Tíminn - 23.01.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1945, Blaðsíða 3
6. blafS TÍMIXW brigjwdagiim 23. jan. 1945 3 STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON s BÓKMENNTIR OG LISTIR Bygéðahverfi í sveitum Nýbýlalögin voru sett árið 1936. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þeim síðan, en engar, sem snerta hina upphaf- legu stefnu laganna eða tilgang. Árið 1938 var margs konar lög- gjöf varðandi endurbygging sveitabýla og stofnun nýbýla steypt saman í einn lagabálk (lög um byggingar- og iund- námssjóð). Nýbýlalöggjöfin er einn kafli þess lagabálks. Nýbýlalöggjöfinni var í upp- hafi ætlað að stuðla að tvenns konar nýsköpun í sveitum: Að nokkru leyti átti hún að styðja menn til þess að stofna einstök býli, og þá aðallega við skipt- ingu eldri jarða í sjálfstæð býli, en nokkru leyti skyldu mynduð byggðahverfi, sem í lögum þess- um voru nefnd samvinnubyggð- ir. Skyldi stofnun slíkra byggða- hverfa gerð eftir ákveðnum á- ætlunum, en ábúendum í hverju hverfi var í sjálfsvald sett hvers konar búskaparform þeir hefðu — hvort hvert býli væri sjálf- stætt um búrekstur eða ein- hvers konar samvinnurekstur væri um búskapinn. Sá kafli nýbýlalagíanna, er fjallar um samvinnubyggðir, hefir aldrei komið til fram- kvæmda. Ástæðan er sú, að Al- þingi hefir ekki veitt fé til þess. Hinar naumu fjárveitingar Al- þingis til nýbýlamála hafa að- eins nægt til þess að bæta úr allra brýnustu þörfum þeirra, er stofna vildu einstök nýbýli. Á Alþingi 1941 voru sam- þykkt lög um landnám ríkisins. í lögum þessum er ríkisstjórn- inni heimilað að láta fram- kvæma landnám við þorp og kaupstaði og í sveitum, eftir því sem lögin nánar ákveða. Land- nám þetta skal gert á þann hátt, að ríkið lætur á sinn kostnað undirbúa lönd til ræktunar og búskapar á annan hátt, þar sem skilyrði eru góð til samfelldrar ræktunar. Landið skal vera rík- iseign, og er heimilt að kaupa lönd í þessu skyni. Þáverandi landbúnaðarráð- herra, Hermann Jónasson, hafði árið 1940 skipað undirritaðan, ásamt þeim Ingimar Jónssyni og Valtý Stefánssyrii, í nefnd til þess að benda á stað, þar sem hafizt skyldi handa um stofnun byggðahverfa í sveitum. Við lögðum til að jarðirnar Hvamm- ur I og II, Kirkjuferjuhjáleiga, Þórustaðir, Árbær og Hellir í Ölfusi yrðu keyptar og hafinn þar undirbúningur. Því miður þrem fyrsttöldu jörðunum. En nú mun ríkið vera í þann veg að eignast Þórustaði einnig. Á ríkið því mikla og góða sam- fellda landspildu í Ölfusí, þótt ákjósanlegra hefði verið, að Ár- bær og Hellir hefðu einnig vsrið keyptar og mætti því skipu- leggja ræktun þeirra samhliða hinum jörðunum. Ég lít svo á, að þarna eigi tví- mælalaust að hefjast handa. í landi þessara jarða eru víðáttu- miklar mýrar ágætlega fallnar til þurrkunar og síðar ræktun- ar. Jarðhita mætti leiða um byggðahverfi þarna. Samgöng- ur og lega er hið ákjósanleg- asta. í lögum um landnám ríkisins er ákveðið, að minnst 250 þús. króna fjárveiting skuli tekin í hvers árs fjáriög til fram- kvæmda. Fjárveiting þessi hefði fyrst átt að vera í fjárlögum 1943 og því þriðja árið nú, sem fé væri veitt til