Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 43. tbl. 3. árg. 26. október2000 Kr. 250 í lausasölu l.ANDSBRt'T VESTURLAND V«rimwlhl^>l Lifeyriss|iariiBÖa.r Fjarvarsla VerÖbrefaviðskipti a Vefntiro Sauðíjárbændur bregða búi Rúm sex þúsund ærgildi seld á Vesturlandi Vestlenskir bændur hafa selt ríkinu um 13% af greiðslumarki í sauðfjárrækt í haust sam- kvæmt upplýsingum ffá Búnað- arsamtökum Vesturlands. Nið- urskurðurinn er hlutfallslega mestur á Snæfellsnesi eða 14%, í Dalasýslu 12% og um 7% í Mýra og Borgarfjarðarsýslu. Heildargreiðslumark í sauðfé á Vesturlandi var fýrir haustið 59.672 ærgildi en 6513 hafa verið seld. Guðmundur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands segir að hluti þeirra sextíu bænda sem seldu greiðslu- mark í haust hafi verið með örfá ærgildi sem þeir héldu eftir við fýrri sölu. Þá hafi nokkrir bændur með blönduð bú selt sauðfjárkvóta og aukið mjólkurkvótann í staðinn. Hinsvegar eru um þrjátíu bú sem hætta rekstri. “Þetta er meiri niðurskurður en okkur hafði órað fyrir og talsverð hætta á að margar jarðir fari í eyði í kjölfarið,” segir Guðmundur. “Það er ekki mikið að gerast á svæðinu í atvinnuuppbyggingu og þeir sem ekki geta skapað sér ein- hverja atvinnu sjálfir á jörðum sín- um hafa ekki að mildu að hverfa.” GE Blíðskaparveður í Slykkishólmshöfii. Mynd: IE Þœr Elín Málmfríður Magnúsdóttir og Aldís Bima Róbertsdóttir fegurðardrottningaí óskuðu Leifi innilega til hamingju að keppni lokinni. Keppnin um titilinn Herra Vest- urland árið 2000 fór fram á Breið- inni á Akranesi sl. laugardagskvöld. Atta ungsveinar af öllu Vesturlandi sýndu þar hvað í þeim bjó og strax í upphafi var ljóst að dómnefndin átti erfitt verk fyrir höndum. Strák- arnir byrjuðu á því að koma fram á tískusýningu ffá versluninni Bjargi á Akranesi, því næst stigu þeir á svið og boxuðu í stuttbuxum ein- um fata og loks í jakkafötum. Það var hinn 18 ára Skagamaður Leifur Jónsson sem hlaut fyrsta sætið eftir æsispennandi keppni auk þess sem keppendur kusu hann Einar Trausti lenti í 5. sæti Hinn 18 ára Vestlendingur, Ein- ar Trausti Sveinsson, hafnaði í 5. sæti í spjótkasti á Olympíuleikum fatlaðra í Sydney á mánudag. Einar Trausti kastaði 31,71 metra og var aðeins rúmlega 4 metrum frá þá- verandi heimsmeti sem var 34,94 metrar. Frakkinn Thierry Cibone gerði sér hins vegar lítdð fyrir og bætti það met í hverju einasta kasti og hið nýja heimsmet er því 43,25 metrar. SÓK Einar Trausti Sveinsson Leifur er Herra Vesturland vinsælasta strákinn. í öðru sæti varð Oðinn Agústsson, 26 ára Borgnesingur og í því þriðja Sigur- vin Halldórsson frá Hellissandi. Oskar Róbertsson ffá Olafsvík var valinn sportlegastur keppenda og Einar Karel Sigurðsson frá Akra- nesi þótti taka sig best út fyrir framan myndavélarnar. Þeir Leif- ur, Oðinn og Sigurvin koma allir til með að halda áfram í keppnina um titilinn Herra Island sem fram fer á Hótel Islandi í næsta mánuði og á því leikur enginn vafi að þeir verða verðugir fulltrúar Vestlendinga þar. Þess má geta að Leifur er Vest- lendingur vikunnar að þessu sinni og viðtal við kappann er að finna á blaðsíðu 15. SÓK Borgarbyggð sýknuð Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað sveitarfélagið Borgar- byggð af kröfum Ola Jóns Gunn- arssonar fyrrverandi bæjarstjóra. Oli Jón var ráðinn bæjarstjóri Borgarbyggðar í júní 1994 en var sagt upp störfum þegar slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í apríl 1999. Stefhandi byggði kröfii sína á því að ráðningarsamningur hans hjá sveitarfélaginu gilti til 7. júní 2000 og hann ætti því rétt á launum út það tímabil og sex mánuði til við- bótar. Kröfur bæjarstjórans hljóð- uðu upp á sjö og hálfa milljón króna að meðtöldum miskabótum en til vara 4, 3 milljónir króna. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að Borgarbyggð skyldi sýkn- uð af öllum kröfum bæjarstjórans fyrrverandi og vísaði meðal annars til þess að fáum mánuðum eftir að honum var vikið úr starfi bæjar- stjóra var hann ráðinn í samskonar starf í öðru sveitarfélagi innan landsfjórðungsins. GE ( DpiðfM euí tUboM&ýto :co ;CD !LO 5C\j :CO veitmgar 8:4305555 :CD ■LO ■ T- ír> 03

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.