Fram


Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 1

Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 1
NÝKOMIÐ: Hveiti 2 teg., Kex ósætt, Sveskjur, Niðursoðið: Apricots, Spanske Kirseber, Jarðarber, Stikkelsber, Reykjarpípur, Flag • og Three- Castle-cigarettur, Kvensokkar sv. Páll S. Dalmar. V. ár. Siglufirði 21. maí 1921. 20. blað. Frá Alþingi. Við 2. umr. í e. d. um einkasöiu á áfengi kom Sig. Kvar. fram með þ?r breyt.till., að í reglunum, sem i issíj. setti viðvíkjandi áfengissöl- uuni, skyldi einnig vera lekið fram, hve mikið mætti láta af hendi við lækna og lyfsala á ári og að hækka skyldi aðcins álagningu á það á- fengi, sem ekki ætíi að 'vera til lækninga. Mælti lyfjasölunefndin á móíi síðari till. og ósþaði, að þingm. íæki hana aftur og gerði hann það við 3. umr. en fyrri till. var samþ. — Sig. Eggerz talaði á móti frv. og tók fram, að menn hefðu aðal- lega mælt með þessu frv. vegna þess, að það væri til verndunar bannlögunum, en það væri þó hægt að sýna fram á, að þessi lög mundu að engu leyti vernda þau. En hér væri ráðist í að stofna embætti, sem yrði hátt launað og landlæknir gæti þó auðveldlega komist yfir. Við 3. umr. í n. d. um ríkisveð- bankafrv. yrðu nokkrar umræður og bar Sig. Stef. fratn rökst. dag- skrá þess efnis að fresta framkv. í málinu þar til það hefði fengið betri undirbúning. Varð dagskrá þessi tilefni til allmikilla illdeilna milli fiutn.manns og Bjarna frá Vogi og var hún að síðustu feld með 22:4 atkv. en frv. síðan at'gr. til e. d. Frv. til laga um breyt. á póstlög- um nr. 43, 16. nóv. 1917 og lög- u n nr. 64, 28. nóv. 1919 afgr. sem lög fiá Alþingi og sömul frv. til laga um erfðafjárskatt. Frv. til laga um afstöðu foreldra t'i óskilgetinna barna. — 1919 kom ! m þingsályktunartill., er skoraði a stjórnina að leggja fiv. fyrir þitig- ið um afstöðu óskilget. barna til foreldra. Stjórnin varð við þessu og fal Lár. H. Bjarnas. hæstaréttardóm- ara að semja frv., en það er snið- 'ó eftir dönskum, norskum og sæuskum lögum og er í þá átt, að bæta |<jör óskilget. barna. Allsherj- arnefnd hefir gert allmargar breyt. við frv. Frv, um framlenging laga nr. 57, 28. nóv. 1919, um seðlaaukningu íslandsbanka kom fyrir n. d. 27. apr. — Framlengingin gildir aðeins til 1. júní næstk. og voru því 3 fundir haldnir í striklotu í deildinni og fiv. síðan látið ganga til e. d. Sætti frv. sömu meðferð þar og var á nokkrum mínútum afgr. sem lög frá Aiþingi. Fjáraukalögin 1920 — ’21 hafa enn orðið fyrir allmiklum breytingum við 2. umr. í e. d., er fjárveitinganeínd þeirrar deildar hafði gert frá því, sem n. d. hafði skilið við þau, Rar á meðal: 2000 kr. dýrt.uppbót* til hvers ráðherrans fyrir sig þar eð laun þeirra væru lítil — samþ. — Þrír læknar höfðu sótt um utanfar- arstyrk og n. d. veitt tveim þeirra 2500 kr. hvorum, en fjárv.nefnd e. d. lagði til, að einnig sá þriðji fengi styrk, 1500 kr. og lækkaö við ann- an hinna, en það var felt. — 45 þús. kr. til bóía og endurbygging- ar