Fram


Fram - 05.07.1919, Blaðsíða 1

Fram - 05.07.1919, Blaðsíða 1
ufcX Danskur Barna- skófatnaður jer væntanlegur næstu daga j Friðb. Nfelsson. TfSfTfSfWaflfK ift,____ ^TTTTT III. ár. Siglufirði 5. júlí 1919. 28. blað. Skýrsla sýslumannsins í Eyjafjarð- arsýslu til sýslunefndar og Alþingis 1918 viðvíkjandi skiptingu sýslumanns- embættisins. Niðurl. Hverjar tekjur embættisins verða frá Siglufirði, að ófriðnum loknum og hve mikili tekjumissirinn því yr-ði ef hann verður skilinn frá lögsagn- arumdæminu, um þáð er ekkert hægt að segja með vissu. Allt er í óvissu um það eins og líka það verður undir löggjöfinni þá komið. En að óbreyttri löggjöf þykir mér sem kunnugum manni sennilegast, að þær tekjur muni fyrstu árin eftir stríðið ekki verða hærri en þær voru hæstar fyrir stríðið eða árið 1913. Það ár hefur þáverandi sýslumaður Júl. Havsteen talið allar brutto auka- tekjur émbættisins c. 7000 kr. og mun þaraf hafa verið frá Siglufirði c. 2500 kr., en þaðan í frá aukast aukjatekjur embættisins frá Siglu- firði hlutfallslega miklu meira en frá öðrum hlutum lögsagnarumdæmis- ins. Einnig hefur sami maður gjört upp og sent stjórnarráði íslands skýrslur um allar tekjur embættisins um næstu 5 árin þar á undan, Þess- ar skýrslur munu vera f vörslum stjórnarráðs íslands og vísast til þeirra. Pær munu bera það með sér að allar tekjur embættisins, ef þær ekki aukast að stríðinu loknu, verða ófullnægjandi til að starfrækja em- bættið sökum þess, hve gífurlega embættisstörfin hafa vaxið síðan, # og kaup starfsmanna hækkað. En verði þessar tekjur þar að auki skert- ar um allt að helmingi eins ogfyr- irliggjandi frumvarp gerir ráð fyrir, þá er starfræksla embættisins þar rneð gjörð ómöguleg. Tel eg sýslu- nefndinni skylt að gjöra sitt til að koma í veg fyrir að þetta verði gjört. Hinsvegar er eg því ekkert mót- fallinn að Hvanneyrarhreppur eða Siglufjörður verði gjörður að sér- stöku lögsagnarumdæmi. Tel eni- bættið vera orðið svo umfangsmik- ið, að þörf sé á að skifta því, ekki síst ef löggjöf og stjórn halda á- fram að auka störf sýslumanna ár frá ári. En frumvarp það, er liggur fyrir, nná ekki ná óbreytt fram að ganga. Eg hefi skýrt frá því í sýslu- nefndinni, að eg teldi réttast að skifta frumvarpinu í tvö frunivörp, Annað frumvarpið yrði þá um skifti lögsagnarumdæmis Eyjafjarðarsýslu, en hitt um bæjarstjórn á Siglufirði. í fyrra frumvarpinu ætti þá jafnframt að ákveða laun og tekjur beggja embættanna. Það heyrir undir verk- svið stjórnarráðs og alþingis að á- kveða innihald frumvarpanna. En til íhugunar vil eg leyfa mér að taka það fram, að mér virðist launaákveði hins fyrirliggjandi frumvarps vera miður vel viðeigandi. Ef skifta á lögsagnarumdæminu í tvö umdæmi, tel eg réttast, að Iaun beggja em- bættanna yiðu ákveðin, eins og þegar bæjarfógetaembætti Reykja- víkur var skift á síðasta alþingi þann- ig, að allar eða mestallar aukatekjur beggja embættanna verði látnar renna í landssjóðinn, en að landssjóður- inh aftur á móti greiði allan starf- rækslukostnað embættanna eftir reik- ningi og greiði embættismönnun- um sjálfum hæfileg og sómasam- leg laun, eftir gildi og þýðingu hvors embættisins fvrir sig og starfi því, er hvorum þeirra um sig er ætlað að inna af hendi. Hef eg þessvegna hér að framan skýrt frá mínu áliti um það, hve mikili starfrækslukostn- aðurinn muni verða í umdæmi Eyja- fjarðarsýslu ef starfrækslan á að verða vel af hendi leyst. Annars geng eg útfrá að stjórnarráð íslands gjöri þær tillögur í málinu, að starf- rækslu embættanna verði borgið, Virðingarfylst Páll Einarsson. Til sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu. * * * Að framanritað eftirrit sé orði til orðs samhljóða mér sýndu frumriti vottast hérmeð notarialaiter eftir ná- kvæman samanburð. Notarialskrifstofu Reykjavíkur 5. júní 1919 Kr. Linnet. Ojald kr. 1.50 (L. S.) ein kr. fimtíu aur. Qreitt K. L, * * * Rétt eftirrit. B. Porsteinsson. Eg hafði viljað láta fylgja þess- ari skýrslu sýslumanns Páls Einars- sonar