Fram


Fram - 04.11.1922, Blaðsíða 1

Fram - 04.11.1922, Blaðsíða 1
 Áteiknaðir dúkar og ísaumsgarn selst með 20"/0 afslætti. Regnkápur karla & kv., suinar teg. af vefnaðarvöru og smá- vöru selst með afslætti eftir samkomulagi. Sí. B. Krsstiánsson. i VI. ár. Siglufirði 4. nóv. 1922. 43. blað. Þakkarávarp. Hérmeð viljum við innilega þakka öllum þeim, sem með peninga- gjöfum, aðstoð eða hjálp á annan hátt, hafa auðsýnt okkur samúð og liðsinni í veikindum mínum nú í haust. F*að yrði oflangt að telja upp nöfn alls þessa velgjörðafólks; við látum því nægj^ að biðja guð að launa því öllu fyrir okkur. Siglufirði 2. nóv. 1922. Björg Andrésdóttir f. Sæbyv Friðrik Hermannsson. Starfsmenn þjóöarinnar. Megn óánægja hefir ríkt um langt skeið meðal alþýðunnar, gegn em- bættis- og starfsmannastétt þjóðar- innar. Vel má vera að þessi óá- nægja hafi að nokkru átt rót sína í öfund þess hluta hinna lægri stétta sem vió bágust kjör hefir átt að búa, gegn þessum flokki manna, sem í þeirra augum hafa virsf búa við svo margfalt betri kjör og þurft svo niikið minna fyrir lífinu að hafa. Þó hefir þetta ekki verið aðalorsök- in, því allur þorri alþýðunnar kann fyililega að meta vel unnið starf svo, að telja það góðra launa vert. Einn þáftur þessarar óánægju hefir verið sá, er við kemur eftiriaunum embættismanha. Gremjan gegn eft- irlaunafarganinu, hefir lýst sér svo oft bæði í ræðu og riti, að óþarft er að fara mörgum orðum um hana hér, og hún hefir við full rök að styðjast. Margir þörfustu og bestu menri þjóðar vorrar haía lil'að og starfað alt sitt líf án embættislauna, og unnið þjóðinni margfaií meira gagn en margir hverjir af hi um háttlaunuðu embættismönnum og og einatt lagt, auk starfskrafta heill- ar æfi, fjármuni sína í sölurnar, og hafa þó engiu eftirlaun feugið. Eða hver eru eftirJaun bóndan^ ,sjó- iiianifsins, vinnumanns'ins og vinnu- konunnar? Hví skyldi ekki embætt- ismaðurinn sem fær vinnu sína oft- ast b e t u r borga-ða en þessar stéttir manua, geta iagt eirnig fyrir af laununum til elliáranna eða ef heilsuna þryti? Vér verðum að halda því frani, að þessi flokkur nianna standi engu síður að vígi í því efni en alþýðumenn og að enginn nauður knýi embættismannasíétlina til þess að lifa svo yfir efni fram, að laun hennar, svo sem þau eru eftir núgildandi' lögum, ekki geti hrokkið henni einnig til ellistyiks og sjúkratryggingar. En það er ekki nóg með það að embættis- og starísmannastétt jajóð- arinnar hafi íulla vissu um hlýan bás og fulla jötu á kostnað ríkis- sjóðs, að loknu dagsverkinu, hitt er verra, að svo sem nú er komið þessurn málum, þá virðist svo, að margir þessara nranna þurfi varla annað en að rétta út hönd sína ef þá vanhagai' um eitthvað og þá sé lúkan full gulls úr ríkisfjárhyrslunni. Ef bær einhvers þessara manna er illa húsaður, ef hann þarf að slétta eða girða tún sitt, ef hann er eitt- hvað heilsuveill, jafnvel þótt það kynni að .vera af þeim orsökum er honum mættu sjálfráðar teljast, þá er leiðin svo greið til húsabótanna, jarðabótanna eða erlendisdvalar, að engan ætti að undra þótt hún sé tíðnotuð. »Allir eru jafnir fyrir lögunum« eða svo ætti það að vera, en í þessu tilfelli er það ekki. Fyrir alþýðuna er þessi leið mjög svo torfær eða í flestum tilfelium ófær hvaó hið síðasta snertir. Alþýðumenn veiða að deyja drottni sínum ef innlendir læknar ekki geta bjargað þeim. Rað niá sjálfsagt í einstökum tilfellum réttlæta þessar fjárveitingar, en í flestuin tilfellunum eru þær órétt- mætar. »A11ir jafnir fyrir lögunum*. Það er einmitt þetta sem alþýðan heimtar, og sem hún á fullan rétt til. Engin ein stétt eða einn flokk- ur manna á að njóta sérréttinda fram yfir aðra. Rað eru verðleikar einstaklingsins sem eiga að skapa honum sérréttindi, — honum ein- um, en ekki allri stétt hans. Eins og nú er ástatt, er starfs- mönnuin þjóðarinnar ekki launað að verðleikum. Skussinn, sem rétt með hörkubrögðum hefir náð prófi sest í jafnlaunað embætti hinum, sem vnrið hefir meiri tíma, fé og ástund- un til þess, að ná ágætis prófi, og duglaus og óskyldurækinn starfs- maður hefir jafnan rétt til eftirlaun- ar.na og hinn, er stundar starf sitt með elju og ástundan. f5að