Fram


Fram - 12.09.1922, Blaðsíða 1

Fram - 12.09.1922, Blaðsíða 1
'Jcktek Vefnaðarvörur þ. á m. ágætis kailm.fataefni, Fiskilínur og Taumar, Skósverta, Skótau, Regnkápur karla og kvenna, Matvörur og margsk. smávör- ur* sem best er að kaupa hjá St. B. Kristjánssyni. Tilbúinn fatnaður, ^ enskur, fyrsta flokks vara, ■4% seldur með 10% afslætti M hiá Páli S. Dalmar. VI. ár. Siglufirði 12. sept. 1922. 35. blað. Iðnkensla í skólum. Iðjuleysið er upphaf lastanna« segir máltækið' Það mun nú eflaust nokkuð langt gengið að kenna iðju- leysinu einu um alla lesti heimsins, en hitt mun sanni nær, að enginn löstur sé sá til í fari mannanna, að hann geti ekki átt rót sína í iðjuleysi, og um það munu víst flestir sammála, að mörgu illu og óþörfu finnum vér upp á að segja og gjöra þegar vér höfum ekkert fyrir stafni, og sem vér annars mundum hafa látið ósagt og ógjört. Vér íslendlngar eigum mörgum ef ekki flestum þjóðum örðugri aðstöðu að verjast iðjuleysinu, og þeir örðugleikar vaxa æ meira, eftir því sem fólki fjölgar meira í bæj- um og kauptúnum landsins. Pessir örðugleikar felast mest í því, hvað veturinn hjá oss er langur og strangur. Pann tímann, —- og hér norðanlands er það meira en helm- ingur ársins — er svo lítið hægt að starfa að arðvænlegri vinnu, — vinnu sem inönnum synist svo sómasamlega borguð, að það sé tilvinnandi að leggja krafta sína í að vinna hana. Til sveitanna er hættan sem stafar af iðjuleysinu ekki svo mjög nálæg þótt því verði varla neitað að hún sé einnig þar að nálgast smám saman, því eng- um þeim, sem nú er komin á efri ár, og sem man skýrt og glögt til æsku sinnar í sveitinni, mun bland- ast hugur urn það, að iðjusemi og vinnubrögðum hefir þar hnignað að talsverðum mun hinn síðasta aldar- fjórðung, að vér eigi förum lengra aftur í tímann. En í bæjunum er hættan svo yf- irvofandi, j hún hefir þar nálgast með svo nröðum fetum að stór- furða er að hinir leiðandi menn þjóðarinnar skuli eigi fyrir löngu síðan hafa séð hana og gjört sitt til að afstýra henni, eða þó að minsta kosti hrópað aðvörunarorð til þjóðarinnar, sem í þessu efni aflýtur sofandi að feigðarósi«. Bæirnir draga til sín fólkið úr sveitunum frá nauðsynlegri vinnu og nægri þar. Skemtanir og félags- líf þeirra lokkar og seyðir, sérstak- lega hina yngri kynslóð, svo þang- að streymir fleira fólk en bæirnir prargir hverjir eru færir um að taka á móti og veita atvinnu til lífsvið- urhalds. Einhleypingarnir, vanir við úr sveitinni að hafa létta pyngju en taka framfæri sitt hjá öðrum, fá oft á skömmum tíma meira fé á milli handa en þá nokkuru sinni áður hefir dreymt um, og þeir hugsa sem svo að þetta fé sé svo mikið að það muni endast sér lengi. — Peir hætta að hugsa um vinn- una en kasta sér út í hringiðu skemtananna, svall og sukk, og una við það. þar til pyngjan er tæmd og neyðin knýr þá til vinnunnar aftur. Ef svo óheppilega vill þá til, að síðasti peningurinn fer um miðs- vetrarleitið, þá eru hann eða hún lítt öfundsverð af ástæðunum; þá er sjaldnast vinnu að fá, sérstak- lega fyrir karlmenn. Kvennfólk, sem vjll vinna, fær oftast vinnu við innistörf, en karlmenn, sérstaklega þó þeir sem upp alast í bæjunum, kunna oftast fátt til annars en úti- vinnu, og stundum ekki einu sinni hin allra algengustu verk sem til hennar heyra. Retta er að sörinu nógu ilt, en þó er hitt margfalt verra hversu hin uppvaxandi kynslóð í bæjunum hneigist til iðjuleysis og margs ills er af því flýtur. Einmitt í því liggur svo bráð og yfirvof- andi þjóðarhætta að vér megum ekki loka augunum fyrir henni. Hver sá, sem nokkuð hefir kynst bæja eða sjóþoi palífi, hefir óefað veitt því athygli, að allstaðar þar, eru flokkar af drengjum, frá 10 ára og upp eftir sem frá morgni til kvölds leika sér á götununj eða slæpast í sölubúðum og annarstað- ar þar sem mannsöfnuður af full- orðnum saman kemur. Af telpum er miklu færra, en það er bein af- leiðing þess, að þær hafa mikið frekar þörfum verkum að sinna, — hjálpa til við hússtörf eða gæta smærri barna. Það er í sjálfu sér ekkert ilt, þótt börn leiki sér, og í bæjum og kauptúnum þar seni lít- ið er um leikvelli, er vorkunn þótt það sé á götunum, þótt bæði sé það hættulegt og óholt, en líf 10 ára gamals drengs eða eldri á ekki og má helst ekki vera eintómur leikur sumarlangan daginn. Það kemur hugsun barnsins inn á þá skaðlegu braut að skoða Heikinn