Eliiðaeyjar- og Arnarnesvita var felt, þar sem nefndin gat ekki við- urkent þöríina á endurbyggiugu þessara vita fremur en þörfina á þeim vitum, sem þegar hefir verið veitt fé til í fjárlögunum, en ekki fengjust bygðir vegna fjárskorts. — Styrkur til alþ.bókasafns Rvíkur var feldur, enda þótt nefndin viðurkenni, að full þörf væri á slíkum styrk bæði í Rvík og víðar. — Neftidin vildi ekki leggja 5450 kr. til Flens- borgarskólans, en áleit réttara, að ríkissj. greiddi aðeins 4000 kr. og Hafnarfjörður 1450 sökum þess, að skóli þessi væri ekki landsskóli, heldur sérstakl. hancjg} Hafnfirðing- um, en þetta var felt. — Styrkur til lögfræðilegs tímarits feldur. — 30 þús. kr. styrkur til björg.skipsins *Þór« samþ. — 9500 kr. styrkur til Ara Arnalds, 8000 kr. til Sig. Kaldalóns pg 5000 kr. til Kristj. Kristjánssonar til þess að leita sér lækninga samþ. með 9:3 atkv. þar eð menn þessir væru lítt efnum búnir og sagði Sig. Kvaran, að það væri sama sem »að neita þeim um lífið«, eða sumum þeirra að minsta kosti, að fe!|a þessa styrkbeiðni þeirra. Ennfr. lagði nefndin til, að styrkir til listamanna væru feld- ir burt og var það samþ. Frv. til laga um vexti, flutt af Ounn. Sig., var til umr. í n. d. 28. apr. — Frv. fer fram á, að vextir af peningalánum, þegar ekki sé til- tekin upphæð þeirra, skuli vera 6% og að heimilt skuli að taka 8°/0 í ársvexti af peningaláni með veði í fasteignum. Fjárhagsnefnd hafði haft málið til meðferðar og kom ineð breyt.till. um að hafa 5% 1 sfað 6% og 6% í stað 8%. Voru þær breyt.till. samþ. og frv. síðan vísað til 3. umr. Sama dag kom fyrir deildina til 2. umr. frv. Stef. Stef. um sölu Hvanneyrarprestsseturs og kirkju- jarðarinnai Leynimýri og hafði alls- herjarnefnd ekki orðið sammála um frv. Minni hluti hetinar (P. O, og B. H.) vildu auk þess, sem tindan skilið væri í frv., láta undanskilja kaupstaðarlóðina (Siglufjarðareyri) og var breyt.till. hans um þetta samþ. með 13:2 atkv. — Meiri hl. nefndarinnar (Sig. Stef., Stef, Stef, og E. P.) hafði hins vegar komið fram með breyt.till. um það, að bæjarstjórninni væri óheimilt að af- lienda landið nema til leigu um á- kveðinn tíma (samþ. með 13:5) og að reglur um leigu á landi bæjarins skyldu staðfestar af ráðherra (samþ. með 14:1). Frv. þaiínig breytt vís- að til 3. umr. nieð 16:3 atkv. og má segja, að mjög sé frv. skert og bænum til lítils gagns þegar búið er að undanskilja sjálfa kaupstaðar- lóðina frá sölunni. Frv. til laga um vátrygging sveita- bæja afgreitt sem lög frá Alþingi. Söniul. frv. til laga urn lestargjald af skipum og frv. til laga um stofn- un og slit hjúskapar. Frv. til laga uin breytingu á fá- tækralögunum var til 2. umr. í n. d. 3. þ. m. og hafði Jón Baldvins- son komið fram með 6 breyt.till. við þau þess efnis, að eigi skyldi teljast sveitarstyrkur sá styrkur, er veittur væri samkv. fátækralögunum 1. vegna ómegðar, 2. vegna slysa og vanheilsu, 3. vegna atvinnuskorts, 4. vegna elli, 5. að engan rnætti flytja