Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  193. tölublað  100. árgangur  Græddu á gulli á Grand Hótel mán. og þri. frá kl. 11:00 til 19:00 Upplýsingar og tímapantanir, Sverrir s. 661 7000 sverrir@kaupumgull.is ANÍTA EIN HELSTA VONARSTJARNAN Í FRJÁLSUM MARGIR Á FERÐINNI Í BÆNUM SVEPPIR Í NÁGRENNI BORGAR HÁTÍÐ 9, 26-27 SVEPPATÍNSLA 10YFIRBURÐIR ÍÞRÓTTIR Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Talið er að eftirspurn eftir flugferð- um Icelandair til Íslands muni drag- ast saman um 5-7% á næsta ári, frá því sem áður var áætlað, ef fyrirhug- uð hækkun stjórnvalda á virðisauka- skatti á hótelgistingu úr 7% í 25,5% verður að veruleika. Komufarþegum gæti í heild sinni fækkað um 40 þúsund frá fyrri áætl- unum. Við það gætu afleidd áhrif orðið 15 milljörðum kr. minni gjald- eyristekjur. Til viðbótar er talið að starfsfólki Icelandair Group muni fækka á næsta ári í stað fjölgunar sem áður hafði verið gert ráð fyrir, ef skattahækkunin nær fram að ganga. Þetta er meðal niðurstaðna stjórn- enda Icelandair Group á áhrifum virðisaukaskattshækkunar á rekstur samstæðunnar. Telja þeir að hækk- unin muni hafa neikvæðar afleiðing- ar fyrir félagið og ferðaþjónustuna í heild hér á landi. „Aukin skattheimta á fyrirtæki í ferðaþjónustu mun ennfremur hafa bein og neikvæð áhrif á samkeppn- ishæfni Íslands sem ferðamanna- lands og draga úr veltu og arðsemi starfseminnar. Til skamms tíma munu fyrirtækin sjálf bera skatta- hækkunina að mestu leyti, þar sem ekki er hægt að fleyta henni beint út í verðlag,“ segir Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group. Fækkun um 40 þúsund  Stjórnendur Icelandair telja fyrirhugaða hækkun á vsk. af hótelgistingu hafa neikvæðar afleiðingar  Komufarþegum til landsins og starfsfólki muni fækka MNeikvæðar afleiðingar »4 Áætlanir í endurskoðun » Icelandair Group þarf að endurskoða rekstraráætlanir sínar fyrir árið 2013. » Farþegum Icelandair ein- göngu gæti fækkað um 15-20 þúsund. Á þessu ári áætlar fé- lagið að flytja um 380 þúsund erlenda farþega til Íslands. Þau tímamót urðu í gær að hitinn á landinu fór hvergi upp fyrir 20 gráður á Celsíus, en hæst náði hitinn á Brúsastöðum, þar sem hann fór upp í 19,9 gráð- ur. Lauk þar með 23 daga runu þar sem hiti fór einhvers staðar á landinu yfir 20 stig. Veðurspáin næstu daga bendir til þess að nú fari að kólna í veðri með austanátt og rigningu sunnan- og austanlands. Þær systur Ilanita og Milagr- os létu það ekki á sig fá og kíktu í berjamó við Rauðavatn í gær. sgs@mbl.is Þriggja vikna runu lokið með yfir 20 stiga hita Morgunblaðið/Eggert  Meirihlutaviðræður Framsókn- arflokksins, G-lista og Samfylk- ingar í Grindavík hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Samkvæmt upplýs- ingum frá Bryndísi Gunnlaugs- dóttur, oddvita Framsóknarflokks- ins í Grindavík, hafa viðræður flokkanna gengið vel. Bjóst hún í gærkvöldi við því að nýr meirihluti yrði kynntur í dag, en nýlega slitn- aði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Bryndís segir nýjan meiri- hluta í Grindavík ekki einungis snú- ast um málefni heldur einnig um breytt vinnubrögð. Nýr meirihluti kynntur í dag Einstaklingar á vanskilaskrá hafa aldrei verið fleiri samkvæmt upplýs- ingum frá Creditinfo en í byrjun ágúst voru alls 26.666 manns í alvar- legum vanskilum. Á sama tíma hefur greiðsluvilji skuldara minnkað. Skipt eftir landshlutum eru van- skilin hlutfallslega mest á Suður- nesjum, eða hjá 16% íbúa eldri en 18 ára. Á höfuðborgarsvæðinu er hlut- fallið tæp 10% og svipað á Suður- landi. Samúel Ásgeir White, forstöðu- maður fyrirtækjasviðs Creditinfo, segir greiðsluvilja almennings hafa minnkað og kemur það heim og sam- an við það sem fram kom hjá Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármála- eftirlitsins, í síðasta Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Hann segir vanskil einstaklinga hafa aukist jafnt og þétt. Þau séu í raun og veru í sögulegu hámarki sé litið aftur til ársins 2006. Samúel segir þetta athyglisvert í ljósi þess að atvinnuleysi hafi minnkað hlut- fallslega, hagvöxtur aukist og launa- vísitalan hækkað. „Ég held að marg- ir séu að bíða og vona að skuldir verði felldar niður eða lækkaðar,“ segir Samúel. bjb@mbl.is »14 Vanskil í hámarki Morgunblaðið/Heiddi Skuldir Um 9% Íslendinga 18 ára og eldri eru á vanskilaskrá.  Hlutfallslega mest vanskil á Suðurnesjum „Þetta óvænta atriði var landkynning fyrir milljón dollara,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu 977, um óvæntan tónlistarflutn- ing bandarísku söngkonunnar Patti Smith með stórleikaranum Russell Crowe á Menningarnótt um helgina. Myndbönd áhorfenda af þessu óvænta atriði hafa farið eins og eldur í sinu um netið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Smith flytja titillag kvikmyndarinnar Noah sem nú er verið að taka upp hérlendis. Söngkonan flutti sitt þekktasta lag, „Because the night“, með Crowe, sem leikur Nóa sjálfan í myndinni. Hann hélt þrenna tónleika í Reykjavík á laugardagskvöldið ásamt félaga sín- um, Alan Thomas Doyle. Fyrst í Hörpu, þá á tónleikum X-ins 977 á Bar 11 og loks á Kex hosteli. Tróð Patti Smith upp með þeim félögum á Bar 11 og Kex og var gerður góður rómur að flutningnum. »27 Patti Smith með titillag Noah  Söngurinn með Crowe „milljón dollara landkynning“ Morgunblaðið/María Ólafsdóttir Óvænt Patti syngur á Bar 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.