Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.1994, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 03.11.1994, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stað. HÚSEY xr BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavegi 15 - sfmi 1115 1 þar sem fagmennirnir versla. 21. árgangur Vestmannaeyjum, 3. nóv. 1994 44. tölublað - Sími: 95-13310 - Myndriti: 95-11293 Jóhann mcð íslundsmeistarabikarinn. Jóhann Hjartarson Skákmeistari íslands 1994 Síðasta laugardag lauk úrslita- keppninni á Skákþingi Islands 1994 í landsliðsflokki sem haldið var hér í Eyjum. Eins og áður hefur komið fram í Fréttum þurftu stórmeistaramir Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Olafsson að tefla til úrslita um hver þeirri hlyti titilinn Skákmeistari Islands 1994. Aukakeppnin sem fram fór í fundar- sal Sparisjóðs Vestmannaeyja hófst 24. október sl. og var tefld tvöföld umferð eða alls sex skákir. Eftir skemmtilega keppni, sem Hannes Hlífar leiddi framan af fór svo að lokum að Jóhann Hjartarson sigraði. Hlaut Jóhann 3 vinninga af 4 mögu- legum, af hafði 1 Vi vinning gegn /2 vinningi gegn Hannesi og Helga. Jafnir í 2.-3. sæti urðu Helgi og Hannes Hlífar með 1 /2 vinning hvor. Síðasta skákin í keppninni milli Jóhanns og Helga var æsispennandi. Helgi þurfti að vinna skákina til þess að sigra í keppninni. Lagði hann allt undir, en Jóhann varðist vel og fór svo að lokum að Helgi játaði sig sigraðan. Jóhann Hjartarson er vel að sigrinum kominn og tefldi hann af mestu öryggi þeirra félaga í úr- slitakeppninni. Að áliti skákáhugamanna tókst Skákþingið og úrslitakeppnin mjög vel og á eftir að efla skáklíf í Vest- mannaeyjum. Nóvember hraðskák- mót Taflfélagsins verður haldið annað kvöld í Alþýðuhúsinu og hefst keppni kl. 20.00. Lokunin í kringum Eyjar farín að skila árangri: Fiskgengd hefur margfaldast Lokun veiðisvæða setn tók giidi 1. febrúar 1992 er þegar farin að skila sér í aukinni fiskgengd. Á það sérstaklega við utn ýsu en þorskatli hefur líka farið vaxandi. Afli i tilraunatogum er allt að því tífalt meiri í ár en hann var 1991 og í sumum tilfellum í sumar var um hörkuþorskafla að ræða segir Hafsteinn Guðfinnsson, forstöðu- ntaður útibús Hafrannsóknar- stofnuna í Vestmannaeyjum, en hann hefur stjórnað rannsóknura ásvæðinu. Hafsteinn er nýkominn úr rannsóknarleiðangri á Áisey VE og á hann eftir að vinna úr gögnum sem hann safnaði í túmum. Aftur á móti sýna niðurstöður frá því í júli í sumar og fyrrasumar að ástand fiskimiða í kringum Vestmannacyjar hefur batnað tit mikilla muna frá því þeim var lokað í febrúar 1992. „Afli á tog- tíma hefur verið vaxandi á svæðinu. Sérstaklega ýsan en þorskafli fer líka vaxandi og í sumar vorum við að fá hörkuþorskafla í sumum togunum. Ef maóur ber saman árin 1991 til 1994 þá var tiltölulega lítill ýsuafli 1992 og var uppistaðan tveggja og þriggja ára fiskur. Þessi fískur hefur vaxió siðan og haldíð sig á svæóínu að meira eöa minna leyti,“ sagði Hafsteinn. AfH á Iínu og handfæri haustin 1992 og 1993 hefur farið vaxandi og er það i samræmi við þessar niður- stöóur segir Hafsteinn. Það sem kannski er athyglis- veróast við rannsóknir Hafsteins er hvað aflinn hefur vaxið á þessum fjórum árum. „Afli á togtíma í júlí hefur tífaldast frá 1992 þegar hann var 100 til 150 kg. en bæói í fytra og í ár var hann 900 tíl 1000 kg. Á bak vió þessar tölur liggja sjö til átta tog í hverjum rannsóknarleiöangri sem er mikið á ekki stærra svæði.“ Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir annað kvöld leikritið Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Sigurgcirs Scheving. Myndin var tekin á æfingu Leikfélagsins sl. þriðjudagskvöld. - Sjá nánar á bls. 16. Sjálfstæðisflokkurinn: Stefnir í dauft prófkjör Sjálfstæðismenn í Suðurlandskjör- dæmi efna til prófkjörs á laugardaginn. Lítil stcmmning hefur verið fyrir prófkjörinu og er það fyrst núna að einhver hreyfing virðist vera komin á frambjóð- endur. Frá Vestmannaeyjum 1 gefa þrír kost á sér, Ámi Johnsen alþingis- maður, Amar Sigurmundsson og Grímur Gíslason. Árni gefur einn kost á sér í 2. sætið og cr hann talinn nokkuó öruggur að halda því. Amar hefur gefið út að hann vilji í 4. sætið en þar er við ramman reip að draga því fleiri stcfna á það sæti. Flestir eru þeir ofan af landi en þó hefur Grímur sagt að hann biðji um stuðning í 4. til 6. sæti. „Eg tel að reynsla mín í atvinnu- málum og félagsstörfum á undan- fömum ámm, hér innanbæjar og á landsvísu, muni koma að góðum notum fyrir framboðslistann og þá um leið kjördæmió. Eg hef orðið var við góðan stuðning minn að stefna á 4. sætið og ef ég næ kosningu í það sæti mun það án efa auka áhrif Eyja- manna innan Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu,“ sagði Amar um fram- boð sitt. „Ég hcf metnað til að takast á við ný verkefni og ég stefni á 4. til 6. sæti. Ég tel að til að geta haft áhrif verði að stefna á það svæði. Þær undirtektir sem ég hcf fundið eru ágætar og ég vona að Eyjamenn styðji vió bakið á mér í slagnum á laugardaginn," sagði Grímur í sam- tali við FRÉTTIR. Prófkjörið hefur farið ótrúlega lágt og áhugi virðist vcra lítill mcðal hins almenna kjósenda og verði ekki breyting á því á lokasprettinum stcfnir í dauft prófkjör hjá sjálf- stæðismönnum í þetta sinn. Endurvarpið að smella saman: Búið að safna yfir 80% af hlutafé Undirbúningur að stofnun hluta- félags um endurvarp í Eyjum er á lokastigi. Að sögn Eiríks Boga- sonar veitnstjóra og formanns undirbúningsnefndarinnar, er búiðaðsafnayfir 80% af væntan- iegu hiutafé. Boðað verður til stofnfundar hlutafélagsins síðar í mánuðinum. „Það er óhætt að segja að við- brögðin hafi verið mjög góó. Þeir sem hafa áhuga að gerast hluthafar geta haft samband við mig en það verður að gerast mjög fljótlega. Það sem vantar upp á hlutaféð munu Bæjarveitur brúa en stefnt að því að bærinn muni í framtíöinni draga sig út úr þessum rekstri. Reiknaó er með að útsendingar á a.m.k. sex erlendum sjónvarpsrásum fari af stað þremur mánuðtim eftir stofnun hlutafélagsins og síðan mun endur- varpið þróast smám saman og textavarp og innanbæjarrás koma til sögunnar. Þaó verður ekki aftur snúið. Endurvarpió er allt aó smella saman og að komast á framkvæmdastig,“ sagói Eiríkur. Þuríður dró sig til baka Það vakti nokkra athygli að Þuríður Bernódusdóttir, sem í dag skipar 3. sætið á lista Framsóknar gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi setu á listanum í komandi alþingiskosningum. Ástæðuna segir hún einfaldlega þá, að hún hafi ekki haft nægilcgan tíma til að sinna pólitíkinni. Þuríður, sem rekur ásamt fleirum saltfiskverkunina Gust, sem m.a. framleiðir sjólax, hafði ákveðið að gefa kost á sér og hafði til þess stuðn- ing frá Framsóknarfélaginu hér. „Ég var alveg ákveðin í aó halda áfram en svo stóð ég frammi fyrir því að ég hafði einfaldlega ekki tíma. Reksturinn á Gusti krefst mikils og ég sá fram á að vera á þeytingi upp um allar sveitir í vetur og til þess hef ég engan tíma. Það gengur ekki að vera í einkarekstri og pólitík en það er kannski í lagi fyrir opinbera starfs- menn,“ sagói Þuríður í samtali vió FRÉTTIR." Þuríður sagðist í sjálfu sér hafa verið fegin að hafa tekið þessa ákvöróun þó hún hafi fundið fyrir góðum stuðningi en hún útilokar ekki að hún eigi eftir að koma aftur. „Ég er bara 39 ára og ef Gustur stendur vel eftir fjögur ár cr aldrei að vita hvað maður gerir en núna læt fyrirtækið og fjölskylduna sitja fyrir." FJÖLSKYLDU-] TRYGGING TRYGGINGA FASTEIGNA- * MIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 11535 VIÐGERÐIR 0G SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 13235 FAX13331 BRUAR BILIÐ SÍMI 12800- Fax 12991 Vetraráætlun Herjólfs Frd Vestmannoeyjum: KL 08:15 Frá Þorlákshöfn: KL 12:30 Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum kL 14:00 Frá Þorlákshöfn kL 18:00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.