Tíminn - 30.10.1943, Page 1

Tíminn - 30.10.1943, Page 1
■ RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG ATJGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 27. árg. Rcykjavlk, laugardaglim 30. okt. 1943 406. blað Erleut yfirlit: Slyrjöldín á Styrjöldin á Ítalíu hefir verið tíðindalítil seinustu vikurnar. Síðan hersveitir Banda- manna tóku Napoli og Foggia, hafa þeir þokast hægt áfram og hvergi komið til stórra orr- usta, nema við Volturnoána. Bandamenn virðast fara sér gætilega og einkum beita flug- hernum fyrir sér. Þjóðverjar byggja hins vegar vörn sína fyrst og fremst á hinum góðu varnarskilyrðum. Meira og minna torfær fjallgarður liggur eftir Ítalíuskaganum endilöng- um og er aöeins mjó láglendis- ræma með ströndum fram beggja megin, en víða eru þar þó ár og hæðir, sem auðvelda aðstöðu varnarhersins. Þjóð- verjar nota alla þessa mögu- leika til hins ýtrasta, án þess að nota mikinn liðsafla til varnarinnar. Vekur það t. d. athygli, að þeir hafa mjög lítið notað flugher á Ítalíu seinustu vikurnar. Vörn Þjóðverja ber því glöggt vitni, að þeir ætla ekki að leggja verulegt kapp á að halda Norð- ur-ítaliu. í fregnum sínum segja þeir, að það hafi verið hrein- um klaufaskap og seinlæti Bandamanna að kenna, að þeir náðu ekki Norður-Ítalíu strax eftir vopnahléssamninginn við Badogliostjórnina. _ ítölum • hafi verið ætlað að verja Norður- Ítalíu, því að þýzki herinn hafi unnið að því að koma sér upp öflugri varnarlínu á Suður-ít- alíu. Það hafi eingöngu stafað af skjótleika Þjóðverja og sein- læti Bandamanna, að Þjóðverj- ar fengu ráðrúm til að ná eins miklu af Norður-Ítalíu undir yfirráð sín og raun varð á. Höfuðástæðan til þess, að Þjóðverjar vilja halda Suður- Ítalíu í lengstu lög er sú, að þaðan geta Bandamenn auðveld- lega gert loftárásir á borgir í Austurríki og Tékkóslóvakíu, en þangað hafa Þjóðverjar flutt mikið af hergagnaiðnaði sínum. Ennfremur gætu Bandamenn sótt þaðan inn í Suður-Frakk- land.. Með því‘ að ná hinum miklu flugvöllum við Foggia, hafa Bandamenn miklu styttri flugleið en áður til árása á fyrrnefnd iðnver Þjóðverja, og eins olíulindir í Rúmeníu, en þó er þessi flugletö samt helzt til löng og erfið. Hin hæga sókn Bandamanna á Ítalíu getur haft margar á- stæður. Einna líklegust er sú, að þeir ætli ekki að kappkosta að ná Ítalíu allri að sinni, heldur muni þeir bráðlega snúa sér að (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Rússar hafa tekiö Melitopol og þannig lokað helztu undan- haldsleið Þjóðverja frá Krím- skaga. Rússneski herinn, sem nýlega fór yfir Don suður af Kremenshug, er nú komínn að Knovoi Rog og er búist við að Rússar taki þá borg þá og þegar. Kæmist þá her Þjóðverja í Dnjeprbugðunni í fullkomna hættu. Vegna framsóknar þessa hers hafa Þjóðverjar yfirgefið Dnjepropetrosk. Sænsk farþegaflugvél, sem var á leið til Englands, var fyrir nokkru skotin niður yfir Sví- þjóð. Talið er að þýzkar flug- vélar hafi verið þar að verki. Þrettán fárþegar fórust, þar af 6 Rússar, 1 Breti og 1 Ameríku maður. Málið er í rannsókn. Þjóðverjar hafa dæmt Kaup- mannahafnarbæ til að greiða 5 milj. kr. .í skaðabætur, vegna þess, að þrír Þjóðverjar fórust af völdum skemmdarverks. Sala afslátt- arhrossa Afskipti Alpingis, rík- isstjórnar og Búnaðar- félags Islands í haust fluttu þeir Jón Pálma- son, Jón Sigurðsson og Ingólfur Jónsson í sameinuðu þingi til- lögu til þingsályktunar þess efnis, að skora á ríkistjórnina að láta þegar safna skýrsíum í hrossahéruðum landsins um það, hvað mörgum hrossum bændur vilji farga til slátrunar á þessu haústi og einnig verði Búnaðarfélag íslands falið að gera tillögur um það, á hvern hátt hrossunum verði komið í verð. Þingsályktunartillaga þessi fékk svo ekki fullnaðarafgreiðslu Alþingis fyrr en 