Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 17.05.1956, Blaðsíða 7
íresíun fram yfir kosningar! Þau tíðindi bárust af fundi Atíanzhafsráðsins í París að í þeirri stofnun yrði ekki rætt, opinberlega, um vilja Islend- inga að losna við bandaríska herínn, fyrr en eftir kosningar á íslandi í sumar. Og utan- ríkisráðherra íslands, dr. Kristinn Guðmundsson, sagði ekki aukatekið orð um málið opinberlega. Sjálfsagt má telja að málið hafi borið á góma er íslenzkur utanríkis- ráðlierra hitti starfsbræður sína fyrsta sinni eftir vilja- yfirlýsingu Alþingis, svo mjög hefur hún verið rædd um heim allan. Og það er raunar ískyggileg frétt, að utanríkis- ráðherrar Atlanzhafsbanda- lagsins, þar með talinn utan- ríkisráðherra Islands, hafi orðið ásáttir að fresta því sem þeir vilja segja um Is- landsmálin fram yfir kosning- ar á íslandi. Fjandlnn þekkir sína Hvað ætla Bandaríkin að vinna með þeim fresti? Það fer ekki milli mála. Bandarísk stjómarvöld bera það traust til þrautreyndra manna sinna, eins og Eysteins Jónssonar, að honum takist að „afstýra hættunni" á heim- för Bandaríkjahersins, að loknum kosningum. Stjórn- málamennimir í Framsókn og hægra armi Alþýðuflokksins era ekki ókunnugir menn bandaríska utanríkisráðuneyt- Inu. Velþóknun erlendra stjórnarvalda á þeim hefur ekki farið dult, nú síðast er hinn afdánkaði stjórnmála- maður Stefán Jóhann Stef- ánsson I margra mánaða lúx- usflakki um Bandaríkin í boöi Bandaríkjastjórnar. Af nánum kynnurii ,við þessa íslenzku stjórnmálamenn virðist Banda- .ríkjastjórn hafa dregið þá ályktun, að af þeirra hálfu sé viljayfirlýsing Alþingis ein- ungis kosningabrella; þeirra æthm sé, eins og Sjálfstæðis- flokksins, að hafa ævarandi bandarískar herstöðvar á Is- landi. Kosoingaslgur Alþýðu- bandalðgsins eina frygyinpin . Eitt er þó óþekkt í þeirra reikningsdæmi, og kemur glöggt fram í bandarískum blöðum að Bandaríkjastjórn er það Ijóst: Úrslit kosning- anna á Islandi 24. júní í sum- ar. Áhrifcmestu blöð Banda- ríkjanna segja fullum fetum, að auki „kommúnistar“ (en svo nefna þeir Sósíalistaflokk- inn og nú Alþýðubandalagið) ekki fylgi sitt í kosningunum i sumar, þurfi Bandaríkja- stjórn ekkert að óttast um herstöðvar sínar á Islandi. Og svo er því bætt við, að von sé til að hafa áhríf á úrslit kosninganna á Islandi í þessa átfc-með dollaramútum. Það er rétt skilið, að eina aðferðin til að tryggja að Framsókn verði knúin áfram á þeirri braut sem liggur að brottför bandaríska hersins áf íslandi, er kosningasigur Alþýðubandalagsins. Það yrði Framsókn slíkt aðhald að hún þyrði ekki að svíkja í málinu og skríða á náðir Sjálfstæðis- flokksins aftur, til varanlegra helmingaskipta á blóðpening- um hemámsgróðans. Þögn dr. Kristins í París, nazistaslagorð þýzku ráðherr- anna í veizlunum með íslenzku ráðhermnum í Bonn, ,,frestun“ Islandsmála af hálfu Atlanz- hafsbandalagsins fram yfir kosningar — allt þetta ætti að verða Islendingum nokkurt umhugsunarefni fram að þeim kosningum, og á þeim degi sem fólkið getur ráðið örlögum lands síns með merki á kjör- seðil, sé það nógu samtaka, viti hvað það vill. Guð og Sfapafell „Guð vill það“. Mörgum ís- lending hefur þótt