Fram


Fram - 11.10.1919, Blaðsíða 1

Fram - 11.10.1919, Blaðsíða 1
 Citron, Kardimommu, Vanille, Möndludr., og Gerpúlver á 3,50 pd fæst í versl. Pál! S. Dalmar. $ Ballhanskar $ fást versl. yFjalIkonan. g. '«|* «J* III. ár. Sigiufiröi 11. okt. 1919. 42. biað. Rafmagn ti!hiiunar. —oo— Um hitun húsa með rafmagni getur varla verið að tala hjer hjá oss, sem höfum ekki meira rafmagni yfir að ráða, en raun er á og útlit er fyrir. Til slíkrar hitunar, ef um nokkuð niörg hús er að ræða, þarf ákaflega mikið afl, og helst nokkuð auðfengið og ekki mjög dýrt. Svo er talið, að 40- 60 watt þurfi að vetr- inum til þess að hita upp hvern kúbikmeter í herberginu, og rúman helming af þeirri wattatölu, til þess að halda hitanum við eptir á. Til þess að hita upp herbergi, sem er 4 metrar á hverja hlið og 3Va m. undir lopt þarf þá nálægt því 3000 watt, (þrjú kílówatt), og mundi það kosta mörg hundruð krónur á ári, ef verðið ,á straumnum til hitunar væri nokkuð svipað verðinu á straum til Ijósa. En að selja straum til hit- unar við svo lágu verði, að það verði hagnaður að hita þannig her- hergi sín, geta venjulega þær stöðv- ar ekki gert, sem reknar eru fyrir opinbert fje og hafa mikium Ijós- þörfum að gegna, með því líka mesta Ijósþörf og mesta hitaþörf eru opt samtímis. En rafstöðvar, sem eru eign einstakra manna eða fárra sameiganda, og hafa því hlut- fallslega lítilli Ijósþörf að gegna, en aflið er me$ góðum hagnaði notað til ymiskonar vjelareksturs aö sunir- inu, slíkar rafsöðvar geta stundum orðið notaðar með einhverjum hagn- aði til þess að hita upp hús að vetrinum,efafliðáannaðborðer nógu mikið. Við þurfum þvi tæplega að búast við því að geta fengið rafhitun í hús okkar yfirleitt í náinni framtíð, nema nýar leiðir verði fundnar til þess, að safna hitanum sanian þann hlutadagsins,sem vjelarnar eru ekki notaðar til Ijósa. Og þetta get- ur tekist, áður en varir. Pví einmtt þetta, söfnun raforkunnaroggeymsla hennar til seinni ííma, svo vjelarn- ar þurfi aldrei að vera iðjulausar, það er eitt af þeim viðfangsefnum, sem raffræðingarnir keppast nú einna mest við að leysa á viðunandi hátt. B. I3. Undirrituð tekur hörn innan skólaskyldualdurs til kenslu frá 1. nóv. n. k. Ingibjörg Pálsdóttir. Frá Alþingi. —oo— / Hækkun þingfararkaups. — Frv. frá launamálaneínd n. d. um þingfararkaup alþ.manna. Bað hljóð- ar svo: »1. gr. Alþ.menn skulu hafa 12 kr. þóknun daglega bæði fyrir þann tíma, sem þeir sitja á Alþingi og þann tínia, sem fer til ferða að heiman til þings og heim af þingi. — 2. gr. Ferðakostnað fá alþ.menn sem búsettir eru utan Rvíkur, end- urgoldinn eftir reikningi. — Sam- ein. alþ. kýs nefnd, sem úrskurðar þingfararkaupsreikninga alþ.manna, en forsetar þingsins ávísa upphæð- unum. — 3. Auk hinnar daglegu þóknunar fá aiþ.menn samskonar uppbót á henni eins og embættis- menn landsins fá á launum sínum samkv. launalögum. — 4. gr. Gjöld samkv. lögum þessum greiðast úr ríkissjóði. — 5. gr. Lög þessi öðl- ast gildi 1. jan. 1920. Þó skal dýr- tíðaruppbót sú, er um getur í 3. gr. greiðast frá 1. júlí 1919 af nú- verandi kaupi. — 6. gr. Með lög- um þessum eru úr gildí numin lög nr. 10, 22. okt. 1920, um þingfar- arkaup alþ.manna.