15. október, en þá hafði ríkisstjórnin þegar lát- ið framkvæma það sem tillagan fór fram á. Skýrði atvinnumála- ráðherrann frá því að sam- kvæmt skýrslusöfnuninni' vildu bændur farga: í Dalasýslu 247 hrossum, í Rangárvallasýslu 1641 hr., í Skagafjarðarsýslu 1235 hr., í Húnavatnssýslu 3041 hr., sam- tals 6164 hrossum. Úr Mýra- og Borgarfjarðar- sýslum vántaði hrossatölin, er skýrsla ráðh. var gefin. Mál þetta kom frá allsherjar- nefnd sameinaðs þings og hafði hún orðið sammála um að leggja til að þingsályktunartillagan yrði samþ. þannig um orðúð: „Alþingi ályktar að skera á ríkisstjórnina að láta fara fram, svo fljótt sem unnt er, ítarlega rannsókn, í samvinnu við Bún- aðarfélag íslands og Samband íslenzkra samvinnufélaga, á.því, hvernig helzt mætti koma af- sláttarhrossum bænda í viðun- andi verð og hvort ekki væri hægt þegar á þessu hausti að greiða eitthvað úr því málefni, en leggja annars rannsóknir sínar og tillögur fyrir næsta Alþingi.“ Sigurður Þórðarson var fram- sögumaður nefndarinnar og taldi hann mjög óheppilegt, hvað þetta mál hefði lengi dreg- izt í meðförum þingsins og yrði ekkert hægt að greiða fyrir sölu á hrossakjöti, þá væri ver farið en heima setið, að þetta mál hefði komið fram og skýrslum safnað um afsláttarhross, því að bændur í hrossasveitum hefðu vænzt þess, að úr því málinu hefði verið þannig hreyft, þá fengju þeir einhverja hjálp þess opinbera til þess að losna við hrossin með sæmilegu verði. Nú hefðu þeir ef til vill, í trausti þessa, setið af sér tækifæri um sölu afsláttarhrossa. Taldi hann, að aldrei hefði meira riðið á en nú að greiða fyrir þessu máli á hagfeldan hátt, þar sem saman færi ótíð og heyskaðar og þar af leiðandi fóðurskortur fyrir hross og ann- an búfénað í ýmsum sveitum landsins og þó sérstaklega í hrossahéruðum á Norðurlandi. Þar sem enginn hrossaútflutn- ingur er mögulegur og reiðhesta og önnur vinnuhestasala mjög minnkandi frá því, sem áður var innanlands, þá er bersýnilegur voði fyrir dyrum í, illu árferði í hrossasveitum. Ef ekki er hægt að koma afsláttarhrossum í viðunandi verð, þá verða bænd- ur tilneyddir að setja þau á guð og gaddinn. Bjarni Ásgeirsson, form. Bún- aðarfélags íslands, sagði að rík- isstjórnin hefði snúið sér til Búnaðarfélagsins og beðið um tillögur í þessu vandamáli. Helztu tillögur þess eru þær, að ríkisstjórnin reyni í sam- bandi við herstjórnina að fá það (Fravih. á 4. síðu) Hinir amerísku smábílar, sem hlotið hafa nafnið kríll á íslenzku, hafa unnið sér miklar vinsœldir hjá hernum, því er talið, að þeir verði enn eftirsóttari að styrjöldinni lokinni, því að liœgt er að nota þá víða, þar sem öðr- um bílum verður ekki við komið. í Ameríku er m. a. farið að nota þá til að draga sláttuvélar og hefir það gef- ist vel. Myndin liér að ofan, er frá þekktu tilraunabúi í Alabamafylki. Htér lántaka til aukn- ingar raforkusjéðs Frumvarp frá fimm alpingísmönnum Fimm þingmenn, Skúli Guðmundsson, Asgeir Asgeirsson, Jón Pálmason, Ingólfur Jónsson og Jörundur Brynjólfsson flytja í neðri deild frumvarp til laga um ríkislántöku til raforkusjóðs, en hlutverð hans er að styrkja rafveituframkvæmdir með hag- stæðum lánum. Er það eitt höfuðskilyrði þess, að slíkar fram- kvæmdir geti orðið verulegar á komandi árum, að fjármagn raf- orkusjóðs sé aukið nú. Aðalefni frv er: Ríkisstjórninni er heimilt að taka lán innanlands handa raforkusjóði með útgáfu og sölu handhafaskuldabréfa, allt að 20 milj. króna. Skuldabréfin séu boðin til sölu í bönkum og spari- sjóðum, og ennfremur er heim- ilt aö fela öðrum stofnunum sölu bréfanna, ef ástæða þykir til. Vextir af láni þessu séu 4-af hundraði á ári, og greiðast þeir eftir á, 31. des. ár hvert. Lánið er afborganalaust til ársloka 1946, en greiðist siðan með jöfn- um