Fram


Fram - 02.11.1918, Blaðsíða 1

Fram - 02.11.1918, Blaðsíða 1
Btateteta Sardínur nýkomnar Friöb. Níelsson. %pippppyafzfszpfisfjfii Siglufirði 2. nóvember 1918. 43. blað. II. ár. Málsnild. Eg her ofí fundið til þess hve ó- nýtir við Siglfirðingar erum með að koma fyrir okkur orði í ræðuformi, þegar svo ber undir. Þegar hér hafa verið haldnar op- inberar samkomur, hefir jafnan verið fremur lítið um ræðuhöld, og þó þær fáu ræður, sem hafa verið flutt ■ ar undir þeim kringumstæðum, hafi verið fremur laglegar og allvel flutt- ar, hefir þó verið hægt að -heyra, að mönnunum hefirekki verið tamt að flytja ræður opinberlega, hefir vantað æfingu. Alveg hið sama má segja á fund- um, sem hér eru haldnir þar sem almenn mál eru rædd. Þó menn ut- an funda láti í Ijósi álit sitt á hin- um ýmsu málum, og virðast meira að segja hafa brennandi áhuga fyr- ir þeini, þá er sem flestir séu múl- bundir þegar á fund er komið. Til almennra fundaskapa virðast marg- ir ekki þekkja, og vilja því fundir fara í ólestri jafnvel þó sá, sem fund- arstjóri er í það og það skiftið hafi bæði vit og vilja til að láta fundinn fara skipulega fram. F*að er viðurkent að vera fögur list að vera málsnjall og engum blandast víst hugur um að það get- ur haft afarmikla þýðingu. Pað er ekki lítið í það varið að geta sótt mál sitt vel eða varið þegar því er að skifta. Eg hefi margoft hlustað á, að góður málstaður hefir verið hrak- inn vegna þess, að formælenda hans hefir vantað mælsku til að setja fram hugmyndir sínar og ástæður í nógu góðu og fullkomnu formi. Hugs- unin getur verið skýr og rökrétt í heila mannsins þó hann sé ekki fær um að setja hana fram í orðum. Mælska lærist með æfingunni, en margir, og jafnvel flestir þurfa ntikla æfingu. Best er að byrja ungur, og því liefi eg skrifað þessar iínur, að eg ætlast til, að hinn yngri lýður Siglufjarðar setji sér, að komast ekki feti heldur mörgum fetum framar í þessari grein en fyrirrennarar hans. Hin nýstofnuðu félög, Ungmenna- félagið og Kaupmanna og verslun- armannafélagið standa vel að vígi nteð að æfa meðlimi sína í ræðu- snild, en þó álít eg að heppilegast væri að stofnað væri félag einung- is í þeim tilgangi að æfa menn í að halda ræður. F’annig lagað fé- lag var stofnað á Akureyri um síð- ustu aldamót, og stóð með mikl- utn blóma í mörg ár, og bar góð- an árangur nieðan það starfaði. í þannig löguðu félagi má taka alt til umræðu og meðferðar, en í þeim félögum, sent eru stofnuð með einhliða markmiði fyrir augum, verða umræðuefni á fundum auðvitað að vera sniðin eftir því. í hinu áður- nefnda félagi á Akureyri var kosin umræðunefnd til hvers fundar, er sá um verkefni. A fundinum var einungis hugsað um að ræða mál- in frá sem flestumhliðum, en sjaldn- ast neinar ákvarðanir teknar nema þegar málefnin snertu félagsheildina beinlínis. — Umræðuefnin voru svo fjærskild sem verða mátti, alt frá því að deila um hver hefði verið meira skáld jónas Hallgrímsson eða Bjarni Thorarensen, og til þess að ræða hvort heppilegra væri fyrir bændur að ausa tún sín á vori eða hausti. Yfir höfuð að tala var kept að því að haga verkefnum svo, að sem flestir fyndu ástæðu til að taka til máls, og að taka fyrir svo marg- vísleg verkefni sem hægt væri. Eins og nú standa sakir eru lík- lega erfiðleikar á að koma á fót svona löguðu félagi vegna dýrtíðar á eldivið og svo vegna þess að þægilegt húspláss vantar. Pó álít eg að það sé ekki frágangssök, og vel teldi eg farið ef einhverjir af yngri mönnum vildu taka sig saman og gangast fyrir að það yrði stofnað. Auðvitað þyrfti ekkert aldurstakmark að vera og eldri menn geta eins verið með ef þeir á annað borð vildu. Eg get ekki trúað öðru en fleiri en eg fmni hve mikið okkur vantar í þessu efni, og finni um leið að það er bæði þörf og skylda að fram- íarir verði. H. J. Nýlega fór fram