Helgarpósturinn - 16.07.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 16.07.1987, Blaðsíða 12
FERÐAFELAGISLANDS Á þessu ári skipuleggur Ferðafé- lag íslands yfir 200 ferðir, sem skipt- ast í dagsferðir, helgarferðir og sum- arleyfisferðir. Fjölbreytnin er mest í dagsferðunum, enda gefinn kostur á slíkum ferðum alla sunnudaga árs- ins og á öðrum frídögum. Á sumrin er bætt við ferðum á laugardögum og þá vakin athygli á þeim í auglýs- ingum. Helgarferðir eru af og til á vet- urna, en í maí eru þær orðnar fastur liður og er þá farið í sæluhús félags- ins um leið og fjallvegir opnast. Skipulagðar sumarleyfisferðir eru 25 í ár, þar af eru flestar um ,,Lauga- veginn”, þ.e. gönguferð frá Land- mannalaugum til Þórsmerkur, en vinsældir þeirra ferða fara vaxandi. Á þessari gönguleið er gist í svoköll- uðum gönguhúsum félagsins, sem taka 18 manns í gistingu og tak- markast þátttaka við þann fjölda í hverri ferð. Þeim f jölgar sem telja að slík gönguferð skilji eftir góðar minningar, varanleg kynni við land- ið og sé heilsubót öllum Islending- um, en þessi niðurstaða á að sjálf- sögðu við margar aðrar ferðir hjá fé- laginu. Sumarleyfisferðir eru frá 4 dögum allt upp í 10 daga og eru þetta ýmist öku- og gönguferðir eða gönguferðir með viðleguútbúnað. Flestar ferðirnar eru skipulagðar í óbyggðum en einnig er ferðast um byggðarlög í öllum landshlutum. í ár er Ferðafélag Islands 60 ára, stofnað 27. nóvember árið 1927. í tilefni þessara tímamóta verður gengið í áföngum frá Svínaskarði í Kjós til Reykholts í Borgarfirði. Þess- ar ferðir eru á áætlun sex sunnu- daga, sú fyrsta sunnudaginn 14. júní, og næstu á eftir 28. júní, 12. júlí, 26. júlí, 9. ágúst og sú síðasta 23. ágúst. Einn áfangi á þessari löngu leið er genginn í hvert skipti. Valdar eru gamlar þjóðleiðir, sem voru fjöl- farnar þegar íslendingar ferðuðust á hestum og fótgangandi milli byggðarlaga. Ástæða er til að vekja athygli fólks á þessari nýjung og for- vitnilegt hlýtur að vera fyrir þá, sem alltaf ferðast eftir þjóðveginum, að skyggnast um á fornum þjóðleiðum og læra að þekkja samgönguleiðir fyrri tíma. Um verslunarmannahelgina eru skipulagðar 8 helgarferðir hjá Ferðafélaginu. Ferð í Arnarfell hið mikla hefur ekki verið á dagskrá í nokkur ár, en nú gefst gott tækifæri til þess að koma á þennan forvitni- lega stað. Gist verður í tjöldum í Þúfuveri og farið á gúmmíbát yfir Þjórsárkvíslar og komið í Þjórsár- ver, en talið er að þar sé fleira um heiðagæsir en á nokkrum stað öðr- um á jörðinni. Arnarfellsbrekka er furðu mikið gróin og mjög rómuð fyrir gróðursæld. Neðst í henni er gul- og loðvíðikjarr en milli runn- anna stórvaxið blómstóð með brum, hvönn, blágresi og fleiri plöntum. í dældum nær gróður þessi upp í um 800 m hæð en á milli eru grasbrekkur og bláberjalautir. Fyrir ofan 800 m hæð hverfur gróð- ur að mestu annar en mosaþemba. Núpsstaðaskógur er einnig á dag- skrá um verslunarmannahelgina. Þar er gist í tjöldum og gengið um stórbrotið landslag. Ferð um Snæfellsnes er einnig um þessa helgi og þá er líka farið út í Breiðafjarðareyjar. Ný ferð í ár um verslunarmannahelgi er til Siglu- fjarðar. Ekið verður norður Sprengi- sand, um Bárðardal, Eyjafjörð og til Siglufjarðar. Heimleiðis