afborgunum, eftir útdrætti, á næstu 30 árum. Ríkisstjórnin getur þó ákveðið að endurgreiða lánið að nokkru eða öllu leyti, hvenær sem er, með _6 mánaða fyrirvara. Lánsfénu skal varið til raf- veituframkvæmda, sem ríkið lætur gera samkvæmt lögum, er um það verða sett. Ráðherra er- heimilt að á- kveða, að því fé, sem fæst með sölu skuldabréfa í einstökum landshlutum, skuli varið til raf- veituframkvæmda ríkisins í þeim sömu héruðum, að svo miklu leyti sem þörf krefur vegna þeirra framkvæmda, sem þar verða ákveðnar með lög- um. Ráðherra setur með ieglugerð, fyrirmæli um fjárhæð bréfanna og nánari ákvæði um fram- kvæmd laga þessara, eftir því sem þurfa þykir. í greinargerð frv. segir: Milliþinganefhd í raforkumal- um, sem kosin var samkvæmt ályktun Alþingis 4. sept. 1942, hefir nú með höndum athugun á þeim málum ásamt rafmagns- eftirliti ríkisins, sem vinnur að rannsókn á virkjunarskilyrðum og gerir áætlanir um kostnað við rafveitubyggingar. Nefndin væntir þess að geta, áður langt líður, lagt fram ákveðnar tillög- ur um tilhögun rafveitufram- kvæmda, er stefni að því að koma rafmagninu sem fyrst um allar byggðir landsins, svo sem ákveðið var með fyrrnefndri þingsályktun sumarið 1942. Sú athugun á þessum málum, sem þegar hefir verið gerð, sýnir, að framkvæmdirnar kosta mikið fé. Meginhlutann af því fé verð- ur ríkið að taka að láni, og láns- fé þarf að fá innanlands. Með flutningi þessa frumvarps er lagt til, að nú þegar verði hafin fjársöfnun til raforkusjóðsins með útgáfu og sölu hanhaía- skuldabréfa. Má vænta þess, að auðvelt verði að fá allmikið fé að láni til þessara nauðsynlegu framkvæmda, ef þess er leitað nú þegar, þar sem miklir pen- ingar erú í umferð og almennur áhugi . á rafveitubyggingum. Engin vissa er fyrir því, að jafn- auðvelt verði um fjáröflun síð ar, og þvi telja flutningsmenn frv. óráðlegt að sleppa því ein staka tækifæri, sern nú er til fjáröflunar handa raíorku- sjóðnum. (Framh. á 4. síðu) Rafveífuskílyrðí í Mývafnssveít Tillaga Jónasar Jóns< sonar Bókaútgáfau 1943 Bækiir ST o r ð r a Bókaútgáfan Norðri h. f. á Akureyri hóf starfsemi sína með útgáfu Söguþættir landpóst- anna. Eins og kunnugt er var það stórt og merkilegt rit, sem notið. hefir einstakra vinsælda. Seldist fyrri útgáfan svo að segja upp fyrir síðustu jól, aðallega í Reykjavík og á Akureyri. Var því þegar í byrjun þessa árs undirbúin önnur útgáfa, er kom út seinni hluta sumars. Þá hefir Bókaútgáfan Norðri nýlega sent frá sér merka bók, er nefnist Dagur í Bjarnardal eftir norska rithöfundinn Trygve .Gulbransen í íslenzkri þýðingu skáldsins Konráðs Vil- hjálmssonar. — Dagur í Bjarn- ardal er lýsing á norsku dala- fólki, og minnir á margt það, sem bezt er í fari íslendinga. Tvær aörar bækur gerir Norðri ráð fyrir að senda á bókamarkaðinn á þessu ári eftir Trygve Gulbranssen, og má að vísu telja þær í beinu framhaldi af Degi í Bjarnardal, en þó er hver þeirra alveg sjálfstæð saga. Nefnast þær Hvessir af Helgrindum og Engin önnur leið. Þessar þrjár bækur Trygve Gulbranssen vöktu óhemju at- hygli, er þær komu út í Noregi og hafa verið þýddar á flest hin helztu tungumál og alls staðar vakið mikla athygli. Engin-n vafi er á, að þessar bækur eru allar þess eðlis að þær auðga verulega íslenzkan bókakost. • Þá má geta þess, að Norðri hefir margt annað á prjónunum, sem ekki verður hér getið að þessu sinni, en sumt af þVí er þó það langt komið að búast má við að það geti komið út fyrir jól. Jónas Jónsson flytur í efri deild svohljóðandi tillögu um rannsókn á rafveituskilyrðum í Mývatnssveit: „Efri deild Alþingis ályktar'að láta kunnáttumenn, sem eru í þjónustu ríkisins, rannsaka kostnað við að leiða rafmagn frá Laxárvirkjuninni eftir Lax- árdal til allra bæja í Laxárdal og Mývatnssveit og