Fram


Fram - 19.03.1921, Blaðsíða 1

Fram - 19.03.1921, Blaðsíða 1
t Til Páskanna: Gerduft, Eggjaduft, Búðingsduít, þur Egg o.-fl. o. fl. fæst í versl. Helga Hafliðasonar 10°o afsláttur verður fyrst um sinn gefinn á öllum vörum sé keypt fyrir minnst 5 krónur í senn. Páll S. Dalmar. ^ k I V. ár. Siglufirði 19. marz 1921. 11. blað. Frá Alþingi. Alþingi var sett 15. f m. eins og til stóð og gengu þingmenn fyrst í dómkirkjuna aðvanda ,en þar talaði Árni prófastur Björnsson í Görðum og lagði út af hinum alkunnu orð- um um hús það, sem bygt er á bjargi og hús það, sem bygt er á sandi. Þótti mönnum ræða hans iún bezta. Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn í þingsal neðri deildar og las forsætisráðherra þar upp boðskap konungs og lýsti yfir að Alþingi væri sett, en Sigurður prest- ur Stefansson árnaði konungi langra lífdaga og tóku þingmenn undir með níföldu húrrahrópi. Forsætis- ráðherra kvaddi þá elzta þingmann- inn, Sig. Jónsson frá Yzta-Felli, til að stýra l'yrsta fundi þingsins og Settist hann í forsetasæti. Síðan skiftust menn í þrjár deildir til kjör- bréfarannsókna hinna nýkosnu Reykjavíkur þingmanna. Hafði kom- ið fram ein kæra yfir kosningunni og varð mikið og langt stapp um þetta mál, er loksins lyktaði svo, að daginn eftir var kosningin dæmd gild með 28 atkv. gegn 6. Pótti víst flestum þetta óþarfar málaleng- ingar með því að allir voru sam- mála um, að niðurstaðan mundi verða alveg hin sama þó að kosn- '"gin yrði gerð ógild og kojið upp aítur. Forsetar þingsins eru í samein- uðu þingi Jóhannes bæjarfóg. Jó- hannesson en varaforseti Sveinn Ólafsson frá Firði; skrifarar Eiríkur Einarsson og Jón A Jónsson. For- seti efri deildar Guðmundur land- læknir Björnsson, en varaforsetar Guðm. Ólafsson og Karl Einarsson; skrifarar Sigurður H. Kvaran og Karl Einarsson. Forseti neðri deild- ar Benedikt Sveinsson bankastjóri, en varaforsetar sr. Sigurður Stef- ánsson og Bjarni frá Vogi; skrifar- ar Porsteinn jónsson og Magnús Pétursson. Nú geta þingmenn vorir ekki einu sinni komið sér saman um sæti sín eins og í fyrri daga, heldur draga um þau og þykir víst sunium eldri mönnum þetta hálfbarnalegt og ó- viðeigandi, Morgunblaðið segir að nokkrir þingmenn hafi neitað að tfka þátt í þessum leik, en aðrir geit það og verið harðóánægðir nieð hlutskifti sitt. Nefndarkosningar í neðrideild. Fjárhagsnefnd: Hák. Kristó- ferss , Sv. Ólafss., Porst. Guðmurids- son, Magn. Kristjánss., Jak. Möller, Jón A. Jónss. og Pórar. Jónsson. Fjárveitinganefnd: Bjarni Jónss., Porl. Jónss., Gunnar Sig- urðss., Stef. Stefánss., Magn. Pét- urss,, Ol. Proppé, Magn. Jónsson. Samgöngumálanefnd: Pét- ur Pórðars., Porst. M. Jónss., Gunn- ar Sigurðss., Jón Sigurðss, Gísli Sveinss., Jón A. Jónss., Jón Por- lákss. Landbúnaðarnefnd: Hák. Kristóferss., Jón Sigurðsson, Björn Hallss. • Sig. Stefánss. Pór. Jónss. Sjáv.arútvegsnefnd: Pétur Ottesen, Magn. 