Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMircrc, föstiidagiim 25. maí 1945 38. blalS Jónas Hallgrímsson (Framhald af 5. síðu) í 1. árgangi), Heiðlóárkvæði (í 2. árg.), Saknaðarljóð, Móðurást (bæði í 3. árg.) og Gunnars- hólmi (í 4. árg.). Sigurður Nordal segir í Skírn- isgrein sinni, er getið var hér að framan, að áhrif Pjölnis hafi orðið .,éinn meginþáttur í þjóð- lífi og menntalífi fslendinga“. Nú er það að vísu mála sannast, að ljóð Jónasar, þau er þar birt- ust, áttu drjúgan hlut í að skapa þessi mikilvægu og víðtæku á- hrif, en þótt þeim væri burtu kippt, þá voru afskipti Jónas- ar af stofnun og útgáfu Fjölnis samt svo merkileg og mikils verð, að hann mundi jafnan talinn meðal merkustu manna 19. aldar fyrir þau störf ein sam- an, þótt ekki kæmi annað til. V. Viðreisn málfars og skáld- skapar er ekki veigalítill þáttur í endurreisn þjóðlegrar menn- ingar. Sé það tvennt í niöurlæg- ingu, getur tæplega verið um andlega vakningu að ræða, en án andlegrar vakningar er verk- leg eða búhagsleg vakning fátíð og varar sjaldan lengi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að áhrif Jónasar Hall- grímssonar á íslenzkt mál hafa orðið meiri og heillaríkari en nokkurs eins manns annars. Aldrei hefir verið farið um ís- lenzkuna meiri snillingshönd- um, hvorki í ljóðum né lausu máli. Það er einnig kunnara en frá þurfi að segja, að Jónas Hall- grímsson hóf ljóðagerð og skáld- skaparsmekk þjóðarinnar á hærra stig, bæði með því, sem hann ritaði um bókmenntir, en þó miklu fremur með hinu, hvernig hann orti sjálfur. En sagan er ekki öll sögð enn. Ljóða Jónasar hefir gætt meira á öllum sviðum viðreisnarbar- áttu þjóðarinnar en menn munu almennt gera sér ljóst. Þau eru þrungin lifandi þjóðernistil- finnirigu og ást á landinu, fólk- inu, málínu, blómunum, — öllu sem íslenzkt er. Það er réttur skilningur á Jónasi og ljóðum hans, sem kemur fram hjá Hall- dóri Kiljan Laxness, þegar hann segir: „Þótt honum láist að játa ást sína til ættjarðarinnar beinum orðum, þá er hvert kvæði hans ættjarðarkvæði í orðsins fyllstu merkingu. Þau eru sem sungin út úr náttúru landsins gegnum brjóst þjóðarinnar. Þau eru dregin út úr kjarna hins óskil- greinilega í íslenzku sálarlífi. Jafnvel túlkanir hans á verkum erlendra skálda eru svo órjúf- anlegar bundnar íslenzkum eig- indum og sérkennum, að það er aðeins með hálfum rétti unnt að nefna þær þýðingar. Hver þekking, hver framandi hugs- un féll þar í íslenzkan jarðveg, sem Jónas var, og spratt upp aftur eins og íslenzk jurt.“ Þjóðskáldið Matthías Joch- umsson hefir lýst því fagurlega, hver áhrif ljóð Jónasar Hall- grmssonar höfðu á hann í æsku. Hann var selsmali, þegar hann sá þau fýrst. Ráðskonan léði honum þau. „Hún var bezta kona og unni Jónasi. Þúsundir annarra kvenna á landinu unnu ljóðum hans á sama hátt, lærðu þau og lifðu sig inn í þau. Og ekki aðeins konur. Síður en svo. Það var öll þjóðin, karlar og konur, sem unni Jónasi. Þeir unnu honum mest, sem beztir voru. Og enginn skyldi ætla, að þetta fólk hefi verið samt eftir kynninguna við Jónas eða ósnortið. Fegurðardýrkun Jón- asar og þjóðernistilfinning hans og ást á öllu íslenzku, seytlað- ist inn í vitund þess og settist þar að. Þjóðin andaði að sér angan ljóða hans, svo að hún fann með sjálfri sér, að hún var íslenzk þjóð og líf hennar og framtíð var tengd íslandi. Hún varð bjartari, djarfari og hug- sjónaríkari. Hún tók viðfangs- efnin öðrum tökum. Viðhorf hennar til lífsins Tar nýtt. Foringjar þjóðarinnar á svið- um menningarmála, stjórnmála, atvinnumála, félagsmála og hvarvetna annars