Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.1999, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.07.1999, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 28. tbl. 2. árg. 22. júlí 1999 Kr. 200 í lausasölu Hundar og mmn œflu vatnaleit á Skorradalsvatni um síðustu helgi. Þeir Tómas og Bessi brugðu á leik þegar stund gafst milli stríða. Sjá bls 6. Costner á Vesturlandi Einn af þekktari kvikmyndaleik- urum seinni tíma, Kevin Costner, er staddur á Vesturlandi þessa dag- ana í þeim tilgangi að renna fyrir lax. Hann fer með aðalhlutverkið í tveimur sjónvarpsþáttum sem sjónvarpsstöðin CNN lætur gera um þrjár laxveiðiár á Islandi, Laxá í Kjós, Grímsá og Langá. Costner dvelur hér á landi ffam á sunnudag en þá er reiknað með að upptökum verði lokið. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í mynd- inni Dansað við úlfa og Robin Hood, prins og thives. G.E. Kevin Costner Einn skólastjóri yfir tveimur skólum Fyrirhugað er að sameina grunnskólana í Dölum, Búðar- dalsskóla og Laugaskóla, undir eina yfirstjóm ffá og með næsta hausti að sögn Stefáns Jónsson- ar sveitarstjóra Dalabyggðar. Sveitarstjómir Satn-bæjarhrepps og Dalabyggðar hafa gefið heimild til að vinna að þessari skipulagsbreytingu en hún felst fyrst og ffemst í því að einn skólastjóri verður yfir báðum skólumnn. „Það er orðið vandamál í dreifð- um byggðum hvað rekstur skól- anna er dýr. Því er eðlilegt að menn leiti leiða til að hagræða í þessum rekstri,“ sagði Stefán. Samvinna hefur verið á milli skólanna tveggja um alllangt skeið og sagði Stefán að væntanlega yrði hún aukin enn frekar. „Það verður hlutverk skólastjórans að kanna möguleika á ffekari samvinnu og samnýtingu. Markmiðið er að nýta starfskraftana bemr með það fyrir augum að ná ffam sparnaði. Eg tel einnig að það sé hagstætt félags- lega að það sé sem mestur sam- gangur á milli skólanna,“ sagði Stefán Ekki kemur til uppsagna skóla- stjóra vegna skipulagsbreyting- anna. Helgi Már Barðason skóla- stjóri á Laugum var búinn að segja starfi sínu lausu og ákveðið hefúr verið að leita samninga við Þrúði Kristjánsdóttur skólastjóra Búðar- dalsskóla um að hún taki að sér skólastjórn beggja skólanna. G.E. Svamlað í Hólminum Kokkurinn við kabyssuna... Verslanr -fyrir þig! -þegar þú veist hvað þú vilt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.