Fram


Fram - 11.01.1919, Blaðsíða 1

Fram - 11.01.1919, Blaðsíða 1
******** Imperial- ritvél fæst í verslun Sig’. Sig'urdssonar. III. ár. Siglufirði 11. janúar 1919. 2. blað. Innileg hjartans þökk til allra, sem á einn eður annan hátt hafa auðsýnt okkur hluttekningu við frá- fall og jarðarfqr eiginmanns og föð- ur okkar Sveins sál. Péturssonar. Öakka í Siglufirði 10. jan. 1919. Kristíti Björnsdóttír. Soffía Sveinsdóttír. Sigurdur Sveinsson. Um sóttbannið. Herra ritstjóri! Viljið þjer Ijá þessum línum rúm í blaði yðar. Á fundinum, sem haldinn var hjer á dögunum um sóttvarnarráðstafan- ir og samgöngubann hjer í Siglu- firði, hafði jeg ekki hjá mjer sím- skeyti, sem jeg hafði fengið frá land- lækni. Jeg mundi ekki með vissu hvað í því stóð og þorði ekki að vitna til þess í ræðu minni. Petta símskeyti breytir þó talsvert mála- vöxtum og iæt eg það því kotna hjer fram. Rvík. 29. des. 1918. Hjeraðslæknir Siglufirði. Ef báðir skipstjórar láta í tje skriflega yfirlýsingu um það að á skipunum*) sje ekki og hafi ekki verið hvorki á brott- fararstað nje á leiðinni neinir sjúkir menn, sem grunur geti leikið á um að hafi Influenzu eða annan næman sjúk- dóm, eða lík manna, sem dánir sjeu úr slíkurn sjúkdómum og ef þjer við rann- sókn á skipunum finnið engan þar með influenzu eða annan næman sjúkdóm, ber samkvæmt íslenskum lögum að veita þessum skipumtafarlaust fulla heim- ild til að hafa öll nauðsynleg mök við land og landsmenn. En stjórnarráðið mun í símtali við sýslumann Eyfirðinga ákveða hvort einangra skuli Siglufjörð til frekari tryggingar gegn influenzu fyr- ir aðrar sveitir þar til þessi skip eru af- greidd og full vika liðin þar frá. Landlæknir. Af þessu ma líklega betur skilja *) Pað er: »Rövær« og »Tiro.« hvernig á banninu stendur og mína afstöðu til málsins. Viðvíkjandi sóttvörnum framvegis skal jeg geta þess að landlæknir sagði mjer í símtali í fyrradag, að nú væri að tilhlutun stjórnarráðsins hann (o: landlæknir) og læknadeild háskólans (o: allir kennarar háskól- ans í læknisfræði) að semja sótt- varnarreglur gegn spönsku veikinni, sem gilda ættu um alt land. Land- læknir taldi það óhæfilegt hve mik- ið ósamræmi væri í ráðstöfunum víðsvegar um landið; á Seyðisfirði er höfð ein leiðin, önnur á Akureyri, þriðja á Sauðárkrók o. s. frv. — Mjer skildist að landlæknir mundi ætla sjer að leggja það til, að álíta skyldi hvern mann ósmitunæman, sem sóttlaús (hitalaus)hefði veriðsíð- ustu undanfarna 10 daga. Petta kem- ur líka vel heim við það, sem stend- ur í bæklingi landlæknis um kvef- pestina á bls. 5. — Jeg var því miður ekki búinn að lesa þennan bækling, þegar áðurnefndur fundur var haldinn og gat því ekki skírt frá hvernig aðrir læknar en »heil- brigðisráðið« á Akureyri líti á þetta mál. Jeg hefi það eftir manni á Akureyri, að óvíst sje að Akureyringar muni hlíta þannig gjörðum reglum og bera fyrir sig að bæjarstjórn Akur- eyrar hafi boðist til að bera allan kostnað af sóttvörnum þar og sje því ekki skyldug að fara eftir öðru en sínu eigin höfði. Pettaer reynd- ar tæplega trúlegt — endaþótt Ak- ureyringar eigi í hlut, nema hjer sje að rísa upp íslensk Bergen, sem stendur