Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  185. tölublað  100. árgangur  KARLMENN LESA RÓMANTÍSKAR RAFBÆKUR SÉRDEILIS FALLEGT VERK GLEÐIGANGAN ER LANGTÍMA- VERKEFNI KAMMERTÓNLEIKAR Á KLAUSTRI 39 AÐALSMAÐUR VIKUNNAR 40RAUÐA SERÍAN 16 Veltan 2007 og 2008 » Veltan á innlendum kredit- kortum innanlands var 104,4 milljarðar á fyrstu sex mán- uðum ársins 2007, 114,3 millj- arðar 2008 og 134 ma. í ár. » Það eru á núvirði 156 og 167 milljarðar 2007 og 2008 en veltan hrundi haustið 2008. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Veltan á kreditkortum hefur aukist á síðustu misserum. Veltan á þessu ári stefnir í að verða meiri að raun- gildi en hún var næstmest áður. Árið 2007 er metár en 2008 kemur þar á eftir,“ segir Haukur Oddsson, for- stjóri Borgunar, um aukna veltu á innlendum kreditkortum. „Á þessu eru nokkrar skýringar. Meðal þeirra er aukinn kaupmáttur og aukin greiðslugeta einstaklinga samfara því að lán eru afskrifuð og skuldastaðan lagast. Það leitar út í veltuna. Annað atriði er að líklega er meira af veltunni í svarta hagkerfinu að koma fram í dagsljósið og það hef- ur líka áhrif,“ segir Haukur. Eyða meira í útlöndum Fram kemur í tölum Hagstofu Ís- lands að kreditkortanotkun Íslend- inga í útlöndum sé líka að aukast. Haukur telur það batamerki. „Fólk er aftur farið að hafa efni á því að fara til útlanda. Margir slógu utanlandsferðum á frest eftir efna- hagshrunið en leyfa sér þær nú.“ Tíu milljarðar í báðum flokkum Sé veltan á innlendum kreditkort- um á árinu 2009 framreiknuð m.t.t. vísitöluþróunar kemur í ljós að hún er um 10 milljörðum króna meiri á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Velt- an á innlendum kreditkortum í út- löndum hefur aukist um 9,5 milljarða króna á sama tímabili síðan 2009. MKortaveltan eykst »4 Kortaveltan nálgast metár  Útlit fyrir að velta á innlendum kreditkortum verði meiri í ár en árið 2008  Forstjóri Borgunar segir veltuna aðeins hafa verið meiri að raungildi 2007 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun mun reisa tvær vindmyllur í ná- grenni Búrfells- stöðvar í nóv- ember nk. ef tilskilin leyfi fást. Sótt hefur verið um ýmis leyfi og breyting á skipu- lagi hefur verið auglýst. Ferlið þarf að ganga hratt fyrir sig ef takast á að steypa undirstöður í haust. Landsvirkjun hefur sótt um virkj- analeyfi fyrir vindmyllur á Hafinu sem er við Bjarnalón, ofan Búrfells- stöðvar. Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu hefur auglýst breytingar á aðalskipulagi og deiluskipulagi svæðisins, til að gera byggingu virkjunarinnar mögulega. Þar er gert ráð fyrir heimild fyrir tveimur 55 metra háum vindtúrbínum sem samtals geti framleitt allt að 1,9 MW. Þetta hyggst Landsvirkjun gera í rannsóknarskyni en áður hef- ur komið fram að fyrirtækið stefnir að byggingu alvöruvindraforkuvers á þessum stað. Samið hefur verið um kaup á tveimur vindmyllum frá Þýskalandi. Engin skuldbinding Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að engin afstaða hafi verið tekin til stærri áforma en tekur fram að hon- um sjálfum hugnist ekki miklir vind- myllugarðar á landi og í þessum skipulagsbreytingum felist engin skuldbinding um að slík framkvæmd verði leyfð. Frestur til að gera at- hugasemdir við tillögurnar rennur út í lok næstu viku. Hafið telst til þjóðlendna og því hefur verið sótt um leyfi til forsætisráðherra um að reisa og reka umræddar vindmyllur. Þurfa að breyta skipulagi  Vindmyllur rísa við Búrfellsstöð Orka Reisa á vind- myllur í Búrfelli. „Ég get ekki verið annað en ánægð með þetta. Ég var í úrslitum á Ólympíuleikum og endaði í 11. sæti. Að sjálf- sögðu er þetta pínu svekkjandi vegna þess að ég ætlaði mér meira,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir við Morgunblaðið eftir spjótkastskeppnina á ólympíuleikvanginum í London í gærkvöld. » Íþróttir Ásdís varð ellefta á Ólympíuleikunum Morgunblaðið/Golli  Leiguverð á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað töluvert frá því í fyrra. Að sögn Guð- laugs Þorsteins- sonar hjá Leigu- listanum hefur verðið hækkað um 9-11% á 2ja-3ja herbergja íbúð- um. „Eftirspurnin hefur verið að aukast og ef framboðið stendur í stað þá gengur á lagerinn,“ segir Guðlaugur. Þúsundir námsmanna eru á bið- listum eftir íbúðum, en það skýrir að miklu leyti aukninguna. »4 Leiguverð hefur hækkað töluvert Ljósmynd/Einar Bragi Sólarströnd Börnin skemmtu sér vel á Seyðisfirði í gær. Hitamet féllu á fjölmörgum sjálf- virkum veðurathugunarstöðvum á landinu í gær þótt engin lands- hitamet féllu, að sögn Trausta Jóns- sonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Eskifjörður, Neskaup- staður og Fontur á Langanesi eru dæmi um staði þar sem met voru slegin. Gærdagurinn var sá 14. í röð þar sem hiti var einhvers staðar yf- ir 20 stigum á Celsíus á landinu en metið er 15 dagar í röð. Segir Trausti að metið geti fallið á laug- ardaginn. Fram kemur á vef Veð- urstofunnar að hitinn hafi mest far- ið í 28 stig á Eskifirði í gær en í 27,9 stig í Neskaupstað. Spánverjarnir kældu sig niður Rætt er við Gils Harðarson, kokk á Hótel Eddu í Neskaupstað, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir hitann hafa verið slík- an að það hafi verið líkt og að vera staddur í gufubaði að dvelja innan veggja hótelsins í hitabylgjunni. „Við vorum með Spánverja hérna í morgun og þeir voru með blæ- væng í morgunverðarsalnum,“ seg- ir Gils um þá sjaldgæfu sýn. »15 Hitametin féllu víða í einmuna blíðunni  Mesti hiti í gær 28 stig á Eskifirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.