Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 Fréttir DV Reykjavík gegn dauða- refsingum Borgarstjóm Reykjavíkur er á móti dauðarefsingum en hún sam- þykkti í gærdag tillögu Áma Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa þess efnis. Reykjavíkurborg mun því taka þátt í baráttunni gegn dauðarefsingum með því að gerast aðili að her- ferðinni „Lífsborg- gegn dauðarefsingum". 400 borg- ir, þeirra á meðal Kaup- mannahöfa og Stokkhólmur, hafa þegar gerst aðilar að herferðinni. í greinargerð sem fylgir tillögunni kemur fram að dauðarefsingar séu engin lausn við alvarlegum glæpum. Stella Blöndal, dóttir Péturs Blöndal, leitaöi ásjár Mæðrastyrksnefndar og fékk mat í poka að sögn föður hennar. Pétur segir eitthvað mikið að kerfi sem úthluti mat til þeirra sem ekki þurfi þess með. Hann segir dóttur sína hafa 135 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun en margir hafi það verra en hún. Pétur segir déttur sína misnnta kerfið Ingvar í Fazmo sýknaður Ingvar Þór Gylfason, þekktur sem meðlimur Fazmo-klíkunnar, var f gær sýknaður af ákæru lögreglu- stjórans í Kópavogi um að hafa ekið undir áhrifum áfengis þann 25. maí á þessu ári. Lög- reglan stöðvaði Ingvar á Arnar- nesvegi, á leið frá Players í Kópavogi og mældist vínandamagn í öndunarsýni 0,250 mg/1. Dómara þótti öndunarsýnið ekki vera næg sönnun fýrir því að vínandamagn væri yfir mörkum. Hvít eða rauð jól ? Jón Sigurðsson söngvari. „Ég segi aö það verði hvítjól. Það fylgir jólunum. Þótt ég sé ekki fyrir mikinn snjó finnst mér það nauðsynlegtyfir jóla- hátíðina. Það var velkomið í morgun þegarþað byrjaði að snjóa. Það ersvo gott að fá snjó ígarðinn til að fela raf- magnssnúrurnar frá jóla- skreytingunum mlnum." Hann segir / Hún segir „Ég held að þaö verði hvít jól, efekki í alvörunni þá allavega I hausnum á mér. Það skiptir miklu máli að þau verði hvít. Það er fallegra og ákveðinn andiyfirþví. Það eyðileggur samt ekki jólin þótt þau séu rauö en ég vonast til þess að þau verði hvít. Ég vil helst að það byrji að snjóa á Þorláks- messukvöld. Það myndi toppa Védís Hervör Árnadóttir söngkona. „Ég get ekki borið ábyrgð á hvað mín börn gera en það er eitt- hvað að kerfi sem útdeilir mat til fólks sem hefur 135 þúsund krónur útborgaðar á mánuði eins og dóttir mín hefur og býr að auki hjá móður sinni,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður. Pétur segir að ein dætra hans, Stella Blöndal, sem er á örorkubót- um, hafi sótt aðstoð til Mæðra- styrksnefndar og eins og aðrir sem þangað koma og leita ásjár fengið mat í poka. Pétur gagnrýnir kerfi nefndarinnar sem ekki kannar hvernig aðstæður fólks eru sem þangað leitar eftir hjálp. Hann full- yrðir að útlendingarnir sem leita til Mæðarastyrksnefndar fyrir jólin líti á það sem tekjuöflun. Hver sem er getur fengið mat „Til nefndarinnar kemur fólk sem hefur nóg af öllu og einn sem ég þekki sagði við mig að það væri auð- vitað miklu betra að fara þangað og fá hangilæri en í Bónus því þar þyrfti hann að greiða fyrir það,“ segir Pét- ur. Fyrir jólin sendi Mæðrastyrks- nefnd bréf til allra alþingismanna og óskaði eftir að þeir veittu aðstoð sína við að afla fjár fyrir nefndina til að geta úthlutað mat til fátækra ör- yrkja. Pétur segist hafa kallað á kon- ur frá nefndinni til sín og viljað fá svör við þvi hvernig þær ábyrgðust það að þeir einir fengju hjálpina sem þyrftu á henni að halda. „Það var fátt um svör en konan sem kom fullyrti að öryrkjar ættu svo bágt. Hverslags vitleysa er þetta eiginlega, það er ekkert samasemmerki þar