Austurland


Austurland - 26.06.1964, Blaðsíða 1

Austurland - 26.06.1964, Blaðsíða 1
Amlnrlmú Málgagn sósíalista á Austurlandi 14. árgangur. Neskaupstað, 26. júní 1964. 25. tölublað. Framleiðsla og fyrirhyggja Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði bræðir ekki Verksmiðjan á Reyðarfirði á hálfum afköstum 50 þús. mál til Neskaupst. Síðdegis í gær var búið að landa 42 þúsund málum sildar hjá síldarverksmiðjunni í Neskaup- stað og skip með um 8 þúsund n:ál biðu losunar. Ekki er búizt við, að losun þeirra ljúki fyrr en með morgni. Til samanburðar má geta þess, að 26. júní í fyrra hafði verk- smiðjan tekið á móti 21.500 mál- um. Vinnsla gengur ágætlega og af- urðirnar virðast ágætar. Aflinn sl. sólarhring var 40.950 mál á 65 skip. Til Neskaupstaðar komu 6 skip með 2600 mál. Lönd- un úr þeim mun ljúka á morgun. Síldveiðin gengur vel. Afli er mikill á miðunum og þegar hefur borizt á land allmikill afli. En vinnslan í landi gengur ekki að sama skapi vel. Ríkisverksmiðjurnar tvær hér eystra, á Seyðisfirði og Reyðar- firði hafa harla lítið unnið, það sem komið er. Verksmiðjan á Seyðisfirði má heita algjörlega stopp ennþá og verksmiðjan á Reyðarfirði vinnur aðeins helming þess, sem hún ætti að geta gert. Verksmiðjurnar i Neskaupstað og Vopnafirði hafa hins vegar unnið vel og þegar tekið á móti miklum afla. I þeim verksmiðjum virðist allt vera í bezta lagi. Menn standa undrandi yfir því að svona skuli hafa tekizt til með ríkisverksmiðjurnar hér eystra. Hver er ástæðan til þess að svo að segja ekkert hefur enn verið brætt á Seyðisfirði? Þar átti þó að vera stærsta og afkasta- mesta verksmiðjan á Austurlandi. Tími til undirbúnings í verksmiðj- unni var nægur og ótrúlegt er að fyrirtæki á vegum ríkisins hafi ekki getað fengið nauðsynlega fjárhagslega fyrirgreiðslu. En hvaða ástæður liggja þá til þess, að verksmiðjur ríkisins skuli vera verr á sig komnar en aðrar verk- smiðjur hér eystra og láta þann- ið á sér standa eins og dæmin sýna? Síldarverksimiðjurnar í Nes- kaupstað og á Vopnafirði hafa ekki verið byggðar upp með fjár- hagslegri fyrirgreiðslu núverandi stjórnarvalda í landinu. Þessar verksmiðjur hafa að vísu verið stækkaðar og endurbættar mikið á síðustu árum. En þær hafa ekki getað fengið lán til þeirra hluta úr þeim lánasjóðum sem ríkis- valdið hefur sérstaklega haft með að gera. Sildarverksmiðjur ríkisins voru seinar og tregar til framkvæmda á Austurlandi, þó að hér úti fyr- ir væri síldveiðin mest. Loksins þegar ríkið hugði til framkvæmda í verksmiðjumálum á Austurlandi, þá var risið ekki hærra en svo, að það lagði undir sig gamla og vanbúna verksmiðju á. Seyðisfirði í stað þess að byggja nýja. Sú verksmiðja hef- ur auðvitað verið endurbætt, en allar hafa þær endurbætur kom- ið seint og verið of smátækar, miðað við aðstæður. Fyrsta ákvörðun núverandi rík- isstjórnar um síldarverksmiðju á Reyðarfirði var um að þar skyldi byggð 5—600 mála verksmiðja. Þannig var smásálarskapurinn og skilningsleysið. Síðan var ákveðið að hafa verksmiðjuna 1200 má.la verksmiðju, en auðvitað var það allt of lítið. Síðan átti að stækka verksmiðj- una í vetur upp í 2500 mál, en sú stækkun er ekki enn komin í gagnið. Þannig liggja fyrir augljós dæmi uim það, að ríkisstjórnin, eða ráðherra sjávarútvegsmála, hefur enga framsýni haft í síld- arverksmiðjumálunum hér eystra. 