Austurland


Austurland - 18.05.1989, Blaðsíða 1

Austurland - 18.05.1989, Blaðsíða 1
Austurland sjonvörp myndlyklar NE^tovéter/8° Ársþing UÍA Lottótekjurnar upp í skuldir Frá þingi UÍA. Ársþing UÍA var haldið í Neskaupstað á laugardaginn. Fjölmargar samþykktir voru þar gerðar eins og venja er á slíkum þingum og á meðal þeirra var samþykkt sem kveður á um að allar Lottótekjur á sambands- svæði UÍA þetta árið skuli renna til að greiða niður skuldir sambandsins. Fjárhagsstaða UÍA er mjög slæm og því brýnt að nýta þá peninga sem Lottóið skapar til að laga hana. Tekjur af Lottói á sambandssvæði UÍA á síðasta ári námu um þremur milljónum króna. Þingforsetar á þingi UÍA á laugardaginn voru þeir Einar Már Sigurðarson og Sigurjón Bjarnason, þingritarar þau Sig- urður Aðalsteinsson, Jóna Harpa Viggósdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir. Gestir þingsins voru Pálmi Gíslason formaður UMFÍ, Dóra Gunnarsdóttir stjórnarmaður í UMFI og Guð- mundur Jónsson, sem er stjórn- armaður í ISI. Pálmi Gíslason formaður UMFÍ sæmdi norðfirsku blak- mennina Ólaf Sigurðsson og Grím Magnússon starfsmerki UMFI við þetta tækifæri. Hrafnkell Kárason varendur- kjörinn formaður UÍA og með honum í stjórn voru kjörnir þeir Jóhann P. Hansson Seyðisfirði, Sigurður Aðalsteinsson Vað- brekku, Sigurjón Baldursson Reyðarfirði og Bjarni Frey- steinsson Neskaupstað. hb Neskaupstaöur Beitir með grálúðu Beitir landaði í lok síðustu viku í Neskaupstað 140 tonnum af heilfrystum fiski. Um 90 tonn af aflanum var grálúða en tæp 50 tonn voru af karfa. Aflaverð- mæti Beitis úr þessari veiðiferð er uml4 milljónir króna en skip- ið var þrjár vikur að veiðum. Átján manna áhöfn er á Beiti í frystitúrunum. Grálúðuaflann og karfa fékk skipið á svokölluðu Hamp- iðjutorgi út af Vestfjörðum en karfinn veiddist í Rósagarðin- um svokallaða hér eystra. Beitir er nú í slipp á Akureyri, þar sem settur er í skipið mælir sem auðveldar áhöfninni að toga á svo miklu dýpi, sem raun- in er við þessar veiðar. hb Neskaupstadur Skreiðarspyrðing í sólinni Það kunni greinilega vel við sig í sólinni á þriðjudaginn starfsfólk saltfiskverkunar Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaupstað en þá vann það utandyra við að spyrða fisk í skreið. Nú er búið að hengja upp 15 tonn af fiski til verkunar í skreið á Ítalíu- markað en hve mikið magnið verður ræðst af veðurfari á næst- unni. Um 50 tonn voru hengd upp fyrir Ítalíumarkað í fyrra hjá Síldarvinnslunni en rnarkað- ur á Ítalíu hefur verið nokkuð góður undanfarin ár. hb Neskaupstaður Fjölsóttir hvítasunnutónleikar Lúðrasveit Tónskólans lék á tónleikunum. Mynd hb Tónleikarnir sem „Hvíta- sunnuhópurinn" og Menningar- nefnd Neskaupstaðar stóðu fyr- ir í Egilsbúð á hvítasunnudag voru fjölsóttir og almenn ánægja var með þá á meðal þeirra er sóttu. Lúðrasveit Tónskóla Nes- kaupstaðar lék þar af öryggi undir stjórn Jóns Lundberg og er greinilegt að sveitin tekur miklum framförum. Þá átti Kirkjukór Norðfjarðarkirkju gífurlega stóran þátt í dag- skránni. Kórinn kom fram í heild sinni og einnig komu karlaraddir og kvenraddir fram hvorar um sig. Stjórnandi kórs- ins er Ágúst Ármann Þorláks- son en Ingveldur Hjaltested stjórnaði körlunum. Undirleik- ari var Egill Jónsson. Þau Sigríður Zoéga og Ágúst Ármann léku saman á klarinett og píanó. Stefán Ragnar Hösk- uldsson og Höskuldur Stefáns- son léku saman á þverflautu og píanó. Athygli vakti öryggi Stefáns á þverflautuna og mikil tækni á hljóðfærið. Þess má geta að Stefán er í námi í Reykjavík og aka þeir feðgar suður einu sinni í mánuði í kennslustundir. Ingveldur Hjaltested óperu- söngkona söng við undirleik Ágústs Ármanns. Ingveldur er afar lífleg og skemmtileg söng- kona, sem þekkir Norðfirðinga orðið mætavel, en hún hefur komið árlega síðustu ár til að raddþjálfa kirkjukórinn. Hvítasunnutónleikarnir eru merkt menningarframlag og skrautfjöður í menningarlíf Neskaupstaðar. í kjölfar tón- leikanna var svo veislukvöld í Egilsbúð, þar sem ýmsir tónlist- armenn komu fram. Myndlist- arsýningin Vorboðar ’89 var opin í Egilsbúð yfir helgina og notfærðu margir tónleikagestir sér að skoða sýninguna í leið- inni. SG NESyiDEÓ S 71780 uppþvottavélar ^/ þvottavélar • kæliskápar frystiskápar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.