skrítið að heyra tvo menn, sem almennt munu taldir hundheiðnustu menn á íslandi, Bjama Bene- diktsson og Ólaf Thórs, taka nú í seinni tíð að blanda guði í ræður sínar og áróður. Nú má vænta nýrra afbrigða þeirrar guðrækni, og mun brátt koma í ljós að ekki ein- ungis Atlanzhafsbandalagið og Bandaríkjastjóm vilji hafa stóra bandaríska herstöð á Reykjanesi, heldur sé það eimiig vilji guðlegrar forsjón- ar! Það er bandarískur for- (------------------------\ 6. maí — 12. maí 1956 ingi á Keflavíkurflugvelli, sem hefur ljóstrað upp þessu hern- aðarleyndarmáli. Hann skýrði blaðamanni svo frá nýlega, að í Stapafelli hefðu fundizt öll þau efni í lagningu vega og flugbrauta sem þurft hefði. * t Lúðvík Jósepsson „Bandaríkjamenn hafa verið svo heppnir að likast er lyga- sögu“, segir blaðamaðurinn. „Þetta var í sjálfu sér eins og kraftaverk. Eða eins og for- inginn, sem sýndi mér stöðv- amar komst að orði við mig — það var eins og Guð sjálf- ur hefði ákveðið það í upp- hafi, að þama skyldi gera mikinn flugvöll á tuttugustu öldmni, og því séð svo um að nægar birgðir af hráefni væm fyrir hendi þegar til fram- kvæmdanna kom“. (ÞýðingAl- þýðublaðsins). Bjargráðln í reynd Vesaldómur Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar með Fimmtudagur 17. maí 1956 — NÝI TlMINN — (7 Sámi frœnda finnst sér margt mótdrœgt á íslandi, „bjargráðin miklu“ verður nú auðsærri með degi hverjum. „Bjargráðin“ hafa hleypt af stað stórkostlegri verðhækk- unarskriðu, hverskonar brask- arar og milliliðir hafa stór- auðgazt á þeim. Alþýðu manna gengur verr og verr að láta kaupið endast. Og hafa þá ekki „bjargráð“ Sjálf- stæðisflokksins og Framsókar „bjargað" atvinnuvegunum ? 'Ekki hafa útvegsmenn látið af því í samþykktum sínum síðustu dagana. I hvassri grein, sem Lúðvik Jósefsson alþingismaður ritar í „Útsýn“, vikublað Alþýðubandalagsins, sl. mánudag, em dregnar fram m. a. þessar staðreyndir: „I umræðum á Alþingi um þessi einstöku „bjargráð" sagði ég, að ótrúlegt væri, að afleiðing þeirra yrði ekki sú. að fiskvinnsla í landinu stöðv- aðist vegna greiðsluskorts í ágúst til september, eða strax • og nýju álögurnar væru farn- ar að koma fram í verðlaginu og hafa sín áhrif á kaup- gjaldið i landinu. Nú hefur réynslan sýnt, að strax í maí-mánuði er fram- leiðslan að stöðvast vegna fjárskorts. Ástandið 5 öllum verstöðvum er nú þannig, að fiskvinnslustöðvarnar geta ekki greitt bátunum fiskinn og verkafólkinu ekki tilskilið kaup. Bátamir geta ekki gert upp við sjómennina. — Út- gerðarmenn lýsa yfir neyðar- ástandl. „Bjargráð" Ihalds og Fram- sóknar hafa beinlínis flýtt fyrir stöðvun framleiðslunnar. Reynslan hefur orðið sú, að styrkurinn úr framleiðslusjóði kemur ekki til útgerðarinnar, mest. megnis vegna vanrækslu og trassaskapar ríkisstjórnar- innar, en hins vegar hefur framleiðslan þegar fengið á sig afleiðingar tolianna og skattanna, sem sagt verð- hækkunina og kauphækkun- lna. Allir sem nokkuð þekktu til framleiðslunnar í landinu vissu að svona hlaiit að fara". Hvað vildu sósíalisfar! Lúðvik minnir jafnframt á tillögur sósíalista á Alþingi: „Þegar íhald og Framsókn völdu þessa dæmalausu leið, lögðum við sósíalistar