Fram

Tölublað

Fram - 17.02.1917, Blaðsíða 1

Fram - 17.02.1917, Blaðsíða 1
% Ritstjórar: Friðb.iNíelsson |og Hannes Jónasson." 1. ár. Siglufirði 17. febrúar 1917. - 14. blað. Anna Svanborg. ( hretinu félstu. Pú hafðir svo fátt af hlýviðri lífsins að segja; og ein'máttir loksins þá ekkert gat vermt í álaga haminum deyja. En fáir þeir verða, sem fella nú tár á fátæktar einstæðings leiðið; en síðasti blundur eins verður þér vær, sem veitir þér Ijósið og heiðið. Sá verður oft einrænn, sem aldrei fær skjól né ylgeisla hressandi neina; því fleiri sem vonir hans farast og þrár hann fleira þá heiminn vill leyna. Svo þjáninga okið sitt þegjandi ber um þyrnótta lífsreynslu vegi, og finnur að bera það erfitt er einn þá æfi fer hallandi degi. Hún þótti svo einræn en enginn gat sagt hvað undir bjó hjúpinum dulda; en hrukkur á enninu vitnuðu vel um vonir, sem bliknuðu af kulda. Fár getur skilið það alsleysi og auðn og okið' þess kveljandi nauða, sem tapar í æskunni einhverju því er æfin öll harmar til dauða. Rú lifðir þér einni svo langt fjarri glaum hvar lokkandi glitskrúðið sýnist, en gleðin hjá munaði aðset r á og æskunnar sakleysi týnist. Af auðæfum lífsins þú áttir ei hót og ekkert sem batt þig við heiminn. F*ú stjörnunni unnir, sem lýsti þér leið og loks upp í blástirnda geiminn. Benedikt Guðmundsson (frá Húsavík.) Anna sál. var einsetukerling í Fljótum. Dó í nóvember 1910. Var hún vel viti borin og hagorð, einræn í skapi, trúkona mikil, ógift alla æfi. Sagt var að hún hefði orðið fyrir vonbrygðum í æsku, er sett munu hafa þennan einræningsblæ á líf hennar líkt og Sæfins vatnskarls. (Hans Vöggur.) Höf. Kartöflur. Kartöflur hafa verið notaðar á- kaflega mikið í Þýskalandi til þess að drýgja með þeim mjöl og hefir kveðið svo ramt að því að sumir voru farnir að kalla rúgbrauðin ^artöflubrauð. En frá 1. janúar hef- ir verið hætt að blanda rúginn með kartöflum. Rykjast Pjóðverjar nú hafa svo mikið af kornvöru að þeir þurfi þess eigi framar. Mbl. Staka. Oott er að hafa vind í voð vita þykjast strik á land. En margir sigla sinni gnoð sjálfsáliti fermdri — í strand Bandaríkin Og stríðið. »Politiken« frá 5. þ. m. segir heil- mikið um Bandaríkin og friðslit þeirra við Pýskaland, og er hér laus- legt ágrip af því helsta. Wilson forseti Bandaríkjanna til- kynnir þjóð sinni, að þar sem Pjóð- verjar hafi nú, þrátt fyrir skýlaus loforð sín, bannað siglingar hlut- lausum þjóðum, hafi hann neiðst til að gefa utanríkisráðherra sínum, Lansing, þá skipun að tilkynna Bernsdorf greifa, sendiherra Pjóð- Verja, það að stjórnmálasambandinu <við Pýskaland væri slitið, og að sendiherra Bandaríkjanna í Berlín yrði kallaður heim. — Boðskap þessum var tekið með miklum fögnuði í Bandaríkjunum, og fjöldi merkra stjórnmálamanna hefir tjáð sig sammála forsetanum. Pegar Bernsdorf greifi fékk þessa tilkynningu, fyltust augu hans tár- um og sagðist hann hafa átt von á þessu, og bætti svo við: »Pað var ekki um annað að gjöra fyrir Bandaríkin; guð veit hvernig eg á nú að komast heim.« — Síðan reyndi hann að ná tali af Lansing utanríkisráðherra til þess að tjá hon- um að Pjóðverjar væru viljugir að gjöra breytingu á hafnarbanninu, þannig að Bandaríkjunum skyldi leyft að láta svo mörg Bandaríkjaskip sem þeir óskuðu, sigla til Falmouth, í stað þess sem fyrst var ákveðið, aðeins eitt á viku.— En utanrík- isráðherrann neitaði að veita Bernsdorf áheyrn, án þess að vita erindi hans. Frá London er skrifað 4. þ. m. að fréttin um upphaf á stjórnmálasam- bandinu milli Bandaríkjanna ogPýsk- alands séu mikil og góð tíðindi fyrir bandamenn. Ekki svo mjög vegna þess að bandamenn búist við lið- styrk þaðan, minstakosti ekki í bráð, heldur aðallega vegna þess að ef til stríðs kæmi millí þeirra, þá myndi fyrsta og þýðingarmesta verk Banda- ríkjanna verða það að hjálpa banda- mönnum um peninga, skipabygging- ar og aðflutninga á nauðsynjavör- um, svo og um hrávöru ýmiskon- ar og skotfæri. Hvort Bandaríkin fara í stríðið eða ekki, er alveg undir framkomu Pjóðverja komið, búist við að ef Pjóðverjar skjóti niður eitt skip til frá þeim, muni allur friður úti, og nú hefir komið frétt um það að þysk- ur neðansjáfarbátur hafi skotið nið- nr Amerikenska gufuskipið »Hausa- tanic« (Sbr. síðasta blað af »Fram.«) Samkæmt allra nýjustu símfréttum frá New York hefir stjórn Bandarík- janna nú þegar ákveðið framkomu sína og hlutverk ef til stríðs kemur. Bíst hún við að geta skaffað 2 miljón- ir hermanna á ári, en ætlar þó ekki að senda lið til Evrópu fyr en með vori 1918. Pað lið sem Bandaríkin gætu nú mist er svo lítið, að það myndi ekki gjöra mikið gagn. En eftir tvö ár munu Banda- ríkin geta sent 4 milljónir manna til skotgrafanna gegn miðveldun- um. Pað er einnig meining stjórn- arinnar að auka að miklum mun skotfæraframleiðslu í landinu. Siðasta nýlenda Danmerkur. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna i Danmörku 14. des. s. 1., er enginn vafi á því að hinarvesturindísku eyjar verða seldarAmeríku.Grænland verð- ur þá eina nýlendan sem Danmörk á eftir, ogí samningnum við Ameríku ákveðst það að Bandaríkin viður- kenni yfirráð Danmerkur yfir öllu Grænlandi. Pá er að íhuga, hvort það, sem Danmörk hefir fengið við- urkendan eignarrétt sinn á, er nokk- urs virði. Ef einungis ætti að ræða um s. m.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.