Austurland


Austurland - 01.12.1961, Blaðsíða 1

Austurland - 01.12.1961, Blaðsíða 1
Málgagn sóslalista á Anstnrlandi 11. árgangur. Neskaupstað, 1. desember 1961. 42. tölublað. A Vesíur-þýzkur her á Islandi? Þjóðviljinn skýrði frá því 24. nóv., og kvaðst hafa öruggar heimildir fyrir, að Vestur-Þjóð- verjar hefðu leitað hófanna hjá íslenzkum stjórnarvöldum um að fiá hér á landi herstöðvar og her- æfinga'svæði. Sagði blaðið, að enn hefði engin formleg beiðni borizt um þetta, en málið hefði verið rætt við Guðmund 1. Guðmunds- son, utanrikisráðherra og nokkra aðra ráðamenn. Einnig telur blað- ið, að formleg beiðni verði ekki fram lögð, nema Vestur-Þjóðverj- ar telji sig örugga um jákvæð svör. Blaðið ræðir allítarlega um við- leitni Vestur-Þjóðverja til að koma sér upp hernaðarbækistöðv- um sem víðast í Vestur-Evrópu og telur þá muni ætla sér að ná eftir krókaleiðum því marki, sem Hitler ekki tókst að ná í stríði. Þegar Þjóðviljinn kom út með þessari frásögn varð mikið fjaðrafok í stjórnarherbúðunum. Á Alþingi var málið gert að um- talsefni þegar samdægurs og tóku umræður allan fundartíma neðri deildar. Voru ráðherrarnir þrá- spurðir og skorað á þá að lýsa yf- ir því, að enginn fótur væri fyrir fregn Þjóðviljans ef svo væri. En engin leið var að toga út úr ráð- herrum yfirlýsingu um að Vestur- Þjóðverjar hefðu ekki leitað fyrir sér um herstöðvar eða æfingar- svæði. En ráðherrarnir lögðu mikið kapp á að reyna að komast fyrir um það hvar lekið hefði, því það er sannarlega alvarlegt mál, ef Þjóðviljinn hefur aðstöðu til að komast að ströngustu hernaðar- leyndarmálum stjórnarinnar. Ráðherrarnir reyndu, eins og fleiri, að bera Finna fyrir sig sem skjöld og töldu Þjóðviljann vinna níðingsverk á þeim með því að ala á óttanum um þýzka herstöðvar á Norðurlöndum. Nú áttu ráðherrarnir gullið tækifæri til að rétta Finnum hjálparhönd. Ef þeir hefðu lýst yfir skýrt og skorinort að enginn fótur væri fyrir Þjóðviljafregn- inni og að undir engum kringum- stæðum yrði orðið við neinskonar tilmælum Þjóðverja um bæki- stöðvar, hefði það orðið margfalt meiri stuðningur við Finna, en öll hin sefasjúku æðisóp og æsiskrif um þá og þeirra málefni. I þetta eina sinn höfðu þeir tækifæri til að styðja Finna í verki, en þá brugðust þeir — auðvitað. En hvaða líkur eru fyrir því. að Þjóðviljinn hafi jafn örugga heimild fyrir sögunni og hann vill vera láta? — Er þetta ekki venju- leg æsifregn, sem ætlað er það eitt hlutverk, að vekja umtal og æsingar og athygli á blaðinu? Við skulum athuga nokkrar hliðstæður frá fyrri árum. 1. Árið 1945 skýrði Þjóðviljinn frá því hernaðarlega leyndar- ■máli þáverandi ríkisstjómar, að Bandaríkin hefðu krafizt herstöðva til 99 ára á þrem stöðum á Islandi. Þetta reynd- ist rétt. 2. Árið 1946 rakti Þjóðviljinn efni Keflavíkursamningsins á meðan hann var strangt trún- aðarmál stjórnarflokkanna. Og það sannaðist enn, að heimild- ir Þjóðviljans voru öruggar. 3. Árið 1949 gerði Þjóðviljinn ná- kvæma grein fyrir viðræðum Bjarna Ben., Eysteins og Emils við utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Aðeins fáir menn vissu um þessar viðræður oger því ekki að furða þó mikill Bandarískt her námssjónvarp Um mörg undanfarin ár hefur hernámsliðið á Keflavíkurflug- velli haft leyfi íslenzkra stjórnar- valda til að reka sjónvarpsstöð og var henni ætlað að ná einung- is til Keflavíkurflugvallar. En raunin varð sú, að hún náði um allt nágrennið, þar á meðal til Reykjavíkur og þar eru nú a. m. k. 500 sjónvarpstæki í notkun. Nú hefur það svo