Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍSHOKKÍ
Einar Sigtryggsson
sport@mbl.is
Langþráð úrslitaeinvígi í íshokkíi er loks hafið
hjá körlunum. Í því eigast við SA Víkingar og
Björninn. Spilað verður þar til annað liðið hefur
unnið þrjá leiki og er spilað þétt, mjög þétt.
Leikið er annan hvern dag og þeytast liðin norð-
ur og suður á víxl. Liðin hafa boðið upp á hvern
háspennuleikinn á fætur öðrum í vetur og var
þessi fyrsti leikur engin undantekning frá því.
Fyrsti leikhlutinn var þó fremur bragðdaufur
og fátt sem gladdi augað, kannski einhver tauga-
titringur í leikmönnum. Bjarnarmenn voru öllu
aðgangsharðari en þegar þeir misstu mann í
refsiboxið tóku heimamenn við sér. Seint í leik-
hlutanum kom eina markið en það skoraði ald-
ursforseti Akureyringa, Sigurður Sveinn Sig-
urðsson, eftir góðan undirbúning Danans Lars
Foders. Eftir markið lifnaði aðeins yfir leiknum
en í öðrum leikhluta hélt baráttan áfram. Leik-
urinn fór samt aldrei almennilega á flug og ein-
kenndist af alls kyns mistökum og hálfdapurri
spilamennsku. Daniel Kolar jafnaði um miðan
leikhlutann. Undir lok leikhlutans komu tvö
mörk á örskotsstundu frá Birninum. Hið fyrra
skoraði gamla brýnið Sergei Zak en Gunnar
Guðmundsson hið síðara. Staðan var því 1:3 þeg-
ar liðin blésu til lokabardagans.
Þar voru heimamenn ekki lengi að jafna með
tveimur mörkum fyrirliðans, Andra Más Mika-
elssonar. Var leikurinn æsispennandi allt til loka
en það var Daniel Kolar sem tryggði Birninum
sigur. Má án vafa krýna Daniel mann leiksins.
Við ætlum okkur alla leið
Björninn er nú búinn að brjóta af sér hlekkina
sem Víkingar höfðu haft þá í. Eftir fjóra tapleiki
í röð gegn Akureyringum kom loks sigur og það
á hárréttum tíma. Næst verður spilað í Reykja-
vík á fimmtudag og svo aftur á Akureyri á laug-
ardag.
Bjarnarmaðurinn Gunnar Guðmundsson var í
viðtali eftir leik og sagði m.a. þetta: ?Við ætlum
okkur alla leið og þessi sigur var þar mikilvægt
skref. Við lögðum áherslu á að stöðva Lars Fo-
der en hann er allt í öllu í sóknarspili SA Vík-
inga. Það gekk bara vel en við hefðum þurft að
halda okkur betur frá refsiboxinu. Við vitum að
þeir eru gríðarlega sterkir manni fleiri svo við
þurfum að halda betri einbeitingu og fækka refs-
ingunum. Það er lykilatriði gegn þeim því þeir
eru góðir í að refsa. Nú er bara að koma sér
suður og á morgun er vídeófundur og æfing.
Þetta er keyrt rosalega stíft og maður þarf að
hugsa vel um skrokkinn,? sagði Gunnar ánægður
með dagsverkið.
Mörk/stoðsendingar:
SA Víkingar: Andri Már Mikaelsson 2/0, Sig-
urður Sveinn Sigurðsson 1/0, Lars Foder 0/1,
Sigurður Reynisson 0/1.
Björninn: Daniel Kolar 2/1, Sergei Zak 1/1,
Gunnar Guðmundsson 1/0, Birkir Árnason 0/1,
Róbert Freyr Pálsson 0/1, Úlfar Jón Andrésson
0/1, Hjörtur Geir Björnsson 0/1, Matthías
Skjöldur Sigurðsson 0/1.
Varin skot:
Ómar Smári Skúlason SA Víkingar: 21
Snorri Sigurbergsson Björninn: 25
Refsingar:
SA Víkingar: 10 mín., Björninn: 16 mín.
Björninn byrjar af krafti
 Eftir fjögur töp í röð fyrir SA Víkingi náði Björninn að landa sigri í fyrsta 
úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi  Annar leikur á morgun
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Barningur Það var oft hart barist í viðueign SA Víkinga og Bjarnarins á Akureyri í gærkvöld.
