Baldur - 08.01.1955, Blaðsíða 1

Baldur - 08.01.1955, Blaðsíða 1
SáLlli BLAÐ SÓSÍALISTA Á VESTFJÖRÐUM XXI. árg. Isafjörður, 8. janúar 1955 1. tölublað. Víð áramót. Bæjarstjórnin stórhækkar gjðldin á bæjarbúnm. Útsvörin hækka og fasteignagjöld og lóðaleigur fimmfaldast. Fjárhagsáætlun bæjarstjórnar fyrir 1955 hefur nú verið af- greidd. Samkvæmt henni verða fasteignagjöld og lóðaleigur fimmfaldaðar og nemur sú hækkun 292 þúsundum króna. Samt sem áður hækka útsvörin um 82 þús. kr. frá áætlun síðasta árs, þannig að hækkun gjalda á bæjarbúum er samtals 374 þúsund krónur. Um einstaka liði skal ekki rætt að sinni, en þess skal þó getið að um fjórðungur þessarar hækkunar stafar af byggingu áhaldahúss ‘fyrir bæinn og annað eins vegna aukinna framlaga til verklegra framkvæmda. Þá hafa launagreiðslur hækkað tals- vert, en aftur á móti er unnt að lækka greiðslur til framfærslu- mála. Áætluð útsvör á þessu ári eru 3 milljónir og 474 þúsund krónur og auk þess hækka fasteignagjöldin og lóðaleigurnar um 292 þús. kr. eins og fyrr getur. Samtals eru því álögur á bæjarbúa 3 milljónir og 766 þúsund krónur. Munu efalaust margir minnast í þessu sambandi hinna dig- urbarkalegu ummæla framsóknarmanna fyrir síðustu kosning- ar um hin miklu gjöld á Isfirðingum. Árið 1953 voru áætluð útsvör 2 milljónir og 860 þúsund krónur. Meirihluti Alþýðu- flokksmanna og Framsóknar hækkaði gjöldin um 532 þúsund krónur í fyrra, og nú um 374 þúsund krónur til viðbótar. Sam- tals hefur þvi fulltrúi Framsóknar stuðlað að aukningu gjald- anna um 906 þúsund krónur á tveim árum, eða um 31%. Það munar nú um minna. I. 1 stuttri blaðagrein er engin leið að rekja til hlítar atburði ársins 1954, skýra þá í ljósi sög- unnar og meta gildi þeirra fyrir framtíðina. Foringjar stjórnmála- flokkanna hafa líka gert þessum atriðum nokkur skil í áramóta- hugleiðingum, sem dagblöð flokk- anna hafa birt. Vill Baldur sér- staklega benda á áramótahug- leiðingu formanns Sósíalista- flokksins, Einars Olgeirssonar, í Þjóðviljanum s.l. gamlársdag, og hvetja lesendur sína til að kynna sér rækilega þá ágætu hugvekju. Á því er ekki efi, að stærsti og ánægjulegasti innlendur við- burður s.l. árs, er breyting sú, sem varð á stjórn A.S.Í. á þingi þess í haust. Þótt sigur einingar- aflanna hefði gjarnan mátt verða glæsilegri en hann varð, þá er það víst, að íslenzk alþýða er sameinaðri nú en nokkru _sinni. áður og betur búin til þeirra átaka, sem óhjákvæmilega eru framundan. Atburðir eins og þeir, sem gerðust 1947 eru algerlega óhugsandi innan íslenzkra verka- lýðssamtaka í dag. En einingin í Alþýðusamband- inu er ekki lokatakmark heldur áfangi að mikilsverðu takmarki, og grundvallarskilyrði þess að það náist. Þetta hefur stjórn Sósíalistaflokksins gert sér ljóst. í stjórnmálaályktun, sem hún samþykkti á fundi sínum í haust segir m.a.: „Eining verkalýðssamtakanna er grundvallarskilyrði þess, að takast megi að skapa samfylk- ingu allra vinnandi stétta á Islandi, eigi aðeins verkamanna heldur og bænda, smærri at- vinnurekenda, sem eru starf- andi í sjávarútvegi og öðruin greinum, menntamanna og ann- ara. Að þessu marki hefur Sósíalistaflokkurinn stefnt með baráttu sinni, sem staðið hefir á annan áratug. Sú eining, sem nú hefir skapast í verkalýðs- hrej’fingunni, hefir nú fært þetta mark nær en nokkru sinni áður“. Það hefur heldur aldrei verið meiri þörf en einmitt nú á slíkri samfylkingu, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn, með I arðsvíruðustu auðvaldssinna og lákúrulegustu Bandaríkjaleppa í æðstu stjórn, eygir möguleika á að ná hreinum meirihluta á Alþingi, og þar með flokkseinræði í stjórn landsins. Þarf enginn að efa hvemig hag- ur íslenzkrar alþýðu yrði eða hvernig