þess að fram- kvæma slíka löggjöf. Alþingi hefir til þessa skotið sér undan þeirri skyldu að veifca fé í þessu skyni. Enn hefir því ekki verið hægt að hefja framkvæmdir. Strax og þessar jarðir voru keyptar í Ölfusi lét Búnaðar- félag íslands gera áætlanir um framræslu á landi allra jarð- anna, og má því hefja þar fram- kvæmdir strax og fé er veitt til þess. Til þess að hægt sé að hefjast handa á grundvelli laga um landnám ríkisins, svo að veru- legu nemi, þarf árlega að veita, miðað við núverandi verðlag, minnst eina miljón króna. Það eru loftkastalar að tala um stofnun byggðahverfa, hvort heldur er í sveitum eða við sjó, með lítilfjörlegum fjárveiting- um. Ég hefi oft síðastliðin ár skýrt frá skoðun minni um skipan byggðamála, og mun því lítið koma inn á það hér, en vil þó taka nokkur atriði fram í sam- bandi við það. Við verðum að viðhalda dreif- býli. Það er að mínum dómi mik- il nauðsyn hverju þjóðfélagi, að nægilegur hluti þjóðarinnar fá- ist til þess að starfa í dreifbýli að framleiðslu landsmanna. Hvernig hefði farið fyrir þjóð okkar, ef hún á umliðnum öld- um hefði öll búið í borgum og þorpum við sjávarsíðu? Við hefðum tapað tungu okkar og þjóðerni og aldrei endurheimt frelsi okkar aftur. Það var fólk'- ið í sveitunum, fólkið í dreifbýl- inu, sem bjargaði okkur frá þeirri hættu. Hið sama getur komið fyrir aftur. Verði þjóðin öll flutt í borgir og þéttbyggð þorp, munu mörg þau menning- arverðmæti, sem við eigum merkust, vera í mikilli hættu og kannske algerlega fara forgörð- um. Þá er og þess að gæta, að ým- islegt í atvinnuháttum okkar er þannig, að það samrýmist ekki þéttbýli og byggðahverfum. Ber þar fyrst og fremst að nefna sauðfjárrækt, sem vart verður stunduð öðru vísi en í dreifbýli. En sauðfjárrækt mun verða, enn um langt skeið, annar stærsti þáttur landbúnaðarframleiðsl- unnar. Okkur ber því í þessum efn- um að fara hinn gullna meðal- veg. Eitthvað af afskekktum býlum hlýtur að fara í eyði næstu ár. Það er ekkert annað en steinrunninn kyrrstöðuhugs- unarháttur að ætla sér að hindra slíkt. Fólk fæst ekki til að búa í dreifbýli nema sam- göngur, raforka, sími og fleiri nútímaþægindi fáist. Einstökum býlum ber síðan að fjölga með skiptingu jarða. Sú skipting mun , fara fram á svipuðum grundvelli og gert hefir verið að undanförnu. Á þann hátt þéttist byggðin smátt og smátt i þeim sveitum, sem bezt eru fallnar til búskapar og fólk sæk- ir mest eftir að dveljast í. Samhliða þessari þróun eig- um við að reyna nýja leið: stofnun byggðahverfa. Allmargt ungt fólk vill reyna þá aðferð heimilaði Alþingi aðeins kaup á« við búrekstur. Við þeim óskum byggðahverfi svo nærri heitum uppsprettum að leiða megi heitt vatn í hverfið, eru það ómetan- leg gæði. Þá verður næg raforka að fást, ekki einungis til venju- legra heimilisnota, heldur einn- ig til atvinnureksturs. Athugan- ir þær og rannsóknir, sem gerð- ar hafa verið á allmörgum stöð- um varðand'i þetta, beinast einkum að þessum atriðum. Er sá undirbúningur kominn það-á veg að hefja má framkvæmdir á mörgum stöðum samtímis, hvenær sem er. Byggðahverfum í sveitum verður ekki komið