á milli. Nágranni minn er öryrki og einn ríkasti maður landsins. Þetta er bara rugl og kerfið virkar ekki eins og það á að gera." Ekki aðeins dóttirin sem misnotar kerfið „Á leiðinni út tók ég dæmi af því að dóttir mín sem væri á „Það er ekki aðeins dóttir mín sem misnot- arþetta kerfi, það eru margir fleiri og svo virðist vera að hver sem er geti komið og beðið um mat. örorkubótum með 135 þúsund krónur útborgaðar á mánuði hefði farið og þegið hjálp frá nefndinni. Það er eitthvað að þessu kerfi sem úthlutar fólki sem ekki þarf á því að halda mat,“ segir Pétur. Pétur segir að það komi því ekkert við, að dóttir hans leiti til Mæðrastyrks- nefndar, að hann eigi nóg fyrir sig enda spreði hann ekki sínum aurum og fari vel með. Hann sé þreyttur á kerfi sem virki ekki eins og það eigi að gera og því hafi hann tekið dæmi af dóttur sinni. „Það er ekki aðeins dóttir mín sem misnotar þetta kerfi, það eru margir fleiri og svo virðist vera að hver sem er geti komið og beðið um mat. Þetta er tóm vitleysa," segir Pétur argur og pirraður út í kerfið. Stella stödd í Þýskalandi Stella Blöndal, dóttir Péturs Blöndal, er nú stödd í Þýska- landi ásamt Moniku Blön- dal, móður sinni, og Dagnýju systur sinni en þær þrjár eru þar við sjúkrabeð móður Moniku sem er þungt haldin: „Móðir mín er mjög veik og þess vegna fórum við hingað út. Hún er 86 ára og Alþingismaðurinn Pétur Blöndal Æfur út I dóttur slna sem fékk matar- poka frá Mærðastyrksnefnd á dögun- um. Pétur segir hana ekki þurfa á hjalp að halda þar sem hún búi hjá móður sinni og þiggi 135 þúsund krónur á mánuði I örorkubætur. við ætlum að vera hjá henni þar sem ástandið er alvarlegt," segir Monika og aftekur með öllu að Stella dóttir hennar hafi þegið mataraðstoð frá Mæðrastyrksnefnd. Ekki rétt hjá Pétri „Það er ekki rétt hjá Pétri að Stella dóttir okkar hafi 135 þúsund krónur til ráðstöfunar af örorkubót- um sínum. Ég hef séð það með eigin augum að Stella fær 91 þúsund krónur á mánuði en fengi ef til vill 135 þúsund ef hún fengi heim- ilisuppbót en . . v Stella býr hjá ÆMu mér og fær hana ekki fyrir bragð- ið,“ segir Monika og bætir því við að Pétur smyrji ofan á þessar tölur. „Hann er vanur að reikna svoleið- is. Ég þekki hann því ég var gift honum," segir Monika Blöndal í f símtali frá Þýskalandi. ":A bergijot@dv.is Viðburðaríkur dagur hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, í gær Hækkar um 93 þúsund og heimsækir Fjölskylduhjálpina Mánaðarlaun forseta íslands hækka um tæpar 93 þúsund krónur eftir tíu daga. Þetta hefur Kjaradóm- ur ákveðið um leið og dómurinn hækkar laun annarra æðstu emb- ættismanna ríksins á borð við ráð- herra, dómara og biskup. í gær, þegar launahækkanirnar voru kynntar, heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson Fjölskyiduhjálp íslands og kynnti sér starfsemina. Aðeins voru sjálfboðaliðar á staðn- um en dyr Fjölskylduhjálparinnar stóðu ekki opnar í gær fyrir þurfandi skjólstæðinga. Laun Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra hækka um 75 þúsund krónur og verða 990 þúsund krónur. Karl Sigurbjörnsson biskup hækkar úr 740 þúsundum króna á mánuði í 801 þúsund. Laun forsetans hækkuðu síðast í júlí á þessu ári. Þá fóru mánaðar- Gleðileg jól Herra Ólafur Ragnar Grímsson kynntisér gang mála hjá Fjölskyldu- hjálp Islands Igær. laun hans úr 1.500 þúsund krónum í 1.535 þúsund krónur. Biðröðin Skjólstæðingar Fjölskylduhjálparinnar fengu ekki úthlutað I gær en sjást hér á mynd sem tekin var við annað tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.