færi um íslenzkt sjálf- stæði ef þessi óskadraumur aft- urhaldsins rætist. Það er hlutverk verkalýðssamtakanna að koma í veg fyrir að svo verði. II. Annað, sem ríkast hlýtur að vera í huga, þegar ársins 1954 er minnst, er hemámið og dvöl erlendra hermanna hér á landi. Dökka hliðin á því máli er fjölg- un herstöðva, sem nú eru komnar í alla landsfjórðunga samfara stöðugt auknum hernaðarfram- kvæmdum, sem auðsýnilega eru ekki gerðar til varna heldur til árásar. Það þarf heldur ekki glöggt yfirlit um alþjóðamál til þess að ljóst sé, að stefna banda- rískra stjórnmálamanna, sem nú eru mest ráðandi, er að efna til nýrrar styrjaldar og verða fyrstir til atlögu. Herstöðvar á íslandi er einn liðurinn í þeirri áætlun. Bjarta hliðin á þessu máli er hinsvegar sú, að þeim fer stöðugt fjölgandi, sem sjá fánýti þessara svo nefndu landvarna og þá hættu sem íslenzku sjálfstæði, atvinnu- vegum og menningu er búin af dvöl hins erlenda herliðs í land- inu, að ekki sé minnst á þá hættu sem yfir vofir ef til ófriðar dreg- ur. Jafnvel ríkisstjórn hernáms- flokkanna hefur nú neyðst til að endurskoða framkvæmd hervernd- arsamningsins, eins og hún kallar það. Reyndar hefir sú endurskoð- un leitt í ljós, að íslendingum er ekki leyfilegt að ferðast um sitt eigið land, og er það áreiðanlega einsdæmi í frjálsu landi á friðar- tímum, nema um varnir gegn út- breiðslu drepsóttar sé að ræða. Þá ber síðasta tilkynning ríkis- stjórnarinnar um þessa endur- skoðun það með sér, að árásar- hættan er ekki mjög yfirvofandi, þar sem eftirleiðis á ekki að taka fleiri íslendinga í hernaðar- vinnu en það, að íslenzkum at- vinnuvegum verði tryggt nægilegt vinnuafl. Varnir landsins, sem stjómarflokkarnir hafa til þessa talið mál málanna, eiga m.ö.o. að sitja á hakanum. III. Þetta tvennt, sem hér hefir verið vikið að, einingin í A.S.l. og hernámið með öllu sem því fylgir, er áreiðanlega mikilsverð- ustu mál s.l. árs., og verða óefað mest á dagskrá í nánustu framtíð. Eins og launakjörum íslenzkr- ar alþýðu, hvort heldur er á landi eða sjó, er nú komið, hlýtur að vera framundan víðtæk kaup- gjaldsbarátta, sem ekki aðeins snertir meðlimi alþýðusamtak- anna heldur alla launþega á ís- landi Svör ríkisstjórnarinnar við launakröfum opinberra starfs- manna sýna greinilega, að þá á að beita sömu tökum og verka- fólk meðan samtök þess voru lítils megandi. Eina von þessara manna til þess að fá hlut sinn réttan, er sterk verkalýðssamtök, sem eiga veruleg ítök í stjóm landsins. Sjálfra sín vegna verða því opinberir starfsmenn að ger- ast þátttakendur í þeirri sam- fylkingu, ;am nú er í uppsiglingu, en forustím hlýtur að verða í höndum alþýðusamtakanna. Hvað rernámið áhrærir, þá hlýtur krafan um brottför hers- ins og saöðvun allra hernaðar- framkvæmda hér á landi að verða mikiláverðasta málið í framtíð- inni og þar til fullur sigur er fenginn. Það skiptir engu máli í þessu sambandi, hvort undir- búningurinn til manndrápa er framkvæmdur af íslendingum ein- um, með helmingaskiptum Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flókksins, eða erlendum auðfé- lögum. Aðalatriðið er að honum verði hætt og íslendingar láni ekki land sitt til slíkra verka. í þessu máli, eins og kjarabar- áttunni bíður verkalýðsfélaganna forustuhlutverk, sem þau verða að leysa af hendi. En þá er lika nauðsynlegt, að þau láti meira til sín taka í þessu máli en sum þeirra hafa gert til þessa, t.d. félögin hér á ísafirði og víðar. V. í áramótahugleiðingu sinni bendir Einar Olgeirsson á, að nú sé ekkert jafn aðkallandi og að hnekkja völdum auðmanna- stéttarinnar „og setja í staðinn áhrifavald þeirra stétta, sem hagsmuna vegna og hugsjóna Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.