gerzt, að ís- lenzk stjómarvöld hafa leyft hemum að fimmfalda orku sjón- varpsstöðvarinnar og eftir að sú stækkun hefur farið fram, hefur sjónvarpið möguleika til að ná til verulegs meirihluta þjóðarinnar. Sjónvarpið er máttugt áróð- urstæki. En það getur líka verið geysilega þýðingarmikið menning- artæki. Að vera á móti sjónvarpi út af fyrir sig er glómlaus aftur- haldssemi. En sjónvarp á Islandi á skilyrðislaust að vera íslenzk stofnun og rekin af Islendingum. Hermannaútvarpið í Keflavík er hverjum frjálshuga Islendingi andstyggð. Það staðfestir hjá- lenduafstöðu okkar gagnvart Bandaríkjunum. . Að fela hernámsliðinu rekstur sjónvarpsins er nákvæmlega sama eðlis og ef því væri falið að reka útvarpið, skólana frá barna- skólum og upp í háskóla, kvik- myndahúsin, leikhúsin og aðrar menningarstofnanir. Hver er sá islendingur, er gæti hugsað sér slíkt? Bandaríska sjónvarpið hefur sérstaklega illt orð á sér fyrir efn- isval. Það er talið soralegt, fullt af ofbeldisverkum og glæpum og til þess eru beinlínis rakin afbrot og glæpir, einkum unglinga. í stórum stíl. Það er þessi „menningarstarf- semi“, sem nú á að opna allar flóðgáttir fyrir á Islandi. Einhverjir kynnu að ætla, að það væru ekki aðrir en „kommún- istar", sem væru mótfallnir því að fela hernum sjónvarpsrekstur- inn, en því fer víðs fjarri. And- staðan gegn því að landið verði opnað upp á gátt fyrir því, sem soralegast er í bandarískri menn- þeirra og á sér engin flokkstak- mörk. Á sunnudagskvöldið var þetta mál til umræðu í útvarpsþætti Sigurðar Magnússonar, „Spurt og spjallað“. Einn þátttakenda var Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur, maður mjög nákominn Morgunblaðinu. Hann tók mjög ákveðna og skelegga afstöðu gegn hernámsútvarpinu. Hann kvaðst hafa dvalið um skeið í Bandaríkj- unum og kynntist þá sjónvarpinu þar í landi. Slíkan ósóma gat Framh. á 2. síðu. uggur hafi gripið um sig í her- búðum hernámsflokkanna. Var fyrirskipuð nákvæm rannsókn á því, hvernig Þjóðviljinn hefði komizt að leyndarmálinu — hver hefði svikið, en allt varð það árangurslaust. 4. Árið 1951 rakti Þjóðviljinn ná- kvæmlega efni hernámssamn- ingsins löngu áður en hann var birtur og á meðan hann enn var strangt trúnaðarmál. 5. Hvað eftir annað ljóstraði Þjóðviljinn upp leynimakki í- ■haldsm.anna og krata í land- helgismálinu á meðan það var efst á baugi. Oft hafa viðbrögð hinna seku manna og flokka verið á þann veg, að þeir hafa lýst þetta allt lygi, þeir hafa svarið og svarið og staðið svo uppi með brennimark meinsærismannsins á enni sér, er allt reyndist rétt, sem Þjóðviljinn sagði. Það, hve oft Þjóðviljinn hefur getað skýrt þjóðinni rétt fná landráðum afturhþldsins, hlýtur að orka þannig á okkur, að full ástæða sé til að trúa sögu hans um að hrammur nýnazismans í Þýzkalandi teygi nú hingað klærnar. íþróttahús Á fundi sínum 17. nóv. sl. saim- þykkti bæjarstjórn Neskaupstað- ar að kjósa þriggja manna nefnd, er undirbúa skal byggingu í- þróttahúss hér í bænum. Skal nefndin miða störf sín við það, að framkvæmdir geti hafizt á næsta hausti. Kosningu nefndarinnar var frestað til næsta fundar. Talað hefur verið um að íþróttahúsið verði reist á Júdas- arbala áfast við gagnfræðaskól- ann og verði miðstöð o. fl. báðum húsunum sameiginlegt. Bygging íþróttahúss er aðkall- andi nauðsyn og fer vel á því að hefjast þar handa þegar félags- heimilið og gagnfræðaskólinn eru fullbyggð. eða fyrr. Öll verða þessi hús fyrst og fremst musteri æskunnar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.