staðar hefðu orðið færri og rislægri.'ef Jónas hefði aldrei ort kvæði sín. Meiri hefði þó munurinn orðið á hinu, hve skilningur almennings á hugsjónum foringjanna og bar- áttu hefði orðið sljórri og dauf- Reynslu margra og raunir jók, að reynast sér í engu tryggur, og að vera eins og bók, sem opin fyrir hverjum liggur. ari og fylgið við þá tregara og ótrúrra, ef ljóða Jónasar hefði ekki notið við. Konráð Gíslason segir í minn- mgargrein um Jónas í Fjölni, þegar hann lýsir því hvernig ís- lendingum i Kaupmannahöfn var innanbrjósts, er þeir fylgdu Jónasi til grafar, tæpra 38 ára að aldri: „Hörmuðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest, sem honum var kunnug- astur og bezt vissi, hvað í hann var varið. Það, sem eftir hann liggur, mun lengi halda uppi nafni hans á íslandi og bera honum vitni betur en vér erum færir um, en svo ágætt, sem margt af því er, má þó fullyrða, að flest- af því komist í engan samjöfnuð við það, sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar, hvílíkur hann var sjálf- ur í raun og veru.“ Þessi dómur um Jónas og störf hans er vafalaust réttur, svo langt sem hann nær. Hitt hefir Konráð ekki grunað, að ævi- starf Jónasar ætti eftir að bera jafn glæsilegan ávöxt og raun hefir á orðið, svo að það er á engan hátt of mælt, að næst Jóni Sigurðssyni hefir enginn einn maður átt ríkari þátt í al- hliða endurvakning íslenzku þjóðarinnar en skáldið og nátt- úrufræðingurinn Jónas Hall- grímsson. Ólafur Þ. Kristjánson. Sigurður Jónsson. DÁNARMMING: Higurðnr Jónsson frá Katadal. í Vatnsnesfjall að norðan um, bjó hann einnig yfir alvöru ganga tveir dalir, til suðurs frá og vel var honum ljóst, að eigi prestssetrinu Tjörn. Sá eystri er ætíð hollt að segja hug sinn heitir Katadalur. Þar eru tveir allan. Um það vitnar þessi vísa bæir, og er annar þeirra sam- hans: nefndur dalnum. Jarðir þessar hafa kjarngott beitiland, en reytingssamar slægjur. Þar hef- ir verið búið um langan aldur, og verður væntanlega hér eftir, þótt sumir nútímamenn telji, að byggð eigi að leggjast niður í fjalladölum sem þessum. Siðan snemma á 19. öld hafa oft búið skáldmæltir menn í Katadal, og þó eigi sömu ættar. Þeir hafa notað tómstundir til lesturs og ljóðagerðar, og vísur hafa flogið þaðan um sveitina, héraðið allt og jafnvel viðar. Fyrir röskum 100 árum bjó sá maður í Katadal, er Sigurður hét, Ólafsson. Hann var rauna- maður, en hagmæltur og stytti sér stundir i myrkri og hríðum skammdegisins með því að yrkja ljóð, m. a. kvæðið Vetrarkvíða. Sonarsonur hans var Sigurður skáld Bjarnason, sá er orkti Hjálmarskviðu. Hann drukknaði á Húnaflóa í' júnímánuði 1865, áðeins 24 ára gamall. Siðar bjó um skeið í Katadal maður að nafni Sigfús Guð- mundsson. Var hann kenndur við bæ sinn og nefndur Kata- dals-Fúsi þar i sveitinni. Hann var fátækur en dugandi maður, léttlyndur og hagmæltur vel. Eru gamanvisur hans enn kunn- ar þar á nesinu. Sigfús fór með fjölskyldu sína til Ameríku, eins og fleiri,einhverntíma á harð- indaárunum 1880—1890. Sigurður Jónsson hefir búið í Katadal síðastliðin 23 ár, en er nú nýlega látinn, tæpra 57 ára að aldri. Hann fæddist á Valda- læk á Vatnsnesi 28. maí 1888, og voru foreldrar hans hjónin Steinunn Sigurðardóttir og Jón Gestur Jónsson. Þau hjón munu hafa verið fremur fátæk, og fór Sigurður að vinna fyrir sér strax er hann hafði til þess aldur og þroska, en naut engrar skóla menntunar. Var hann i vistum á ýmsum stöðum á Vatnsnesi unz hann kvæntist. og hóf bú- skap. Bjó hann í nokkur ár á Tjörn og Ásbjarnarstöðum, en fluttist að Katadal árið 1922 og bjó þar til