utanvið ramma þjóðfje- lagsins. Siglufirði 10. jan. 1919. Guðm. T Hallgrímsson. Landsversiun hefir sett kolin niður um 75 kr. smál. og sykur utn 20 aura kg. Frtmann Frímannsson kaupm. á Akureyri hefir keypt fataverslun P. Síllehoveds þar. 250 \ sjómannaknæpur og aðrar knæpur, sem bófarnir frábryggj- um Temsár voru vanir að stilla þorsta sinn í. Eins og lesendunum líklega hefir dettið í hug, var mað- ur þessi Mr. Pemberton, sem í þessum nýa dularbúningi var að leita að Mikkel Fox. Hann vissi að »hinir lifandi dauðu» voru fjölmennir, og hann hafði von um að hitta einhverja þeirra í þessum . knæpum. Eftir að móðir Trundel hvarf svo skyndilega, höfðu gestir hennar, er áður voru, safnast að knæpu einni, er hét »Kjallari lífsins« og lá í öngstræti einu, Rolfstræti, niður við Temsá. Petta vissi Mr. Pemberton, og honum var einnig kunn- ugt um, að rauða Nancy, Amy-Boy og fleira af nafnkendu glæpahyski hafði sinn ákveðna stað til þess að hittast á, og spila þar syngja, slást og skifta herfangi á milli sín. Hann vissi einnig að ef Mikkel Fox feldi sig einhver- staðar, þá myndi hann setja alla sína áhangendur út til þess að njósna um ef hætta væri á ferðum, yfir höfuð að tala, alt sem gerðist. Lautenant Stewenson hafði sagt honum að hin alræmda knæpa »Kjallari lífsins« væri í Ralfstræti. Hann staðnæmdist því á götuhorni til þess, að lesa úr götunöfnunum. »Stewenson hefir rétt fyrir sér, það er fimta gata á vin- stri hönd,« sagði Mr. Pemberton við sjálfan sig, Hann aðgætti að skambyssan væri í vasanum og gekk svo hægt inn í götuna. Pegar hann var kominn inn í miðja götuna, sá hann spjald yfir kjallaradyrum og var málað á það: »Kjallari lífsins.« »Eg verð að reyna hamingjuna,« sagði hann við sjálf- 243 »Já, það er gamla sagan. Hve mikil auðæfi á móðiryðar.« Gimsteinar hennar og aðrir dýrgripir álít eg að séu virði tveggja miljóna og tvö hundruð þúsund franka,« svaraði Mr. Pemberton. Og eruð þér viss um að þessi upphæð sé ekki 'tilfæ'rð í erfðaskránni?« »Já, eg er viss um það. í erfðaskránni stendur að dýr- gripum hennar, sem taldir eru á þessum lista, eigi að verja til góðgerðarsemi.« »Hvað heitir móðir yðar?« spurði Schnell og greip blýant. »Frú Lucien Perlot Boulevard Mazenna 114,« svaraði Mr. Pemberton. »Pað er gott. Pér getið svo fundið mig eftir tvo daga, þá skal eg sjá hvað eg get gert fyrir yður, En,« bætti hann við, »það verður yður dýrt, herra Perlot, eg fæst ekki við þannig lag- að sjálfur, læt aðra gera það fyrir mig.« »Pað er lýgi, gamli refur,« hugsaði Mr. Pemberton. »Pér óskið eítir eftirriti af þessum lista, sem sé með sömu rithönd?« bæ#i Schnell við. »Já, herra Schnell, en þeir hlutir sem eg hef merkt með krossi eiga ekki að vera með.« >Hm! og þennan nýja lista ætlið þér svo að leggja með erfðaskránni í staðinn fyrir þennan?« »Alveg rétt,« svaraði Mr. Pemberton. »Já, eg skal sjá hvað eg get. Eins og eg hefi sagt, þá skuluð þér koma eftir tvo daga, og þá skuluð þér fá hinn umbeðna lista, móti hæfilegri þóknun, »Hvort það er einu eða tveim þúsundum franka meira eða minna gerir ekki svo mikið til,« svaraði Mr. Pember-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.