Austurland


Austurland - 21.06.1963, Blaðsíða 1

Austurland - 21.06.1963, Blaðsíða 1
Málgagn sósíalista á Ansinrlandi 13. árgangur. Neskaupstað, 21. júní 1963. 25. tölublað. Bráðabirgðasamningar um kauphækkun 1 síðasta blaði var frá þvi skýrt, að verklýðsfélögin á Ak- ureyri, Siglufirði, Húsavík og Raufarhöfn hefðu boðað til verk- falls til að knýja fram kaup- hækkanir og aðrar kjarabætur. Átti verkfallið að koma til fram- kvæmda á tveim fyrrtöldu stöð- unum 16. júní, en á hinum fjór- um dögum síðar. Ekki kom þó til ver'kfalls. Á síðustu stundu tóknst bráða- birgðasamningar. Er það megin- atriði þeirra, að allt kaupgjaíld hækkar um 7.5%. Auk þess var samið - um nokkrar tilfærslur milli taxta og nemur hækkunin í einstökum tilfelium 10—13%. Eins og áður segir er hér um algjört bráðabirgðasamkomulag að ræða, gert vegna tilmæla rík- isstjórnarinnar, sem síðar verður Síldveiðarnar Síldveiðarnar hófust venju fremur snemma á þessu sumri og var fyrstu síldinni landað 9. júní. Síðan hefur jafnan verið nokkur veiði við Norðausturlandið, en ekki annar,s staðar. 'i I lok síðustu viku var síldar- aflinn 56080 m'ál í bræðslu og 651 uppmældar tunnur í fryst- ingu. Síldin hefur verið vel feit, en söltun mun hvergi hafin. Vitað var um 53 skip, sem fengið höfðu einhvern afla, þar af 47 með 500 mál eða meira. Þessi Austfjarðaskip voru í þeim hópi: , i Búðafeill, Fáskrúðsfirði, 850 Dalaröst, Neskaupstað 560 Einir, Eskifirði 606 Gulifaxi, Neskaupstað 2213 Gullver, Seyðisfirði 765 Gunnar, Reyðarfirði 3008 Hafrún Neskaupstað 596 Hoffell, Páskrúðsfirði 1982 Rán, Fúskrúðsfirði 614 Stefán Árnason, Fáskrúðsf. 680 Stefán Ben, Neskaupstað 1341 Steingrímur trölli, Eskif. 1553 Vattarnes, Eskifirði 592 Þráinn, Neskaupstað : 832 vikið að. Samningurinn fallur úr gildi sjálfkrafa og án uppsagnar 15. október í haust. Auk þess, sem að framan er greint, va.r um það isamið á Siglufirði, að allt kaup við síldar- söltun skuli hækka um nær 23%. Orðsending ríkisstjórnar- innar Rétt áður en verkföllin skyldu hafjast, sendi ríkisstjórnin frá •sér yfirlýsingu vegna kaupcelln- anna. Þar er þeim eindregnu ti[l- mælum beint til samtaka laun- þega og vinnuveitenda, að þau í sameiningu láti fram fara athug- un á því, hversu mi'kil kaup- hækkun megi nú verða til þess að hún komi launþegum að gagni. Jafnframt fór ríkisstjórnin þess á leit við samtökin, að þau •skjóti á frest í nokkrar vikur, meðan athugun stendur yfir, vinnustöðvunum og öðrum að- gerðum. f upphafi orðsendingarinnar segir s'Vo: „Ríkisstjórnin telur, að vaxandi þjóðartekjur beri að nota til að tryggja launþegun- um sem mestar kjarabætur, jafn- framt því, sem gildi krónunnar sé varðveibt og vöxtur þjóðar- framleiðislunnar örfaður". Séu þsssi orð mælt af ein- lægni, bera þau vott um mikla hugarfarsbreytingu. En það er mikil ástæða til að ætla að þau séu af litlum heilindum mælt, en bezt er að hafa sem fæst orð um það að svo stöddu, reynslan fær- ir okkur heim sanninn um það fyrir veturnætur. Þessi orðsending brýtur gjör- samlega í bága við fyrri aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar. Til hennar var beinlínis stofnað til að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu launþegum í óhag. Og vissulega hefur því marki verið náð. Einskis hefur heldur verið svif- izt í þeim efnum. Til þess að ná marki isínu