á fót, nema ríkisvaldið hafi forgöngu um framkvæmd verksins. Ríkið verður að láta þurrka landið, leggja um það vegi og rækta nokkurt tún fyrir hvert býli. Að líkindum verður ríkið einnig að reisa nauðsynleg hús og leigja býlin þannig fullgerð. Þó er það meira álitamál. Getur vel komið til greina, að ábúendur reisi hús á býlunum með nauðsynlegum lántökum og styrkveitingum. á að verða, auk þess sem slíkt fyrirkomulag á að geta gert at- vinnulíf sveitanna fjölbreyttara, léttara og skemmtilegra. Síðastliðinn vetur gerðum við Pálmi Einarsson ráðunautur bráðabirgðarannsókn á skilyrð- um til stofnunar byggðahverfa víðs vegar um land. Rannsókn þessi var byggð á athugunum, sem við höfum gert á ferðum okkar um landið síðustu árin. Var þar bent á allmarga staði í sveitum og við eða í nánd við kauptún, þar sem góð að- staða væri að okkar dómi til bess að stofna byggðahverfi. Voru allnákvæmar upplýsingar um landgæði, landstærð og ann- að snertandi staði þá, sem nefndir voru. Tillögur okkar eru nú til at- hugunar hjá milliþinganefnd Búnaðarþings. Einnig voru þær sendar til skipulagsnefndar at- vinnumála. Þess má vænta, að á Búnaðarþingi í vetur komi ákveðnar tillögur í þessu efni. Þegar hafizt verður handa um framkvæmdir varðandi þessi mál, þarf margs að gæta, og mun þó vart verða komizt hjá ýmsum mistökum í fyrstu. Ég vil nefna hér nokkur atriði. Hið fyrsta er að sjálfsögðu, að byggðahverfunum verði valdir heppilegir staðir. Lega þeirra og afstaða til vega og annarra samgöngubóta verður að vera góð. Gnægð verður að vera af ræktanlegu land, og sé landið bannig, að koma megi við stór- virkum vélum, svo sem skurð- gröfum, jarðýtum og dráttar- vélum. Sé hægt að mynda STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON Fyrsta skilyrði til þess að hefja slíkar framkvæmdir er það, að völ sé á stórvirkum vinnutækjum til þurrkunar, ræktunar og vegagerðar. Styrj- aldarárin hefir verið svo erfitt að útvega slík tæki, að ekki hefði verið hægt að ráðast í miklar framkvæmdir á þessum grundvelli, þótt fé hefði verið fyrir hendi. Vonandi rýmkast um útvegun þessara tækja fljót- lega, svo að vélaskortur þurfi ekki lengi úr þessu að standa í vegi. Jafnframt því, að slíkum byggðahverfum er ákveðinn staður og gerðar um þau áætl- anir, verður að gera sér grein fyrir því, hvernig búrekstri skuli hagað. Sjálfsagt er, að væntan- legir ábúendur fái þar mestu um að ráða. Ýmsir munu telja, að heppilegast muni vera, að sam- eiginlegur búrekstur (sam- vinnubú) sé fyrir hvert byggða- hverfi. Ég geri þó tæpast ráð fyrir, að sú leið verði valin við fyrstu tilraunir í þessa átt, heldur muni hvert býli verða sér um rekstur, þótt sjálfsagt sé, að samvinna verði um margt, svo sem , verkfæraeign að nokkru, flutninga og margt fleira. En hér yrði alger rækt- unarbúskápur stundaður. Ein- ungis ræktað land nytjað til slægna, og beitilönd fyrir naut- gripi yrði einnig að rækta að mestu eða öllu leyti. Ég álít, að í slíkum byggða- hverfum eigi býlin að vera af breytilegri stærð, og þau stærstu svo stór, að fjölskyldur geti lifað af landbúnaðarstörfum einum. En samhliða eigi að vera