Fram


Fram - 18.09.1920, Blaðsíða 1

Fram - 18.09.1920, Blaðsíða 1
Ódýrt | leirtau fæst ennþá í versl. Páls S. Dalmar. &t&3t*jck±.4tjck.,j>cJckx Nýkomnar Svuntur hvítar og mislitar í versl. Sig. Sigurðssonar. t3|53KC3|C^^3 IV. ár. Siglufirði 18. sept. 1920. 38. blað. Voldugasti maður Pýzkalands. —oo— Einn af þeim mönnum, sem mjög mikið bar á rneðan ráðstefuan í Spa stóð yfir, var HÚOÓ STINNES. Hann átti tal við Millerand og lýsti fyrir honum, hvernig hann hugsaði sér að koma endurreisn Evrópu og einkum Norður-Frakklands í fram- kvæmd og var Miller. mjög hrifinn af allri þeirri stórfenglegu ráðagerð, en danskur blaðamaður, sem kynst hefir honum, lýsir honum á þessa leið: Húgó Stinnes varpar Ijóma eins og logandi blys alt í kringum sig, frægð hans fer með himinskautum og til hans mæna augu allra þeirra, sem vænta þess, að auðlegð og völd einstakra manna verði Pýzka- landi til viðreisnar. Hann er tiibeð- inn og dýrkaður í höllunum við Tiergarten.á herragörðunum í Pom- mern og af iðnaðarkongunum í Rúhr- héraðinu sem og af miklum hluta mentamanna á Pýzkalandi, en hann er hataður af verkamönnum stór- borganna og iðnaðarhéraðanna, því að þeir álíta hann hinn hættuleg- asta fjandmann jafnaðarmenskunnar. Liebknecht dró rauða fánann að hún yfir keisarahöllinni, Ledebour ók fallbyssum að ríkisþingsbygging- unni og Scheidemann réðist inn í höll ríkiskanzlarans, en Húgó Stin- nes kom stjórnarbyltingunni á kné og víst er um það, að hann gekk af hólmi sem auðugasti og voldug- asti maður Pýzkalands eftir ósigur þess og stjórnarbyltinguna. Hann tók sér sæti á hinu fyrsta ríkisþingi lýðveldisins sem foringi hins nýja og öfluga þjóðfylgisflokks, er mynd- ast hafði fyrir áhrif hans og auð- legð og það er mælt, að hann eigi drýgstan þáttinn í myndun hinnar nýju stjórnar. Húgó Stinnes er niaður um fimt- ugt og ólíkur almetinum peninga- burgeisum í sjón. Hann er togin- leitur og fölleitur, svartskeggjaður og snoðkliptur og minnir mann fremur á prófessorinn en auðkýf- inginn. Sumum finst hann líkjast einhverjum fornfræðagrúskara og öðrum að hann líti út eins og Qyð ingaprangari, en það er vegna klæða- burðarins, en hvað sem því líður, þá ber hann það ekki utan á sér, að hann hafi komist til auðs og upphefðar. Hanrt var fyrir innan tvítugt þegar hann var gerður fé- lagi í »firma« afa síns, Matthíasar Stinnes, sökum framúrskarandi hæfi- leika sinna. Síðar stofnaði hann >firma« sjálfur og vafð gengi þess brátt svo rnikið sökum fyrirhyggju hans og framtakssemi, að 1913 átti það útibú í allflestum löndum Norð- urálfunnar. En vegur hans varð þó mestur á styrjaldarárunum og í stjórnar- byltingunni. Hann var vel efnum búinn áður en ófriðurinn skall á, en á ófriðarárunum hlóð hann hverri miljóninni á aðra ofan. 1916 gekk hann í féiag með Friðrik Krúpp og öðru stóreignafélagi í Essen og var markmið þrirra féiaga að hagnýta sér á^tæðurnar í Belgíu, sem þá var í hers höndum. Stinnes átti í allmiklu stappi við stjórnina áður honum tækist að útvega félögum þessum forkaupsrétt að ýmsum belgiskum fyrirtækjum, en að því loknu keyptu þau jöfnum höndum gasstöðvar, vatnsleiðslur, raforku- stöðvar, skipasmíðastöðyar og náma. Hinn stórkostlegi arður af þessu öllu saman fór að mestu leyti for- görðum við ósigur Pýzkalands, en samt hafði Stinnes ógrynni fjár, svo miljörðum skifti, upp úr kaupunum, því að hann hafði keypt allar gas- stöðvar, vatnsleiðslur og raforku- stöðvar fyrir gjafverð, eða einar 28 miljónir marka, þótt þær í sjálfu sér væru margfalt meira virði Samkvæmt skattalöggjöf Erzberg- ers átti auðvitað að gera styrjaldar- gróða Stinnes upptækan, en Stinnes varði miljarða sína vasklega. Hann átti í þjarki við stjórnina mánuðum saman og hvernig sem því vék við þá fóru svo leikar, að hann hélt styrjaldargróða sínunt og hefir auk- ið hann margfaidlega sfðan. Hann hefir keypt stærðar skógarflæmi, pappírsgerðir, riddaralandeignir, skipasmíðastöðvar og málmnámur. Hann ræður lögum og lofum í iðn- aðarhéruðunum í Rínarlöndunum, og Westfalen og ætlun hans er að leggja alt Pýzkaland undir sig bæði fjárhagslega og stjórnarfarslega og þeirri ætlun sinni fylgir hann fast fram bæði nteð kappi og forsjá. Til þess að