Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 14
AUSTURLÖND i Vofur reika um sviðinn svörð. Sundrung hatrið magnar. Drýpur regn á dæmda jörð. Dauðinn sigri fagnar. vestfirska Iri H V 1 FRÉTTABLAÐIÐ [Bókin"] j ellefu j j líf kom-j jin út j ..þetta er um konu £ | konu sem hefur ellefu líf, ef I | svo má segja, tveim lífum • | meira en kötturinn. Þetta er | I vestfirsk kona, svo bókin I • kemur til með að vekja at- | J hygli hér um slóðir,— Þetta ! ■ er glefsa úr viðtali við ■ | Steingrím Sigurðsson fjöl- | I listamann, þar sem hann I I var að segja fréttamanni Vf. ■ J frá bók sem hann var að ■ ■ skrifa í sumar. Viðtaliö við . I Steingrím var birt hér í g | blaðinu í haust. Þá var | | Steingrímur geysilega dul- | | arfullur um hver sú kona | I væri sem bókin átti að fjalla I J um, en blaðið upplýsti að ■ ! það væri Brynhildur ! ■ Björnsson ,,sem lagði | I gjörva hönd á margt hér | I vestra á árum áður, starf- I I aði sem bóndi, sjómaður, ■ [ kennari og setjari þessa ■ ! blaðs, svo eitthvaö sé ! ■ nefnt,-- eins og það var ■ | orðað þá. I Nú er bókin komin út hjá I I bókaútgáfu Arnar og Ör- ■ [ lygs og ber það sérstæða ■ J nafn: Ellefu líf. Ekki er að J I efa að þar getur margt for- | | vitnilegt að lesa fyrir Vest- | I firðinga þar sem tveir svo I ■ sérstæöir persónuleikar ■ J sem Brynhildur og Stein- J I grímur leika stærstu hlut- | £ verkin. r | Svartsýnisspárnar hrynja nú hver um aðra og vonandi verður framhald á því. Menn J höfðu spáð að togveiði- bannið í Þveráf mundi standa fram yfir áramót og rækjuveiðibannið í Djúpinu | sömuleiðis. Hvorug spáin stóðst, búið er að opna Þverálinn og reyndar Kögur- grunnið Ifka og Djúpið var opnað á þriðjudaginn. Sum- I ir rækjuveiðimannanna voru í tilbúnir f stakknum og stíg- vélunum og hlupu strax um borð. Aflinn fyrsta daginn var misjafri, mest um þrjú tonn og niður í sáralftið. | Flestir fóru svo út í gær, | þrátt fyrir vonskuveður. Rækileg ofanígjöf í Vestfirska fréttablaðinu frá 17. nóv. sendir Guðmundur Rósmundsson skipstjóri í Bol- ungarvík mér tóninn og er rödd hans ófögur. Þar sem Guð- mundur ber á mig hrein ósann- indi, fyrir utan svívirðingar, er ekki hjá því komist að gefa honum “rækilega ofanígjöf" eins og hann telur sig umkom- inn að gefa öðrum. Blaðið hefur eftir Guðmundi, að hann hefði “eftir Ingvari Hallgrímssyni fiskifræðingi, að tvær rannsóknaferðir hefðu verið farnar um Djúpið áður en veiðarnar hófust og að mikið af seiðum hefði veriö í bæði skiptin. Samt leyfa þeir sér að láta hefja veiðarnar, sagði Guð- mundur. Þetta eru hrein ósann- indi og tilbúningur Guðmundar Rósmundssonar. Samkvæmt þessum ummælum Guðmund- ar, hefðum við átt að vita að seiðagengd væri yfir lokunar- mörkum, en látið opna Djúpið samt. Heldur Guðmundur Rós- mundsson virkilega, að nokkur maður trúi svona grófum ó- sannindum? Tvær kannanir fóru fram í Djúpinu fyrir vertíð og báðar sýndu umtalsverða seiða- gengd, en í hvorugt skipti yfir mörkum, og það vissu allir, sem vita vildu. Ef Djúpið hefði ekki- verið opnað, með seiðafjölda undir mörkum, hvað hefði Guð- mundur sagt þá? Ætli hann hefði ekki spurt, hvaða rök væru fyrir því, að halda Djúpinu lokuðu úr því að seiðafjöldi væri undir mörkum? Hitt er svo annað mál, sem Guðmundur Rósmundsson veit jafnvel og ég hve oft seiði hafa valdið miklum baga á haustin í Djúpinu. Hann veit einnig, að ekki er hægt að segja seiða- gengdina fyrir, né heldur er hægt að segja fyrir að haust- lagi, hvort seiðagengd sé vax- andi eða minnkandi, enda eru dæmi úr Djúpinu um hvort- tveggja. Aöeins er hægt að telja seiðin og vita fjölda þeirra á vissum stöðum á vissum tíma og draga ályktanir af því. Eftir þetta brambolt Guð- mundar í blöðum og umræður á Alþingi, hefur alvarlega komið fram sú hugmynd að hefja rækjuveiðar ekki fyrr en eftir áramót og sleppa alveg haust- vertíð. Það skyldi þá ekki vera, að það yrði árangurinn? Ingvar Hallgrímsson Ný vatnslögn að Ljóninu Undirbúningur að lögn við- bótarvatnsleiðslu frá Úlfsár- veitu að húsnæði Ljónsins á Skeiði er hafinn, að því er Har- aldur L. Haraldsson bæjar- stjóri upplýsti blaðið um. Að sögn bæjarstjóra er