dánardægurs. Sigurður var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og knár, lag- virkur og góður verkmaður. Hann víir vel greindur og prýði- lega hagmæltur, eins og þeir eldri Katadalsbændur, sem hér hefir verið getið, og kastaði oft fram lausavísum. Hann var gamansamur og glaumur og gleði var venjulega í fylgd með honum. En þótt hann væri spaugsamur í svörum og stök- Enginn hefir ríkari ástæöu til að fagna komu vorsins, eftir langan og erfiðan vetur, heldur en dalabóndinn. Þegar snjóa leysti úr dalnum og fjallinu, en jörð tók að grænka og gróa, kvað Sigurður í Katadal: Fjöllin hæru fella traf. Fitlar blær í runni. Jörðin grær og grænkar af’ geislanæringunni. Þegar vorið er komið, sleppir bóndinn fénaði sínum, sauðfé og hrossum. Sigurður í Katadal rakar af stóðhryssunni sinni, sem reisir höfuðið og horfir ó þreyjufull fram dalinn, í áttina til fjallsins, þar sem frelsi sum arsins bíður hennar. Þegar klippingunni er lokið, þrífur hryssan sprettinn, en eigand- inn kveður hana með þessari stöku: Eins og hinar, merin mín mikið þráir sollinn. Hún er orðin heldur fín! Hristir drengjakollinn. Sigurður í Katadal hafði jafn an lítið bú. Mun hann flest ár- in hafa unnið nokkuð utan heimilis, enda oft til hans leit- að af nágrönnum þegar þörf var á liðveizlu. Var hann manna greiðviknastur og ekki kröfu harður um endurgjald fyrir unnin störf. Eftirlifandi kona~ Sigurðar er Ingibjörg Guðmundsdóttir, mæt kona. Börn þeirra eru fjögur, nú öll upp komin, og eru þau: Sigrún, húsfreyja á Ásbjarn- arstöðum, gift Guðjóni bónda Jósefssyni. Guðmundur, í Katadal, kvænt- ur Ragnhildi Levy frá Ósum, Steinunn og Jón Gestur, heima í Katadal. Sigurður andaðist í Lands- spítalarium í Reykjavík 16. ap- ríl í vor, eftir stutta legu. Lík hans var flutt norður og jarð- sett að Tjörn, í sveitinni þar sem hann hafði lifað, starfað og kveðið vísurnar, sem lengi mun halda uppi nafni hans. Eftir fráfall Sigurðar í Kata- dal er einum nýtum manni færra í fámennri sveit. Við, kunningjar hans, kveðjum hann með söknuði og þökkum fyrir á- gæta kynningu. Skúli Guðmundsson. Bókmexuitlr og listir (Framliald af 3. síðu) Haraldur Björnsson, Gestur Pálssorr og Ævar Kvaran, hinir tveir fyrrtöldu hrottalegir og sjálfbyrgingslegir dónar, sá síð- asttaldi gauð, er lætur kúga sig og enginn tekur tillit til, unz loks hann ris upp gegn ofstop- anum í krafti ylríkra endur- minninga. Eiginkonurnar leika Anna Guðmundsdóttir, Regína Þórð- ardóttir og Soffía Guðlaugs- dóttir, móðursjúkir heiftarvarg- ar, nema ein beygð og bæld, er þó megnar að segja álit sitt, þegar loks sverfur til stáls. Organistann leikur Lárus Pálsson, sem jafnframt er "ik- stjóri, — ungan mann, sem ekki er uppnæmur fyrir smámunum. Unnusta hans, leikin af Sig- rúnu Magnúsdóttur, er skjól- stæðingur hjónanna, þar sem þessi sérkennilega ’ brúþkaups- minning fer fram. Ennfremur eru allmargar aukapersónur: Tvær þernur leiknar af Jóhönnu Lárusdóttur, sem er ný af nálinni á leiksvið- inu, og Emelíu Borg, Ijós- myndasmiður nokkuð við skál, leikinn af Brynjólfi Jóhannes- syni, gleðikona, fyrrverandi eig- inkona ljósmyndasmiðsins, er Inga Laxness lék.