smærri býli, þar sem ýmis konar handverk væru stunduð samhliða búskap. Af slíkum heimilisiðnstörfum má nefna margvíslega ullarvinnslu, ým- ist í höndum eða með svo smá- _um vélum, að þær geta verið eign hvers heimilis. Þá má og vinna margvíslega hluti úr tré, svo sem leikföng til sölu og ýmis^ konar smærri húshluti. Slík heimilishandverk, miklu fjöl- breyttari en hér hefir verið nefnt, geta ágætlega samrýmst smábýlabúskap, þar sem aðal- lega er framleitt handa eigin heimili, en lítið framleitt til sölu af beinum landbúnaðaraf- urðum. í byggðahverfunum þurfa svo að vera sjálfstæð verkstæði, sem starfa að þeim verkefnum, sem hin einstöku heimili geta ekki innt af höndum. Þar til má nefna viðgerðaverkstæði fyrir landbúnaðarvélar, bíla o. fl., og trésmíðaverkstæði, þar sem smíðaðar eru hurðir, gluggar og fleira varðandi húsagerð í sveit- unum umhverfis. Þá þarf verk- stæði, þar sem smíðuð séu hentug húsgögn í sveitabæi, saumastofur, skógerðarstofur og margt fleira. Þetta er ekki hægt að ræða hér nánar, en ég tel það eitt stærsta atriði varðandi myndun byggðahverfa í sveitum, að tak- ast megi að samræma við hin venjulegu landbúnaðarstörf margs konar störf önnur, sem (FramhalcL á 7. síöu) Lönd og lýðir I Grikkir VIII. Með hinum sigursæla hernaði Alexanders mikla breiddist grísk menning mjög út meðal fjar- lægra þjóða. Grískir kaup- menn settust að í öllum hinum nýju ríkjum, er lúta urðu ofurvaldi Alexanders, gríska varð heimsmál og grísk list og vísindi urðu einráð í þeim lönd- um, er Grikkir höfðu lært af til forna. Hin gríska menning þró- aðist og breyttist í alþjóðlega menningu í hinum nýju heims- borgum. Þessar borgir líkjast allar hver annari og voru allar að meira eða miirna leyti grísk- ar. Fólkið, sem þar bjó, varð æ líkara hvað öðru, og kenndir þess og hugmyndir voru einnig keimlíkar. Samgöngur milli landa gerðust örar, og vaxandi velmegun og fjárráð fylgdu aukinni verzlun og viðskiptum. Ungir menn frá „öllum lönd- um heims“ stunduðu nám í há- skólunum í' Aþenú og í hinum miklu söfnum Alexandríu, þar sem vísinda- og fræðiiðkunum var venjulega haldið áfram að loknu námi í Aþenu. Þessi menning hélt áfram að þróast í ríkjum þeim, sem mynd- uðust eftir dauða Alexanders mikla. Egiptaland varð mjög I síðasta þriðjudagsblaði ’ var rakin saga Forn- Grikkja fram til daga Al- exanders mikla. Hér er í stórum dráttum sagt frá því, er drifið hefir á daga grísku þjóðarinnar síðustu tuttuffu aldirnar. þroskað ríki við stjórn þeirrar mikilhæfu konungsættar, er þar fór með völd.. Alexandría varð miðdepill heimsmenningarinn- ar. Vitatúrninn á Faros, utan við hafnarmynniö, eitt af sjö furðuverkum heimsins, sýnir, hversu langt menn voru þá komnir í tækni. Borgin var vett- vangur alþjóðlegra samskipta, og þar bjó fólk frá öllum hinum helztu þjóðlöndum: Gyðingar, Grikkir, Sýrlendingar, Arabar og mætti svo lengi telja. Austan Miðjarðarhafsins varð Sýrland með Antiokíu að höfuð- borg voldugasta ríkið. Þar sat að völdum ætt Selevkós, þess er hóf ríkið til vegs. Á Rhodos hafði myndazt öflugt' verzlunarríki, er réði mestri verzlun við Eyjahaf. Þar var