Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 2
£) _ NÝÍ TfMINN — 'Fimmtudagnr 17. inar!956 m er i öj juléstír aS sfcerS og vero■ ur afhent í september I hausf Samband íslenzkra samvinnuféla'ga og Olíufélagiö hafa nýlega gert samning við norskt skipafélag um kaup á stóru olíuflutningaskipi. Skip þetta er 16730 lestir dw. að stærð, smíðað í Þýzkalandi 1952. Kaupverðið er 2,8 millj. dollaira eða 45.696 þús. krónur. Skipiö veröur afhent hinum ís- lenzku eigendum í september n.k. Forstöðumenn SÍS og Olíufé- lagsins skýrðu fréttamönnum frá þessú gœr og þar lýsti Erlend- ur Einarsson forstjóri Sam- bandsins nokkuð aðdraganda þessara skipakaupa. Innflutningsleyn fékkst í des. s.l. Nokkur ár eru nú liðin síðari því var hreyft á fundum SÍS og Olíufélagsins, að félögum þessum væri það mikið hags- munamál að eiga þess kost að flytja olíur til landsins með eig- in skipum. Olíunotkun fór sí- vaxandi hér á landi: Árið 1939 var heildarnotkun íslendinga á olíum og benzíni 22 þús. lest- ir, en var komin upp í 265 þús. íestir 1955. Bæði félögin voru einhuga um áð kaupa olíuflutningaskip, þó með því skiiyrði að unnt yrði að afla erlendra iána til þess að standa undir skipakaupunum. Athuganir á því, hvort unnt yrði að fá érlent lánsfé, sýndu að slíkt var mögulegt, og var því fyrir nokkrum árum sótt um ieyfi ti! gjaldeyrisyfirvalda fyrir olíuskipi og hefur þessi leyfis- umsókn verið endurnýjuð á und- anförnum árum. Það var ekki fyrr en í des s.l. að Innflutnings- skrifstofan tilkynnti, að rikis- stjórnin hefði ákveðið að veita SÍS leyfi til kaupa á stóru olíuskipi. Smíði nýs skips úr stiguani Er leyfi var fengið, var hafizt handa um útvegun erlendra lána. Gekk Erlendur Einarsson forstjóri endanlega frá lánssamn- ingi við The First Nationai City Bank of New York í marz- mánuði s.l. Eftir að fengizt hafði loforð fyrir láni með góðum vaxta- kjörum, var léitað eftir því hjá erlandum skipasmíðastöðvum hvort unnt yrði að fá skip smíðað með viðunanlegum greiðslukjörum. Við þær athug- ánir kom í ljós, að öll aðstaða var' nú miklu verri en fyrir nokkrr um árum. OHunotkun í heimin- um hefur farið ört vaxandi með ári hverju og því aukizt eftir- spurn eftir olíuskipum. Skipa- smíðastöðvar hafa næg verkefni nokkur ár fram 1 tímann og er ekki unnt að fá olíuskip smíðað og afhent fyrr en árið 1960. Norskt íéíag býður fram skíp Þegar verið var að athuga um smíði á nýju skipi, vildi svo vel til að samband náðist við norskt skipafélag, sem átti um þessar mundir í smíðum 40 þús. lesta olíuflutningaskíp og þurfti af þeim sökum að selja nýlegt skip, er það átti. Skip þetta er 16.730 lestir dw., smíðað hjá Deutsche Werft í Hamborg 1952. Heitir skipið Mostank og hefur undanfarna mánuði verið í siglingum á Kyrrahafi. Verðið á því reyndist það hagkvæmasta sem völ var á. Eftir að fulltrúar SÍS og Olíu- félagsins, þeir framkvæmdastjór- arnir Hjörtur Hjartar og Hauk- ur Hvannberg, höff^i skoðað skipið fyrir skömmu í Japan á- samt bandarískum • sérfræðing- um, vár gerigið frá káupsarnn- ingi. Verður skipið afhent ís- lenzku eigendunum í Evrópu í september n.k. og er þá náð merkum áfanga í sögu siglinga og atvinnulífs á Islandi. - „ » Allt kaupverðið að láni Kostnaðarverð skipsins er 2,8 millj. dollara eins og fyrr seg- ir, eða 45.696.000 kr. Hafa SÍS og Olíufélagið fengið allt and- virði skipsins að láni, 80% upp- hæðarinnar hjá