'Kristjánsson, Porl. Guðmundss. Jón Baldvinss. Einar Porgilss. Mentamálanefd: Bjarni Jónss. Eiríkur Einarss. Porst. Jónss. Magn. Jónss. Jón Porlákss. Allsherjarnefnd: Pét. Ottesen Stef. Stefánsson, Björn Hallsson, Einar Porgilss. Sig. Stefánss. Nefndarkosn. í efri deild, F j á r- hagsnefnd: Björn Kristjánsson, Guðjón Guðlaugss. Guðm. Ólafss. Sig Eggerz, Sigurjón Friðjónsson. Fjárveitinganefnd: Jóhannes Jóhanness. Hjörtur Snorras. Halld. Steinss. S, H. Kvaran. Sa m g ö n gu- málanefnd: Guðj. Guðlaugss., Hjörtur Snorras., Halld. Steinsson, S. H. Kvaran, Guðm. Guðfinnsson. Landbún.nefnd: Sig. Jónss., Guðm. Ólafss., Hjörtur Snorrason. Sjjvarútv.nefnd: Björn K' ist- jánss., Kar! Einarss., Einar Árnas. Mentamálanefnd: Síg.Jóiss. Guðm. Guðfinnss., Karl Eiuarsson. Allsherjarnefnd: Jóh. Jó- hanness., Sig. Eggerz, Sigurjón Friðjónss. Pað þykir eftirtektarvert við þess- ar nefndarkosningar í n. d., að gamli heimastjórnarflokkurinn kem- ur þar hvergi við sem sérstæður flokkur og er honum nú ekki talið nema 1 sæti í neðri deild, Eins og lög mæla fyrir, ruddi efri deild þriðjungi úr landsdómi eða 24 mönnum. Pessi erindi hafa verið lögð frain á lestrarsal Alþingis: 1. Ályktun Verkfræð.félagsins í fossamálinu 2. Sig. Guðmundsson sækir um 2000 kr. árl. styrk í næstu 2 ár til náms í byggingarfræði. 3. H.f. »Djúpbáturinn« á ísaf. sækir um 10 þús. kr. styrkhækkun til út- gerðar sinnar i ár (var 20 þús.). 4. Stef. Sigurðss. Hvítadal biður um 10 þús. kr. styrk og lán til húsgerðar og jarðabóta. 5. Ping- málafundargerð úr Dalasýslu. 6. Á- skorun 55 kjósenda í Dalasýsiu til þingmanns síns um að gera fyrir- spurn til stjórnarinnar viðvíkjandi símalínu frá Búðardal til Króksfj,- ness og aðalpóstleið um Austur- Barðastr.sýslu og Dalasýslu, 7. Ásm. Sveinss. biður um styrk til að læra myndhöggv.list í Stokkhólmi. 8. Pur- íður Jónsd. hjúkr.kona sækir um 2000 kr. til að fullkomna sig í hjúkr.fræði. 9. Jóhannes Jónss. fyrv. póstur biður að 1000 kr. eftirlaun, er honum voru veitt á Alþ. 1918 verði látin haldast æfilangt. 10. Á- skorun frá Samb.fél. norðlenzkra kvenna um að lögskipað verði mat á prjónlesi. 11. Halldóra Bjarnad. Ak.eyri óskar leyfis að mega nota styrkinn (il handavinnunámsskeiðs kvenna til utanfarar handa 2 stúlk- um. 12, Sama sendir erindi um heimilisiðnaðarmálið. 13, Sama býðst til að kenna kennurum handavinnu, er sé við barnahæfi og að gerast ráðunautur Heimilisiðnaðarfélagsins fyrir 6000 kr. á ári. 14. Pingmála- fund.g. úr Suður-Ping.sýslu. 15. ít- rekað erindi frá fræðslumálastjóra um fjárveitingu til- skólabygginga, einkurn farskólaskýla í sveitum. 16. Héraðslækn. Sig. Magnússon leitar þess að ríkið kaupi húseign hans á Patreksfirði þegar hann segi af sér embætti. 