Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Blaðsíða 17
DV Sport
MÁNUDAGUR W.APR/L2006 17
áwbiín I
Úrslitaeinvígið um íslandsmeistaratitil karla í körfubolta hófst á laugardaginn
Valur sparaði Skallagrímsliðið fyrir leik tvö
Njarðvíkingar eru komnir 1-0
yfir í úrslitaeinvíginu um íslands-
meistaratitil karla í körfubolta eft-
ir öruggan 19 stiga sigur, 89-70,
á Skallagrími í Ljónagryfjunni.
Njarðvikingar hafa þar með unnið
þrjá leiki í röð í úrslitakeppninni og
eru komnir einu skrefi nær þvi að
vinna þrettánda íslandsmeistara-
titil félagsins frá upphafi.
Brenton Birmingham (14 stig,
6 fráköst, 6 stoðsendingar, 5 stoln-
ir) og Friðrik Stefánsson eru báðir
að spila gríðarlega vel þessa dag-
ana en það er þó einkum liðsheild-
in sem er að skila þessum góðum
sigrum enda eru margir leikmenn
liðsins að skila sínu í vörn sem
sókn. Sjö leikmenn skoruðu 9 stig
eða meira í þessum leik og það er
óhætt að segja að liðið sé að vaxa
og eflast með hverjum leiknum.
Líkt og í þriðja leiknum gegn
Keflavík var eins og Valur Ingi-
mundarson, þjálfari Skallagríms,
hefði ákveðið að gefa frá sér leik-
inn og spara liðið sitt fyrir heima-
leikinn á mánudaginn sem verð-
ur þá þriðji leikur liðsins á aðeins
fimm dögum. Byrjunarliðið spil-
aði til dæmis í aðeins 97 mínútur
í þessum leik og ungu strákarnir í
liðinu fengu að spreyta sig á stór-
um köflum.
Skallagrímur tapaði umrædd-
um þriðja leik undanúrslitanna
gegn Keflavík með 50 stigum en
vann síðan næstu tvo og tryggði
sér sæti í lokaúrslitunum. Nú er að
sjá hvort taktík Vals gangi upp en
hann og Borgnesingar hafa oíurtrú
á heimavelli sínum þar sem liðið
hefur unnið alla þrjá leiki sína í úr-
slitakeppninni í ár með 13,7 stigum
að meðaltali.
Hvað gerist í
Borgarnesi?
Annar leikur úrslitaeinvígis
Iceland Express-deildar karla
hefst í Borgarnesi klukkan 20 í
kvöld og það er ljóst að menn
þurfa að mæta mjög snemma til
að komast inn í húsið sem verð-
ur örugglega orðið troðfullt langt
fyrir leik. Njarðvíkingar bjóða
upp á sætaferðir á leikinn og það
hefur ekki þurft að segja Borgnes-
ingum það tvisvar að mæta á
körfuboltaleiki í vetur.
^ Þetta er þinn bikar alveg eins
og minn Megan Mahoney fór
beint tii Helenu Sverrisdóttur meö
bikarinn fyrir besta leikmann
úrslitanna. DV-mynd Vilhelm
Haukar eru íslandsmeistarar kvenna í körfubolta og unnu þar
með þrjá af fjórum stærstu titlum vetrarins. Elsti leikmaður Hauk-
anna er bandaríski leikmaðurinn Megan Mahoney (23 ára) en
enginn íslensku stelpnanna í liðinu eru eldri en 22 ára og margar
undir tvítugu. Það er því óhætt að spá fyrir um bjarta framtíð í
kvennaköfunni hjá Haukunum.
Sannur sigurkarakter
Fjórða árið í röð kláraðist úrslita-
einvígið í þremur leikjum en efth ör-
uggan Haukasigur í fyrsta leiknum
unnust tveir leikir eftir æsispennandi
lokamínútur. Keflavík náði mest átta
stiga forskoti í þriðja leiknum og var
komið með 14 stiga forskot í 2. leikn-
um en í bæði skiptin sýndi Hauka-
liðið sannan sigurkarakter og tryggði
sér sigurinn með skynsömum og
markvissum leik í lokin.