athugasemdir málefninu við- víkjandi, en sökum þess að eg er að leggja af stað í ferðalag verð eg að geyma mér þetta þar til eg kem heim aftur. Guðm. T. Hallgrímsson. Jarðakaup bæjarins. Hér fer á eftir nefndarálit um jarðakaupamálið, en tillaga sú, sem þar er getið um, er áður prentuð í »Frani« (nr. 26.) Nefnd sú, er bæjarstjórnin kaus í jarðakaupamálinu, hefir orðið sam- mála um það, sem hér segir: Tillaga: Orei nargerð. Siglufjörður er verst settur allra kaupstaða landsins að því, er kaup- staðarlóðina snertir. — Reykjavík, Akureyri, ísafjörður, Seyðisfjörður, Hafnarfjörður, eiga ekki eingöngu lóð þá, er húsabyggingin í hverjum kaupstað nær yfir, heldur miklu meira land. Siglufjörður á ekki þuml- ung af landi. Siglufjörður þarf, eins ogaðrirkaupstaðir iands- ins, að eiga sig sjálfur. Hið íslenska löggjafarvald heíir líka oft sýnt þá stefnu að styðja og styrkja bæjarfélögin í því, að bæirnir eign- ist landið, sem þeir standi á og það jafnvel þótt eigi væri að ræða utn bæ með kaupstaðarréttindum eða jafnmiklum fólksfjölda ogSiglu- fjarðar. Bæjarfélaginu mun það verða vænlegast til þroska og framfara, að kaupstaðarlóðin verði i höndum þess sjálfs og fái auk þess land til ræktunar — slíkt er skilyrði fyrir vexti og viðgangi bæjarins, sem aftur leiðir af sér auknar tekjur í landssjóð. Landinu í heild sinni er það og fyrir bestu, að nurndar séu í burtu óheppilegar hömlur fyrir framförum og eflingu kaupstaðarins. Siglufjörður þarf að fá land það, sem tillagan fer fram á, m. a. af þessum ástæðum: 1. Til þess að bæjarstjórn og bæjarfélagið geti ráðið bygg- ingu húsa, legu og fyrirkomu- lagi gatna innan kaupstaðarins. 2. Til þess að hafa beitarland handa búpeningi þeim, sem er í kaupstaðnum og mesta nauð- syn er á, að ykist. 3. Til þess að auka jarðræktun kringum kaupstaðinn og með því auka mjólkurframleiðsluna, sem er skilyrði fyrir vexti bæj- arins. 4. Til þess að hagnýting og umráð jarðanna fari meira eftir hagsmunum almennings en ef eignin væri í umráðum og hag- nýtingu prívat manns — enda þótt prestur væri. 5. Til þess að fyrirbyggja í framtíðinni hugsanlegar — jafn- vel líklegar — deilur bæjar- valdsins og bæjarbúa annars vegarog Hvanneyrarprests hins vegar út af umráðum og hag- nýtingu jarðanna og óhjákvæmi- legum ágangi búpenings bæj- arbúa á jarðirnar. 6. Af þvt að Siglufjarðarkaup- staður ætlar að leggja stórfé af mörkum til hafnarbóta, en getur það ekki nema að eign- ast landið í kring. Um 1. — Núverandi ástand er það, að presturinn á Hvanneyri get- ur mælt út svæði til byggingar þar og þeim, sem hann vill leigja, og það þau svæði að sjálfsögðu, sem hann telur sér h^igkvæmt að leigja án tillits til þess, hvernig aðstaðan og húsaröðin í bænum við það kynni að líta út. Atvinnurekstri, sem honum ekki t. d. sýndist um, en bænum væri til stórrar framfara, gæti bann algerlega neitað um land, eða að minsta kosti látið leiginguna vera þeim erfiðleikum bundna, er væri til stór hömlunar fyrir atviunurekst- urinn. Umráðamaður jarðanna gæti neitað að iáta land undir götu nema þá með afarkjörum, og þótt semja mætti lög um heimild fyrir bæjar- félagið til þess að taka nauðsyn- legt land undir götu, þá mundu af því geta risið sífeldar deilur og ó- ánægja út af slíkum málum milli bæjarstj, og umráðamanns Hvann- eyrar — deilur, sern væri æskilegt að fyrirbyggja. Par sem umráðam. jarðarinnar þannig getur ráðið stærð hinna leigðu grunna, getur mynd- ast afaróheppilegt og ófullnægjandi fyrirkomulag bygginga í bænum, en það úrræðið, að taka af ofstórum grunnum og steypa saman oflitlum, yrði svo dýrt og bænum ofvaxið vegna kostnaðar, að það yrði ekki framkvæmanlegt og því örðugra viðfangs, sem bæði væri við leigu- töku og leigusölu lóðanna að eiga. U m 2. — Hið ræktaða land — Hvanneyrartúnið — er grýtt og harðbalakent og mundi kosta mikið fé ef gera ætti þar miklar jarðabæt- ar til þess að auka töðuframleiðsl- una. Pað yrði dýrt fyrirtæki, sem

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.