1 . H.f. Hvítárbakki sækir um 18 þús. kr. styrkánæstu fjárlögum til skólahalds, en 7.500 kr fyrir yfirstand. ár. 18. Fiyidar- gerðir úr Vestur-Barðastr,- V.-ísafj- sýslum viðvíkj. strandvörnum. i9. Bréf um sama efni frá sameiginl. fundi þessara sýslna. 20. Frú Guð- rún Jochumson sækir um að mega njóta framvegis styrks þess, sem manni hennar var ætlaður, ásamt dýrtíðaruppbót. 21. Hreppsnefnd Ytri-Akraneshr. sækir um styrk til endurbyggingar bryggjunnar í Steins- vör. 22. Guðm. Hávarðss. sækir um styrk til útgáfu bæklings um hrossa- sölu til Norðurlanda. 23. Sami vlll fá ferðastyrk til Danmerkur til að halda þar fyrirlestra um ísl. hross. 24. Skólanefnd kvennaskólans í Rvík fer þess á leit, að ríkið taki að sér rekstur skólans að fullu og öllu. 25. Erindi frá Sláturfél. um nýjar markaðsleiðir fyrir landbúnaðarafurð- ir. 26. Erindi um styrk til húsbygg- ar. á prestsetrinu Desjarmýri. 27. Pingmálafund.g. úr Borgarfj.sýslu. 28. Erindi frá Mjólkurfélaginu um mjólkurniðursuðu. ‘29. Pingmálaf.g. úr Mýrasýslu. 30. Sömul. úr ísafj,- sýslu. 31. Erindi frá hreppsnefnd Hólshrepps viðv. samgöngumálum, prestamálum. rafmagnsmálum og hafnarmálum, 32. Hólmgeir Jensson vill fá framhaldsstyrk til dýralækn- inga. 33. Pingtn.f.g. úr S.-Múlasýslu. 34. Hreppsnefnd Neshr. í Norðfirði sækir um endurgreiðslu á 460 kr. sem hreppurinn hefir orðið að greiða Árna Vilhjálmssyni lækni. Betri helmingur Skeiðs- fossins tii sölu fyrir 5000 krónur. Frá áreiðanlegum heimildum hef- ir mér borist að Fr B. Arngrímsson 8i Co. hafi boðið bæjarstjórn Siglu- fjarðarkaupst. sinn helming aá Skeiðs- fossinum til kaups, fyrir 5000 kr. og finst mér það ekki vera neitt ótrúlega lágt tilboð, enda mun það líka vera það hæsta sem eigendunum hefir komið til hugar að fosshelmingur þeirra mundi geta selst fyrir, þegai litið er meðal ann- ars á legu fossins og hve örðugt myndi um alla flutninga á tækjum og öðru efni til virkjunnar á foss- inum, ef til þess kæmi, þar sem eru vegleysur, bryggjulaust o. s. frv. Manni verður á að spyrja: Hvar eru nú »spekúlantarnir«? Eða hefir bæjarstjórnin, þrátt fyrir alt sitt leynimakk, látið leika ,á sig? Petta virðist kannske ótrúlegt þeg- ar menn minnast þeirrá upplýsínga, sem oddviti bæjarstj. gafáborgara- fundinum í vetur, að honum hafj tekist að fá fosshelminginn 5000 kr. ódýrari en hann hafði heimild frá bæjarstjórninni til að kaupa hann fyrir, — nefnilega kr. 25000. — Og einnig þegar þess er rninst, er einn bæjarfulltrúinn (Flóvent Jóhannsson) sagði á sama fundi, að honum fynd- ist bæjarstjórnin hafa borgað ,skamm- arlega lítið' fyrir Skeið. Nei, »spekúlanta«-hræðslan, sem bæjarstjórnin þá notaði sem nokk- urs konar vörn eða brimbrjót á há- vær mótmæli almennings á hinum, vægast sagt, hneykslanlegu kaupum á jörðinni Skeið, hefir reynst ástæðu- laus og hafa þeir háu herrar víst séð hana í anda gegn um geisla

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.