Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 1
42 12. tölublað 2011 Fimmtudagur 23. júní Blað nr. 351 Upplag 25.000 7 22 Bónus vill afnema allan skilarétt fyrirtækisins á kjötvörum frá og með 1. nóvember n.k. en þá taka í gildi reglur samkvæmt nýrri mat- vælalöggjöf sem m.a. snerta rekj- anleika búfjárafurða. Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss hefur sent öllum kjötbirgj- um fyrirtækisins erindi þar sem þetta kemur fram. Bónus, líkt og aðrar matvöru- verslanir, hefur í samskiptum sínum við kjötbirgja unnið eftir vinnureglu sem gengur út á að skilaréttur sé á kjötvöru sem ekki selst í verslunum fyrirtækisins. Á móti hafa kjötbirgjar haft verulega aðkomu að því hvað fer inn í verslanir, hvernig því er framstillt og jafnvel séð sjálfir um pantanir og áfyllingu. Kjötbirgjar hafa um langa hríð kvartað yfir því að skilaréttur sé þeim þungur baggi og slíkt hið sama hefur gilt um bændur. Til að mynda sagði Ingvi Stefánsson varaformaður Norðlenska í frétt í fríblaðinu 24 stundum árið 2008 að upphæðirnar hlypu á hundr- uðum milljóna. Þetta hafa kjötbirgjar almennt einnig staðfest. Þá ályktaði Búnaðaþing 2009 á þá leið að skilarétturinn stríddi gegn eðlilegu viðskiptasiðferði og mögulega stæðist hann ekki sam- keppnislög. SS fagnar frumkvæði Bónuss Í forsíðufrétt Bændablaðsins 12. maí síðastliðinn kom fram að kjötafurða- stöð Kaupfélags Skagfirðinga hygð- ist afnema skilarétt verslunarinnar á vörum frá sér. Í sömu frétt kom fram að Sláturfélag Suðurlands (SS) og Norðlenska hefðu engar slíkar áætl- anir á takteinum. Steinþór Skúlason forstjóri SS fagnar hins vegar frumkvæði Bónuss í málinu nú en minnir á að það sé ekki einfalt verk að afnema skilaréttinn. Það þurfi að gerast í sátt og þannig að lækningin verði ekki verri en sjúkdómurinn. Sigmundur Ófeigsson fram- kvæmdastjóri Norðlenska segir að breyting sem þessi muni ekki hafa mikil áhrif á fyrirtækið, vegna lítilla viðskipta við Bónus. Hann óttast að vöruúrval muni minnka ef skilarétt- urinn verður afnuminn. Hlýtur að vera hægt að lækka verð Guðmundur Marteinsson segir umræðuna um skilaréttinn hafi verið mjög einhliða. Afurðafyrirtækin hafi verið dugleg við að benda á kostnað- inn sem leggist á þau en minna sagt um þá kosti sem felist í kerfinu. „Þeir sem hafa verið með skila- rétt í Bónus hafa haft nánast frjálsan aðgang að verslununum. Þeir panta sjálfir og ákveða magnið með tilliti til þeirra eigin birgðastöðu og fylgja síðan vörunum sínum eftir í búð- unum. Ef þeir eiga mikið af bjúgum þá senda þeir mikið af bjúgum í búðirnar sem dæmi. Þeir gera þetta nánast eftir sínu höfði. Vegna þess hversu greiðan aðgang birgjarnir hafa fengið að búðunum, og vegna skilaréttarins, þá hefur fjöldi tegunda og vörunúmera undið rosalega upp á sig og er í dag allt allt of mikill. Slíkur fjöldi vörunúmera og tegunda þekkist nánast hvergi í Evrópu þar sem lágvöruverðsversl- anir eiga í hlut. Það sem mun hins vegar gerast ef skilarétturinn verður afnuminn, þá mun verslunin sjálf ákveða vöru- valið, panta sjálf og bera þá rýrnun sem verður. Það gefur augaleið að við það mun vörunúmerum og tegundum fækka til muna og að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir því að fá lækkun á verði frá birgjum þar sem kostnaður þeirra yrði þá lítill sem enginn. Þá fá menn ekki að setja inn eins og þeim sýnist og ég held líka að neytandinn sé ekki að biðja um allt þetta vöruval í lágvöruverðsverslun. Ef kostnaðurinn vegna vöruskila er svona mikill að mati birgjanna þá hljóta þeir líka að geta lækkað verð verulega ef þau verða afnumin.“ /fr Sjá nánar á bls. 2 Stórtíðindi framundan í samskiptum kjötbirgja og verslunarinnar: Bónus vill afnema skilarétt Afurðafyrirtækin benda á kostnaðinn en segja minna um kostina við skilaréttinn Óvissa um CAP og styrkjakerfi ESB: Orkneyingar hafa áhyggjur af framtíð landbúnaðar Á Orkneyjum er nú uppi veruleg óvissa varðandi framtíð landbún- aðar á eyjunum og áhyggjur af skertu fæðuöryggi í Skotlandi. Er það vegna róttækra breytinga sem framundan eru á stuðnings- kerfi ESB samkvæmt landbún- aðarstefnu þess, CAP. Kemur þetta fram í skýrslu sem Ólafur R. Dýrmundsson landnýting- arráðunautur skilaði stjórn Bændasamtaka Íslands eftir heimsókn til Orkneyja 15.