kunnri banka- stofnui) í Bandaríkjunum og eru ársvextir af því láni 4%%, en 20% lánaði seljandi skipsins gegn 5% vöxtum. Lán þessi eru án banka- eða ríkisábyrgðar, en kaupendur nutu þýðingarmikill- ar fyrirgreiðslu af hálfu Lands- banka íslands við lántökuna. Lýsing skipsins Skipið er byggt samkvæmt ströngustu kröfum Lloyds um olíuflutningaskip. Það er 167,37 m langt,/20,73 m breitt og 11,89 m á dýpt, en ristir fullhlaðið 9,26 m. Lestarhylki skipsins eru 22 að tölu, 10 miðhylki og 12 hliðar- hylki. í þeim er hægt að flytja samtals 22429 rúmmetra af olíu (um 16 þús. lestir). LestarhyJkin eru á tveim stöðum, aðskilin með milliskilrúmi, sem gengur þvert yfir skipið, svo að síður ■er JKætt(á JýLöndun.farjns. : í •’skipihp ærú fvö $.æ)urúm og fjórar gufuknúnar' dáelur, er dæla samtals . 1800. rúmmetrum. á. kíst. Gufa til dælingar og ann- arra þarfa fæst frá tveim gufu- kötlum, sem hvör er með 200 fermetra eldflöt. Aðalaflvél skipsins er 6650 hestafla MAN-dísilvél, brennir ketilolíu, er 10 strokka og snýst 120 snúninga á mínútu. Hjálp- arvélar eru þrjár. Hraði skipsins fullhlaðins er 14 mílur. Á skipinu verður 40 manna áhöfn. Er gert ráð íyrir að fyrst um sinn verð.i 4—5 erlendir kunnáttumenn um borð í skipinu til leiðbeiningar, en að hæfi- legum tíma liðnum verður skipið mannað alíslenzkri áhöfn. dónssoift fornftSft«lMF Islands Guðvéir Jónsson' er einn af kunnuatu forustumönnum ís- lenzku verkálýðshreyfingarinn- ar. Hann fæddist 25. apríl 1893 í Digranesi í þáverandi Sel- tjarnarneshreppi. Foreldrar Jón Magnússon bóndi þar og kona Héraðsriefnd Alþýöubandalagsins á ;ísafirði hefur 4Íá- kveðið að Guögeir Jónsson, formaðúr Hókbindaráféíágs fslands, verði þar í kjöri af hálfu Alþýðubandalagsi’ns við Alþingiskosningarnar 24. júní. Einn . af , stofnendum Alþýðu- flokksins og sat fyrsta þing flokksins 1916. Átti um skeið 'sæti í miðstjórn Álþýðuflokks- ins og oft 'verið í framboði á lista hans við bæjarstjórnar- kosningar í Reykjavík. Guðgeir hefur starfað mikið innan Góð- templarareglunnar og gegnt þar fjöimörgum trúnaðarstörf- um sem of langt yrði upp að telja. Guðgeir Jónsson nýtur vin- sælda og trausts allra sem kynnast honum og störfurn hans, sakir ágætra hæfileika og óvenjulegra mannkosta. Ætti ekki að þurfa að efast um að ísfirzk alþýða fylki sér fast um framboð hans við í hönd far- andi Alþingiskosningar. Sigrífar Hanisesdétfir, húsfrú í fgamboði fyrir Alþýðubandalagið á SeyðisfirSi Héraðsnefnd Alþýðubanda- lagsins á Seyðisfirði hefur á- kveðið að Sigríður Hannesdótt- ir, húsfreyja í Reykjavík, verði þar í kjöri fyrir Alþýðubanda- lagið við Alþingiskosningarnar 24. júní. fluttist til Reykjavíkur gelck hún í Jafnaðarmannafélag Reykja.víkur og hefur alla tíð síðan staðið í fremstu röðum Alþýðuflokksins. Hún hefur veriö meðlimur í Verkakvenna- félaginu Framsókn í nærfellt þrjá áratugi og gengt þar fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í þágu stéttarsystra sinna. Hún hefur itt sæti í stjórn Framsóknar í 11 ár og verið fulltrúi félagsins i öllum Alþýðusambandsþingum nðan 1936. Hefur átt sæti > i rúnaðarráði Framsóknar : frá itofnun þess. Fulltrúi verha- kvennafélagsins um mörg und- anfarin ár á bandalagsfundúm Fra'mhaJtí á 11. síði: lleritgiilfi Hil Sigríður Ilaimesdóttir er fædd í Stykkishólmi 14. júní 1905. Foreldrar hjónin Hannes And- résson skipstjóri og Jóhanna Jónasdóttir, frá