Saga - 2009, Blaðsíða 185
helgi skúli kjartansson
Kröftugasta útgáfustarf
íslenskrar sagnfræði
Ritröðin Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar*
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar er ritröð, helguð heimildaútgáfu
að miklu leyti, sem hóf göngu sína 1997 og hafa síðan birst af henni
fjórtán bindi á þrettán árum, flest þeirra kringum 400 blaðsíður.
Sjaldgæft er að fræðilegt útgáfustarf haldi þvílíkum dampi; í ís-
lenskum fræðum má helst bera það saman við Rit Árnastofnunar
eða Íslensk fornrit en í sagnfræði hefur engin ritröð verið gefin út af viðlíka
krafti síðustu árin, hvað þá heimildaritröð.1 er þetta framtak þeim
mun athyglisverðara sem það á sér minni bakhjarl í opinberum stofn-
unum eða föstum fjárveitingum, en það hefur treyst á verkefnastyrki
ásamt áhuga og krafti aðstandenda sinna. Þeir hafa verið margir,
ýmist komið að einstökum bindum eða ritröðinni um lengri eða
skemmri tíma, en helsti drifkraftur útgáfunnar hefur frá upphafi
verið Sigurður Gylfi Magnússon, í síðari bindunum kynntur sem
forstöðumaður Miðstöðvar einsögurannsókna í Reykjavíkur Akademí -
unni. Hann er höfundur, útgefandi eða meðútgefandi fimm binda
og ritstjóri, ásamt öðrum, alls flokksins.
Ritröðin á upphaf í rannsókn Sigurðar Gylfa á persónulegum
skrifum tveggja bræðra, alþýðumanna í Strandasýslu um 1900. Af -
rakst ur hennar birtist fyrst í Skírnisgrein 1995 en aðallega í tveimur
bókum 1997 sem til samans hafa reynst tímamótaverk í íslenskri
Saga XLVII:2 (2009), bls. 185–198.
Í TA R D Ó M U R
* Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 1–14. Ritstj. Davíð Ólafsson (6–14), kári
Bjarnason (2–6), Már Jónsson (6–14) og Sigurður Gylfi Magnússon (2–14); gesta-
ritstjórar Guðmundur Hálfdanarson (9) og Soffía Auður Birgisdóttir (11). Há -
skólaútgáfan (1–14) í samstarfi við Sögufélag Ísfirðinga (6) og Miðstöð einsögu-
rannsókna (9, 11, 14). Reykjavík 1997–2009.
1 Heimildarit Söguspekingastiftis komu þó út árlega 1998–2004, en það voru miklu
minni rit, flest í endurútgáfu.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 185