Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.2006, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 02.03.2006, Blaðsíða 1
w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 9. tbl. 24. árg. 2006 Fimmtudagur 2. mars Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi ISSN 1670-4169 Stærsti hópurinn kemur frá Póllandi en einnig eru stórir hópar frá Danmörku, Litháen, gömlu Júgóslavíu Bandaríkj- unum og Filippseyjum en alls voru 538 skráðir með erlent ríkisfang, búsettir í Hafnarfirði í árslok 2004. Komið var á fót samráðshópi um málefni innflytjenda í Hafn- arfirði og kom hann með tillögur til úrbóta, m.a. íslenskunámskeið í samstarfi við hafnfirsk fyrir- tæki, útgáfu á upplýsingabækl- ings sem kominn er út á mörgum tungumálum, alþjóðlega söngva- keppni sem brátt verður haldin í annað sinn, móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda svo eitt- hvað sé nefnt. Auk þess er Hafnarfjarðarbær með samning við Alþjóðahús sem býður m.a. upp á viðtalstíma hér í bæ á föstudögum kl. 14-15. Starfsemin var kynnt fjöl- miðlamönnum í Pólsku búðinni, Stokrotka á Hvaleyrarbraut þar sem boðið var upp á myntu- og eplasafa sem smakkaðist stórvel. – flú fær› meira Aukin þjónusta við innflytjendur Yfir þúsund manns af erlendu bergi brotnir hér í bæ Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri kynnir aukna þjónustu við innflytjendur og eins og sést á myndinn fær ekki að sitja einn að myntu- og eplasafanum. www.as.is Sími 520 2600 Vinstri grænir bjóða fram Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur kynnt efstu 10 á framboðslista sínum til bæjar- stjórnarkosninga í vor og er Guðrún Ágústa Jónsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi efst á lista flokksins en hann má sjá á bls. 3. Farmsóknarflokkurinn aug- lýsir eftir frambjóðendum á lista Framsóknarflokks og óháðra og því líkur á að a.m.k. fjórir flokkar bjóði fram í kosn- ingunum í vor. Forskóli fyrir 5 ára börn Fram kemur í grein Hafrúnar Dóru Júlíusdóttur í blaðinu í dag að fræðsluráð hafi sam- þykkt að bjóða upp á forskóla- nám fyrir 5 ára börn. Kennt verður í leikskólanum Álfa- bergi við Álfaskeið. Segir Hafrún þetta vera í samræmi við skólastefnu Hafnarfjarðar frá í maí á síðast ári þar sem kemur fram að auka eigi fjölbreytni í skóla- starfi og fleiri valmöguleika. Innritun og flutningur á milli leikskóla stendur nú yfir og geta foreldrar sótt um þennan valkost en takmarkaður fjöldi kemst að fyrst um sinn. Kampakátar Haukastúlkur eftir glæstan sigur á ÍBV í Laugardalshöll á laugardaginn. Bikarmeistarar Laugardaginn síðasta urðu Haukastúlkur bikarmeistarar er þær sigruðu ÍBV í Laugardals- höll. Leikurinn var jafn í byrjun leiks en Haukar náðu að komast yfir 12-10 í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki síðri því Haukastúlkur leiddu nánast allan leikinn en ÍBV náði að jafna 20- 20 við það gáfu Haukastúlkur í og unnu leikinn 29-25. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var marka- hæst hjá Haukum með 14 mörk, þar af 5 úr vítaköstum. Til hamingju stúlkur! L jó s m .: B in n i L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.