« Hækkun vörutolls. Fjár- hagsnefnd n. d. ber fram frv. um. að vörutollur hækki enn frá næsta nýári um 50%. Greinargerðin er svohljóð- andi: »Nefndin flytur þetta frv. eftir tilmælum landsstjórnarinnar og er á- stæðan fyrir frv.sú,hversu mikill tekju- halli er fyrirsjáanlegur á næsta fjár- hagstímabili. Er hv. deild svo kunn- ugt um nauðsyn á tekju-auka, að ó- þarft þykirað gera nánari grein fyrir því — Tekjuaukinn að þessu ætti að nema um yj.i miljón á fjárhagstíma- bilinu. , Hækkun ráðherralauna. — Launamálanefnd e. d. flytur frv. um þá breyt. á lögurn um æðstu um- boðsstjórn íslands, að ráðherrar skuli hafa 10 þús. kr. í árslaun (í stað 8 þús.) Auk þess skal sá ráð- herrann, sem er forseti ráðaneytis- ins, hafa leigulausan bústað og 4þús. kr. í risnufé á ári (nú 2 þús. kr.) Vatnamálin. — Um þau hafa komið fram þingsál.till. frá vatna- málanefnd alþ. og hljóðar hin fyrri þannig:» alþ. ályktar að skora á landsstjórnina: 1. Til þess að dóm- stóla-úrskurður fáist um, hvort ríkið eða einstaklingar eigi vatnsorku landsins, — að slá eign sinni á alla vatnsorku Sogsins alt frá upp- tökum þess og þar til er það fellur í Ffvítá, án þess að neinar bætur korni fyrir til einstaklinga eðafélaga, er talið hafa,sér eignarréít á henni. Taka þessi skal þó eigi ná til þess af vatninu, er býlum verður metið nauðsynlegt til heim- ilis og húsþarfa. — 2. Falli hæsta- réttardómur í væntanlegu máli út af vatsorkunáminu á þann veg, að einstaklingar eigi vatnsorku þá. er þeir hafa talið sér, en eigi ríkið, — að gera ráðstafanir til þess, að ríkið þá engu að síður nái, gegn bótum, fullum umráðum og notarétti á vatnsorku Sogsfossanna. — 3 Að láta halda áfram mælingum þeim og rannsóknum um vatnsorku o. fl. í Soginu, sem byrjað hefir verið á. og heimilast landsstjórninni til allsþéssa nauðsynlegt fé úr ríkíssjóði.« —Hin tlllagan er svohljóðandi:* alþ, álykt- ar að skora á iandsstjórnina að lýsa alla vatnsorku á almenningum og afréttum eign ríkisins og gera, ef með þarf, ráðstafanir til þess, að rifting fari fram á gerningum milli einstaklinga eða félaga, c:r í bága kynnu að koma við þennan rétt þjóðfélagsins.« Leiðbeiningar fyrir inn- flutta Islendinga, — Bjarni frá Vogi flytur svo látandi þingsál.till.: »N. d. alþ. ályktar að skora á stjórnina að láta ákveðinn mann eða menn í annari skrifstofu hafa á hendi leiðbeiningar við íslendinga þá, sem vilja hverfa heim úr öðrum löndum, svo sem að fá þeim atvinnu, jarð- næði, hlutdeild í fyrirtækjum og ann- að, sern þeim er þörf til vistar hér á landi.