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2013
ÍÞRÓTTIR
Bestur Michael Craion leikmaður Keflavíkur var í gær valinn bestur í umferðum 12-22 í Dominos-deildinni
í körfuknattleik. Craion er frá Kansas í Bandaríkjunum og er á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. 3
Íþróttir
mbl.is
Jakob Örn Sig-
urðarson og
Hlynur Bærings-
son áttu báðir af-
ar góðan leik fyr-
ir Sundsvall
þegar liðið hafði
betur á móti
Stockholm á úti-
velli, 98:90, í öðr-
um leik liðanna í
8-liða úrslitunum
í sænsku úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í gærkvöld. Jakob var
stigahæstur leikmanna Sundsvall
með 26 stig og hann tók að auki
fimm fráköst og átti tvær stoðsend-
ingar. Hlynur skoraði 17 stig, tók
13 fráköst og átti átta stoðsend-
ingar. Sundsvall hefur unnið báða
leiki liðanna og er einum sigri frá
sæti í undanúrslitum.
Pavel Ermolinskij og félagar
hans í Norrköping steinlágu fyrir
Borås, 104:80, og er staðan 1:1 í ein-
vígi liðanna. Pavel skoraði 10 stig,
tók níu fráköst og átti tvær stoð-
sendingar. gummih@mbl.is
Jakob og
Hlynur góðir
Jakob Örn 
Sigurðarson
Það gengur ekk-
ert hjá lærisvein-
um Kristjáns
Andréssonar í
sænska hand-
knattleiksliðinu
Guif. Liðið tapaði
fjórða deildar-
leiknum í röð í
gær þegar loka-
umferðin var
leikin en fram-
undan er úrslitakeppni átta efstu
liðanna. Guif var á toppi deild-
arinnar ekki alls fyrir löngu en end-
aði í sjötta sæti. Liðið mætir Säve-
hof í átta liða úrslitunum en Guif,
án Heimis Óla Heimissonar og
Hauks Andréssonar, tapaði í gær
fyrir Drott, 29:28. gummih@mbl.is
Fjögur töp í
röð hjá Guif
Kristján 
Andrésson
Stjórn Körfu-
knattleiksfélags
Ísafjarðar og
Pétur Már Sig-
urðsson, yfir-
þjálfari félags-
ins, hafa komist
að samkomulagi
um að endurnýja
ekki samstarfs-
samning sín á
milli en samning-
urinn rennur út í lok apríl. Þetta
kemur fram á vef félagsins. Pétur
tók við starfi yfirþjálfara fyrir
tveimur árum. KFÍ lagði KR í loka-
umferð Dominos-deildarinnar á
sunnudaginn og tókst þar með að
bjarga sér frá falli en liðið endaði í
10. sæti. gummih@mbl.is
Pétur hættir
með KFÍ
Pétur Már 
Sigurðsson
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna verður í
öðrum styrkleiksflokki þegar dregið verður í riðla
fyrir undankeppni Evrópumótsins sem haldið verð-
ur í Króatíu og Ungverjalandi í desember 2014. Ís-
land hefur hækkað sig um einn flokk á þeim tveim-
ur árum sem liðnir eru síðan dregið var síðast í
undankeppni Evrópumótsins. Sú staðreynd að ís-
lenska landsliðið hefur hækkað sig um einn flokk
eykur líkurnar á að landsliðið komist áfram í loka-
keppnina því fyrir vikið ættu andstæðingarnir í
undankeppninni að vera veikari. 
Röðun í styrkleikaflokka er byggð á árangri á
þremur síðustu stórmótum en Ísland hefur tekið
þátt í þeim öllum og hafnaði m.a. í 12. sæti á HM í
Brasilíu 2011. Með Íslandi í öðrum styrkleikaflokki
verða: Rúmenía, Serbía, Þýskaland, Holland,
Úkraína og Tékkland. Íslenska landsliðið getur þar
af leiðandi ekki dregist gegn þessum þjóðum.
Dregið verður í riðla í vor en undankeppnin hefst
í lok október og lýkur í júní á næsta ári. 
Í fyrsta styrkleikaflokki verða: Noregur, Dan-
mörk, Frakkland, Svartfjallaland, Svíþjóð, Rúss-
land og Spánn.
Í þriðja flokki verða: Makedónía, Slóvenía, Tyrk-
land, Austurríki, Hvíta-Rússland, Pólland og Sló-
vakía.
Í fjórða flokki verða: Sviss, Ítalía, Portúgal,
Portúgal, Litháen og Finnland. 
Færri þjóðir með
Aðeins 26 þjóðir hafa skráð sig til leiks í und-
ankeppni EM 2014. Af þeim sökum eru aðeins
fimm þjóðir í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. 
Dregið verður í sjö riðla. Fimm þeirra verða með
fjórum þjóðum hver, en í tvo riðla verða dregnar
þrjár þjóðir. Tvær þjóðir hvers riðils að und-
ankeppninni lokinni, vorið 2014, tryggja sér keppn-
isrétt í lokakeppni Evrópumótsins auk gestgjaf-
anna Króata og Ungverja. iben@mbl.is
Ísland upp um styrkleikaflokk
 Kvennalandsliðið í betri stöðu fyrir EM 2014  Dregið í riðla fyrir keppnina í vor

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4