Fram


Fram - 16.09.1922, Blaðsíða 1

Fram - 16.09.1922, Blaðsíða 1
Vefnaðarvörur þ. á m. ágætis kailm.fataefni, Fiskilínur og Taumar, Skósverta, Skótau, Regnkápur karla og kvenna, Matvörur og margsk. smávör- ur, sem best er að kaupa hjá St. B. Krisíjánssyni. Tilbúinn fatnaður, enskur, fyrsta íiokks vara, seldur með 10% afsiættí hjá Páli S. Dalmar. M M M & VI. ár. Siglufirði 16. sept. 1922. 36. blað. Mig vantar Vetrarstúlku! — Gott kaup. — O. Jörgensen, síinstjóri. Spánarvínið. Söluleyfið er veitt Helga kaup- manni Hafliðasyni, og fyrsta vínsendingin komin. Stjórnarráðið hefir nú veitt Helga kaupm. Hafliðasyni leyfi til útsölu Spánarvína hér í bænum, til al- þingisloka 1Q23. Rað má telja þessi úrslit málsins heppileg, þegar athugað er í hvert öngþveiti því var koinið, er bæjar- stjórn hafði afsalað sér öllum íhlut- unarrétti um það. Rað má óhætt fullyrða, að það fer saman við vilja alls þorra kosningarbærra manna hér að Helgi fær söluleyfið, jafnvel þótt það sé hending ein sem réði því, og er slíkt vel farið. Vér berum gott traust til Helga, að hann eigi misbeiti leyfi sínu að neinu leiti og eigi síður í því tilliti að hann varði um rétt sinn í því efni, að líða eigi ólöglega áfengis- sölu hér við hliðina á sér, en eins og áður hefir verið tekið fram hér í blaðinu, þá teljum vér það mikið heilbrigðara fyrirkomulag að hér sé ein lögleyfð vínsala heldur en marg- ir launsölustaðið eins og orð hefir leikið á að væru hér. Launsalan á og verður að hvcfa. Hún er bæjarhneysa og landshneysa og það tvöfalt, nú þegar hver sem vill getur fengið vín á lögleyfðan hátt svo sem vilji hans og geta leyfir. En það er ekki Helgi Hafliðason einn sem með hjálp lögreglunnar getur stemt stigu við þeim ófögn- uði. Til þess þarf hann og lögregl- an að hafa hjálp bæjarbúa sjálfra og það á að vera öllum bæjarbú- um bæði skylt og kært að veita þá hjálp, og varða á þann og á a 11 a n hátt um sóma bæjarins sem oss öllum er kær. Félagslíf. Eftir Jóh. Sch. Jóh. íslendingar eru taldir ófélagslynd- ir, Er það nokkuð því að kenna hve strjálbygt landið er, samfara á- hrifum loftslags og uppeldisáhrifa. Loftslagið gerir okkur þunglamalega, daufa og ómannblendna. Pjóðin hefst mest við í húsum inni hinn langa vetur. Börnln alast víða upp við fámenni og venjast snemma ein- strengingshætti og þumbaraskap. Tortrygni og sérgæði ber talsvert á í þjóðfélaginu og kemst fljótt inn í unglingana. Ef einhver vill koma einhverju nýju fyrirtæki á stað, eða er öðru- vísi en gengur og gerist á hann vanalega örðugt uppdráttar hér á landi. Það synir að þjóðin er sein að sinna nýungum eða sjá hvar fiskur liggur undir steini. Mörgum mönnum mun nú finnast þetta ó- rétt að þjóðin sé ófélagslynd og minna á hin mörgu félög sem þot- ið hafa upp hin síðari ár eins og gorkúlur hingað og þangað og fjöldi manna er nú í. En sannleikurinn er sá, að hávaðinn af þessum félög- lindur um er að eins nafnið tómt og koma ekki að hálfum notum vegna þess að hinn rétta félagskapar eða samvinnuanda vantar. Rað verður enginn maður vel kristinn fyrir það eitt aðskrifaund- ir einhverja kristilega skuldbindingu sem hann reynir ekkert að halda. Rað verður enginn maður félags- fyrir það eitt að skrifa undir stefnu- skrá einhvers félags. Við sjáutn svo afar oft hve margir menn eru lé- legir og ónýtir félagsmenn í hinum ýmsu félögum. Svo margir þeir sem hugur fylgir ekki máli. Er/ þar af ýmsum dæmum að taka. Heilir hóp- ar manna hafa t.d. verið í bindind- is félögum og brotið oft, en þó hangið árum saman í þeim. Pá eru ungmennafélögin með sína stóru og fögru stefnuskrá. Öllum kemur saman um að hún sé góð. En að ungmennafélagar séu yfirleitt ekki betri menn, þjóðræknari né göfugri en alment gerist, vita allir. Reir ætla að hreinsa og fegra móð- urmálið, en tala það ekki betur en aðrir landsmenn. Þeir ætla að efla krafta sína andlega og líkamlega betur en allur fjöldinn. En mörg félögin gera lítið að því. Þeir ætla að styðja að öllu rammíslensku í siðum, klæðaburði o. fl., sem sam- rýmist