manntal á Vest- urheimseyjum þeim, er Danir seldu Bandaríkjunum og voru íbúarnir að eins 26.051, en árið 1835 voru íbú- arnir 43.178. Þeim hefir því fækkað nær um helming á rúmum80árum. Happið mikla. Einn fagran dag í maímánuði í fyrra var uppi fótur og fit hér í Siglufirði, livert mannsbarn er vetl- ingi gat valdið flýtti sér hér suður að höfninni, því stórt happ hafði hlotnast sveitinni, um 70 háhyrn- ingar voru reknir á land og unnir. Pað var ekki að undra þó gleðin skini á hverju andliti, því þessir há- hyrningar voru feikna mikils virði, talið í tugum þúsunda manna á milli. Þegar búið var að bana háhyrning- unum, var stofnað til fundar og kosnir níu menn — bestu menn sveitarinnar, einn var reyndar úr Rvík — til þess að ráðstafa þessari blessaðri björg, með öðrum orðum koma henni í peninga. Við að biskupa háhyrningunum til vann fjöldi manns af miklu kappi, og undir ágætri stjórn. Lá þar eng- inn á liði sínu. Pegar því var lokið var gengið að þvíað úthluta gefins 15 pundum af megru og 10 pund- um af spiki á hvert nef í sveitinni. Það sem þá var eftir, sem ekki var neitt smáræði, var selt. Komu menn hingað úr nærliggjandi sveitum og keyptu þar til alt var uppgengið. Nokkrir háhyrningar voru sendir til Reykjavíkur. Snemma fór að brydda á því, að menn voru ekki á einni skoðun um hverjir væru hinir réttu eigendur að þessum mikla feng. Var um það deilt manna á milli, en aldrei fanst hin rétta niðurstaða. Um það kom öllum saman að miklir peningar yrðu afgangs kostnaði og var ekki trútt um að menn biðu með óþreyju eftir að fá að vita hve miklir þeir yrðu. En því miður hefir almenningur ekki fengið að vita það enn. Nefnd sú hin mikla, sem kosin var, hefir ekki ennþá, svo lýðum sé ljóst, gert grein fyrir starfi sínu. Flestir munu þó líta svo á að það sé skylda hennar, því þó ágreining- ur geti verið um hverjir eiga, eða áttu, að hafa ágóðann af þessu mikla happi, sem sveitinni hlotnaðist í háhyrningunum, þá mun allur þorri manna sammála um, að það var ekki nefndin. Að sjálfsögðu hlýtur nefndin að hafa góðar og gildar á- stæður fyrir þessum drætti, annars myndi hún ekki leyfa sér hann, en óneitanlega er hálf einkennilegt að hálft annað ár skuli þurfa að líða svo að almenningur fær ekki að vita um árangurinn af þessu mikla sveitarhappi. s. m. Byggingarlag á sveita- bæjum. Pó mikið sé búið að ræða og rita um byggingar á sveitabæjum þá vantar enn mikið til að festa og samrými sé komið í byggingarstíl- inn. Hver byggir eftir sínu höfði og af því leiðir tilbreytnin, sem er í húsaskipun og byggingarlagi á bæj- unum okkar. Menn hafa bygt torf- bæi, timburhús, og steinhús, sitt með hverri gerðinni og eg tel hæpið að nokkur tvö hús á landinu séu alveg eins. Mönnum kemur saman um það, að íbúðarhúsin þurfi að vera björt, loftgóð og hlý, eins endingargóð og kostur er á og þó sem ódýrust. En jafnframt verða þau líka að vera smekkleg, en til þess hefir venju- lega verið tekið altof iítið tillit. Séu torfbæir vel gerðir, og hafð- ir á þeim timburgaflar eða timbur- hlið svo nóg birta fáist, eru þeir allgóðir, og bæja hlýastir. En oft eru þeir illa gerðir og ósmekklegir, timbrið í þeim fúnar fljótt, og verð- ur viðhald þeirra þá dýrt. Timburhúsin eiga allra húsa síst við hér á landi. Þau eru köld, end- ast oft illa, og dýr að reisa, í landi þar sem ekki vex viður »utan björk lítilsháttar.« Steinsteypuhúsagerðin er hérenn í bernsku. Steinsteypuhúsin, sem búið er að byggja, hafa reynst mis- jafnlega sem von er til. Sérstaklega hafa þau bæði reynst köld, og enn hefir ekki tekist að gera steinsteyp- una vatnshelda á ódýran hátt, en vonandi standa þau til bóta. Við steinsteypuhúsin er sá kostur, eins og torfhúsin, að hægt er að nota mikið af innlendu efni, en sá ókostur fylgir líka steinsteypuhús-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.