Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 1
SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKOSEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO VONDUÐ UR TIL JÓLAGJAFA SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO SEIKO Sinarffuðfji/insson k £ ^ími ~)200 - ///5 Solu.nija’iOífi Isfirsk tónverk á nýrri hljómplötu Nú í desember eru liðin tíu ár síðan Háskólakórinn hélt sína fyrstu opinberu I tónleika. Kórinn fagnar | þessum tímamótum m.a. I með því að gefa út hljóm- plötu, en á henni eru hljóð- ritanir af söng kórsins undir stjórn Hjálmars H. Ragnars- b sonar. Kórinn flytur þar ný verk eftir þá Jónas Tómas- son og Hjálmar H. Ragnars- son, verk sérstaklega samin fyrir hann. Á fyrri hlið plötunnar er Kantata 4 — Mansöngvar. eft- I ir Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði. Hann samdi þetta verk árið 1981. að beiðni Há- skólakórsins, en Mansöngv- | arnir voru frumfluttir sama ár. | Árið 1982 var hljóðritunin af I þessu verki valin sem framlag íslands til Alþjóðlega tón- skáldaþingsins í París, sem haldið er á vegum Sameinuðu | þjóðanna. Kantata 4 er samin I við Ijóðaflokkinn Manvísur eftir Hannes Pétursson. Á seinni hlið plötunnar eru I tónverkin Tveir söngvar um .... ástina og Canto, bæði eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Tveir söngvar um ástina voru skrif- aðir I byrjun þessa árs fyrir Háskólakórinn, sem frumflutti þá ásamt öðrum nýjum ís- lenskum tónsmíðum á tónleik- um sínum í Reykjavík og var síðan flutt víða um Sovétríkin á söngferð í mars síðast liðn- um Ljóðin við bæði lögin eru eftir Stefán Hörð Grímsson. Hjálmar samdi Canto sumarið og haustið 1982, um það leyti sem daglega bárust fréttir af hörmungum og néyð manna í Líbanon og ber Canto þess glögg merki. Kórinn frumfiutti verkið á sérstökum tónleikum með verkum Hiálmars í desember 1982. Þess má geta að Háskóla- kórinn kom í söngferð til Vest- fjarða árið 1981 og söng þá músik eftir þessa tvo ísfirð- inga, meðal annars. Hann söng þá á Flateyri, ísafirði og Bol- ungarvík og við messu á fsa- firði, undir stjórn Hjálmars. Bilaður gír í Sléttanesinu Sléttanes ÍS 808, nýi togar- inn á Þingeyri, kom inn til ísa- fjarðar með bilaðan gír á fimmtudaginn í síðustu viku. Ekki er að fullu vitað hvað bil- uninni olli, þegar þetta er skrif- að, en þó er vitað að bilunin er meiri en í upphafi var talið. Fenginn var viðgerðarmaður frá Noregi til að gera við bilun- ina og kom hann með varahluti meðferðis. Ekki nægði það, og á mánudaginn var væntanlegur annar sérfræðingur frá fram- leiðendum. Áætlað hafði verið aö Slétta- nesið færi í ábyrgðarskoðun lil Akureyrar eftir áramótin. en cins og menn muna er skipið smíðað í Slippstöðinni h.f. Þegar þessi bil- un reyndist svona erfið viðureign- ar. sem raun bar vitni. var ákveð- ið að slá tvær flugur í einu höggi og senda skipið strax til skoðunar og verður jafnframt gert við gír- inn meðan skipið er á Akureyri. Frá ísafirði var farið áleiðis til Akureyrar á sunnudagskvöld. Að sögn Bjarna Grímssonar kaupfélagsstjóra verður skaðinn af þessari bilun ekki eins rnikill fyrir útgerðina og í fljótu bragði mætti virðast. þar sem gírinn er í fullri ábyrgð framleiðenda ennþá. og lítil aukatöf verður þar sem skoðunin sem stóð fyrir dyrum hvort sem var. verður gerð um leið. Lögreglan tekur við símavaktínni fyrir sjúkrabfl og brunaútköll Símavakf vegna sjúkraflutn- inga og brunaútkalla á ísafirði verður um áramótin flutt frá hótelinu til lögreglunnar. Um þetta hefur náðst samkomulag milli bæjarstjóra og bæjarfó- geta. Upphaf málsins er að snemma í júlí í sumar skrifaði bæjarfógeti bæjarstjóra bréf, þar sem hann gerir grein fyrir að Dómsmálaráðuneytið hafi heimilað bæjarfógetaembætt- inu að Ijá atbeina sinn til sjúkraflutninga á fsafirði og í ísafjarðarsýslu að næturlagi, með eftirfarandi hætti: 1. Lögreglan á ísafirði annist símavakt, er einnig taki til brunaútkalla. 