Eining - 01.04.1954, Blaðsíða 1

Eining - 01.04.1954, Blaðsíða 1
12. árg. Reykjavík, apríl 1954. 4. tbl. t k Hvað skiljum við eftir, er við förum héðan? Ein af allra merkustu bókum, sem út hafa komið síðustu áratugina, er bókin Stefnumark mannkyns. Hér fer á eftir örlítið sýnishorn af lífsspeki henn- ar, en áður skal þó minnt á nokkrar lín- ur í formálanum. Þýðandi bókarinnar, Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumála- stjóri, segir þar: ,,Stefnumark mannkyns kom út í New York í febrúar 1947. Hún var end- urprentuð fimm sinnum á þremur fyrstu mánuðunum eftir útkomuna og hlaut frábærlega góðar viðtökur og lofsam- lega dóma, bæði hjá guðfræðingum, heimspekingum, uppeldisfræðingum og vísindamönnum. Einn úr flokki ágæt- ustu eðlisfræðinga heimsins, Nobels- verðlaunamaðurinn Robert A. Millikan, kemst t. d. svo að orði um bókina, að hún sé „rituð af svo djúptækum skiln- ingi og glöggri innsýn, að ekki sé hægt að vænta þess, að önnur eins bók komi út, nema einu sinni eða tvisvar á öld“. Dr. Norman Vincent Peale, merkisprest- ur í New York, segir: ,,Hún er ein þess- ara bóka, sem skera sig úr og vel gætu orkað aldabrigðum um fræðaiðkanir varðandi þróun mannsins.... Að mínu viti mun hún vinna sér fast sæti á bekk með öðrum ágætisbókum, sem eflt hafa framför mannanna". Á vegum heim- spekideildar háskólans í Suður-Cali- forníu kom fram þessi umsögn: ,,Vér hyggjum, að þróunarkenning Lecomte du Noiiys muni valda tímamótum í heimi hugsunarinnar, jafnvel en þá greinilegar en þróunarkenning Dar- wins“. Höfundur bókarinnar, frakkneski vís- indamaðurinn Lecomte du Noúys, segir á blaðsíðu 294: „Ætlunarverk mannsins er ekki ein- ungis bundið við tilveru hans á iörðu, og hann má aldrei gleyma þeirri stað- reynd. Tilvera hans er að minna leyti fólgin í athöfnum hans í lifanda lífi en slóðanum, sem hann dregur á eftir sér eins og hrapandi stjarna. Það kann að vera, að hann verði þess ekki áskynja sjálfur. Hann kann að halda, að dauði sinn sé endir tilveru sinnar í þessum heimi. En hann gæti líka verið upphaí að stærri og mikilvægari veruleika. Vér getum ekki annað en veitt athygli ósamræminu milli ævilengdar manns og lengdar áhrifa þeirra, sem hann hefur á eftirfarandi kynslóðir. Sérhver maður dregur á eftir sér slóða, eftirskin ævi sinnar, annað hvort lítið áberandi eða skínandi bjart og sannfæringin um þetta ætti að gera vart við sig í öllum athöfnum lífs vors. At- hugum t. d. fjölskylduföður, sem vegna skapgerðar sinnar, fordæmis síns og skoðana hefur áunnið sér aðdáun barna sinna og félaga. Minning hans mun vara lengi eftir andlát hans, orð hans og hegðun verða betrunarhvöt mönnum, sem hann þekkti ekki. Hið bezta, sem hann átti til, það, sem hann gaf stund- um óafvitandi í flokki vina og vanda- manna, mun aldrei að fullu deyja. — Hugsuðir og spámenn skilja eftir sig áhrifamikinn ljóma genginnar ævi, og þeim eigum vér að þakka hina ófúnandi máttarviðu vors siðferðilega lífs. En nöfn þeirra gleymast eftir fimm eða sex þúsund ár. Vér þekkjum aðeins þá, sem Úr aðálsalnum í listaverkasafni Einars Jónssonar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.