskj- ar og annar Skyldur rekst- ur. í stjóm félagsins em: Enútur Jónsson, formaður, Sveinbjörn Tómasson, Sverr- ir iSveinsson, Þórhallur Björnsson og Sigurður Finnsson. Er Sigurður stærsti hlut- hafinn, og hefur stjóm fé- lagsins ráðið hann sem framkvæmdastjóra þess. I janúarlok á yfirstand- andi ári hófust á vegum undirbúningsstjórnar félags- ins samningsumleitanir um kaup á rúml. 3ja ára gömlu togskipi, 550 tonna, sem boðið var til sölu í V-Þýzka- landi. Samtímis þurfti að leysa ýmis vandamál vegna lánaútvegana og lánsabyrgða en fyrir aðstoð velviljaðra manna hefur nú tekizt að fá fyrirgreiðslu f járfestingar lánasjóða á Islandi og banka í V-Þýzkalandi, svo að kleift er að ganga frá kaupum á skipinu, en kaupverð þess er um 50 millj. kr. Hér er um iað ræða skut- byggt togskip án rennu, smíðað í Hollandi, skrásett 21.10. 1966. Lengd skipsins er 49,15 m. og breidd þess 8,52 m. Stærð fiskilestar er 410 rúmmetrar. Aðalaflvél er af gerðinni Deutz, 1200 ha. dieselvél, en auk hennar eru í skipinu 4 hjálparvélar með samtals 635 hö. Elds- neytisgeymar rúma 106 tonn og ganghraði skipsins er 13 hnútar. Hluti fiskilestar er frystilest, og igeta frystitæki afkastað all't að 5 tonnum af hraðfrystingu á sólarhring. Þá er Skipið búið fullkomn- um sighngar- og fiskileitar- tækjum, auk fjölbreytilegs veiðitækjabúnaðar, sem til- heyrir þeirri tækni, sem við- höfð er við veiðar á þessari gerð togskipa. 1 flestum gerðum er hér um að ræða sams konar skip og útgerðarfélag SR og Siglufj.kaupstaður hyggst láta smíða hér innanlands. Verður rejmslan af útgerð Togskips h.f. því einkar lær- dómsrík varðandi tilhögun þeirrar nýsmíði. — Stefnt er að því, að Sigurður Finnsson, framkvstj. fari til Þýzkalands nú um mánaða- mótin til að ganga endan- lega frá samningum um skipakaupin, en skipið er til afhendingar, frágengið úr slipp, um 4 vikuim eftir und- irskrift samninga. Ef allt fer að vonum, ætti skipið að koma til Siglufjarðar í byrj- un júlímánaðar. Skipinu hef- ur enn ekki verið vahð nafn. Togskipið Sigurður Bjarnason keypt Á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar s. 1. þriðjudag var samþ. bæjarábyrgð til handa hlutafél. Höfn h. f., Siglufirði, að uppihæð kr. 6.5 milljónir, vegna kaupa á togskipinu Sigurði Bjarna- syni frá Akureyri hingað til Siglufjarðar. Þá mun At- vinnujöfnunarsjóður lána 2.2 millj. vegna þessara kaupa. Hvorttveggja framangreind fyrirgreiðsla er háð vissum skilyrðum, svo sem að hluta- 'fé viðkomandi hlutafélags Iverði ekki undir 2 milljónir króna. Með þessari fyrirgreiðslu eru kaup á þessu 250 itonna togskipi ráðin, en það mun igert út til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið Isafold, sem búið hefur við hráefnis- skort nú um sinn. Ásamt kaupum á 550 lesta togskipi ifrá V-Þýzkalandi og nýsmíði jsiglufjarðarkaupstaðar og SR á 450 tonna skuttogara, er stigið myndarlegt skref í , aukningu siglf irzks skipa- Stóls og til atvinnuaukning- ar í frystiiðnaði bæjarins. Áð þessum málum hefur undanfarið verið unnið af á- hugamönnum, sem að greind um hlutafélöigum standa, í samráði við bæjarstjórn og ! atvinnumálanefnd Siglufjarð I arkaupstaðar, og með fyrir- ^ greiðslu atvinnumálanefndar ríkisins og atvinnujöfnunar- sjóðs, á grundvelli markaðr- ar stefnu Norðurlandsáæ’tl- unar um atvinnuuppbygg- ingu á Norðurlandi. Má segja að þessar lyktir séu tákn- rænn árangur af því bæjar- málasamstarfi, sem verið hefur í bæjarstjórn Siglu- fjarðar á líðandi kjörtíma- bili, og ætti að vera fagn- aðarefni öllum Siglfirðing- um.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.