syeitarflutningi nema hann hefði gefið skrifl. samþykki sitt til þess og 6. að sveitarskuldir skyldu fyrnast á 5 árum. Voru allar þessar breyt.till. feldar með miklum atkv. mun og frv. síðan vísað til 3. umr. Fjárlögin voru afgr. til e. d. 30. apr. eftir 3. umr. í n. d. með 40 breyt.till. og stóð fundur sá langt fram á nótt, en hiti í umræðum ó- venju lítill. — Breyt.till. frá Jakob Möller um að hækka sendiherra- launin úr 12 þús. kr. upp í 20 þús. feld með 17:4 atkv., en varatillaga hans um að hækka þau upp í 16 þús. kr. samþ. með 14:11. — Breyt. tillaga frá fjárveit.nefnd um 3000 kr. styrk til Læknafélagsins til þess að kosta umbúðasmið til útlanda feld nieð 13:8. — Breyt.till. sömu nefndar um endurveitingu til síma- lagningar milli Hólmavíkur og Reykj- arfjarðar (60 þús. kr.) og Búðardals og Króksfjarðarness (75 þús. kr.) báðar samþ. — Breyt.till. um að fella burt styrkinn til bæjargerðar í Reykholti feld með 14:12. — Breyt. till. frá fjárv.nefnd um að vextir af lánuðu fé til húsabóta á prestssetr- um skyldu lækkaðir úr 6% niður í 3% feld með 13:10. — Breyt.till. um að ákveða nú á þingi, hvaða unglingaskólar skyldu njóta styrks úr ríkissj. feld með 17:6. — Breyt. till. uni að hækka styrkinn til skól- ans í Bergstaðastræti saipþ. með 15:4. — Breyí.till. um að hækka fjárveit. til kaupa á listaverkum úr 3000 kr. upp í 5000 samþ. með 14:12. — Breyt.till. um 5000 kr. styrk til útgáfu þjóðsagna Jóns Árna- sonar feld með 18:4. — Breyt.till. um 2000 kr. námsstyrk til B. Stef- ánssonar samþ. með 14:4.—Breyt. till. um 9300 kr. styrk til leiðbein- ingar um húsagerð til sveita samþ. með 16:5. — Breyt.till. um eftirgjöf á láni til Suðurfjarðahrepps feld m. 16:10. — Breyt.till. um 45 þús. kr. til björgunarskipsins Pórs samþykt með 14:12. — Breyt.till. um 5000 kr. til sjómannahæiis Hjálpr.hersins á ísafirði samþ. m. 20:6. — Br.till, um 3000 kr. til Staðarfellshjónanna samþ. m. 17:1. — Br.till. um hækk- un á styrktarfé Páls sundkennara, 1000 kr., samþ. m. 14:4. — Br.till. um heimild fyrir stjórnina til að veiía Dalasýslu 30 þús. kr. lán úr viðlagasjóði til kaupa á Hjarðarholti fyrir skólasetur samþ. m. 13:6, — Br.till. tim heimild fyrir stjórnina til að ábyrgjast alt að 500 þús. kr. lán fyrir Álafoss samþ. m. 17:9 að viðh. nafnakalli. Ábyrgðin sé bund- in þeim skilyrðum: 1. að verksm. segi stjórninni alt um sinn hag og stjórnin þá telji fyi irtækið trygt, 2. að ríkið fái veð í eignum og mann- virkjum verksm. og 3. að ríkið hafi sérstakan mann til eftirlits með öll- uin rekstri fyrirtækisins. — Br.till. þess efnis, að fjármálaráðh. séheim- ilt að fella burt, ef honuin þykir nauðsynlegt, greiðslu ýmsra fjár- veitinga, sein ekki eru ákvéðnar í öðium lögum en fjárlögum, feld með 22:3. — Br.till. um að veita Jak. J. Smára. 6600 kr. til að vinna að ísl. orðabók feld með 20:6 og br.till. um að veita Porh. Pórðar- syni 2500 kr. í sama skyni sömu- leiðis feld. % t

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.