sem aðal starfið en vinnuna auka- starf, — hjávck, og það vill oft verða svo, að sá hugsunarháttur rótfestist, og gerspillir tíðum lífs- hamingju hins fullorðna manns. Drengir, flestir hverjir eru viljugir og vinnugefnir, bæjadrengirnir ekk- ert síður en hinir, en þegar þeir sem yfir þeim eiga að ráða, ann- aðhvort hafa ekki til verkefni handa þeim eða hirða ekki um að halda þeim að því, þá verður það oftast svo, að vinnulöngunin kemur fram í ærslum og ólátum og oft og tíð- um breytist það svo síðai í hvöt- ina til að fremja ýmiskonar stráka- pör og jafnvel óknýfti. Þetta er ekk- ert undarlegt; — lífsþróttur og starfshvöt (og það er óefað einhver hin besta gjöf náttúrunnar) er hveiju heilbrigðu barni meðfætt í svo rík- uni mæli að það verður að hafa einhverja útrás, annaðhvort í leik eða nytsamri vinnu og óefað er barninu hollast að það tvent skift- ist á í eðlilegum hlutföllum efúr því sem þrek þess og þroski leyfir. A sveitaheimilum eru verkefni ætíð næg fyrir barnið vetur og suniar ef húsbændur og foreidrar hafa vit og vilja til að beina huga og hönd barnsins að þeim, eníbæjunumog sjóþoi^pum vantar*þau tilfinnanlega. Mörgum foreldrum er það víst full- þungt áhyggjuefni að sjá börn sín alast upp vð iðjuleysi og fullljóst hve skaðleg rhrif götulífið hefir á uppeldi þeura, en þeír starida ráð- þrota og magnþrota gagnvart þessu; verkefni við barnsins hæfivantarog ómögulegt að láta það hneppa.-T altaf inni í þröngu húsnæði, aðgjörða- laust. Það eru vandfundin ráð til að bæta úr þessu. Sumarhæli til sveita fyrir börn, væru mjög æskileg, en til þess vant- ar fé og þau gætu aldrei oi ðið svo mörg og stór að þau tæku öll bæja- börnin, en mikið væri unnið kum- andi kynslóðum í hag ef nokkur slík kæmust upp og til stjórnar þeim veldust hæfir og góðirmenn. Vistir á sveitabæjum væru líka ágætar, en þær eru vandfengnar, því víðast er vinnukraítur á sveitabæjum svo tak- markaður, að varla er hægt að bæta þar inörgum börnum á. En það er önnur leið sem vér telj- um færa og heppilega. — Það er að auka hagnýta idn- k e ns / u í skóiunum og stofna verkstæði fyrir b ö r n o g u ii g 1 i n g a í b æ j u m og þ o r p u iri. Bókleg íræðsla, sem á mörgum sviðum hefir tekið stórfeldum fram- förum hinn síðasta mannsaldur, er að mörguleiti góð og viljum vér síst lasta hana, en þó er það ómót- mælanlegt, að framfarir hennarhafa orðið um of á kostnað hins verka- lega náms. — Það hefir verið of- mjög vanrækt að kenna barninu að vinna þörf verk, en slíkt er ó- eðlilegt og skaðlegt, því yfirgnæf- andi meiri hluti hinnar uppvaxandi kynslóðar, v e r ð u r að vinna fyrir sér með líkamskröftum þegar þroski færist yfir hann. Hlutföllin milli andlegs og líkam- legs náms, verða aðvera r é 11, annars raskast jafnvægið og þjoðin eignast ofmargt af lærðum mönnutn, en missir um leið starfs- krafta þeirra frá verklegum nytja- stötfum og lærðu mennirnir eru að verða of ma.gir hjá hinni íslensku pjóð. »Slöjd -kenslan í skólunum er dálítið spor í áttina til að bæta úr þessu, en hún hefir frani að þessu vei iö s o ónóg og svo litil alúð 'við iiana lögð víðast hvar, að hún hefir orðið kák eitt, enda er það ekki að undra, þvf venjulega kenna hana sömu kennararnir sem öðlast hafa stöðu sína íyrir bóklega þ e k k i n g u án þess spurt hafi verið um hvort þeir gætu rekið úagia eða tálgað hrífutind en til þeirrar ke.islu þarf einmitt sérlega fjöihæfan og listfengan mann á ait verkieg , eða helst fleiri menn sem hver kenm sína grein hegurðarinn- ar. Burnin verða að fá að læra, hver einstaklingur, það verk sem honum er geðfeldast og hann hefir mesta löngun til. Bóklega kenslan mætti á surnum sviðum, að skaðlausu, þoka fyrir þeirri verklegu hvað allan fjölda barnanna snertir, t. d. hinn þyngri reikningur, dráttlist, danska o. m. fl. Eigi svo að skilja, að þessar náms- greinar væru burtu feldar, — þvert á móti eiga skólarnir að vera færir um að ve:ía g ó ð a tilsögn í sem fíestum námsgreinum, e n e i n - ungis þ e i m, s e m h a f a h æ f i- leika og löngun til þess. Það gengur glæpi næst að þvinga torgáfaða knkka til að sitja skjæl- andiyfir flóknu brotadæmi þegar vér vitum fyrir íram að krakkinn á fuil- orðinsárunum aldrei kemur til að hafa gagn af því að hafa lært það, og það vitum vér með allan fjöld- ann. Hvað skyldu þær vera margar

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.