tryggja sér yfirráð iðn- aðarins og annara fjármála sá hann f hendi sér, að hann varð að tryggja sér pólitísk áhrif og þeim hefir hann líka náð með því að »kaupa« hinn þýzka þjóðfylgisflokk, ef svo mætti að orði kveða. Hann borgaði hinn stórkostl. kosningaleiðangur flokks- ins fyrir síðustu kosningar úr sín- um eigin vasa og í miðri þeirri kosningabaráttu hugkvæmdist hon- um nafnið á flok'knum, er nefnir sig »endurreisnarflokkinn«, en það nafn lét vel í eyrum og ávann flokknum ógrynni atkvæða. Pví að Stinnes hefir tekið endurreisn Pýzka- lands á stefnuskrá sína meðal ann- ara málefna og allmargir Pjóðverjar, þeirra á meðal ýmsir jafnaðarmenh, álíta þá endurreisn óframkvæman- lega án hans aðsíoðar og auðlegð- ar hans. Auðvitað fylgir þá sá böggull skammrifi — og það sjá allir — að um leið tryggir hann sér yfirráðin yfir hinu endurreista Pýzkalandi. Ein aðal-brautin, sem Stinnes þræðir til að afla sér póýitiskra á- hrifa, er sú að kaupa fréttablöðin hópum saman. Fyrir skömmu sneri þýzkt fyndnisblað út úr hinum víð- frægu orðum Vilhjálms keisara, er honum hrutu af vörum í byrjun ófriðarins, á þessa leið: »Eg kann- ast ekki lengur við neina flokka- skipun, eg kannast aðeins við á- skrifendur«, sagði Stinnes um leið og hann keypti 99. blaðið. — Dag- inn eftir kom sendimaður frá Stin- nes ’í þeim erindum að kaupa þetta fyndnisblað. Nú sem stendur er hann víst búinn að eignast 75 dag- blöð auk nokkurra vikublaða og fyndnisblaða og með þessum blöð- um stýrir hann skoðunum almenn- ings. Meðan fyrverandi stjórn sat að völdum, vílaði hann ekki fyrir sér að kaupa stjórnarbl. »Deutsche Ailgemeine Zeitung«, sem upp frá því styrkti þýzka þjóðfylgisflokkinn af alefli í kosningahríðinni. En Stin- nes lætur ekki þar við sitja. Hon- um nægir ekki að kaupa blöðin — hann vill líka gera þau vel úr garði og heíir því keypt pappírsgerðir, prentleturssteypur, prentvélaverksm. og jafnyel blýanta- og sjálfbiekunga- verksmiðjur handa blaðamönnum sínum. Á keisaratíinunum var enginn sá maður á Pýzkalandi, sem svipaði til Stinnes. Krúpp kemst ekki í hálf- kvisti við hann og jafnokar hans finnast hvergi nema í Ameriku. Húgó Stinnes er annar Rockefeller; hann hefir innleitt stórhug Amer- íkumanna í Evrópu og menn niunu efalaust, víðar en á Pýzkalandi, kenna áhrifanna af starfsemi hans og aðgerðum. Rúgmjöl fæst hvergi eins ódýrt og í versl. Andrésar Hafliðasonar. Georg Bernhard, sem talinn er með hinum ritfærustu Pjóðverjum, hefir mestu tröllatrú á Húgó Stin- nes og segir hæfileika hans vera óvenju mikla. Hann sé stjórnsam- asti maður Pýzkalands og skari langt fram úr öðrum opinberum starfsinönnum. Par sem hann hefir beitt sér með hinum nýju leiðtog- um Pýzkalands, hefir hann alstaðar borið hærri hlut og eins og hann hélt ófriðargróða sínum þrátt fyrir mótmæli Erzbergers, eins mun hann smám saman leggja alt Pýzkaland\y undir sig hvernig svo sem alt kann að velíast þar í landi. í Berlín átti eg tal um Húgó Stinnes við einn meirihluta-jafnaðar- mann. — Jú, því verður sízt neitað, að hann er okkar nýi spámaður, sagði hann, en þessar Ameriku- hamfarir hans eru hræðilegar á að líta frá sjónarmiði verkamannastétt- arinnar. Atvinnukepnin eykst og baráttan fyrir tilverunni harðnar. Nafn hans 'hljómar sem heróp í eyrum verkamanna, því þó að hann ennþá sé í samvinnu með foringj- um þeirra, þá verður sú samvinna ekki til neinnar frambúðar - henni verður slitið undir eins og völdin komast í annara hendur, nefnilega hans eigin hendur. Pað einasta, sem við getum gert er að styrkja iðnaðarfélögin sem bezt, enda er það eina málið, sem óháðir- og meirihluta-jafnaðarmenn koma sér saman um, og þegar öll iðnaðar- félög Pýzkalands eru á einu bandi, ættu þau þó líklega helzt að geta reist einhverja rönd við miljörðum Húgó Stinnes. En svo voldugur er hann samt, að þýzku jafnaðarmönnunum stend- ur meiri ótti af honum en sjálfum keisaranum, en það er þó enn meiri vottur um veldi hans og forráð, að Bandamenn taka meira tillit til hans en þýzku stjórnarinnar, og verður ráðagerð sú uni endurreisn Evrópu, sem hann lýsti íyrir Millerand, frá- leitt seinasta afrek hans út á við.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.