2. Lögreglumaður komi til að- stoðar við sjúkraflutning á móti starfsmanni ísafjarðar- bæjar. Þá er gert ráð fyrir því. að I flestum tilvikum muni vera heppilegast, að lögreglu- maður aki sjúkrabifreið á vettvang, þangað sem bak- vaktarmaður bæjarins komi. 3. Ef iögreglumenn á vakt geta ekki sinnt útkalli vegna anna, verði lögreglumaður kallaður til á aukavakt. Bæjarsjóður ísafjarðar greiði allan kostnað af þeirri aukavakt. Rétt er þó, að bæjarsjóður hafi áfram tvo menn á bakvakt frá kl. 17.00 á föstudögum til jafnlengdar á sunnudögum, en á þeim tíma er örðugra en ella að tryggja tiltæka aðstoð lögreglu. 4. Lögreglumenn skuli jafnan eiga kost á nauðsynlegri fræðslu og tilsögn um með- ferð sjúkra og slasaðra em- bættinu að kostnaðarlausu. Bæjarstjóri svarar þessu bréfi bæjarfógetans 25. nóvember, þar sem hann þiggur boðið um að lögreglan annist símavaktina og fer þess þá jafnframt á leit að lögreglan á Isafirði taki að sér akstur sjúkrabifreiða. í bréfinu kemur fram að útlagður kostnað- ur bæjarsjóðs við sjúkraflutninga á árinu 1983 nemi kr. 1.249.680.00 Bæjarfógeti staðfesti svo i bréfi 5. desember, að lögreglan muni taka við þessari símavakt frá og með 1. janúar 1984, en svarar engu um beiðnina um að lögregl- an aki sjúkrabílum. Bréf hans er í heild svohljóðandi: „Mér hefur borist bréf yðar frá 25. nóvember 1983, þar sem þér þiggið það boð, sem fram var sett í bréfi mínu 4. júlí 1983, að lög- reglan á Isafirði annist símavakt vegna sjúkraflutninga og bruna- útkalla. Lögreglan'mun taka við þessari símavakt frá og með I. janúar 1984, eins og þér óskið eftir." Yeiðin góð en verðið lágt Sex bátar stunda nú skel- veiði og leggja upp hjá O.N. Olsen á Isafirði. í Djúpinu er eru fjórir bátar að veiðum, Tjaldur, Ása, Bára og Sólrún, allir frá ísafirði, og Bryndís frá ísafirði og Guðmundur B. Þor- láksson skráður í Gerðhömrum í Dýrafirði veiða f Dýrafirðinum. Þegar rækjuveiðin í Djúpinu var stoppuð vegna seiðagengdar var sótt urn að hefja skeiveiðina út á kvóta næsta árs og var það heimilað. Theódór Norðkvist framkvæmdastjóri sagði blaðinu að þetta væri gert í neyð. vegna þess að hvorki bátarnir né starfs- fólk verksmiðjunnar hefði haft nein verkefni önnur. og þessum veiðum verði hætt strax og leyfi til að hefja rækjuveiðina aftur fæst. Theodór sagði að veiðin hefði gengið mjög vel. fengist hefði allt að 25 tonnum á dag. Þá hefði það einnig verið lán hversu færð hefði verið góð að undanförnu. því að bátarnir sem veiða í Dýrafirðin- um landa á Gemlufalli og aflan- um er ekið þaðan til ísafjarðar daglega. Við þessi störf vinna nú 50 manns. 30 í verksmiðjunni og 20 á sjó. Sá galli er þó á þessari gjöf Njarðar, að verðfall hefur orðið á markaðnum í vetur og nemur það um 30fY af því sem verðið var best í haust. hefur fallið úr $5.75 í S4.00. Þar við bætist að erfitt er að selja vöruna og er afkoman í járnum meðan verðið er svona lágt. að því er Theódór sagði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.