Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 36. tbl. 5. árg. 11, september 2002__Kr. 250 í lausasölu Löggæslumál á sunnanverðu Vesturlandi Erfitt að sitja undir órökstuddum dylgjum segir Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi Sameiningarviðræður heíjist í haust? Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður „Það er alltaf gott að eiga góða granna. A sama hátt er erfitt að liggja undir órökstuddum dylgjum frá nágrönnum sínum,“ segir Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borg- amesi en tilefhið er viðtal sem birt- ist í síðasta tölublaði Skessuhoms við Gísla Gíslason bæjarstjóra á Akranesi og hafnarstjóra á Gmndar- tanga. I viðtalinu segir Gísli að stór- efla þurfi tollgæslu á Grundartanga og að það sé jafnvel hægt að gera með lidum sem engum aukakosm- aði með því að sameina lögreglu- embættin á Akranesi og í Borgar- „Við hér við embætti sýslumanns- ins í Borgamesi höfum mátt sæta því að bæjarstjóri Akraness hefur staðið í stöðugu áróðursstríði gegn emb- ættinu. Þetta höfum við reynt að leiða hjá okkur enda haft öðmm hnöppum að hneppa. Nýjasta dæm- ið er gífuryrði bæjarstjórans í Skessuhomi þar sem hann lýsir toll- gæslu á Grundartanga óviðunandi. Það sem er alvarlegast er að það er ekki bara bæjarstjóri Akraness held- ur hafnarstjóri Grundartangahafnar sem talar. Þá er hann aukinheldur stjórnarformaður Spalar. Á vett- vangi Spalar hefur Gísli beitt sér mjög á sama hátt og bæjarstjórinn og hafharstjórinn,“ segir Stefán. Stefán segir að í þessu sambandi sé rétt að minna á að þegar tollgæsla og lögregla í Borgamesi fengu að- stöðu á Grundartanga hafi verið haft efhr lögreglumanni á Akranesi í fjöl- miðlum að þama væm Borgnesing- ar að pissa utan í tré og staura til að helga sér land. Stefán segir að þegar á reyndi hefðu sömu aðilar ekki ver- ið tiibúnir að standa við stóra orðin. „Þegar sýslumaðurinn í Borgar- nesi hefur átt fundi með fulltrúum Spalar þá em aðrir látnir sjá um þá hluti. Stjórnarformaðurinn hefur ekki séð ástæðu til að mæta. Eins þegar sýslumaðurinn var kvaddur í viðtal hjá rás 2 síðasdiðinn mánudag ásamt títmefhdurn bæjarstjóra hafði sá síðamefndi ekki möguleika á að mæta. Eg vil líka taka það ffam að starfsmenn embættisins í Borgamesi áttu sérlega gott samstarf við Pémr Baldursson fyrrverandi hafnarstjóra Grandartangahafhar. Lögreglan, sem og aðrir starfsmenn embættis sýslumannsins í Borgamesi,á em til samvinnu reiðubúnir við hafnar- stjórann á Grundartanga, stjómar- formann Spalar, bæjarstjórann á Akranesi sem og alla aðra aðila á Akranesi," segir Stefán. GE Allar líkur em á að sameiningar- viðræður milli hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar hefjist innan skamms. Eins og ffam hefur komið í Skessuhomi var samhliða sveitar- sjómarkosningunum þann 25. maí s.l. gerð skoðanakönnun um vilja íbúanna í Innri Akraneshreppi, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Leirár- og Melahreppi og Skilamanna- hreppi um vilja fyrir því að fara í viðræður um sameiningu. Meiri hluti kjósenda var því hlynntur. I framhaldi af því hafa oddvitar hreppanna fundað og lagt til við hreppsnefhdimar að viðræður hefj- ist í haust. Asa Helgadóttir oddviti í Innri Akranesi sem einnig gegnir hlut- verki oddvita oddvitanna í samstarfi hreppanna fjögurra sagðist í samtali við Skessuhom í gærkvöld ekki hafa fengið upplýsingar um hvort tillag- an hefði verið samþykkt í öllum hreppsnefndunum. „Ég tel það lík- legt enda var vilji íbúanna nokkuð skýr samkvæmt könnunni í vor.“ Viðræður um hugsanlega samein- ingu hafa áður farið ffam milli hreppanna og segir Ása að þess vegna liggi fyrir mikið af upplýsing- um. „Það er búið að vinna mikið af þessari vinnu þannig að það kemur til með að flýta fyrir. Eg treysti mér samt sem áður ekki til að segja hversu langan tíma þetta ferli kann að taka,“ segir Ása. GE Vel heppnuð ráðstefiia Kolgrafai*fj örður boðinn út l Umhverfisráðuneytið hefur stað- fest úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem fallist var á fyrirhugaða lagningu Snæfellsnesvegar um Kolgrafarfjörð með þremur valkostum. Sá kostur sem Vegagerðin hefur mælt með er brú yfir fjörðinn og má því telja víst að sú leið verði farin. Umhverfisráð- herra bætti við þeim skilyrðum að ef sú leið yrði farin yrðu látnar fara ffam rannsóknir í 5 ár á þétdeika minks í nágrenni vegfyllingarinnar og um endurheimt vodendis. ýtir áramót Gert hafði verið ráð fyrir því í vegaáædun að ffamkvæmdir gætu hafist á þessu ári í Kolgrafarfirði og var 100 milljóna fjárveiting æduð til verksins. Sú upphæð var skorin nið- ur í tultugu milljónir á síðasta þingi. Samt sem áður er ædunin að bjóða verkið út fyrir áramót að sögn Magnúsar Vals Jóhannessonar um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Framkvæmdir ættu því að geta hafist í ársbyrjun 2003. GE Ráðstefnan fór að mestu fram í Borgamesi enhún teygði anga stna meðal annars upp í Reykholt eins og sést á þessari mynd þar sem Sr. Geir Waage sýnir nokkrum ráðstefnugestum Snorralaug. Mytid: AM Ráðstefnunni Sögur og Samfélög lauk í Borgarnesi síðastliðinn mánudag en hún var sett á fimmtu- dagskvöld. Ráðstefnan er ein sú viðamesta sem haldin hefur verið um sagnaritun og sagnaarf Islend- inga en um fjöratíu fyrirlesarar víða að úr heiminum tóku þátt í ráð- stefnunni sem tókst í alla staði vel að sögn aðstandenda hennar. „Við emm mjög ánægð með þátttökuna og alla framkvæmd ráðstefnunnar og kannski ekki síður að þarna komu fram mörg skemmtileg sjón- armið og umræður vom mjög líf- legar um þetta efni,“ segir Asthild- ur Magnúsdóttir menningarmála- fulltrúi Borgarbyggðar. Helgartilboð í KB Hyrnutorgi Tilboð Verð áður Kjúklingur.............399 kg. 663 kg. Súpukjöt l.fl..........399 kg. 614 kg. Gulrófur................99 kg. I99kg. Epli rauð...............99 kg. 199 kg. Appelsínur.............149 kg. 239 kg. Fjölkornabrauð frá Myllunni............129,- 169,- Náttúrukaffi 500 gr........299,- 349,- - Náttúrukaffileikurinn í fullum gangi - góðir vinningar! Severin kaffikanna.......1.998,- Nýtt Severin brauðrist........1.898,- Nýtt Verið velkomin! gildir fimmtudag til sunnudags eða á meðan birgðir endast

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.