þetta fyrsta kvöld vegna forfalla Þóru Borg- Einarsson, sem átti að fara með hlutverkið,prestur leikinn af Val Gíslasyni og borgarstjórinn, leikinn af Lárusi Ingólfssyni, auk blaðamanna, sem koma í hófið til þess að leggja sitt lauf- blað í sigurkrans hinnar hálof- uðu þrenningar. Leikur þessi vakti mikla gleði meðal leikhúsgestanna, enda mörg sneiðin lagleg frá hendi höfundar og leíkur margra leik- enda fjörmikil og markviss. Ekki sízt var það leikur þeirra Har- aldar, Soffíu og Brynjólfs, er kom fólki í gott skap. Er þó síð- ur en svo verið að gera lítið úr hlut annarra, þótt þessi þrjú séu nefnd — allra sízt leikstjórans „Gift eða ógift“ er gaman- leikur, er sjálfsagt verður vel sóttur af bæjarbúum. Hefir svo raunar verið um langflesta leiki, er Leikfélag Reykjavíkur hefir tekið til meðferðar síðustu ár, og er það vel, því að það hefir alla jafna vandað til leiksýninga svo sem kostur hefir verið á og innt af hendi merkilegt menn- ingarstarf — merkilegra heldur en jafnvel ýmsir þeir, sem það vilja vel virða, gera sér ef til vill Ijóst við fyrstu athugun. OimSENöIAG til kaupenda Tímans. \ Ef kaupendur Tímans verð'a fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðsiumanns, Hlutur bænda- síéttarinnar. (Framhald af 3. síðu) því að þannig styður jafnan hver atvinnugrein aðra, þótt með ýmsu móti. sé. Hér skal enn minnst á eitt atriði. í eldhúsdagsumræðum í vetur lét landbúnaðarráðherr- ann svo um mælt, að sú áburð- artegifnd, sem ráðgert var að framleiða hér, Ammoniumnitrat, væri sprengiefni. Þetta þótti honum fullgild rök fyrir kjós- endur landsins og samboðið landbúnaðarráóh. þeirrar rík- isstjórnar, sem kennir sig við nýsköpun. Svo skeður hitt, að þessi sami ráðherra lætur það viðgangast, að áburðareinkasal- an, sem stendur undir hans um- sjá, verzli með þetta „sprengi- efni“, láti flytja það með skipum eins og hverja aðra vöru yfir heimshöfin og með ströndum fram á stríðstímum, og síðan selja hverjum sem hafa vill. Ég skil þetta svo, að ráðherrann sjálfur hafi ekki tekið hið allra minnsta mark á skrafi sínu um sprengiefnið. En hvers vegna tók hann sér það þá í munn? Þeir eru sælir, sem geta fund- ið virðulega og akemmtilega skýringu á þessu hjá ráðherr- anum. Þannig er afturhaldið. Það trúir ekki á vöxt og framför og ber fram allskonar úrtölur og seilist svo langt í nauðvörn sinni að jafnvel eigin dæmi vitnar gegn þeim af miklum krafti. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál, Sent mót póstkröfu. Samband ísl. samvínnufélatfa. SAMVINNUMENN: Vöruvöndun er eitt af stefnuskráratriðum samvinnufélaga. Starfsstúlkiir vantar á Kkppss])ítalann. Upplýsiugar í síma 3319. Orðsending til ixmheímtumanna Tímans Skilagreinir fyrir síðasta ár eria enn|iá ókomnar frá siokkrmn iiuiheimtiimöim- um Tímans. Ern jieir vinsamlega heðnir að senda þær hið allra fyrsta. MNHEIMTA TÍMANS. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem sýnt hafa samúð og vinarhug, við fráfall og jarðarför mannsins míns, SigurÖar Jónssonar, Katadal. Innilegast þakka ég þeim, sem léttu honum stundir sjúkdómslegunnar á Landspítalanum, með heimsóknum og vökum að síðustu. Sú góðvild er mér ógleymanleg. Jafnframt þakka ég af heilum hug mínum mörgu sveitungum og vinum, nær og fjær, og Kvenfél. Von á Vatnsnesi, sem sýnt hafa sinn góða hug, í minn garð, með fjárgjöfum og á annan hátt. -— Guð blesi ykkur öll. Katadal, 12. maí 1945. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR. TRAKTOR (Fordson) keyrður alls á 50 hektara landi, sex diska herfi og viðeigandi plógur fylgir. Geymdur inni í góðu húsi. Settur í gang síðasta vetur. Verðið er kr. 4500,00. Upplýsingar í Von. Sími 4448. Gibsplðtnr til iimaiiltilsklæðiiingar, aiifliiiinar og áferðarfallegar. Sendið pautanir yðar sem fyrst. Kaupfélag Eyfirðínga Byggingavörudeild. Reikningur Eimskipafélags tslands fyrir árið 1944 liggnr frammi í skrifstofu félagsins til sýnis fyrir hlutliafa frá og með deginum í dag. H.f. Eímskipafélag íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.