Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 23.01.1986, Blaðsíða 1
Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Hugmyndir uppi um nýtt skólahús í Njarðvfk - Væri framtíðarlausn í húsnæðismálum skólans Húsnæðisvandamál Fjöl- brautaskóla Suðurnesja hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu, en skólayfirvöld telja að neyð- arástand ríki nú í þessum málum. Hafa komið upp hugmyndir um að byggja mætti nýjan skóla frá grunni í Njarðvík, í stað við- byggingar viðbóknámshús, eins og einnig hefur verið rætt um. I framhaldi af þessum hugmyndum lagði Halldór Guðmundsson fram eftir- farandi tillögu á skóla- nefndarfundi nýverið: ,,Eg legg til að skóla- nefnd Fjölbrautaskóla Suð- urnesja hugi að því, hvort ekki sé tímabœrt að fallafrá hugmyndum um að byggja við núverandi skólahúsnœði, en reisi í þess stað nýjar skólabyggingar á rýmra svœði, sem er að losna í Njarðvík við brottflutning olíutanka varnarliðsins. Svœði þetta liggur mjög vel við fyrirhuguðu vega- kerft um Suðurnes og vœri auðvelt að reisa framtíðar- byggingar í áföngum. Enn- fremur skal bent á að stutt er í núverandi skóla og auðvelt vœri að kenna á báðum stöð- um, þar til nýbyggingar vœru komnar í gagnið, sér- Á fundi bygginganefnd- ar Keflavíkur á miðviku- dag í síðustu viku var sam- þykkt að veita Pósti og síma lóðina Hafnargötu 89 í Keflavík, þ.e. á móti versl- uninni DUUS, eða við hlið- ina á Fiskiðjunni. staklega skal fram tekið að vandamál með bílastæði vœru þar með leyst“. I máli skólameistara á fundinum kom fram að hann hefði teikningu af við- byggingu við bóknámshús í ljósi þess að neyðarástand ríkti í húsnæðismálum FS. En með tilliti til þess að stöðugt væri verið að gera stórauknar kröfur til skól- Verður hér um stóra og myndarlega byggingu að ræða sem á að þjóna af- greiðslu fyrir Póst og síma, sem sameiginleg afgreiðsla fyrir bæði Keflavík og Njarðvík. Er staðsetningin meðal annars með það í ans frá atvinnuvegunum eins og t.d. sjávarútvegi o.fl., þá eigi umsvif FS eftir að stóraukast. í ljósi þess taldi hann að áformuð við- bygging skólans mundi ekki duga er fram í sækti. Sagði sig þess vegna sam- mála tillögu Halldórs. Þetta væri framtíðarlausn í húsnæðismálum FS, en huga, að vera stutt frá bæj- armörkum beggja bæjarfé- laganna. Einnig er á þessu svæði mikill þjónustukjami. Er bygging þessi nú á teikniborðinu, en hún á að framhald á bls. 18 Sparisjóðurinn í Njarðvík: Tíð skemmdarverk framhald á bis. 18 Keflavík - Njarðvík: Nýtt afgreiðsluhús fyrir Póst og síma á teikniborðinu - Bygginganefnd Keflavíkur hefur úthlutað þeim lóðina að Hafnargötu 89 á dyrasíma og næturhólfi All tíð skemmdarverk hafa verið framin við and- dyri Sparisjóðsins í Njarð- vík. Er fjöldi skemmdar- verkanna kominn á annan tug nú á stuttum tíma og sem dæmi var lögreglunni tilkynnt um slíkt þrisvar í síðustu viku. Er það aðallega nætur- hólfið, dyrasími, myndavél inn í honum, gangstéttar- ljós og glerjfir næturhólf- inu, sem verða fyrir þess- um skemmdarverkum. Svo hart hefur gengið að þessum skemmdarverkum, að dæmi eru um að hlutir sem verið er að gera við, séu skemmdir meðan viðgerð- armaðurinn skreppur í kaffi. Vill lögreglan beina þeim tilmælum til allra þeirra er vita eitthvað um málið, að koma þeim til sín, svo hægt sé að uppræta þessa iðju. epj- Næturhólfið í Sparisjóðnum í Njarðvík hefur orðið fvrir tíðum skemmdum. Hér mun bygging Pósts og síma rísa. Orslit í prófkjfiri Sjálfstæðismanna i Keflavík: Ingólfur Falsson f 1. sæti Garðar Oddgeirsson í 2. sæti og Jónfna Guðmundsdóttir í 3. sæti llm kl. 1 aðfaranótt sl. þriðjudags voru kunngerð úrsiit I prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins I Keflavík. Alls greiddu 772 atkvæði og var Ingólfur Falsson kosinn í 1. sæti, Garðar Oddgeirs- son í 2. sæti, Jónína Guð- mundsdóttir i 3. sæti, Kristinn Guðmundsson í 4. sæti og Stella Baldvins- dóttir í 4. sæti. Kosningin var bindandi fyrir 4 efstu sætin, en ótví- ræður sigurvegari varð Jó- nína Guðmundsdóttir, með alis 552 atkvæði. Að öðru leyti fóru atkvæði bannig, að Ingólfur fékk 255 atkvæði í 1. sæti, eða 457 atkvæði alls. Garð- ar fékk 281 atkvæði t fyrstu tvö sætin og 487 alls. Jónína fékk 375 atkvæði í fyrstu þrjú sætin og 552 atkvæði alls. Kristinn fékk 345 atkvæði í fyrstu fjögur sætin og 429 atkvæði alls. Stella fékk 337 atkvæði t fyrstu fimm sætin. (6. sæti var kjörinn Ein- ar Guðberg með 345 atkvæði í fyrstu sex sætin Svanlaug Jónsdóttir fékk 347 atkvæði í fyrstu sjö sætin, Hjörtur Zakarías- son 276 atkvæði í fyrstu átta sætin og Sigurður Garðarsson 275 atkvæði í fyrstu níu sætin. Aðrir hlutu minna. epj./pket. Á baksíðu blaðsins í dag birtast viðtöl sem tekin voru strax um nóttina er úrsiit lágu fyrir, við þrjá efstu mennina á listanum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.