Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 1
24. árgangur • Vestmannaeyjum 11. september 1997 • 36. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Myndriti:481 1293 Fjárfestingabankinn og Nýsköpunarsjóður: Tveir fyjamenn kesnir í stjórn Vestmannaeyingar eiga sinn hvorn fulltrúann í stjórnum Fjárfestinga- banka atvinnulífsins hf. og Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins sem stofnaðir voru í gær. A stofnfundi Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf., sem m.a. yfirtekur hlutverk og rekstur Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs um næstu áramót, var SigurðurEinarsson, forstjóri ísfélagsins, kosinn sem annar af fulltrúum sjávarútvegsins í fimm manna stjóm bankans. I gær var einnig haldinn stofnfundur Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og þar var Amar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva, kosinn í stjóm. I henni eiga sæti fimm manns, tveir úr sjávarútvegi, tveir úr iðnaði og einn fulltrúi frá ASÍ. Busavígsla Árleg busavígsla fór fram í Framhaldsskólanum síðasta föstudag og að venjufengu nýnemarnirþað óþvegið. Hér má sjá nokkra þeirra og virtust þeir hafa hinu bestu skemmtun afað láta kvelja sig enda komnir í hóp útvalinna.. Sjá nánar á bls. 8. Tveir til sex mánuðir í Lóðsmn -Skipalyftan telur sig borga tugi milljóna með smíðinni og að ekki hafi staðist fyrirheit um hönnunar- og þróunarstyrk Skipalyftan hefur orðið við ósk lóðsinn að vera tilbúinn fyrir einu og smíðanefndar vegna beiðni Ragn- hálfi ári en samkvæmt svari ars Oskarssonar (V) í bæjarráði um Skipalyftunnar eru minnst tveir að gera grein fvrir stöðu niála hvað mánuðir í verklok en þau gætu varðar lóðsinn sem þar er í snúðum. hugsanlega dregist í allt að hálft ár í Samkvæmt upphafiegri áætlun átti viðbót. Ljóst er að snúðin hefur farið SMÍÐILÓÐSINS ER LANOTKOMIN íyfírlitium verkstöðuna máráða að stutt er í land með að Ijúka smíði lóðsins. Flestir verkþættir standa í 95% eða er að fullu lokið. Nokkrar innansleikjur eru eftir en í heildina er 87,08% smíðinnar lokið. fram úr upphaflegu tilboði Skipa- lyftunnar og ræðst það af f jármagni hvort smíðin fær forgang eða ekki. Smíðanefnd, sem í eru fulltrúar bæjarins, hefur einnig skilað skýrslu þar sem kemur fram að hafnar- sjóður hefur staðið við allar greiðslur til Skipalyftunnar. Þann 20. ágúst sl. var búið að greiða 120 milljónir króna en heildarverð er áætlað 131 milljón. Telur Skipa- lyftan sig borga tugi milljóna með smíðinni og að ekki hafi fyrirheit um hönnunar- og þróunarstyrk staðist I bréfi Skipalyftunnar til formanns hafnarstjómar, sem Ólafur Friðriksson framkvæmdastjóri skrifar undir, kemur fram að samkvæmt þeirra yfirliti er samningsverð skipsins nú rúmar 125 milljónir króna. Við þessa upphæð bætast 5,6 milljónir þannig að endanlegt verð losar 131 milljón. Um verkstöðuna segir að trésmiðir telja sig eiga eftir að vinna 700 klukkustundir og því geti þeir lokið á sex vikum. Rafvirkjar telja sig eiga eftir 800 klukkustundir sem þeir gætu lokið á tveimur vikum eftir að trésmiðir hafa lokið sinni vinnu. „Skipalyftan á óunnið um 1800 tíma og er stærsti einstaki verkþátturinn afrétting á vélbúnaði og steypa undir hann,“ segir í bréfinu og tekið fram að fái verkið forgang verði hægt að ljúka því á átta vikum. I bréfinu segir að smíðaverð sé nú orðið rúmar 179 milljónir og er þá greinilega miðað við útselda vinnu. ,,Því hefur Skipalyftan lagt mun meira með smíðinni en áætlað var við undirskrift samnings en þá var fyrirtækið tilbúið að taka á sig allt að 10 milljónir króna sem þróunar- kostnað og uppfyllingu á hugsanlega dauðum tímum. Þannig hefur fyrirtækið þurft að taka á sig verulegar skuldbindingar í formi yflrdráttar og skulda við viðskiptamenn. Vegna þessarar stöðu hefur fyrir- tækið þurft að leggja höfuðáherslu á að afla arðbærra verkefna við hlið þessa verks til að geta staðið undir eigin rekstri og þeirri vinnu sem unnin hefur verið við skipið. Einnig lá fyrir munnlegt sam- komulag um að fyrirtækið þyrfti ekki að setja af sér verk vegna smíðinnar. Skipalyftan hefur ekki fengið greitt fyrir eigin vinnu síðan 12. febrúar sl. heldur eingöngu fyrir aðkeyptan búnað og greiðslur til undirverktaka,“ segir í bréfinu. Skipalyftan telur sig eiga ógreiddar 10,9 milljónir frá hafnarsjóði vegna verksins og enn eigi eftir að kaupa tæki og búnað fyrir 9,4 milljónir og greiðslur til undirverktaka og Skipa- lyftunnar fyrir vinnu og efni að upp- hæð 4,8 milljónir eru ógreiddar. AIIs 14,2 milljónir og telur Skipalyftan nauðsynlegt að fá um 3,3 milljónir til að geta sett verkið í forgang. „Okkur eru það mikil vonbrigði að ekki hefur tekist að útvega það fjár- niagn, sem hér um ræðir, í formi hönnunar- og þróunarstyrks sem for- dæmi eru fyrir og um var rætt á fundi með þingmönnum Suðurlands og fulltrúum bæjarstjórnar. Ef ekkert af þessu tjármagni fæst til verksins treystum við okkur ekki til að vinna verkið á skemmri tíma en fimm til sex mánuðum, með fyrirvara um verkefnastöðu að öðru leyti.“ Af yfirliti um verkstöðuna má ráða að stutt er í land með að ljúka smíði lóðsins. Flestir verkþættir standa í 95% eða er að fullu lokið. Nokkrar innansleikjur eru eftir eins og gera má ráð fyrir en í heildina er 87,08% smíðinnar lokið. Samkvæmt skýrslu smíðanefndar var 20. ágúst búið að greiða Skipalyftunni tæpar 120 milljónir upp í verkið, sem nefndin segir 94,64% af heildinni. LDUNA gingamálain á g þægilegan há Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813, m> Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun. Kl. 08:15 Kl. 12:00 Aukaferðir föstudaga Kl: 15:30 Kl: 19:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 14erjólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991 kabúðin Heiðarvegi 9 • Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.