Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 01.07.2010, Blaðsíða 6
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR6 VÍKURFRÉTTIR EHF. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prenvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is 141 776 UM HV ERFISMERKI PRENTGRIPUR VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN! m.vf.is FRÉTTAYFIRLIT VÍKURFRÉTTA VF.IS FRÉTTIR SPORT ... síðustu 7 dagar á vf.is Sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum Guðbjörn Guðbjörnsson sagði sig úr Sjálfstæð- isflokknum eftir landsfund flokksins um helgina. Ástæðan er afgreiðsla fundarins á tillögu um ESB umsóknina. Guðbjörn hefur um árabil gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Reykjanesbæ og Suðurkjördæmi. Þar með hætti hann í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi. Bensínsníkir á ferð Bensínsníkir nokkur sem fjölmiðlar greindu frá í síðustu viku náðist á ör- yggismyndavél Fitjatorgs í vikunni. Þar reyndi hann að hafa fé af fólki með sama hætti og hann hefur gert á bens- ínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn gefur sig á tal við fólk, ber sig aumlega og biður um pening fyrir bensíni svo hann komist til veikrar dóttur sinnar á Akranesi. Viðskiptavinir Fitjatorgs sáu hins vegar við honum. Unnu 24 milljónir í Lottó Hjón á miðjum aldri eru 25 milljón krónum ríkari eftir að hafa keypt Lottómiða í Brautarnesti í Reykjanesbæ um þar síðustu helgi. Það var ekki fyrr en í lok vikunnar að þau upp- götvuðu hvers kyns var en vinningsmiðinn var í hanskahólf- inu. Sigurður Valur nýr bæjarstjóri í Fjallabyggð Sigurður Valur Ásbjarnarson var ekki lengi að finna sér aðra vinnu eftir að hann hætti sem bæj- arstjóri í Sandgerði. Hann var í síðustu viku ráð- inn bæjarstjóri í Fjallabyggð. Sigurður Valur var bæjarstjóri í Sandgerði í 18 ár. Böðvar áfram formaður Böðvar Jónsson (D) verður áfram formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar sem kom saman til fyrsta fundar á fimmtudaginn á nýhöfnu kjörtímabili. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, setti fundinn og stakk upp á Böðvari Jónssyni sem formanni bæjarráðs og Gunnari Þórarinssyni til vara og voru þeir sjálfkjörnir. Á þessum fyrsta fundi var m.a. samþykkt að Reykjanesbær yrði stofnaðili að Fjölsmiðju í Reykjanesbæ með 10 milljóna króna stofnfé. Hjónin Yi Lin og Xue Wen Zhong hafa opnað kínverskt veitingahús á Hafn- argötu 30 í Reykjanesbæ, unnendum austurlenskrar matargerðarlistar til mikillar gleði enda hefur staðurinn fengið góðar viðtökur. Nafn hans er Kína Panda. Á Kína Panda verður kapp- kostað að bjóða upp á ekta kínverskan mat, matreiddan samkvæmt kínverskum hefð- um sem eiga sér langa sögu í matarmenningu Kínverja. Á Kína Panda er boðið upp á margréttað kínverskt hádeg- isverðarhlaðborð fyrir aðeins 1290 krónur á mann með súpu og kaffi. Áhersla er lögð á snögga þjónustu í hádeginu á sanngjörnu verði en á kvöldin er meiri áhersla lögð á notaleg- heit og nostur í mat og drykk. Kína Panda gerir tilboð fyrir móttöku hópa og bjóða sér- stakan sal í samstarfi við Man- hattan við hliðina. Manhattan selur jafnframt mat úr eldhúsi Kína Panda, þ.e. létta rétti við ýmis tilefni, hvort sem verið er að horfa á boltann eða halda starfsmannapartí. Kína Panda er opinn frá kl. 11-22 virka daga og 16-22 um helgar. Take-Away nætursala verður um helgar í gegnum lúgu og stefnt er á heimsend- ingar næsta vetur. Nýr kínverskur veitingastaður -Kína Panda í Reykjanesbæ býður upp á ekta kínverskan mat Yi Lin og Xue Wen Zhong eru eigendur Pöndunnar. Kínverskar vorrúllur og pekingönd að hætti Pöndunnar. Hvorutveggja bragðaðist frábærlega. VFmyndir/elg. MUN MeIRI áSóKN Í FRÍTT SUNd Mikil aukning hefur orðið á aðsókn grunnskólabarna í sund í Reykjanesbæ í framhaldi af því að tekin var ákvörðun um það fyrir fjórum árum að gefa þeim frítt í sund með það að markmiði að auka hreyfingu ungra barna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Ástæðan var sú að nýlegar rannsóknir höfðu sýnt að grunnskólabörn á Íslandi væru að þyngjast m.a. vegna hreyfingarleysis. Reykjanesbær var fyrst sveitarfélaga til þess að taka upp þessa nýjung og þykir hún hafa skilað miklum árangri án þess að tekjuskerðing mannvirkja hafi verið eins mikil og ætla mætti enda hefur gestafjöldi aukist mikið í kjölfarið. Fjöldi barna í sundi jókst að meðaltali um 10.175 heimsóknir á ári á árunum 2006 - 2009 og aðsókn fullorðinna jókst að meðaltali um 8.777 heimsóknir á ári á sama tíma. Hlutfall barna á þessum tíma sem ekki æfðu íþróttir var 45% og eru börn á aldrinum 8 - 12 ára duglegust að mæta í sund. Þetta kemur fram í lokaritgerð Þórunnar Magnúsdóttur til B.s. gráðu í íþróttafræðum við Háskóla Íslands þar sem kannað var m.a. hvort að þessi niðurfelling á gjaldi hefði aukið hreyfingu barna og þá jafnframt þeirra sem ekki stunda íþróttir í frístundum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.