Mahoney valin best
Megan Mahoney var vahn besti
leikmaður úrslitanna en hún var
með 32 stig, 14,7 ffáköst, 6 stolna
bolta og 5,3 stoðsendingar að með-
altali í leikjunum þremur. Mahoney
reyndist Haukaliðinu mikill happa-
fengur þegar Ke-Ke Trady stakk af til
Þýskalands um áramóhn. Þrátt fyr-
ir þessa frábæru frammistöðu var
allt annað en auðvelt að gera upp á
milli hennar og Helenu Sverrisdótt-
ur sem var aðeins tveimur stoðsend-
ingum frá því að vera með þrefalda
tvennu að meðaltali í úrslitunum.
Helena var með 18 stig, 13 fráköst og
9,3 stoðsendingar að meðaltali auk
þess að nýta vítin sín 90% (18 af 20).
Það var einmitt á vítalínunni sem
Helena gulltryggði Haukunum tit-
ilinn.
Haukaliðið vann þrjá af fjórum
stóru titlum hmabilsins og 27 af
32 leikjum sínum í öllum keppn-
um á vegum KKÍ í vetur og upp-
skera timabilsins er sú allra glæsi-
legasta í sögu félagsins. Þegar litið
verður til baka verður kannski tal-
að um að það hafi orðið h'mamót
í kvennakörfunni vorið 2006.
ooj@dv.is
Fyrsti fslandsmeistarabikarinn á loft
Fyrirliðarnir Helena Sverrisdóttir og Pálína
Gunniaugsdóttir lyfta hér fslandsbikarnum
fyrstar Haukakvenna. DV-mynd Vilhelm
■
* ■■■.
f
Haukar höfðu ekki eignast ís-
landsmeistara ffá því karlalið félags-
ins vann í fyrsta ogeina skiphð vorið
1988. Það eru líka liðin 18 ár frá því
Keflavík vann sinn fyrsta íslands-
meistarahtil í kvennaflokki en síð-
an hefur félagið unnið 12 titla. Það
hefur mikið verið skrafað og skrifað
um að Haukar séu að taka við krún-
unni af Keflavík ogþó að það sé lang-
ur tími þar til Haukarnir jafni afreka-
skrá Keflavíkurliðsins undanfarna
tvo áratugi bendir margt til þess að
Haukarnir geti bæh mörgum titlum
við á komandi árum.
Meðalaldurinn 19,4 ár
Þegar Keflavíkurkonur urðu Is-
landsmeistarar í fyrsta skiphð í apríl
1988 var meðalaldur liðsins 18,9 ár
og fyrirliðarnir Björg Hafsteinsdótt-
ir (15,1 shg í leik) og Anna María
Sveinsdóttir (17,1 shg í leik) báð-
ar á 19. aldursári.
Mikil pressa á ungum leikmanni Helena
Sverrisdóttir er nýorðin 18 ára en þegar búin
að leið sitt lið upp á toppinn i íslenskri
kvennakörfu.
Meðalaldur Haukaliðsins er 19,4 ár
og fyrirliðarnir Helena Sverrisdótt-
ir (18 ára) og Pálína Gunnlaugsdótt-
ir (19 ára) eru líkt og Anna María og
Björg fyrir 18 árum komnar í leið-
togahlutverk áður en þær ganga upp
úr unglingaflokki.
Uppskera erfiðsins Það
var mikið fjör þegar
Islandsmeistaratitlinn kom í
hús enda Haukastelpurnar
búnar að leggja mikið ásigi
vetur. DV-mynd Vilhelm
Brenton spilar vel Líkt og oft áöur hefur
Brenton Birmingham spilað vel með
Niarðvik í úrslitakeppninm.
DV-mynd Vilhelm
Haukastelpur urðu íslandsmeistarar í fyrsta skipti í sögu félags-
ins þegar þær unnu þriðja úrslitaleikinn við Keflavík 81-77 á Ás-
völlum á föstudagskvöldið og enduðu um leið þriggja ára veru
Keflavíkurliðsins á toppnum.
ara byrjunin?