leggja skýrslu um málið fyrir Alþingi." í greinargerð tillögunnar seg- ir: „Allir búendur og allir ungir, búlausir menn í Mývatnssveit hafa óskað eftir, að sú rannsókn verði gerð, sem hér er beðið um. Svo sem kunnugt er, unna Mý- vetningar sveit sinni svo mjög, að burtflutningur þaðan hefir verið minni en úr nálega öllum öðrum byggðum landsins. Auk þess, að sveitin er ein hin feg- ursta hér á landi, og þótt víðar sé leitað, þá er hún svo heilnæm, að talið er, að enginn maður hafi sýkzt af brjóstveiki þar heima fyrir. Fram á allra síð- ustu mánuði hafa flest héimili (Framh. á 4. síðu) Á viðavahgi EIÐROFSMÁLIÐ. Hin ýtarlega skýrsla þeirra Eysteins Jónssonar og Her- manns Jónassonar um eiðrofs- málið hefir að vonum vakið mikla athygli. Dómur manna, jafnvel hat- römmustu Sjálfstæðismanna, er einróma á þá leið, að eigi ver.ði eftir þessa sterklega rökstuddu greinargerð efazt um sekt þeirra Ólafs og Jakobs. Morgunblaðið þorir meira að segja ekki að bera á móti því, að samið hafi verið um kjör- dæmamálið, en segir, að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafi úá treyst því, að frestun þing- kosninganna héldist áfram! Þessi falsrök munu liggja öll- um í augum uppi. Ef gengið hefði verið út frá því, að kosn- ingafrestunin héldist áfram, purfti vitanlega ekki að semja um kjördæmamálið, því að ekki var hægt að. fá það afgreitt, nema kosningar færu fram. Öllum landsmönnum mun líka vera enn í ferskú minni, að frestun þingkosninga var, þegar hér var komið, úr sögunni, jar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði svikið samkomulagið um hana með kröfunni um kosn- ingu í Norður-ísafjarðarsýslu, og einn flokkurinn, sem að henni stóð, Alþýðuflokkurinn. taldi sig ekki bundinn af henni lengur. Til merkis um, að þetta samkomulag var niður fallið, voru bæjarstjórnarkosningar látnar fara fram. Það sýnir gleggst hinn auma málstað eiðrofanna, að slíkum röksemdum skuli beitt þeim til afsökunar. ÞÁTTUR DAGBLAÐANNA í MJÓLKURSKORTINUM. Reykjavíkurkona, sem nýlega kom í skrifstofu Tímans, sagði m. a. um mjólkurmálið: — Það er rétt, að hér var stundum í haust mjólkurskortur og þröng við mjólkurbúðirnar. En ég kenni dagblöðunum miklu meira um þetta en Mjólk- ursamsöluniii. Það er segin saga, að þegar sá orðrómur kemst á kreik, að'skortur sé á einhverri vöru, þá auka menn ^aup á henni til að birgja sig upp og reyna áð gera það sem fyrst. Svona var það með mjólkina. Sumir keyptu helmingi meiri mjólk en vanalega til þess að eiga til næsta dags, ef þá yrði skortur, og allir kepptust við að ná sem fyrst í mjólkina og af því stöfuðu oftast þrengslin. Þetta er nú mín aðalskýring á mjólkurskortinum í haust, enda sýna opinberar skýrslur, að hér hefir verið meiri mjólk á mark- aðnum í haust en nokkuru sinni áður fyrr að haustlagi. „HÆG ER LEIÐ TIL H. •. Séra Jón, prestur í Nessókn heldur áfram að ræða um „tvær leiðir“ í sjómannablaðinu Vík- ing. Prestum hefir lengi verið tamt að benda á tvær leiðir: leiðina til sáluhjálpar og leið- ina til glötunar. En þessi séra Jón gerir meira. Hann hefir fundið það af hyggjuviti sínu, að landbúnaður, er leið, sem liggur til glötunar, sSjómennska gerir menn sáluhólpna. Þess vegna, kæru bræður og systur, snúið af leið glötunarinnar, hverfið úr sveitunum og setjist að í þurrabúð á Nesinu hjá mér óg öðlizt sáluhjálp með því að skreppa „á skak“, þegar gefur. Jón lætur liggja orð að því, að Þorbjörn bóndi á Geita- skarði, sem leyfði sér að and- mæla hinni nýstárlegu guðfræði hans, muni vera „einhver leppa- lúði og á broslegan hátt þvers- um viö líf og baráttu hinnar íslenzku þjóðar.“ — Eru þessi ummæli prestsins skiljanleg um mann, sem heldur sig á glötun- arvegi landbúnaðarins og stund- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.