Heigafelli. Ólst upp í föðurhúsum í Stýkkis- hólmi til 14 ára aldurs og dvaldi þar til 17 ára aldurs. Flutt- ist þá til Reykjavíkur og hefur átt þar heima síðan. Sig- ríður giftist Hannési Pálssyni frá Hofi í Öræfum árið 1938. Saraa haustið og Sigríður Fjárveitinganefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hefnr lagt til, að Bandaríkin verji 46.233 iniíljón doiluruin til Iandvarna á fjárhagsárinu, sem hefst 1. júlí. Það er 1.741.832.374 dolímnm meira en varið var til landvarna á fjárhagsárinu sem nú er að líða. iÐn auknu útgjöld stafa m.a. af því, að gert er ráð fyrir að fjölga í bandaríska hernum á næsta ári. 30 júní í ár er talið að hann verði 2.820.100 menn, en 2.865.200 á miðju næsta árí. hans Ásbjörg Þorláksdóttii'. Guðgeir m’ssti föður sinn þriggja ára gamall og ólst eftir það upp hjá afa sínum, Þor- láki álþingismanni Guðmunds- syni í Fífuhvammi. Nam bók- bandsiðn í Félagsbókbandinu 1909—1913, og hefur síðan unn- ið mest við þá iðn og er nú verk- stjóri í bókbandsstofu Ríkis- prentsmiðjunnar Gutenberg. Guðgeir hefur aba tíð tekið mikinn þátt í félagsmálum, einkum í verkalýðshreyfing- unni, Alþýðufiokknum og Góð- tempiarareglunni. Sat fyrst á Aiþýðusambandsþingi 1916 sem fulltrúi Bókbindarafélagsins. Hefur set’ð öll þing Alþýðu- sambandsins síðan 1938 að und- anskildu þtinginu 1952. 1 stjórn Bókbindarafélags Isíands frá 1935 og formaður þess frá 1942. Ritari Alþýðusambands tslands 1940—1942, forseti«Al- þýðusambandsins 1942—1944 og gjaldkeri þess 1946—1948. Lárus Vaidiitiars- sor verkamaður í kjöri fyrir Alþvðnbanda- lagið í il-Húh. Héraðsnefnd Alþýðubanda- lagsins í Austur-Húnavatns- Sýslii hefur ákveð’ð að Láru> Valdimarsson, verkamaður á Skagas^rönd, verði frambjóð- andi Alþýðubandalagsins í sýsl- unni við Álþingiskosningarnar 24. júní. Lárus Vaidimarsson er fædd- ur að Kollugerði á Skagaströnd 29. nóv. 1928. Foreldrar hjónin V aldimar Krist iánsson og Magnúsína Magnúsdóttir. Hann stundaðj nám í Revkjaskóla í Hrútafirði og tók þar gagn- fræðapróf 1950. Tv'rus hefur unnið alla algenga vinnu til lands og sjávar. Hann hefur teldð mikinn þátt í félagsmál- um á Skagaströnd, hefur lengi verið í stjórn og trúnaðar- mannáráði Verkalýðsfélags Skagastrandar og er nú vara- formaður félagsins. u. Guðusundsson í kföii íyrÍE’ Mþvðiibanda- !a§ið í Snæfelisnes- og Knappadalssýslu Héraðsnefnd Alþýðubanda- lagsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu hefur ákveðiS að Guðmiindur J. Guðinundsson verltamaður verði frambjóðandi Alþýðubandalagsins í sýslunui við Alþingiskosnmgarnar 24. júní n.k. Guðmundur J. Guðmundsson ’ er fæddur árið 1927 í Reykja- vík, sonur hjónanna Guðmund- ar H. Guðmundssonar togara- sjómanns og Sólveigar Jóhanns- dóttur. Hann hefur stundað alla algenga vinnu á sjó og landi og tók snemma virkan þátt I samtökum æskulýðsins ög verka lýðshreyfingunni. Hann var um skeið forseti Æskulýðsfylking- arinnar, sambands ungra sósíal- ista. Á sæf.i í stjórn Vérka- mannafélagsins Dagsbrúnar og er starfsmaður félagsins. Hann var í kjöri fyrr Sósíalista- flokkinn í Snæfe’ls iess- og Hnappadalssýslu við kosning- arnar 1953 og jók þá mjög fylgi flokksins. Guðmundur J er traustur maður og vinsæll meðal stéttar- bræðra sinna. Hann varð mjög kunnur af ágætri framgöngu sinni og forustu í verMallinu mikla í fyrravor.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.