Fram


Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 1

Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 1
0 Frá útlöndum koma næstu daga Vefnaðarvörur, Járn- vörur og Glervörur í verslun St. B. Kristjánssonar. ¥¥¥¥¥¥ yjtalbbtildídbbbtotote 4 4 4 jiviyyyyyyyyy* Selskinn, Lambskinn og Æðardún kaupir Páll S.. Dalmar. Siglufirði 17. júní 1922. 22. blað. VI. ár. In memoriam. B. S. Að heiman eg reika hnuggin — hvar ertu, vinur minn? Hefir þig hafið bláa . hrifið í faðminn sinn? Um himin er kyrð og hauður, hljóður er kaldur sær, heilög er sólin að síga, á sæflötinn roða slær. Hafsbrún er huiin eldi, hættur er öldudans; glóey hnýtir úr geislum glóandi sorgarkrans. Kvöldroðakransinn rauði er kynjafagur að sjá, og göfgar minningar geymir sú grof er hann hvílir á. Á þessu kyrra kvöldi hvíld fær ei hugur minn. Eg staulast um götuna stúrinn og stansa við gluggann þinn. Pangað eg þögull horfi, — þarna sat eg hjá þér; F*ar lastu mér Ijóðin þín fögru sem líklega enginn sér. Nýtt landnám íslend- inga á Grænlandi. Á síðastl. einu eða tveimur árum hefir verið ágreiningur 4 tnilli Dana og Norðmanna um . stjórnaryfirráð yfir austurströnd Orænlands fyrir norðan svonefnda Angmagsalik- bygð. Svo sem kunnugt er, hafa Danir ávalt talið sig óskoraða eig- endur að öllu Grænlandi, jafnt þvf sem bygt er og óbygt. Nýlendur Dana í Orænlandi eru á vesturströnd tvær, svokölluð aust- urbygð og vesturbygð, og á aust- urströnd landsins ein, þar sem heit- i'r Angmagsalik. Veiðifloti Norðmanna sem starf- að hefir í norðuríshafinu, hefir vilj- að ná fótfestu á austurströnd Græn- lands en mætt banni Dana. Danir munu hafa fengið viður- kenningu Bandaríkjanna fyrir yfir- ráðum um ^jörvalt Grænland. Minninga-auð við áttum eign okkar beggja jafnt. Nú hef eg erft hann allan, — en allan mist hann samt. Þarna bjó ást og yndi, efhdrægni í sæld og þraut; nú er hér alt í eyði, — alt hvarf með þér á braut. Fg geng nær glugganum þínum grátin er rúðan dökk. Innan að mæna móti Minning, Harmur og Þökk. Hér inni er helgur staður, hver blettur geymir sitt; hér var allt sem þú unnir athvarf og vígi þitt. Mér hitnar um hjartarætur, hryggur á burt eg geng. Eg hef mist vin -- og ísland ágætan, sannan dreng. Farðu vel! Fátækt mína fyrirgefðu nú mér. Eg skyldi kveða ef eg kynni kvæði sem hæfði þér. G a m a 11 v i n u r. Svo reis deilan. Norðmenn hafa haldið því fram, að þar sem Danir hafi engar ný- lendur sett á stofn á austurströnd Grænlands norðanverðri, þá hafi þeir í sjálfu sér ekki helgað sér neinn rétt yfir landinu, og vilja jafn- framt virða að vettugi viðurkenn- ingu Bandaríkjanna um yfirráð þeirra yfir öllu landinu, en hinsvegar halda Danir fram þeim rétti er þeir þykj- ast eiga, og í þessu stímabraki hef- ir staðið milli danskra og norskra stjórnmálamanna, án þess að nokk- ur úrsllt hafi fengist á málinu. Árið 1917 var stofnað hlutafélag í Danmörku nieð það fyrir augum, að setja á stofn nokkurskonar ný- lendu til veiða og verslunar norð- arlega á austurströnd Grænlands, þar sem heitir Scoresbysund. Petta félag var nefnt »Östgrönlandsk Komp.