geti nútíðarmenningunni. Par er lítið eða ekkert gert. Reir ætla að sýna glöggskygni á framfara- möguleika þjóðarinnar og hjálpa listamönnum með vingjarnleik og góðum ráðum, en eru oft síðastir að viðurkenna menn úr sínum hóp sem hæfileikamenn eru. Peir ætla að efla trúrækni og tala í stefnu- skránni um kristilegan grundvöll, o. s. frv, en eiga þó fæstir nokkra guðsorðabók eða líta í slíkar bæk- ur. Bindindi er eitt atriðið á stefu- skránni og hófsemi, en hávaðinn af karlmönnum í ungmennafélögum landsins eru miklir reikingamenn. Pannig mætti lengi telja, stór og fögur orð, en litlar efndir. Og er það síst að furða. Pað þarf mikið til að lerða fyiirmyndarmaður. Og enginn skyldi taká oið mín svo að mér væri í nöp við ungmennafé- lagsskapinn. Fjarri fer því. Eg hef haldið lofræður um hann. En mér þykir of lítið gert, heitið of stórt og illa haldið. Eg hef verið meðlimur margra ungmennafélaga og sumra mjög lé- legra. Félaga sem afarlítið hafa unn- ið, annað en að halda afmælishátíð og hæla sjálfum sér. Mér hefir þá stundum fundist eg og aðrir félags- rnenn vera eins og faríseinn sem þakkaði guði fyrir að hann væri ekki eins og aðrir menn, en var þó ekki betri sjálfur. Ungmennafélögiri eiu mestmegnis skemtifélög því cr ekki hægt að neita, og ekkert út á það að setja en þau þykjast gera of mikið. Unglingar þuifa skemtun. Og víða er þröngsýni manna í sveit- um svo mikil að ekkert félag þrífst fyrir óvingjarnleik hinna eldri, sem telja alt slíkt óþarfa tímaeyðslu og rægja félagskapinn. Á þetta sinn þátt í því að ýms félög koma ekki að eins góðum notum og ella. Af því myndast flokkadrættir og úlfúð sem er mikið eitur. Verkalýðsfélögin eru ennþá yngi i en ungmennafélögin. Hef eg verið í, eða kynst nokkrum þeirra. Rau berjast einkum fyrir kauphækkun handa verkalýðnuin. Annars hafa þau á stefnuskrá sinni þjóðmenn- ingu, jafnrétti o. fl. En aðal ein- kenni þeirra er andleysið. Hugurinn snýst alt af um þetta sama: meira kaup og þar kemst ekki annað að. Stagast forsprakkar þeirra alt af á sömu þvælunni sem sumir sam- vinnufoikólfamii hve auðvaldið sé hættulegt, eða með öðrum orðum hve leiðinlegt það sé að nokkur eignist nokkuð. En sjálfir verða margir þessara höfuðpaura vel efnað- ir á fáum árum þrátt ofan í sínar eigin kenningar. Er auðséð á því að þar fylgir oft ekki hugur máli. Mest af ísienskri pólitík er matar- pólitík. Samvinnufélögin eru nú lang voldugasti félagskapur í landinu og magnast óðum. Rau eru ekkert kák eins og segja má um margan ann- an félagskap. Þar er harðsnúinn flokkur sem veit hvað hann vill. En hvað vili hann? Rað er nú ekki lítið. Rað er livorki meira né minna en ráða öllum landsmönnum. (Framh.) Northcliffe lávarður. Hinn heimsfrægi blaðamaður Northcliffe, eða Alfred Hamsworth eins og hann hét að skírnarnafni, létst nú í sumar. Rað má óefað telja hann langmerkasta blaðamann heimsins og líklega einhvern áhrifa- mesta mann samtíðar sfnnar. Northcliffe var fæddur 15. júlí 1865 og byrjaði blaðamensku 15 ára gamall. Vann hann sér strax álit, og 1888 byrjaði hann sjálfur að gefa út b’að, hét það Answers og vmð skjótt í miklu áliti. Qrædd- isi , lorthcliffe brátt fé á því, svo hann gat fæist meita í fang. Stækk- aði hann blaðafyriríæki sitt ár frá ári og fjölgaði blöðum, og við dauða hans átti hann og gaf út stórblöðin: Times, The Daily Mail, Oversea Daily Mail, Weckly Dispatch og Evening News,sem koma út dag- lega í meira en miljón eintaka sum, og auk þess smærri blöð og bækur. Northcliffe hefir haft stórmikil og margvísleg afskilti af stjórnmálum Englands og raunar als heimsins og h fa afskifti hans oft fengið óvæga og misjafna dóma. Hann hafði löngu áður en heims- styrjöldin hófst, bent á hættu þá, sem stafað gæti af herbúnaði F*jóð- verja og barist fyrir aukningu flot- ans enska og eftir það, að her- skyldum ílið komst á dagskrá hjá Englendingum, var hann því máli fast fylgjandi. Á ófriðarárunum var Northcliífe falið það starf, að út-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.