Austurland


Austurland - 24.10.1970, Blaðsíða 1

Austurland - 24.10.1970, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGStNS Á AUSTURLAND! 20. árgangur. Neskaupstað, 24. október 1970. 41. tölublað. Nýr formaHur Sléiirasam- Idðs Nesliflistoiíir Jcn L. Baldursson, sparisjóðs- stjóri, hefur nú látið af störfum formanns Sjúkrasamlags Nes- ikaupstaðar, en því starfi hefur hann gegnt síðan 1938. 1 stað Jóns hefur Þórður Þórð- arson, skrifstofumaður verið skip- aður formaður samlagsins. Lúðvík Jósepsson: Arnarborg og þáttur Sverris Hermannssonar í íhaldsblaðinu Þór, sem út kom 12. okt. sl. birtisit mikil langloka eftir Sverri Hermannsso-n um hin fyrirhuguðu togarakaup þeirra Arnarboigarmanna. 1 s'krifum þessum hælir Sverrir sér mikið fyrir vasklega fram- göngu og mikinn stuðning, sem hann hafi veitt þeim Arnarborg- armönnum í stríði þeirra fyrir tog- arakaupum, þó að jafnframt verði hann að játa að til lítils hafi hjálp ha.ns komið þar sem á móti voru vondir kommar í Neskaupstað og svo ég — erkióvinurinn sjálfur. Öll er þsssi grein Sverris hlað- in fullyrðingum og getgátum, eða augljósum ósannindum. sem auð- velt er að sanna að ekki fá stuð- ist. Skal nú vikið að nokkrum at- riðum í þes.sari langlokugrein Sverris. 1 upphafi greinarinnar segir hann m. a.: ,,Nú veit hann fullvel, (þ. e. bæjarstjórinn) að hvert manns- burn í Neskaupstað veit, að þeir Lúðvík óðu grundina í hné til að koma í veg fyrir, að Hermanni Lárussyni og félögum hans tæk- ist að festa :kau.p á hinum franska skuttogara“. Og enn segir Sverrir: „Þess vegna gekk Lúðvík ekki á milli opinberra sjóða í Reykja- vík til að fá betri kjör til kaup- anna, heldur til að reyna að sjá svo um, að þau yrðu ekki veitt“. Og til að hnykkja sem bezt á þessum ósannindavef segir Sverr- ir svo, að þet.ta hafi ég gert: „Enda þó-tt slíkt myndi að sjálf- sögðu géra Síldarvinnslunni erf- iðara fyrir". Um það leyti, sem þeir Arnar- borgarmenn voru að gefast. upp við togarakaupin heyrði ég aust- ur á Norðfirði í sumar, noikkurt bsrgmál af svipuðum slúðursög- um og Sverrir setur hér á prent. Þá voru sögur þessar hafðar eft- ir Jóni Guðmundssyni stud. juris, sem mjög hafði sagt af því slórar fréttir, að ég væri að koma í veg fyrir að bankar, opihberir lána- sjóðir og ríkisstjórnin vildu lana Arnarborg nægilegt fé til togara- kaupanna. Ég brosti að þessum heimsku- legu sögum, og það gerðu auðvit- að allir, sem þær heyrðu. Sú furðulega fjarstæða, að ég ætti að ráða gerðum bankastjóra, forstöðumanna opinberra lána- sjóða, fjármálaráðherra og jafn- vel ríkisstjórnarinnar, var auðvit- að ekki talin svaraverð. Sögur af þessu tagi voru skýrðar með því, að hér væri á ferðinni áróður stud. juris Jóns Guðmundssonar og annaria slikra manna. En nú ikemur í ljós, að Sverrir Hei-mannsson er >að öllum líkind- um höfundur þessara furðusagna. Hann heldur, að hann geti afsak- að getuleysi sitt og þeirra Airnar- borgarmanna í togarakaupamál- inu með því að halda því fram, að ég hafi ráðið yfir öllum banka- stjórum Sjálfstæðisflokksins og jafnvel ráðherrum hans og gert lánskjörin óviðráðanleg, En undan 'hverju er Sverrir Heimannsson *að kvarta um láns- kjör og lánsmöguleika? Tveir op- inberir sjóðir hafa lánað til skipa- kaupa, Fiskveiðasjóður og At- vinnujöfnunarsjóður. Fiskveiðasjóður hafði lofað að iána 67% af kaupverði, <enda gætu kaupendur sannað, að þeir hefðu nægilegt fé til kaupanna. Þessi lánsupphæð Fiskveiða- sjcðs er hámairk þess, sem liann má lána samkvæmt lögum. Hinn sjóðurinn, Atvinnujöfnun- arsjóður, en formaður hans er Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, liafði samþykkt 4. febrúar í ár nýjar regh<r um lán út á fiskiskip. Þ-ar var m. a. sagt: „Engin lán verði veitt vegna nýsmíði fiskiskipa erlendis“. Og lokuðu þær reglur gjörsam- lega fyrir lán út á þessi skip. Rétt er