mælskulist, heimspeki og list í miklum metum, og þar Heimíerðarsaga Vestur- íslendings Margur íslendingurinn hefir fundið sárt til þess, hvílík blóð- taka vesturfarirnar voru fyrir okkar fámennu þjóð. Mun þó sízt of mikíð úr því gert. En sú hefir .orðið raunabótin, að þúsund- irnar, sem vestur fluttust, hafa Soffónías Þorkelsson ekki horfið og týnzt í hinni miklu deiglu óteljandi þjóðerna, sem Vesturheimur er, heldur verið fastheldnir á gamlar erfð- ir og þó langflestlr reynzt þinir nýtustu þegnar í nýja landinu og borið hróður íslands og ís- lenzks ættboga heimshafanna á miili. Verður það aldrei tölum talið né vog vegið, hvílíkar stoð- ir þessir útverðir íslenzka kyn- stofnsins, þekktir og óþekktir, hafa reynzt okkur hinum, er átt höfum örlög í gamla landinu. Einn þessara ómetanlegu út- varða er Svarfdælingur, sem fór af landi brott laust fyrir alda- mótin, þá nítján ára piltur, snauður að öðru en trúnni á líf- ið. Þéssi svarfdælski piltur er nú nafnkunnur meðal íslendinga austan hafs og vestan — Sóffón- ías Þorkelsson, iðjuhöldur í Winnipeg. Sóffónías hefir þrí- vegis heimsótt ættlandið síðan hann fluttist vestur: árið 1913, 1930 og siðast 1940. Dvaldi hann þá hér alllengi. Nú í vetur hefir Sóffónías sent okkur austur yfir hafið stórt rit, tveggja binda, er hann skráði eftir þessa síðustu íslandsför sína og hefir sjálfur kostað út- gáfu á. Nefnir hann það „Ferða- hugleiðingar“. Fjallar það um ferð hans og kynningu hans af mönnum og málefnum hér heima. En inn í þetta er ofið minningum hans sjálfs frá ungl- ingsárunum og ýmsum vonum og framtíðarhugsjónum. Er hann hvergi ragur að láta hisp- urslaust i Ijós álit sitt, þótt hvar- vetna sé orðum í hóf stillt. Seg- ist hann sjálfur búast við, að sumt, sem á sé minnzt í bók- inni, verði ekki öllum lesendum að skapi. En hann biður engrar afsökunar á því. „Allir 'hafa fyllsta rétt til þess að láta skoð- anir sínar i ljós.“ En þótt Sóffónías komizt sjálfur svo að orði, þá munu flestir íslendingar kunna hon- um miklar þakkir fyrir jDókina. Hún er spegilmynd þeirrar djúpstæðu ræktarsemi og fölskvalausu ástar, sem hann ber í brjósti til lands og þjóðar. Hún er boðberi hressilegra og þróttmikilla lífsskoðana, skorin- orð og laus við alla væmni. Og hún er sýnilega árangur ná- kvæmra eftirgrennslana og í- hugana hins glöggskyggna manns, sem er hér flestum hnútum kunnugur, en getur þó litið á allt frá sjónarhóli gests- ins. Gegnir furðu, hversu mikil og góð skil hann kann á hinum fjarskyldustu hlutum og lítt gætir missagna. En mest far hef- ir.hann sýnilega gert sér um að kynnast atvinnulífi þjóðarinn- ar, enda sjálfur maður, er hóf starf í framandi álfu með tvær hendur tómar en varð á skömm- um tíma umsvifamikill iðju- höldur á ameriskan mæli- kvarða. Þetta er því lærdómsrík bók. Þótt því fari viðs fjarri, að hann dragi fjöður yfi^ kosti þjóðarinnar, þá gleymir hann ekki heldur veilunum í þjóðlíf- inu og segir okkur hiklaust til syndanna. Og sá er vinur, sem til vamms segir, og væri það gæfa að meiri, ef sem flestir vildu -lesa með athygli þá kafl- ana, er fjalla um ranghverfuna á háttum okkar og hneigðum. Á sama hátt mættu viðurkenn- ingarorð þessa reynda og víð- sýna manns verða örvun í erf- iðri baráttu þjóðarinnar fyrir framtið sinni og menningu. Gamansemi höfundar og karl- mannlegur þróttur gerir hvort tveggja skemmtilegt aflestrar. Bókin er prýdd fjölda mynda af mönnum, mannvirkjum og stöðum.