1 vinstri stjórninni, á árunum 1957—’58, var grundvöllurinn lagður að uppbyggingu síldarverk- smiðja hér eystra. Þá var vegurinn ruddur í þess- um efnum þrátt fyrir skilnings- leysi og tregðu stjórnar síldar- verksmiðja ríkisins sem átti að hafa forustuna. Sömu ráðherrarnir, sem nú sýna skilningsleysi og úrræða- leysi í síldarvinnslumálunum á Austurlandi, tala þessa dagana sem hæst um það, að nauðsynlegt sé fyrir Islendinga að ráðstafa fjármunum sínum í stóriðju með útlendingum og m. a. til þess að koma upp olíuhreinsunarstöð, sem augljóslega mundi verða til þess að torvelda stórkostlega mögu- leika þjóðarinnar á að selja síldar- og þorskframleiðsluna. Það þarf fyrirhyggju í at- vinnumálum landsins, ef vel á að fara. Sú endurnýjun og stækkun fiskibátaflotans sem grundvöllur var lagður að á tímum vinstri stjórnarinnar, hefur reynzt happa- drjúgur. Hið sama er að segja um þann grundvöll, sem þá var lagður að síldarverksmiðjuiðnaði hér á Austurlandi. Mennirnir sem þá andæfðu á móti þessum ráðstöfunum, eru nú mestir ráðamenn í landinu. Þeir hafa að vísu togazt áfram með straumnum. Fleiri og fleiri nýir bátar héldu áfram að koma, þegar þeir fyrstu höfðu sýnt notagildi sitt. Og hinn mikli afli hefur rekið stjórnarvöldin áfram til þess að byggja upp vinnslu- stöðvar fyrir aflann. En augljóst er á öllum vinnubrögðum, að fyr- irhyggjan er ekki mikil og skiln- ingurinn á þvi hvað hægt er að gera í framleiðslumálum þjóðar- innar harla lítill. Hljómleikar Fragers í gærkvöld efndi bandaríslú píanósnillingurinn Malcolm Frag- er til tónleika í félagsheimilinu á vegum Skrifstofu skemmtikrafta. og Menningarnefndar Neskaup- staðar. Listamanninum var frábærilega vel tekið og varð hann að leika aukalög. Síðast lék hann ,,Ó, blessuð vertu sumarsól“, eftir Inga T. Lárusson, en • það hefur unnið hug og hjarta þjóðarinnar, ekki sízt Austfirðinga. Það er Norðfirðingum til há- borinnar skammar hve illa þeir sóttu þessa hljómleika. Aðeins um 70 áheyrendur mættu, þar af þó nokkur hundraðshluti að- komumenn. Margir eiga sér lög- mæta afsökun, þar sem þeir hafa verið að störfum eða hvílzt eftir i langan vinnudag, en þeir, sem enga slíka afsökun áttu sér, hafa áreiðanlega verið meira en nógu margir til að fylla salinn. Og það hefði áreiðanlega ekki staðið á mönnum að fylla hann, ef einhver ómerkilegur trúður hefði verið á ferðinni. Þetta er ef til vill harð- ur dómur, en réttmætur. Hafi hinn bandariski píanósnill- ingur þökk fyrir komuna og list- túlkun sína, þó, því miður, allt of fáir hafi hirt um að verða henn- ar aðnjótandi. Forgangsrétt- ur afnuminn í gær var með bráðabirgðalög- um afnuminn forgangsréttur samningsbundinna skipa til lönd- unar hjá Síldarverksmiðjum rík- isins, en lagaákvæði þar um hef- ur verið í gildi fullan aldarfjórð- ung. Hér eftir hafa öll íslenzk skip jafnan rétt til löndunar hjá S. R. Á þá ekki að vera for- gangsréttur til löndunar við nein- ar verksmiðjur á Norður- og Austurlandi. En hvernig væri að fá afnuminn forgangsrétt til lönd- unar í síldarbræðslurnar á Suður- landi? Veðurblíða Veðrátta hér um austanvert landið hefur verið mjög hagstæð nú um nokkurt skeið, oft sólskin og blíða með gróðrarskúrum á milli, enda hefur grasið þotið upp og er sláttur sums staðar hafinn Eins og jafnan er veður verra um vesturhluta landsins þegar vel viðrar hér. Þar hefur stundum verið úrhellis vatnsveður og þal svo, að vegir hafa spillzt. Haft er í flimtingum að Gylli Þ. menntamálaráð herra sé um sinn genginn úr hinu „bráðsnjalla“ hús- móðurhlutverki sínu; að níi sé hann orðinn ráðskona á hinni ,,hlutlausu“ frétta- stoílu útvarpsins hjá Villa bróður; að sendill hans sé gamall naz- istablaðsritstjóri og núver- andi lögreglustjóri í Rcykja- vík; að hann hafi verið látinn sjá um, að telja ekki nema 120 manns í Keflavílturgöng- unni.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.