til, að framleiðslan yrði studd á þann hátt, að þeir aðilar, sem óumdeilanlega taka of rnikið af framleiðslur.ni, yrðu látnir skila nokkru til baka aftur. Við lögðum tii að af 50 millj. króna gróða bankanna skiluðu þeir 20 millj. Við lögð- imi til að sklpafélögin, sem grætt hafa tugi milljóna ár- lega, yrðu látiii skila aftur 15 miiljónum. Vlð -i vildum að hernáms- braskarar yrðu látnir greiða 20 miiljónir. Við lögðum til að vátryggingarfélögin skiiuðu aftur 10 niilljónum. Við vild- um að olíufélögin skiluðu aft- ur 20 milljónum af 40-50 mllij. króna of háu olíuverði mlðað við árssölu. Verðlág í landinu þurfti ekki að hækka um einn eyri vegna okkar tillagna. Þeir fjármunir, sem fengizt .hefðu samkva'int þeim, hefðu komið framleiðshmni að raunhæfum notum.'" Lisfin og fólkið Sinfóníuhljómsveitin í hljóm- leikaför til Norðurlands, Fé- lag myndlistarmanna efnir til myndlistarsýningar í Vest- mannaeyjum. Leikfélag Rvík- ur sýnir á Akureyri. Þetta eru góðar fréttir. Góð list á sannarlega engu síður erindi til manna utan Reykjavíkur, og er ekki síður metin þar að verðleikum. Dæmi þess eru nærtæk; Sýningar Kjarvals og Ásgríms úti á landi, leiksýn- ingar Þjóðleikhússins og fleirri aðila. Þarna er tví- mælalaust stefnt í rétta átt, stuðiað að þvj að kynni hins bezta sem íslenzkir listamenn skapa, verði ekki staðbundin, heldur verði sem almennust. Einmitt kynni allrar þjóða.r- innar af listum má teljast lífs- skilyrði þeirra, ekki sízt með fámennri þjóð. Leitun mun á þjóð, sem hafi jafnalmennt og Islendingar notið listrænna bókmennta, og svo mun einn- ig verða um myndlist, tón- list og leiklist, gefizt fólki um land allt færi á nánum kynn- um af listsköpun innlendra og erlendra listamanna á þeim sviðum. Hý verkeffil Bandafagí íslimkra Eisfamasma Með öðrum hætti, óviðíelldn- um og káthroslegúm, hafa samtök listamanna vakið at- hygli undanfarið. Er þar átt við forgöngu Bandalags ís- lenzkra. listamanna að einu spaugilegasta fyrirbæri, sem birzt hefur lengi með íslend- ingum og hlotið hefur nafnið „Listamannaklúbbur.“ „Starf- semi“ hans á að hefjast „með því að halda við og við sam- sæti til heiðurs einstökum listamönnum og listvinum, er- lendum sem innlendum.“ — „Fyrsta. heiðurssamsætið mun verða haldið bráðlega fyrir Forseta íslands og frú,“ segir í blaðafregn. 1 reglugei’ð sem fulltrúa- fundur Bandalags íslenzkra listamanna samþykkti 21. nóv. s.l. segir a.ð „sjálfkjörnir heið- ursfélagar" Listamanna- klúbbbsins séu allir ráðherrar Islands, forseti Hæstaréttar og foiseti Sameinaðs þings, borgarstjórinn og lögreglú- stjórinn (!) í Reykjavík, al’.ir ambassadorar og sendiherrár erlendir og íslenzkir sendi- menn erlendis; geti st.jórnin boðið tíu mönnum öðrum (!) að gerast heiðursfélagar. Enn- fremur má bjóða þessum mönnum að verða félagar í klúbbnum gjaldlaust: Alþing- ismönnum öllum, öllum bæjár- fulltrúum í bæjarstjórn Rvík- ur, ráðuneytisstjórum, rit- stjórum blaða og tímarita er fara með listmál, stjórnar- mönnum Menningarsjóðs og Menntamálaráðs og öðmm mönnum sem „fara með opin- ber listmál.“ Styrktarfélagar Framhald á 11. síðú. Vikul r

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.