« Astáeður fyrir tillögunní eru þessar:» fyrir nokkrum áratug- um varð það oft og einatt fangaráð hreppstjórnarmanna, er styrkja þurfi fjölskyldur af sveitarfé, að þeir sendu þær til Vesturheims. Pá þótti mönn- um nægur vinnukraftur í landinu og þótti byrði að fólkinu. Nú hefir atvinnuvegum vorum verið sýndur meiri sómi en áður, er dugnaði manna og framsýni hefir fleygt ótrúlega fljótt áfram. Nú er þegar orðinn skortur á vinnukráfti og mun sá skortur óðum vaxa eftir því sem árin líða. Verður þá trauðla hjá því komist að fá vinnukraft annarstaðar að. En þá er það hverjnm manni auðsætt, að þjóðerni voru er betur borgið, ef eigin landar vorir flytjast heim aftur, þeir er búa nú erlendis, heldur en ef hingað flyt- jast annarlega mælandi menn, — Mitt innilegasta þakkiæti votta eg öll- um seni gáfu mér handa bróðir mínum og bið guð almáttugan að launa það af ríkdómi sinnar náðar. Siglufirði 10. okt. 1919 Björg Jónasdóttir. Ress vegna er það fullkomin þjóð- arnauðsyn að létta löndum vorum heimflutninginn.c Vikan. —oo— Tíðin Þótt útlit væri hið versta síð- asta laugardag breyttist veðrátta mikið um síðustu helgi. Hefir alla vikuna verið landátt og hlýindi var hér í gær t. d. 13 gráðu hiti. Snjólauster orðið uþp á fjalla- toppa. í dag indælis veður. Skipaferðir; M.k. »Grótta« frá Akureyri kom hér inn á þriðjudag á leið til Rvíkur. — s.s. »Suðurland« kom hing- að á þriðjudagsmorgun á leið til Akur- eyrar og kom hingað aftur á fimtudag á suðurleið. Var yfirfult af farþegum með skipinn. Farþegar héðan til Reykjavikur: kaupm. Helgi Hafliðason, kona hans og sonur, Jón Sigurðsson verslunarmaður, öll áleiðis til Kaupmannahafnar. Jön Sigurðs- son skipstjóri, verslunarm. Beinteinn Bjarna- son, smiðirnir Jón Olafsson, Karl Stur- laugsson, Sigfús Vormsson, Jóhann Sig- urgeirsson, útgerðarm. Sveinn Sveinsson frá Felli, Halldór Guðmundsson og Magn- ús Guðmundsson, og margt fleira. Meðal farþega frá Akureyri var Magnús Blöndal verslunarmaður á leið til Kaiipmannahain- ar. — »Vera« seglskip, kom hingað niið- vikudag með saltfarm frá Spáni til versl- unar Sn. Jónssonar. — »Ægir« seglskip, kom hér sama dag og tekur síldarfarm hjá Thorsteinson. Ásgeir Bjarnason f,á Hvanneyri sem um undanfarin 3 ár hefur verið við rafmagnsfræðanám í Kristianíu, er nú kom- inn til Þýskalands á háskólann í Carlsruhe til frainhaldsnáms í þessari sömu fræði- grcin. Pingmennirnir stefán frá Fagra- skógi og Einar frá Eyrarlandi eru vænt- anlegir hingað með Borg á mánudag og ætla þeir að halda hér leiðarþing. Kosningar til Alþingis eiga að fara fram 15. nóv. næstk. og 17. þ. m. eiga frainbjóðendur að hafa skilað fram- boðum. Kirkjan. Messað á morgun kl. 5. Bátar farast. Mótorbátur fórst ný- lega frá Mjóafirði, líklega í sunnanrokinu síðastl. föstudag, og druknuðu þar fjórir menn: Davíð skipstj. Sigurðsson frá Höfða- brekku, mesti efnismaður, Jón Brynjólfs- son tómthúsinaður frá Mjóaf. og sonur hans, og Kjartan Guðmundsson frá Seyð- isfirð i. Einnig fórst sama dag lítill mótorbátur

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.