verður haldið um Skagafjörð, Auðkúluheiði og Kjöl. Ferðir í sæluhús F.I. eins og Þórsmörk, Skagfjörðsskála/Langa- dal, Landmannalaugar, Álftavatn (Fjallabaksleið syðri) eru alltaf á dagskrá allt sumarið og fram á haust eftir tíðarfari. Þegar farið er til Landmanna- lauga er ekið í Eldgjá, en Ófærufoss er frægur úr ferðamannabækling- um og allir sem koma í Landmanna- laugar virðast vilja leggja leið sína að honum. Ferðafélagið á sæluhús við Álftavatn, sem er á Fjallabaks- leið syðri og þar er ótrúlega fallegt umhverfi og auðvelt til gönguferða. Skagfjörðsskáli í Þórsmörk er okkar stærsta og fullkomnasta sæluhús, en þangað leggja margir leið sína ann- að hvort í helgardvöl eða lengri tíma, en þangað eru ferðir alla mið- vikudaga og sunnudaga í júlí og ágúst, auk þess á hverjum föstudegi. Það er ótrúlegt ferðaval hjá Ferða- félaginu og ætti fólk að verða sér úti um áætlun fyrir árið 1987 eða hringja á skrifstofu félagsins, Öldu- götu 3. Langholtsvegi 109 (í Fóstbræðraheimilinu) Sækjum og sendum Greióslukorta þjónusta Sími 688177 SKOTVEIÐI Sennilega er veiðihvötin næst- elsta ástríða mannsins. Hún hefur komið til þegar forfeðrum okkar fór að leiðast eplaátið í Eden, eða jafn- vel fyrr. Veiðihvötin hefur fylgt manninum síðan og átt drýgstan þátt í því að framfleyta mannkyninu fram til vorra daga, enda hefur hin frumhvötin stuðlað að því, að sífellt fleiri munna hefur þurft að seðja. Saga íslendinga hefur frá upphafi verið saga lífsbaráttu upp á líf og dauða til að hafa í sig og á. Veiðar hafa verið stundaðar eingöngu til að draga björg í bú. Með aukinni hag- sæld, tækniframförum og verka- skiptingu í þjóðfélaginu, sem hófst á síðari hluta 19. aldar hér á landi og jókst þegar kom fram á þessa öld og stórkostlegum þjóðfélagsbreyting- um, sem fylgdu í kjölfarið, varð mikil breyting á gildi veiða eins og svo mörgu öðru. Veiðiskapur til öfl- unar bjargar í bú varð ekki lengur nauðsyn og er jafnvel strangt tekið orðinn óþarfur í dag. Veiðihvöt mannsins er eldri og sterkari en svo að veiðiskapur hætti þó að nauðsyn þess að afla bráðar til matar minnki. Veiðihvötin hvetur menn áfram til að njóta veiðigleðinnar, umstangs- ins og spennunnar samfara veið- unum, ánægjunnar af því að ná í eigin bráð og neyta hennar auk þess sem komið hefur til í seinni tíð hjá inniverumönnum og þéttbýlisbúum að njóta útivistar og nærveru við náttúruna og við veiðar. Skemmtiveiðar (veiðiíþróttir) eiga sér víðast hvar í nágrannalöndum okkar langa sögu. Þjóðfélagsað- stæður þar hafa veitt hópi manna tíma og tækifæri til þess að skemmta sér við veiðar. Þann hóp hafa einkum fyllt þjóðhöfðingjar, aðalsmenn, stórir landeigendur og vaxandi efnuð borgarastétt þéttbýl- is, sem minna hefur verið bundin við dagleg störf, en allur aimúgi. I seinni tíð þegar tækifæri almenn- ings til veiða hafa aukist í þessum löndum, byggja veiðarnar á alda- gömlum hefðum og siðareglum, sem auðvelda framkvæmd og skipulagningu þeirra. Veiðimenn skipa sér í raðir rótgróinna veiðifé- laga, sem gæta réttar þeirra og fylgj- ast með því að lögum um veiðar sé framfylgt og veiðimenn virði siða- reglur við veiðarnar. Auk þess hafa veiðifélögin beitt sér fyrir rannsókn- um á veiðidýrum, vernd_ sjaldgæfra