Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Blaðsíða 1
Rfltf WD KOJI SÖLUBÖEN AFGREIDD ÞINGHOLTS- STRÆTI 23. Föstudagnr 1. des. 1961 — 1. árg. 18. tbl. Verð kr. 4.oo Byltingin étur börnin sín: Halldór Kiljan Laxness og múgmorðin Friðarkjaftæði og utanípiss Kiljans - Komm- únistiskur kisuþvottur - Frelsi, réttlæti og siðgæði afnumið—Strompleikurinn afneitun á kommúnismanum? - Beðið eftir yfirlýsingu nóbelskáldsins Afhjúpun glæpaverka Stalíns og kjarnorkutilrannir Rússa hafa slegið óhug á frjálshuga fólk um heim allan. Fylkingar kommúnista í vestrænum löndum hafa riðlazt, skipzt í flokka með eða móti Krústéff. Forystumenn sósíal- istaflokkanna hafa gefið út yfirlýsingar, þar sem þeir túlka stefnu flokkanna. Á fslandi er sömu sögu að segja og annars staðar, en sumir forystumannanna hafa þagað. Það er ofur eðlilegt að fólki verði litið til þeirra manna sem mest hefur borið á í flokki kommúnista hérlendis og spyrji hvað þeir hyggist fyrir. Halldór Kiljan Laxness hef- ur um áratuga skeið og allt til þessa haft ákveðna skoðun á því sem sagt hefur verið mn Rússland í vestrænum blöð- um. Það er ekki úr vegi að rif ja upp fyrir sér ýmis ummæli Kiljans á þessum tímamótum um leið og hann er spurður hvað líði sannfæringu hans og hver sé afstaða hans til sósíalismans í dag. „Það sjálfstæði sem nú er eitt tfl á fslandi er í hjörtum þeirra manna, sem fyrirlíta alla. vígamenn, hvort þeir heldur klæðast einkennisbún- ingnm dáta eða böðla.“ Þann ig kemst Nóbelsskáldið okk- ar að orði í grein sem birt- ist eftir hann árið 1954. Tveimur árum áður segir hann á Þingvöllum: „Og eins lengi og vér fslendingar fyr- Loksins stefndi Stúkan! Voru nefndir ísaldarfyrirbrigði og móðguð- ust - Nú verða reikningarnir rannsakaðir Stórstúka fslands lét nú loksins í s. 1. vlku verða af þeirri gömhi hétun sinni að stefna Nýjum Vikutíðindum fyrir það sem þeir kalla „meiðandi og móðgandi um- mæli.“ Svo sem lesendum blaðsins er vafalaust kunn- ugt hefur blaðið undanfama mánuði krafizt þess að Stór- stúkan birti reikninga sina opinberlega- Fyrir þessa kröfn hefnr blaðinu nú verið stefnt. Stúkumjenn eru enn samir við sig og tápla enn á támun í kringum það sem máh skipt ir. Það sem þehn þykir helzt „meiðandi og móðgandi" í skrifum Nýrra Vikutíðkida er spumingin: „Hvemig eru reikningar Stórstúku Is- (Framih. á bls. 4) irlítum morðvopnið erum vér sjálfstætt fólk.“ Það hefur upplýstst og vaidið hryllingi og viðbjóði siðaðra manna um' allan heim, að StaJín hið mikla sikurðgoð kommúnista um áratuga skeið, var einn mesti múgmorðingi allra tíma. 1 ræðum og ritum og ritum merkra vesturlanda búa hefur um sama skeið því verið haldið fram að stór- glæpir og múgmorð ættu sér fúkyrði, og aliskonar hálfur sannleikur, útúrsnúningar og málefnaafflutningur, heldur staðreyndimar einar.“ Þær ,,staðreyndir“ sem við þurfum að vita liggja fyrir í dag. Hjálparmorðinginn Krústjeff hefur í heyrenda (Framh. á bls. 4) stað innan Rússfcmds. Þess um ásökunum hafa kommún- istar bæði hér og erlendis svarað með því að kalia þær rógburð. Sjálfur Halldór Kilj an ritar um þetta árið 1950 á samkomu hjá MÍR (vina- félag rússadindla á Islandi) og segir að það sem við þurf um að vita um „höfuðriki hinnar sigrandi lifsstefnu er ekki gróusögur, rógmælgi og Brjótt þú, Magnús, ég borga Þakkarhátíð Sjálfstæðisflokksins 1961 Nýlega var haltlin „Þakkar hátiðin 1961“ í Sjálfstæðis- húsinu, en til þeirrar hátíðar býður Sjálfstæðisflokkurinn gæðingum sinum og þeim mönnrnn, sem borga brúsann. Þakkarhátíðin var haldin aíðdegis annan laugardag, var í meðallagi fjolmenn, fast drukkið, en við heldur vafasaman fögnuð vegna þess að mennirnir sem standa undir SjáiLfstæðis- flokknum, verzlunarstéttin í Reykjavík, er ekkert sérlega kampakát þessa dagana þrátt fyrir „frjálsa verzlun“ og tollalæfckanir. Blóðtaka pólitíkusanna á verzlunarstéttinni undanfar- in ár hefur valdið daufu geði þeirra manna og sjálfsagt mun það taka þá nokkum tíma að safna eðlilegu blóð- tftagni á ný. Það getur hugs- ast að þaS sé ekki rétta leið- in til lækninga og ekapbóta á þeim, að flokkurinn bjóði þeim upp á þeirra eigið vdni (Framh. á bls. 5) Verður Nætur- klúbburinn næturklúbbur? Það vafcti athygli manna nýlega, að Guðmundur 1. Guðmundsson sást í fylgd með Ragnari Þórðaisyni og ráðsmönnum hans þeim (Framh. á bl*. 4) * lir ávarpi H. K. L. Á SAMKOMU MÍR 11. NÓV. 1950. I .....Hér á landi kemur út fjöldi blaða sem virðist eiga það fremst áhuga- mála að sverta Ráðstjóm- 1 arríki í augum fslendinga. t sumura dagblöðum hér má finna allt upp í tug greina á dag, sem er ekki annað en hróp og níð í einhverju formi um Ráð- stjómarríki, sumt þyldst Ívera fréttaklausur, og era þó ýmist heimatilbúnar eða fengnar úr samsetning arstofum auðvaldsfrétta, sumt er ekki annað en ill- yrði og skætíngur sett saman á ritetjómarskrif- stofum hér heima, stnnd- um koma þýddar lánglok- ’ or merktar útlendum níð- skrifurum sem venjulega bera ensk og amerísk nöfh öll á þessi níðskrifastétt sammerkt að vera svo útíj slitin á taugum að mest sem uppúr þeim veltur er einskonar bölsót, og djarf ar yfirlettt aldrei fyrir skímu af hlutlægum hugs- imarhætti ellegar áhuga Ium staðreyndir. Slíkt svartnætti hngsunarinnar getur að vísu verið fróð- legt frá sálfræðilegu sjón- armiði sem vottur þess ángistarfulla hugará- stands sem nú heltekur áhángendur hinnar hrynj- andi heimsforráðstefnu kapítalismans — en það er líka allt og sumt sem þessi ofstækisfullu níð- skrif geta veitt okkur fræðslu um ... “ J

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.