^Því miður er mikið af prentvillum í henni, en fæstar eru þó meinlegar, og að öðru leyti er frágangurinn allgóður. Hvort bindi er nær 300 blaðsíð- ur að stærð, og verð þeirra beggja er 80 krónur ib. J. H. voru ýmsir merkir myndhöggv- arar. Einnig var list á háu stigi í Pergamon í Litlu-Asíu um þessar mundir. Frægast þaðan er Seifsaltarið, sem Evmenes II lét gera. Það er nú varðveitt í Berlín. En í öllum hinum grisku smá- ríkjum' lék glundroði og upp- lausn lausum hala. Aþena varð að umsvifalitlum háskólabæ. í Spörtu reyndi konungur einn, Agis, að koma á nýrri stjórnskip- an. Hann tók af landskuldir og ætlaði að skipta jörðunum á réttlátari hátt en verið hafði. En hann var brotinn á bak aft- ur og myrtur. Arftaki hans reyndi hið sama, en Makedóníu- menn ráku hann í útlegð. IX. Meðal Grikkja hinn fornu hófst sú menning, sem vestræn- ar þjóðir búa að enn í dag. Bók- menntir, vísindi og listir Grikkja hafa verið þeim eilíf uppspretta til endurnýjurf&r-og nýs þroska. Rómverjár skiluðu þessari menningu áleiðis til þjóðanna í Vestur-Evrópu, og hún vakir si- fellt undir niðri allar miðaldirn- ar. Meðal Araba fá grísk vísindi nýjan lífskraft. Og þegar myrkri miðaldanna léttir af, tekur rétt- lætis- og mannúðarandinn forni aftur að gegnsýra líf og hugs- anir þjóðanna, og heldur áfram að lifa á óteljandi sviðum. Flest tungumál menningarþjóða bera órækt vitni um snertingu sína við gríska menningu. Þar úir og grúir af grískum töku- orðum. X. Þegar Grikkir komust undir veldi* Rómverja árið 146 fyrir Krists burð, var lokið hinni sjálfstæðu stjórnmálasögu þeirra. En eins og rómversk skáld komst að orði, þá yíirunnu hinir sigruðu Grikkir sigurveg- arana. Fjárhag og atvinnulífi þeirra hrakaði að vísu stórum, og Rómverjarnir létu meira að segja höggva niður grísku ólívu- skógana til þess að losna við ó- þægilegan keppinaut. Landið varð í rauninni ekki annað en eitt gríðarlegt safn, er geymdi minjar hinnar upphaflegu menningar. Þegar.Rómaríki skiptist, varð Grikkland hluti austrómverska ríkisins. Grískan varð aðalmálið, en samt sem áður var miðdepill þess ríkis í Miklagarði, utan hins raunverulega Grikklands, og Asíulöndin býzantísku voru þýð- ingarmestu hlutar ríkisins. Ger- manskar og slavneskar þjóðir hófu nú einnig flutninga til Grikklands, Gotar og fleiri þjóð- ir herjuðu þar og um 500 flutt- ust þangað Búlgarar og fleiri slavneskir kynþættir og settust að, ekki sízt .á Pelopsskagá. í sjálfri Attíku settust að Slavar og Albanir, og enn þann dag í dag tala bændur á þeim slóðum víða albönsku. Grikkir nútím- ans eru þannig mjög blönduð þjóð að kyni. Norrænir' höfðingjar reistu hvað eftir annað öflug smáríki á grískri grund, og á krossferða- tímunum og síðar urðu þar til „franskar“nýlendur með traust-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.