þetta gert vegna þess að eitt skilyrða þess að heimilað var að opna verslanir aftur í húsinu var að þar verði komið upp vatnsúð- unarkerfi, af svokallaðri Sprinkler gerð, en það setur Patreksfjarðarbátarnir réru djúpt eftir helgina og komu allir þrfr með um 20 tonn hver á þriðjudags- kvöldið eftir tvöfalda lögn, og fluttu á land mjög góðan fisk að sögn. Bátunum á norðanverðum Vestfjörðum gengur einnig þokkalega, þegar gefur, hafa verið með þetta 5—8 tonn í róðri. Gæftir voru sæmilegar síð- ustu viku, en í gær var kom- in bræla svo að jafnvel tog- ararnir voru að koma inn. Flateyringar segja frá því og hafa gaman að, að nú þegar Sif er loksins farin að róa að staðaldri, fái hún oft meiri afla heldur en Ásgeir, sem er miklu stærra skip. TOGARARNIR BESSI landaði 97 tonnum á mánudaginn. GUÐBJARTUR kom sama dag með 56 tonn af þorski og ýsu, skiptaverð kr. 499.117,00. PÁLL PÁLSSON kom einnig á mánudaginn og landaði 105 tonnum af góðum fiski, aðallega þorski og ýsu. JULÍUS GEIRMUNDSSON kom á þriðjudaginn með 100 tonn. GUÐBJÖRG landaði 130—140 tonnum af þorski og ýsu í gær. sjálfkrafa í gang vatnsúðum við ákveðið hitastig. Kerfi þetta á að vera komið í húsið fyrir febr- úarlok, samkvæmt skilmálun- um. Vatnslögnin, sem fyrir er að húsinu flytur ekki nægilegt vatns- magn fyrir tækin og því varð að leggja nýja. Bæjarstjóri sagði að efni hefði verið pantað í lögnina og að hún mundi verða tilbúin í tæka tíð. Áætlaður kostnaður er kr. 116.000.00 DAGRÚN landaði 90 tonn- um af þorski og ýsu þann 5. | HEIÐRÚN kom 2/12 með 38 1 tonn. Elín Þorbjarnardóttir land- aði 44 tonnum 3/12. GYLLIR landaði 72 tonnum á mánudaginn. FRAMNES I. landaði sama dag 68 tonnum, mest karfa. SLÉTTANESIÐ kom til ísa- fjarðar þann 1. með bilaðan gír og landaði þá 35 tonn- | um, en er nú farið til Akur- I eyrar til viðgerðar og eftir- lits. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 70 tonnum af þorski og ýsu 2/12. SIGUREY var á Bíldudal í I gær að landa um 80 tonnum af blönduðum afla. SÖLVI BJARNASON liggur enn við landfestar á Tálkna- firði og sést lítið til manna- | ferða þar um borð. Styrktarsjóður húsbyggingar Tónlistarskóla ísafjaróar: Heldur útímarkað á Silf- urtorgi á laugardaginn Nokkrir galvaskir félagar úr Styrktarsjóði húsbyggingar Tónlistarskóla ísafjarðar munu standa fyrir útimarkaði á Silfur- torgi laugardaginn 10. des- ember, ef veður leyfir. Ætlunin er að bjóða til sölu gómsætar kökur af öllum stærðum og gerðum, ásamt mörgum mjög svo nýtilegum hlutum. Einnig mun verða slegið á nokkra lauflétta strengi, til að létta skammdegið, en hvað það verður vita fáir. Eins og flestum er kunnugt er markmið félagsmanna að afla fjár til fyrirhugaðrar byggingar tón- listarskólahúss. en húsnæðisskort- ur háir mjög starfsemi skólans. í desember í fyrra stóðu félagar styrktarsjóðsins fyrir sams konar útimarkaði með söng og dansi og kunnu ísfirðingar vel að meta þá uppákomu og er það ætlunin að ekki takist verr til í þetta skiptið. Isfirðingar, komið á torgið á laugardag, eflið byggingarsjóðinn og skemmtið ykkur um leið. Jólafundur Nor- ræna félagsins Norræna deildin á ísafirði hélt aðalfund sinn þann 12. september s.l. í félaginu eru nú um 100 félagar. Sambandsþing Norrænu félaganna var haldið í Hveragerði í húsnæði Garð- yrkjuskóla ríkisins dagana 1. — 2. okt. s.l. Formaður deildar- innar, Þorbjörg Bjarnadóttir sótti þingið. Þar voru rædd ým- is skipulags- og efnahagsmál sambandsins og var þingið hið ánægjulegasta. Einn félagi úr stjórn deildarinnar, Kristjana Sigurðardóttir sótti sænsku námskeið á Frumnesi í Svf- þjóð, en slfk námskeið eru haldin árlega fyrir Norðkollu- búa. Hinn árlegi jólafundur verður haldinn í Húsmæðraskólanum Ósk næstkomandi sunnudag, 11. des. klukkan 15.30. Ymislegt verður þar til skemmtunar, svo sem mynda- sýning, einsöngur, upplestur og svo kaffisopi og ýmislegt jólagaman. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Allir eru velkomnir. BÍLALEIGA Ncsvegi 5 — SúAavík — 94-6972-6932 Grc'iisfisvegi 77 — Kcykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opiú allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.