Fram


Fram - 28.08.1920, Blaðsíða 1

Fram - 28.08.1920, Blaðsíða 1
M Derbyost Bachstangerost ^ Goudaost Mysuost ^ kaupa allir í M versl. Sig. Sigurðssonar. IV. ár. Siglufirði 28. ágúst 1920. 35. blað. Erl. símfregnir. —oo— London 18. ág. Verkamannaráð- stefna hefir samþykt að skipa fyrir allsherjarverkfall ef nauðsyn krefur. — Lloyd George dvelur í Sviss til að hvíla sig frá störfum um stund. — Pólverjar hafa hafið gagnsókn. — Bretar og Frakkar eru sundur- þykkir um Rússlandsmál. 20. ág. Pólverjar hafa tekið Púlt- owsk og stórorusta stendur á Krim- skaganum. — Fyrstu kolasendingar Pjóðverja eru nú komnar til Belgíu. 21. ág. Pólverjar hafa tekið Brest- Litowsk og vaðið inn í Efri-Slésíu. 22. ág. Pólverjar hafa tekið 30 til 40 þús. fanga og 6 herdeildir Bol- sjevikka eru umkringdar. — Miklar óeirðir eru á Vestur-Pýskalandi og ráðstjórn stofnuð í líkingu við fyr- irkomulag Bolsjevikka. 23. ág. Bolsjevikkar eru á und- anhaldi á öllum vígstöðvum. — Bretar hafa viðurkent sjálfstæði Egyftalands. — Flogið hefir verið milli Ástralíu og Lundúna. — Finni einn. Kolhemainen(P) að nafni, vann Maraþonhlaupið. 24. ág. Bolsjevikkar eru á flótta. Nationaltíðindi segja að verkfall sé yfirvofandi á Englandi. — Bretarog ítalir eru ósamþykkir um friðarskil- mála milli Rússa og Pólverja. 25. ág. Bolsjev. hafa yfirgefið Bakú, mist 70 þús. fanga ásamt hergögnum og norðurherinn afkró- aður. — Norðmenn hafa samið við Litvinow fulltrúa Rússa. 26. ág. Pólv. hafna öllum friðar- kostum, en Bolsjev. ætla að draga allan herinn á pólsku vígstöðvarn- ar. — Frakkar flytja hergögn til Danzig. Innl. símfregnir. Rvík 27. ág. Stórþjófnaður hefir komist hér upp og nemur þjófnað- urinn sennilega tugum þúsunda að krónutali; 20 drengir eru viðriðn- ir þennan þjófnað. Ríkarður Jóns- son hefir opnað myndasýningu. — Tvö skip hafa strandað, annað í Keflavík og hitt í Vík; þrír menn druknuðu af skipinu sem strandaði í Vík. — Kínverji einn, sem hér er staddur, heldur fyrirlestur um Kína í kvöld. — 2 vændiskonur hafa ver- ið teknar fastar hér og settar í >Stein- inn«. — Mikið er rætt hér um fjár- þröng og gengismun íslenzkrar og danskrar krónu. »Oula hættan« og fisk- veiðarnar. —oo— Á seinni tímum er oft minst á »gulu hættuna« í ræðu og riti — þá hættu, að gulu þjóðflokkarnir, einkum Japanar, muni smám saman gerast hvítu þjóðunum ofjarlar og skipa sæti þeirra á öllum sviðum menningarinnar. Grein sú erhérfer á eftir, er tekin úr norsku blaði og snýr sér aðallega að þeirri hlið þessa máls, er lýtur að fiskiveiðunum. Segir þar, að Japanir búist nú til að ná allri fiskverkun í Ameríku í sínar hendur. Við vesturströnd Ameríku. eru stundaðar þorskveiðar geysimiklar, en nú segir blaðið »The Pacific Fisherman« að yfir fiskveiðum þess- um og öllum iðnaði, er stendur í sambandi við þær, vofi algerð breyt- ing og bylting af völdum Austlend- inga, En fiskveiðunum við austur- ströndina, í Massachusets og við New-Foundland, er líka hætta búin af sömu ástæðum síðan að Pan- amaskurðurinn vargerður. Japansk- ir fiskimenn flytja nú nýjan þorsk á fiskitorgið í Boston og selja hann fyrir helmingi minna verð en Ame- ríkumaðurinn getur sett upp sér að skaðlausu. Og nú ætla Japanar að ná undir sig öllum fiskmarkaði í Ameríku. Á hverri einustu vertíð hafa jap- anskir fiskifræðingar þyrpst til Banda- ríkjanna til þess að kynna sér alt sem að fiskveiðum iýtur og hafa þeir ýmist farið sem fulltrúar stjóin- ar sinnar eða verið sendir af hinum og þessum félögum. Peir hafa ekki eingöngu aflað sér nákvæmrar þékk- ingar á hinum nýjustu og beztu veiðiaðferðum, þeir hafa jafnframt kynt sér rækilegafiskverkunina bæði að því snertir hinn innlenda (amer- íska) markað og útflutningsmarkað- inn seni og sérkenni og yfirburði þessara markaða. Jafnframt því að spyrjast fyrir, hvarvetna þar sem einhverjar upplýsingar hafa verið fáanlegar, þá hafa menn þessir