hefur ríkisvaldinu verið beitt miskunnarlaust. Aðal- vopnin hafa verið gengisfelling- ar, gerðardómar og skattapóli- tík, sem var almenningi óhag- stæð, en til hagsbóta hinum ríku. i |í Það er því engin furða, þó menn efist um, að hugur fylgi máli, er ríkisstjórnin nú í orði kveðnu snýr við blaðinu. Undirtektir verkalýðsins Hvað efitir annað hafa verk- lýðsfélögin farið fram á viðræður við ríkisstjórnina um það hversu tryggja mætti raunhæfar kjara- 'bætur. Erfiðlega hefur gengið að koma slíkum viðræðum á. Þó fóru fram viðræður milli ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa nokk- urra af stærstu verklýðsfélögun- um í nóiViember í fyrra, um það hvernig tryggja mætti kaupmátt launa með verðlækkunum eða öðrum jafngildum ráðstöfunum. Engin svör fengust við þassum tilmælum og ríkisstjórnin hafði ekkert fram að færa. Það má því til sanns vegar færast, að með orðsendingu ríkisstjórnarinnar sé komið nokkuð til móts við kröfur verklýðsisamtakanna, þó hvatirn- ar séu aðrar en umhyggjan fyr- ir launþegum. Og samninganefnd verklýðsfé- laganna á Akureyri og Siglufirði tók orðsendingu ríkisstjórnarinn- ar vel. Verkalýðurinn hefur allt- af verið seinþreyttur til vand- ræða. 1 yfirlýsingu nefndarinnar fagnar hún þeirri stefnubreyt- ingu, isem í orðsendingu ríkis- stjórnarinnar felst. Mælti hún með því við miðstjórn A'lþýðu- sambandsins, að hún tæki upp _ Bátur til Eskiíjarðar Eigendur Hólmaness hafa nú selt það skip og keypt í staðinn miklu stærra skip, Steingrím trölla, sem er eitt af 250 tonna austurþýzku skipunum. Þau skip virðast nú orðin mjög eftirsótt, en lengi vel sættu þau mikilli gagnrýni, svo ekki sé sagt rógi. viðræður við samtök vinnuveit- enda um hagfræðilega athugun, sem að gagni mætti koma til að auðvelda kjarasamniniga. Taldi nefndin að niðurstöður þeirrar athugunar gætu legið fyrir 15. okt. n. k. og miðaði gildistíma samningsins við það. Aðrir í kjölfarið Önnur verklýðsfélög munu þegar koma í kjölfar Norðlend- inganna. Iðja í Reykjavík, sem aldrei te'kur þátt í neinni kjara- baráttu síðan íhaldið náði þar völdum, en er þeim mun fljótari að tileinka sér árangurinn af baráttu annarra verklýðsfélaga, hefur þegar samið um 7.5% kaup- hækkun. Verklýðsfélagið í Neskaupstað hafði vinnustöðvun í undirbún- ingi þegar samningarnir tókust og varð þá ekki af henni. Að því er Sigfinnur Karlsson, starfs- maðiur verklýðsfélagsins, tjáði blaðinu í gær, er nú verið að leggja síðustu hönd á nýja samninga. 17. júní í Nes- kaupstað Hátíðarhöldin 17. júní voru að þessu sinni með líku sniði og venjulega. Hófust þau með skrúð- göngu kl. 1.30 og var gengið frá félagsheimilinu að sjúkraJhúsinu með Lúðrasveit Neskaupstaðar í broddi fylkingar. Staðnæmzt var við sjúkrahúsið og þar leikin nokkur lög. Þaðan var svo haldið að sundlauginni þar sem hiátíð- arsamkoma hafði verið ákveðin. Stefián Þorleifsson setti sam- komuna með stuttri ræðu, Sig- urður Blöndal flutti hátíðarræð- una og Guðný Þórðardóttir las ættjarðarljóð. Þá var sundkeppni og ýmsir leikir. Milli atriða lék lúðrasveitin undir stjórn Haraids Guðmundsisonar. Siðan var keppt í knattspyrnu og handknattleik á íþróttavellin- um. Um kvöldið var dansleikur í félagsheimilinu. Mikil þátttaka var í hátíðar- höldunum og veður gott, þó sól- arlaust væri. ;

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.