ao taka það fram í þessu sambandi, að þessar lána- reglur Atvinnujöfnunarsjóðs voru setlar samkv. (illögu Magnúsar Jónssenar fjármálaráðherra og á meðan enginn Alþýðubandalags- maður átti sæti í stjórn sjóðsins. Ríkisstjórnin neitaði allri fjárhagsfyrirgreiðslu Sverrir fullyrðir í grein sinni, að ríkisstjórnin hafi veitt fjár- hagslega fyrirgreiðslu við kaup skipanna og Heimanni staðið slík fyrirgreiðsla til boða íyrir „milli göngu“ hans, Sverris Hermanns- sonar. Ekki veit ég um „milligöngu“ Sverris Hermannssonar, sem end- aði með því, að Hermann Lárus- son og félagar hans fengi ekki skipið, en mér er vel kunnugt um tilraunir okkar frá Síldarvinnsl- unni, og reyndar fleiri aðila, sem leituðu eftir fjárhagsstuðningi ríkisstjórnarinnar til skipakaup- anna. 1 þeim efnum átti ég tvisvar tal við Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra og spurði hann um, hvort ríkisábyrgð yrði veitt fyrir erlendu láni, sem fylgja átti .skip- unum til 5 ái»a, og eins um það, hvort ekki væri mögulegt að fá eitthvað lánað úr Atvinnujöfnun- arsjóði út á skipin. Svör Magnúsar voru skýr og ótvíræð. Hann sagði ríkisábyrgð ekki koma til greina og lán úr Atvinnujöfnunarsjóði ekki heldur. Þetta staðfesti fjármálairáðherra á 9 manna fundi Atvinnujöfnunar- sjóðs nú þann 15. október, þar sem rætt var um breytingar á lánareglum sjóðsins m. a. út á skuttogara. Á þeim fundi átti ég sæti. Ástæður fyrir því, að Hermann Lárusson hafði ekki fengið loforð um lán úr Atvinnujöfnunarsjóði voru lánareglur sjóðsins, og óhvik- ul afstaða fjárinálaráðherra á þeim tíma. Um afstöðu ríkisstjórnarinnar til fjárthagsfyrirgreiðslu við kaup sliipanna liggja miklu fleiri sann- anir fvrir. Éig nefni þá, þegar umboðs- mennirnir tveir, sem höfðu með sölu skipanna að gera, þeir Sig- urjón Þórðarson og Guðmundur Þórðarson ásamt mér og Ólafi Gunnarssyni, mættum sameigin- lega á fundi með viðskiptamála- Framh. á 2. síðu. Ekkert kirtrrífflÉ í Ncskanpstað Rekstur brauðgerðarhússins í Neskaupstað hefur verið mjög í molum nú um nokkurt skeið. All- lengi hefur brauðbúðin verið lok- uð, en brauð frá brauðgerðimii seld í matvörubúðum. En nú hef- ur brauðgerð lagzt niður og bak- arinn, sem jafnframt, er eigandi fyrirlækisins, ráðizt til starfa í Reykjavík. Það eru því ekki horf- ur á, að brauðgerðarhúsið verði opnað aftur í bráð, og kanns'ki aldrei. Bkki veit blaðið glögg skil á því hvernig á 'því stendur, að svo er komið sem komið er fyrir þessu fyrirtæki. Vafalaust má þó telja, að fjármagnsskortur eigi drýgst- an þátt í þessu, en fleiri ástæður munu valda svo sem óhentugt — svo ekki sé sagt óhæit •— hús- næði. Það er bagalegt að þessi rekst- ur sikuli leggjast niður og ýms ó- þægindi hljóta að fylgja því. Þó að kaupfélagið hafi reynt að bæta hér úr með því að flytja brauð frá Eskifirði, er þó oft brauð- skortur hér. Ekki er við það unandi, að hér sé ékki rekið brauðgerð»arhús og ekki verður því trúað, að ekki sé rekstursgrundvöllur fyrir það á meðan slíkur atvinnurekstur þrífst vel í miklu minni þorpum. Það verður Iþví að vinna að því að Framh. á 2. síðu. Of hátt sláturverð í auglýsingu Framleiðsluráðs landbúnaðarins um verð á land- búnaðarvörum frá 15. september segir, að verð á heilslátri með ó- sviðnum ihaus og 1 kg. af mör skuli vera kr. 131.00. Hér í bæ hefur „heilslátur með ósviðnum haus og 1 kg. af mör“ verið selt á kr. 140.00, eða kr. 9.00 hærra en hið lögboðna verð er. Sé hér um einhvern misskiln- i.ng að ræða, t. d. að eitthvað meira fylgi í kaupunum en til- skilið er, er nauðsynlegt að það komi fram opinberlega og er heimilt rúm hér í blaðinu fyrir skýringar. Enginn dómur skal á það lagð- ur, hvort hið auglýsta verð er hæfilegt. En hvað sem því líður, er hér um fast verð að raeða, sem seljendur eru bundnir af.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.