« Félagið hefir haft styrk af Danastjórn, en framkvæmdir þess hafa ekki orðið aðrar hingað til en sóun á dönsku ríkisfé og sínu eig- in hlutafé. í stjórn þessa félags var í öndverðu verkfræðingur, að nafni Wilkenfeldt, sem í dönskum og norskum blöðum er sagður í s- 1 e n s k u r. Hann hætti þó fljótlega öllum afskiftum af þessum félags- skap, af því að hann áleit að hér væri að nokkru leyti um fjárglæfur að ræða. Maður, að nafni Harald Olrik, sem uni langan tíma var starfsmað- ur dönsku einokunarverslunarinnar á Grænlandi, og Einar Mikkelsen, danskur skipstjóri sem nafnfrægur er fyrir rannsóknarferðir sínar við Grænlandsstrendur, alla leið norð- ur í hafsbotna, hafa nú látið þetta mál til sín taka. Að því er virðist hefir þeim þótt einhver veila vera á fullveldiskröfum Dana yfir þess- um hluta Grænlands. Peir munu liafa snúið sér til síjórnar einok- unarverslunarinnar, og danska ráðu- neytisins, með einhverjum áætlun- um og uppástungum um það, hvern- ig Danir gætu markað fullveldisrétt sinn yfir austurströnd norður-Græn- lands og hagnýtt sér þau auðæfi er þar mætti vinna. Stjórnir ríkisins og einokunarverslunarinnar, munu hafa tekið fálega í þessa málaleitun og kennir þar að vísu mikillar van- þekkingar á öllum staðháttum Og leikmönnum mundi lítast að stjórn- kænsku gætti lítt í tilsvörum og Iramkvæmdaleysi stjórtiarinnar. En nú kemur hvellur í þessu máli. 20. maí s.l. er haldinn fjölmenn- ur fundur í danska Stúdentafélag- inu í Km.höfn og var þar mættur fjöldi manna og margir nafnkunnir menn. Hér skal aðeins nefna hinn alkunna íslandsvin(l) Ðr. KnudBer- lin, prófessor. • Frummælandi á fundinum var áðurnefndur H. Olrik. Hann Iýsti sögu málsins, og því, hvað fyrir sér hefði vakað að koma á stofn danskri nýlendu á austur Græn- landi, sem sé þjóðernishvatir til þess að vermda rétt Danaveldis yfir öllu Grænlandi. Hann gat þess, hve stjórnarvöld hefðu látið sér málið liggja í léttu rúmi. Einokun- arstjórnin Grænlenska, haft lítinn skilning á því, og enn lélegri fram- kvæmdir. Síðan urðu miklar umræð- ur um málið og lögðust alliráeina sveif að hér þyrfti skjótra aðgjönða ekki síst vegna þess, hvers Norð- menn hefðu krafist, og beinasta lausnin væri sú, sem H. Olrik hefði stungið upp á, að stofna danska nýlendu í Scoresbysundi. En — þá reis upp Wilkenfeldt sá íslenski verkfræðingur og tilkynti það mannfjöldanum að slíkt væri með öllu óþarft, því að h a n n hefði þegar stofnað nýlendu í Scoresby- sundi, og væru þar þrjá stöðvar með íslenskum mönnum. Það mun hafa verið líkt sem sprengikúlu hefði verið varpað inn á fundinn. Og þessi íslenski verk- fræðingur gat þess enn fremur, að íslendingar ætluðu sér að halda starfsemi sinni áfram þarna, með allskonar veiðiskap og kvikfjárrækt, sérstaklega gat hann þess, að þarna í Scorelsbysundi, væri laxamergð í vatni svo sem best hittist í Alaska. Vilkenfeldt verkfræðingur lýsti því að lokum yfir í ræðu sinni að hann væri nú bráðlega á förum til Scores- bysunds til þess að líta eftir hinni íslensku nýlendu. Ritstj. þykir leitt að geta ekki sagt lesendum blaðsins nein deili á þessum íslenska verkhæðingi, en hitt þykjumst vér vita að nú muni Jóni Dúasyni skemt. Ný rit. Fylkir, 7. hefti, 7. árg. Ritstj. og útgefandi Frímann B. Arngrímsson Akureyri 1922. Efn i syfirlit: Hringsjá, leir og leirsmíði, steinar og steinsmíði, ís- land í striði, Akureyri og grendin, ferðir um Eyjafjörð, ritsjá: bækur og bókmentir, orðsending, R(af)- O(rku) N(efnd) A(kureyrar), veður- athuganir, gestaþrautin, hitt ogþetta. Eins og þetta yfirlit ber með sér, er þetta hefti Fylkis fjölskrúðugt að vanda og mesta furða, hverja elju og áhuga höf. leggur við ýms framfaramál vor og hverju hann fær afkastað, þótt á gamals aldri sé og þrátt fytir ýmsa erfiðleika, sem hann hefi; haft við að stríða og farast hontim svo oið um það (á 50 bls.) »að það er ekki árat'jöldinn sem hefir beygt ritstjóra »Fylkis« eða orðið honum til byrði, heldur 20 ára andstreymi og barátta á Bret- landi og Frakklandi, að miklu ef ei mestu leyti vegna óvildar eða hugs- unarleysis íslendinga og næstum /

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.