-18. apríl í vor. Ólafur segir í skýrslu sinni að nú ríki veruleg óvissa á eyjunum. Stuðningskerfið er flókið, draga á úr greiðslum til landbúnaðar og ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu jaðarbyggða. Fram komu áhyggjur skertu fæðuöryggi í Skotlandi vegna samdráttar í stuðn- ingsgreiðslum frá ESB. Ómarkviss byggðastefna á Íslandi er mikið áhyggjuefn Miðað við að Íslendingar gangi í Evrópusambandið bendir Ólafur á afar veikan hlekk í samanburði við Orkneyinga sem búa við öfluga byggðastefnu. Þrátt fyrir það hafa Orkneyingar nú verulegar áhyggjur af þróun mála innan ESB. Sjávarútvegur nær horfinn Ólafur kemur einnig lítillega inn á þróun sjávarútvegs á eyjunum. „Þótt efnahagslegt vægi land- búnaðarframleiðslu hafi minnkað mikið á Orkneyjum frá lokum seinni heimsstyrjaldar er það nú um 15% mælt sem atvinna, og skiptir verulegu máli í efnahag eyjanna. Sjávarútvegur hefur aftur á móti nær horfið síðustu áratugina og er ljóst að ESB aðildin hefur ekki verið til bóta í þeirri atvinnugrein," segir Ólafur m.a. í skýrslunni. Sjá bls. 20 og 21 Bændablaðinu er nú dreift í auka- upplagi á Landsmóti hestamanna sem hefst á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní og stendur yfir til 3. júlí. Síðasta blað fyrir útgáfuhlé kemur út 7. júlí en Bændablaðið kemur svo út 18. ágúst. Á þessu ári hefur upplag blaðsins stækkað nokkuð en það telur að jafnaði 23 þúsund eintök. Blaðinu er dreift ókeypis til bænda en það er einnig fáanlegt án endurgjalds víða um land, m.a. í verslunum, á sund- stöðum og bensínstöðvum. Þeir sem vilja fá blaðið sent heim til sín eða á vinnustað geta gerst áskrifendur með því að hringja í síma 563-0300 eða senda tölvupóst á bbl@bondi. is. Áskriftargjald fyrir árið er aðeins kr. 6.200 en aldraðir fá blaðið á hálf- virði. Bændablaðið er líka á vefnum á slóðinni www.bbl.is. Bændablaðið á Landsmóti hestamanna - Sjá umfjöllun um mótið á bls 24 og 25 Mynd / Ragnar Th. „Hljóðið í bændum hér á svæðinu er almennt gott, við tökum þessu með ekta norðurþingeyskri yfir- vegun og bítum á jaxlinn,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson bóndi í Holti í Þistilfirði, en segir tíðar- farið þó óneitanlega hafa sett sitt strik í reikning bænda og bíði margir óþreyjufullir eftir betri tíð, „þó hún virðist því miður ekki vera í kortunum strax.“ Sigurður Þór segir að margir bændur hafi lagt á sig gríðarlega mikla vinnu undanfarnar vikur, einkum eigi það við um þá sem hafi fátt fólk í kringum sig til að létta á álaginu. „Ástandið hér er misjafnt en sem betur fer er almennt lítið um kal- skemmdir í túnum, það er aðallega á einni jörð þar sem um helmingur túna er skemmdur,“ segir Sigurður Þór. Flestir bændur hafi tryggt sér slægjur en þegar er byrjað að miðla upplýsingum um tún sem ekki hafa verið í notkun. „Staðan er þannig núna að það þarf að nýta allar slægjur í sumar, allt sem tiltækt er,“ segir Sigurður Þór. Hann telur að vegna tíðarfarsins verði heyskapur um þremur vikum seinna en í meðalári og jafnvel allt að mánuði seinna en venja er til. Þá sé úthagi líka seinn til, sem eðlilegt er og eins megi nefna að bændur hafi ekki getað hafist handa við jarðvinnu, flög sem vinna þurfi upp séu víða enn blaut og ekki hægt að byrja af krafti. „Útlitið er svo sem ekki neitt sérstakt, en við vitum að komi sól og hlýindi í nokkra daga breytist allt,“ segir Sigurður og bætir við að á svæðinu megi almennt segja að ástandið sé hvergi algott og hvergi alslæmt. /MÞÞ Meira um tíðarfarið á bls. 2 og 4 Sigurður Þór Guðmundsson bóndi í Holti í Þistilfirði: „Tökum þessu með ekta norðurþingeyskri yfirvegun“ á markað í sumar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.