mætti teljast rétt og skylt, að launa starfsmenn þjóðarinnar eftir því hvernig þeir inna skyldu- störf sín af hendi, en slíkt mun örðugt í framkvæmd, því bæði er það, að enginn veit að hverju barn- inu best gagnið verður þegar starfs- maðurinn byrjar starf sitt, og svo er hitt, a örðugt tnun að finna þann óskeikula og óvilhalla dóm- ara, er þar dæmdi um, en hitt ætti að vera þjóðinni sjálfrátt, að líða eigi ónytjunga í embættum eða við opinber störf. Ónýtir starfsmenn þjóðar, eru andleg óþryf á þjóðlík- amanum sem nauðsyn er að út- rýma seni íyrst. Því er ver og miður, að þjóðin íslenska er ekki frí af þessum sjúk- dórni. Það er á vitund alþjóðar, að sumir af starfsmöunum hennar líta meira á það, að hyrða laun sín og eiga náðuga daga, en á hitt, að rækja skyldustörf sín ineð alúð og dðgn- aði. Það sem veldur þéssu, er án alls efa mest eftirlitsleysið, Eftirlitið með starfsmönnum er ekkert nema á pappírum. Hið verklega eftirlit er á flestum sviðum í réyndinni kák eitt. Og þó starfsmenn þess opin- bera færi bækur sínar sæmilega og sendi vel gerðar skýrslur um störf sín einu sinni á ári, þá er það engin sönnun þess að þeir ræki starf sitt svo sem vera ber. Þegar svona er ástatt, þá er varla von að vel fari. Hi ð verklega eftirlit með opinberum starfsmönnum ríkisins þarf a ð aukast ogstjórn landsins verður að halda þjónum þess betur t'il vinnu e n h i n g a ð t i I e f v e 1 á a ð f a r a. Það, hve mjúklega hefir verið tek- ið á misfellunum þar sem þær hafa orðið augljósar, á sinn fulla þátt í sýkingunni. Það má heita svo, að farið hafi verið með þá sem brot- legir hafa orðið, líkt og eftirlætis krakka sem haft hefir f frammi stráka- pör, — hann fær oft snupru svona í bili en þegar hann hefir skælt stundarkorn, þá kökubita til hugg- unar. Sömu aðferð hefir verið beitt við þá starfsmun jajóðarinnar sem opinberl. hafa gjört sig brotlega við skyldur sínar, — þeir hafa fengið hógværar áminningar, »lausn í náð,« oft með eftirlaunum en stundum án þeirra og verið eftir á huggaðir með bitling ef hann hefir verið fyrir hendi, og stundum jafnvel búnir til nýjir huggunar bitlingar handa þeim. Hirting Tiefir víst sjaldan komið til tals í þessum efnum. Björn Jónsson byrjaði í ráðherra- tíð sinni að hreynsa til í þessuin efnum, en þar mun hafa kent uin of pólitisks flokkarýgs, en ef þeirri aðferð hefði verið haldið, og agnú- ar þeir skornir af seni á voru, þá er enginn vafi á því, að þótt lækn- ingaaðferðin væri harðbýl þá hefði hún reynst heilsusamleg eftir á. Nú hefir óánægja alþýðunnar log- að uppúr gegn tveimur af starfs- mönnum ríkisins, sem sé gegn land- símastjóra O. Forberg fyrir tiliögur hans um skipun stöðvarstjórans á Borðeyri, og gegn Sigurði Magnús- syni, lækni við heilsuhælið á Vífil- stöðum (og yfir hjúkrunarkonuni þar). Rað er ef til vill ónákvæmt að segja óánægju alþýðunnar, því gegn landssímastjóranum er aldan risin að eins frá starfsfólki símans, og gegn lækninum og hjúkrunarkon- unni frá nokkrum sjúklinguiti sem dvalið hafa á hælinn, en bæði er það, að alþýða manna fylgir málum þessum með fullum áhuga og læt- ur sig þau ntiklu skifta og eins hitt, að þar sem mál þessi bæði eru orðin blaðamál, og það víðtæk, þá eru þau um leið orðin alþýðunnar, enda eru þau það í eðli sínu þareð bæði rnálin skifta allan almenning miklu. Á þessa menn hafa nú opinber- lega verið bornar svo alvarlegar sakir að talsverðan skugga ber af á þá sem staifsmenn í trúnaðarstöð- um ríkisins. Vér viljum að svo vöxnu ntáli ekki láta neitt uppi um það hvort vér teljum þessar kærur á rökum bygðar eða ekki og vér viljuni vona að þær séu það ekki, en þær sýna oss Ijóslega að þjóðin sjálf er vökn- uð í þessum efnum og heimtir rétt sinn, þann, að vinnumenn jtjóðbús- ins starfi nteð trúmensku. Það er skylda stjórnarinnar að rannsaka bæði þessi niár(Vifilstaða- málið er þegar byrjað að rannsaka) og — ef þessir menn eru saklaus- ir af áburðinum, þá að sjá um að þeir fái fulla uppreisn, en ef ákær- urnar skiidu reynast sannar, þá ber henni skylda til að láta þá fara úr þjónustu þjóðarinnar, — án eftir- launanna, því enginn af starfsmönn- »

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.