Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 1
 \ IHERJOLFUR ll VETRARÁÆTLUN 29. árg. 50. tbl. • Vestmannaeyjum 12. desember 2002 • Verð kr. 170 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 Frí Frí Vestm.eyjum Þorl.höín Mánu- til laugardaaa.08.15 12.00 Aukaferð föstudaga.16.00 19.30 Sunnudaga............14.00 18.00 Engar ferðir eru: jóladag og nýársdag Ath. séráætlun gildir fyrir Jól og áramót HERJÓLFUR Lsndfkitnnqar Upplýsingaslmi: 481-2800 ■ www.herjolfur.is www.eyjafrettir.is Einkunnagjöf Vísbendingar: Vestmanna- eyjar niður um tólf sæti Samkvæmt tímaritinu Vís- bendingu, sem árlega tekur saman upplýsingar um stöðu sveitarfélaga, eru Vestmanna- eyjar í áttunda sæti yfir mestu skuldir á hvern íbúa á landinu á árinu 2001. I Vestmannaeyjum skuldar hver íbúi 375 þúsund krónur. Skuldsettasta sveitarfélagið er Vesturbyggð með um hálfa millj- ón á hvern íbúa en önnur sveitar- félög með meiri skuldir eru m.a. Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Mosfellsbær. Vísbending gefur sveitar- félögum Ifka einkunn miðað við stöðu þeirra. Eru Vestmannaeyjar í tuttugasta og fimmta sæti af þrjátíu og tveimur með 3,1 í einkunn þegar árið 2001 er gert upp. Arið 2000 voru Vest- mannaeyjar í þrettánda sæti með 4,0 í einkunn og féll einkunnin niður í 3,1. Draumasveitarfélagið er Ölfus, samkvæmt Vísbend- ingu, með einkunnina 7,3. Isafjörður fær þann vafasama heiður að vera í neðsta sæti list- ans með 2,2 í einkunn. Gott við- bragð í loðnunni „Þetta er einhver bjartasti dagurinn í útgerðarsögu þessa hausts,“ sagði Hörður Óskars- son hjá Isfélaginu í gær. „Fyrir utan sfldina, sem er aftur farin að veiðast, þá er loðn- an líka mætt til leiks.“ Loðnumiðin eru austur af Kol- beinsey og í gær var Sigurður VE á leið til Krossaness með full- fermi eða 1500 tonn. Guð- mundur VE var sömuleiðis á leið til Krossaness með 200 tonn og rifna nót og Antares VE var á miðunum, kominn með 800 tonn. Þá var Kap VE á leið til Eyja með fullfermi. Ekki eru fleiri skip frá Eyjum en þessi fjögur á loðnu- veiðum um þessar mundir. FRÉTTIR litu við í barnamessunni í Landakirkju á sunnudaginn þar sem margt var í boði fyrir yngstu borgarana. Þeir kunnu vel að meta það sem í boði var og fylgdust með af athygli. Slegist um bréf í Vinnslustöðinni: Hlutur Eyjamanna losar 50% Á mánudag var ljóst að aðilar sem tengjast Vestmannaeyjum, áttu orðið rúmlega 50% ídut í Vinnslu-stöðinni. I frétt frá Kauphöllinni þann dag var greint frá því að Gunnlaugur Ólafsson, stjórnarmaður í Vinnslustöðinni hf, hafi keypt kr.14.163.167 að nafnverði hlutafjár í félaginu, á verðinu 4,2. Pósturinn brást Fréttir í síðustu viku bárust ekki til áskrifenda í Reykjavík á réttum tíma. Verið er að kanna hjá Póstinum hvað gerðist en áskrifendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Eignarhlutur Gunnlaugs eftir þessi viðskipli er kr. 32.080.791 að nafn- verði. Sama dag keypti Haraldur Gíslason, stjórnarmaður í Vinnslu- stöðinni kr. 800.000 að nafnverði hlutafjár á verðinu 4,2 og var eignarhlutur Haraldar eftir þau viðskipti 26.305.065 að nafnvirði. Þennan sama dag var frá því greint að Vinnslustöðin hf. hafi selt eigin bréf kr. 43.401.415 að nafnverði hlutafjár á verðinu 4,2 og er eignarhlutur Vinnslustöðvarinnar eftir þessa sölu kominn á núllið. Vinnslustöðin hefur kauprétt að hinum seldu hlutum til loka febrúar 2003 og sá kaupréttur verður því aðeins nýttur að eftir gangi samruni Vinnslustöðvarinnar og Úndínu ehf. í samræmi við áætlun frá 20. nóv. sl. Úndína er félagið sem átti Björgu VE er Vinnslustöðin keypti í haust. Undanfamar vikur hefur verið mikill slagur um bréf í Vinnslu- stöðinni og kom upp á yfirborðið í síðasta mánuði þegar þeir mágar, Gunnlaugur og Haraldur, keyptu um 18% hlut í Vinnslustöðinni. Gunnlaugur sagði af því tilefni í samtali við Fréttir að verið væri að verja hlut Vestmannaeyja í félaginu. I viðtali við Fréttir á mánudag tók Haraldur undir þau orð. „Undan- farið hafa verið mikil viðskipti með bréf í Vinnslustöðinni og ljóst að margir hafa sýnt þeim áhuga. Við höfum tekið þátt í þessum slag og í morgun náðum við mikilvægum áfanga þegar við komumst yfir 50% eignarhlut. Þá á ég við okkar hlut, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja, lang- flesta hluthafa í Eyjum og þá sem tengjast Eyjum á einhvern hátt. Þeir sem við höfum haft samband við, hafa allir heitið því að vinna með okkur. Markmið okkar Gunn- laugs er að hafa meirihluta eignarhalds Vinnslustöðvarinnar hér í Eyjum. Að komast yfir 50 prósentin er mikilvægur áfangi á þeirri leið en við erum ekki hættir,“ sagði Haraldur. Ekki eru allir sáttir við þessa aukningu á umsvifum þeirra mága, sem þýða að eignaraðilar utan Eyja eru nú í minnihluta í félaginu. Tíu stærstu hluthafar í Vinnslustöðinni eru nú þessir: Búnaðarbanki Islands, Gunnlaugur Ólafsson, Haraldur Gíslason og tengdir aðilar 28,82%, Lífeyrissjóð- urVestm. 14,99%, Ker hf. 14,27%, Vátryggingafél. íslands hf. 12,7%, íshaf hf. 4,88%, Ker ehf. 3,81%, Samvinnulífeyrissjóðurinn 3,46%, Kjalar ehf. 3,33%, Sparisjóður Vestm. 2,8%, Kaupþing Luxemburg 2,64%. Hlutur stærsta aðilans er að upphæð 451.098.725 kr. að nafn- verði en hlutur þess næststærsta, Lífeyrissjóðs Vestm., er 296.368.027 kr. TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Rettingar og sprautun SímL481 1535 Sk ípot bíll EIMSKIP sími: 481 3 500 sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.