leit- að sér atvinnu í fiskiverum, við niðursuðuverksmiðjur o. þ. h. bæði sem matsveinar og almennir verka- menn og á þann hátt kynt sér þann iðnað til fullnustu og alt, sem hon- um tilheyrir og ávalt gefið nánar gætur að hverju tækifæri, sem boð- ist hefir til þess að hefja sainkepnina. En áður en samkepnin var hafin á hinum ameríska markaði, þá þurfti auðvitað að kenna heilum herskörum japanskra verkamanna öll þau vinn- brögð, sem þessi atvinnurekstur út- heimtir og til þess gekk og gengur eðlilega ærinn tínii. En á meðan tóku sum japönsk útgerðarfélög að verka harðfisk að hætti Norðurálfumanna og árið 1916 fluttu þau út eitthvað lítilsháttar af þeirri vöru, en sá út- flutningur var þegar orðinn allmik- ill árið eftir eða 1917 og 1918 var japanskur harðfiskur búinn að ná þeirri festu á markaðinum, að hann útrýmdi allmiklu af norskuin og öðr- um harðfiski Norðurálfunnar. Samt sem áður er nú útlit fyrir að aust- urlenzkir útgerðarmenn ætli sér að hætta við harðfisksverkunina og gefa sig í þess stað við saltfisksverkun með því að saltfiskurinn þykir iniklu útgengilegri vara á markaðinum. Pað sýnist svo sem Japanar séu að leitast við að birgja upp alla Ameríku að fiski fyrir »pocket price« eða svo lágt verð, sem hverjum manni er innan handar að gjalda, en sem verður um leið ameríska fiskimanniuum fulldýrt og fullerfitt viðfangsefni, í sambandi við þetta er ekki ófróðlegt að heyra, hverja skoðun C. P. Hale, formaður í »The Union Fish Company«, hefir látið í Ijósi um þetta atriði. Hann segir svo: — Við verðum að fá einhver verndarákvæði eða leggja árar í bát að öðrum kosti. Japanar ætla sér augsýnilega að veita markaðinum aðhald og þá brestur ekki dugnað og framtakssenii til þess. Peir munu ekki láta sér nægja að hafa hönd í bagga með fiskveiðunum við Sí- beríustrendur — þeir viija gína yfir öllu. Pað eru aðeins fáir mánuðir síðan að til mín komu umboðs- menn fyrir japanskt hlutafélag all- stórt og vildu fá keyptan allan út- veg okkar (The Un. Fish Comp.) fyrir það verð, sem við sjálfir sett- um upp. Auk þess buðust þeir til að láta af hendi við okkur allan þann fisk, er okkur léki hugur á 107 þér þurfið hvorki að vera hræddur um okkur né bátinn yðar,« sagði hann. »Eg er læknir hans og hefi ráðlagt honum þessa hreyfingu.« Hann benti mér að setjast undir árar og settist sjálfur við stýri. Fór hann svo að leysa frá skjóðunni þegar við vorum komn- ir spölkorn undan landi. »Húsveggir og limgarðar geta haft eyru, en það má enginn heyra það, sem eg ætla að segja yður,« sagði hann lágt. »Róið þér ú't að hafnargarðinum og víkið úr vegi fyrir öðrum bátum meðan eg er að skýra fyrir yður, hvernig þér eigið að fá frelsi yðar aftur.« • Við förum fram hjá allmörgum bátum, troðfullum af fólki og héldum áfram þangað til við vorum komnir út undir hafnargarð- inn, en þar var sama sem engin umferð. Herzog var altaf að skima í kring um okkur á leiðinni, en nú virti hann mig vand- lega fyrir sér og sagði: »Leggið þér upp árarnar og látið bátinn eiga sig svolitla stund. Lítið þér á að tarna!« Hann tók lyfberja-öskju upp úr vestisvasanum, opnaði hana og rétti hana að mér. í henni var bómull og ofan á bómullinni lá lítið gúmmíhylki. Eg hélt á öskjunni í lófa mínum og sá að þetta hylki var kúlumyndað í annan endann, en örmjótt í hinn. Pað var mjög lítið fyrirferðar, ekki nema hálfur þtimlungur á lengd. >Petta er líkast einhvers konar sprautu — hvað áegaðgera við það?« spurði eg, þó mig raunar hálfgrunaði til hvers það væri ætlað. »í þessu hylki er eitt gramm af atrópíni leyst upp í vatni, en atrópín er afarsterkt eitur eins og þér máske vitið,« svaraði Her- zog og hvesti á tnig augun. »Pegar við erum seztir að drykkju með Alphington lávarði í kvöld, þá verðið þér að sæta lagi og tæma sprautuna í vínglasið hans. Hann verður þá steindauður

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.