Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķkurfréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķkurfréttir

						Sjöstjarnan hf.:
Mikil fólksekla kemur í veg
fyrir fulla nýtingu hússins
Hámarks vél- og tæknivæðing tekin upp
Að undanförnu hefur
verið tilfinnanlegur skort-
ur á vinnuafli hjá Sjöstjörn-
unni hf. í Njarðvik, en þar
hefur verið mikil vinna og
er framundan. Auk þess er
fyrirtækið að vél- og tækni-
væðast og endurskipu-
leggja vinnslurásina og
breyta vinnuaðstöðunni í
takt við tímann. Að þessu
tilefni  tókum  við  Einar
Lögreglan kyrrsetti
bát í Keflavíkurhöfn
- var tekinn af skrá sem fiskiskip 1979
og hafði því ekki haffærisskírteini
Straumnesið við bryggju í Keflavík, eftir að hafa verið kyrrsett þar í
síðustu viku.
10 tonna bátur Straum-
nes frá Reykjavík var kyrr-
settur í Kefiavíkurhöfn af
lögreglunni í síðustu viku
og var þar enn þegar siðast
fréttist. Hefur bátur þessi
ekki haft haffærisskírteini
síðan 1979, en hafði þó
heimild til notkunar sem
vinnubátur innan hafnar-
svæðisins í Grindavík.
Bátur þessi sem smíðað-
ur var fyrir 60 árum hefur
verið gerður út frá Suður-
nesjum nokkrum sinnum á
sínum ferli s.s. á árunum
1944-50, hét hann Sægeir
og var þá gerður út frá
Keflavík og síðan aftur á
árunum 1974-76 undir
nafninu Kolbeinsey. En frá
1982 hefur eigandi bátsins
verið í Grindavík og þann
tíma hefur hann haft nafn-
ið Straumnes.
Skv. sjómannaalmanaki
Fiskifélagsins var bátur-
inn dæmdur ónýtur í okt.
1979 og samkvæmt skrá
Siglingamálastofnunar var
skipinu fargað það ár, eins
og er með skip sem fara i
gegnum úreldingasjóð. En í
ársbyrjun 1982 er báturinn
kominn á flot á ný og nú í
Grindavík, en skv. lögum
um úreldingu fiskiskipa má
ekki nota skipið áfram sem
slíkt og þvi var báturinn nú
skráður sem vinnubátur,
jafnframt því sem gefið var
leyfi til takmarkaðra nota,
þ.e. að skipið notaðist
aðeins innan hafnarsvæðis-
ins í Grindavík.
Fyrir örfáum vikum
urðu menn síðan varir við
að hafin var útgerð með
bátinn og landaði hann
m.a. í Kefiavík á þeim tíma,
þó hann hefði hvorki
haffærisskírteini né afia-
kvóta til að veiða eftir. A
bátnum er ekkert skrán-
inganúmer en á stýrishúsi
hans stendur að hann sé frá
Reykjavík.
Eins og fyrr segir hefur
lögreglan nú kyrrsett hann í
Keflavíkurhöfn og er nú
unnið að rannsókn málsins
og að rannsókn lokinni
verður málið sent embætti
bæjarfógetans í Keflavík og
sýslumannsins í Gull-
bringusýslu til umfjöllunar
eins og hvert annað saka-
mál. - epj.
Kristinsson, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, tali ný-
lega.
Einar sagði að þeir hefðu
í ársbyrjun ætlað að fram-
leiða mikið af loðnu fyrir
Japansmarkað, en þangað
hefði vantað mikið magn af
frystri loðnu og voru þeir
búnir að gera góðan sölu-
samning. Síðan varð ekk-
ert úr þessu sökum sjó-
mannaverkfallsins sem var
einmitt á þeim sama tíma
og loðnan synti hér hjá og
hún var í frystingarhæfu
standi fyrir Japansmarkað.
„Við höfðum undirbúið
okkur mjög vel í þessa
frystingu", sagði Einar,
„þannig að þetta kom mjög
illa við fyrirtækið og setti
okkur mjög verulega úr
skorðum.
Að loknu verkfalli var
reynt að keyra af stað aftur
og þá með hefðbundnum
			?
**V          «1	f. ' Wm "¦Jlj	t    11	• i
	%***	s»^-—j	Wk%    . -w^
Wfr&-  '¦¦..*—			fÉkfr
•J0££	r^^p^B^P		El
- e			
Þessi mynd var tekin í Njarðvíkurhöfn sl. mánudag af löndun úr b.v.
Vini, en t.v. sést ísbergið sem beið eftir að taka 100 tonn af frystum
físki frá fyrirtxkinu.
fisktegundum og þá rákum
við okkur strax á ýmsa van-
kanta og var fólksleysið sá
stærsti og versti. Við töld-
um að þetta myndi lagast
núna eftir að skólarnir
hættu og skólakrakkarnir
kæmu á vinnumarkaðinn.
Við höfðum gert ráðstafan-
ir til þess að hafa nægt hrá-
efni og þ.á.m. hpfum við
fengið togarann Ými til að
leggja upp hjá fyrirtækinu
og hefur hann nú landað
þrisvar sinnum. Höfum við
því 2 togara sem afla fyrir
okkur,  Dagstjörnuna  og
Ými, ásamt dragnótabát-
um  og síðan  höfum við
tekið karfa af humarbát-
um, þannig að hráefnið
hefur verið nægt, en það
sem hefur skort er starfs-
fólkið.
Þetta hefur skapað það
að húsið hefur ekki getað
unnið með fullum afköst-
um eins og nauðsynlegt er.
Á síðastliðnu ári höfum við
lagt í mikinn kostnað við
vélvæðingu í sambandi við
frekari pakkningar á neyt-
endapakkningum, sem aðr-
ar þjóðir eru komnar inn á,
sbr. Danina. Settum við hér
upp fyrstu pökkunarsam-
stæðuna, en því miður
hefur hún verið keyrð of
Framh. á 19. síðu
Stokkavör hf.:
Kaupir frystihús Baldurs hf.
í Keflavík
-mun einbeita sér að vinnslu á ferskum
fiski til útflutnings
Nýtt hlutafélag
Stokkavör hf., hefur
keypt frystihús Baldurs
hf. í Keflavík. Að hinu
nýja hlutafélagi standa
Björn Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Baldurs
hf. Eiríkur Hjartarson
framkvæmdastjóri
útflutningsfyrirtækisins
ístros og Heklu hf.
ásamt Stefni hf. sem er
fyrirtæki í eigu Eiríks og
Hekluhf.
Mun Björn Ólafsson
verða framkvæmda-
stjóri og stjórnarfor-
maður Stokkavarar hf.
en hann er eigandi að
75% hlutafjár, en hinir
aðilarnir eru saman með
25%.
Hið nýja fyrirtæki
mun einbeita sér að
vinnslu á ferskum fiski
til útflutnings og mun
Stefnir hf. annast þann
útflutning. Munu tveir
bátar leggja upp hjá
fyrirtækinu, Gullþór og
Baldur að hluta. Er
áætlað að fyrirtækið
veiti milli 25 og 30 at-
vinnufyrirtæki   þegar
það  verður  komið  í
fullan gang.
Er gaman til þess að
vita að enn skuli finnast
bjartsýnismenn meðal
útvegsmanna á Suður-
nesjum, þar sem hrun
sjávarútvegsins blasir
víða við. - epj.
í frystihúsi Stokkavarar við Hrannargötu verður framvegis
unninn ferskur fiskur til útflutnings.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20