dýra og náttúruvernd. í Noregi er áætlað að um hálf milljón manna stundi skotveiðar í einhverri mynd og hafa þeir með sér öflugan félags- skap. Saga skotveiða sem íþróttar á ís- landi er stutt samanborið við flest nágrannalönd okkar, enda hefur hér aldrei verið yfirstétt, sem þurft hefur að leita sér afþreyingar í veiði- skap. Með bættum hag og aukinni verkaskiptingu hefur sívaxandi fjöldi manna öðlast tíma og tæki- færi til að stunda ýmiss konar útilíf sér til skemmtunar. Margs konar veiðar, bæði stangaveiði og skot- veiðar virðast hafa haft mjög sterkt aðdráttarafl fyrir stóran hluta þessa hóps. Á íslandi munu vera skráð um 16000 skotvopn og áætlað hefur verið að um 10000 íslendingar stundi nú skotveiðar í einhverri 'mynd. Ohætt mun að fullyrða, að stór hluti þessara manna stundi skotveiðar fyrst og fremst sér til sports. Útilífsiðkun til hollustu og ánægju er enn ungt fyrirbæri í ís- lensku þjóðlífi og því er eðlilegt að staða hennar í heild og einstakra greina hennar eins og skotveiða hafi verið nokkuð óviss og nokkurn tíma og jafnvel átök hafi tekið að vinna henni viðurkenningu og heppilegan sess í nútíma íslensku þjóðlífi. Vegna þess hve sportveiðar eru ung grein hér á landi, sem býr ekki að langri hefð og skipulagi, hefur Skotvís lagt mjög ríka áherslu á fræðslumál meðal skotveiðimanna, einkum er lögð áhersla á að veiði- menn kynni sér og temji öryggis- reglur í meðferð skotvopna, að veiðimenn temji sér og ávinni með- vitaðar siðareglur veiðimanna og að veiðimenn fræðist sem best um veiðidýr og veiðar. Á undanförnum árum hefur félagið gengist fyrir ráð- stefnum um landrétt, veiðirétt, skot- veiðar útlendinga, skotveiðar sem útilífsíþrótt, rjúpnaveiðar og um hreindýr, námskeiðahaldi um bún- að veiðimanna, notkun korta og áttavita og fleira, fræðslu- og um- ræðufundum og ýmiss konar kynn- ingarstarfsemi í skotveiðum. Félag- ið setur félögum sínum strangar siðareglur og vonar að þær siðaregl- ur verði með tímanum siðareglur allra íslenskra skotveiðimanna. Staða skotveiða eins og annarra útilífsíþrótta er enn í þróun og mót- un og mun Skotvís beita sér fyrir því að tryggja sanngjarnan rétt skot- veiðimanna innan ramma núgild- andi laga og í framtíðinni með setn- ingu nýrrar veiðilöggjafar og jafn- framt því mun félagið vinna að sam- komulagi við landeigendur um skipulagningu veiða á eignarlönd- um. Skotveiðifélag íslands var stofnað 23. sept. árið 1978 af hópi áhuga- manna um skotveiði. Félagatalan hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess og er nú orðin um 500 manns. Meginmarkmið Skotveiðifélags íslands eru: — Að stuðla að góðum siðum veiðimanna og auka öryggi í meðferð skotvopna. — Að vernda náttúru landsins og stuðla að nýt- ingu dýrastofna á skynsamlegan hátt. — Að tryggja rétt skotveiði- manna til umferðar um landið og veiða á því. Skotveiðifélag íslands hefur frá stofnun barist fyrir réttindum skot- veiðimanna m.a. með því að festa í sessi þann rétt sem skotveiðimenn eiga nú samkvæmt lögum og með því að berjast fyrir frekari nauðsyn- legum réttindum þeim til handa með setningu nýrra samræmdra dýraverndunar- og veiðilaga. Markmið félagsins er að vinna B-12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.